Morgunblaðið - 02.04.2011, Síða 6

Morgunblaðið - 02.04.2011, Síða 6
VIÐTAL Una Sighvatsdóttir una@mbl.is „Ég átti ekki von á því að fólkið myndi gera upp- reisn, svo fyrir mér er þetta eins og draumur. Ég er mjög stoltur af Líbíumönnum og þótt ég sé á Ís- landi þá er ég með þeim í hjarta mér,“ segir Muha- med Ali Almabruk Birjam, íbúi á Akranesi. Muhamed kom til Íslands sem flóttamaður frá Líbíu fyrir áratug. Hann á hins vegar stóra fjöl- skyldu í Líbíu, 6 bræður, 4 systur og móður á lífi og er því vakinn og sofinn yfir ástandinu í föður- landinu. „Ég hef miklar áhyggjur af þeim. Þetta hefur gengið á núna í mánuð og ég hef varla verið fær um að gera nokkurn hlut annan en að fylgjast með fréttum og hringja heim til að heyra í fólkinu mínu. En það er erfitt vegna þess að þau hafa auð- vitað ekkert net og símatengingin er stopul, stund- um næ ég sambandi en stundum ekki.“ Fjölskylda Muhameds býr í um 40 km fjar- lægð frá borginni Zawiya þar sem harðir bardagar hafa geisað og um 60 km frá höfuðborginni Tripoli, sem er höfuðvígi Muammars Gaddafis. „Daglegt líf er mjög erfitt hjá þeim út af stríð- inu. Það er erfitt að verða sér úti um mat, margar búðir eru lokaðar og það sem fæst hefur fjórfaldast í verði. Mörg lönd senda hjálpargögn til Líbíu, en þar sem Tripoli og svæðin þar í vesturhluta lands- ins eru enn undir stjórn Gaddafis þá berast engin hjálpargögn þangað,“ segir Muhamed. Ætla ekki að deyja fyrir Gaddafi Síðustu tvær vikur hefur Muhamed vart getað sofið fyrir áhyggjum af bræðrum sínum tveimur, sem voru í haldi stjórnarhermanna. Þegar átökin tóku að harðna fyrir um hálfum mánuði var bræðr- unum meinað að fara heim úr vinnunni dag einn en var smalað ásamt vinnufélögum í hálfgert stofu- fangelsi. Um langt skeið heyrðist ekkert frá bræðr- unum og óttaðist Muhamed að þeir hefðu verið þvingaðir til að taka upp vopn og berjast fyrir stjórnarherinn, eða verið skotnir sem land- ráðamenn ef þeir neituðu. Fjölskyldunni var því mjög létt þegar bræðrunum var sleppt í vikunni. Muhamed segir að þeir ætli nú í felur þar sem þeir óttist enn að vera kvaddir í herinn. „Þeir segja að ef eitthvað gerist ætli þeir að berjast fyrir frels- inu og ef þeir deyja þannig þá deyja þeir þó fyrir föðurlandið. Þeir ætla ekki að deyja fyrir Gaddafi.“ Spurður hvernig hann sér framtíð Líb- íu fyrir sér segist Muhamed sannfærður um að nú hilli undir nýja tíð lýðræðis og frelsis í Líbíu. Þegar stríðinu lýkur langar hann til að heimsækja fjölskyldu sína þar við fyrsta tækifæri. „Ég held að þegar Líbía öðlast frelsi undan Gaddafi bíði fólksins betri tíð og um leið og ég heyri að ástandið hafi batnað þá vil ég 6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. APRÍL 2011 snúa aftur til að sjá það með eigin augum og hitta móður mína, systkin og frændfólk. Ég á 10 litlar frænkur sem ég hef aldrei séð. En nú á ég líka fjöl- skyldu hér á Íslandi.“ Ekkert líf án frelsis Muhamed er nú í sambúð á Akranesi með Linu Falah Ameen Mazar, sem kom hingað í hópi palestínskra flóttamanna 2008. Þau kynntust í gegnum Félag múslíma á Íslandi og eiga nú saman rúmlega ársgamla dóttur. „Þegar ég kom til Íslands þekkti ég ekki frelsi. Ég hafði heyrt af því og lesið um það en aldrei upp- lifað það, frelsi til að segja hug þinn og gera það sem þú vilt. Ég vil að fólkið mitt í Líbíu fái að búa við sama frelsi og ég geri nú því frelsi er mikilvæg- ara en allt annað, mikilvægara en peningar og mat- ur. Ef þú getur ekki tjáð þig af ótta við að vera drepinn, ef þú verður að lifa í ótta við ríkisstjórnina, þá skiptir ekki máli þótt þú hafir mat að borða og rúm að sofa í, það er ekkert líf ef þú ert ekki frjáls.“ Hafði aldrei upplifað frelsi fyrr en á Íslandi  Flýði til Íslands frá Líbíu fyrir 10 árum  Óttast um fjölskyldu sína í Líbíu Morgunblaðið/Árni Sæberg Stoltur Muhamed Ali Birgam segir erfitt að vera svo langt frá föðurlandi sínu á þessum átakatímum. Hann segir Líbíumenn berjast fyrir frelsi og er stoltur af byltingunni en jafnframt áhyggjufullur. Lítið framboð var á mjólkurkvóta á tilboðsmarkaði í gær og verð á greiðslumarki hækkaði um 5 krón- ur frá síðasta markaðsdegi. „Miðað við það hvað mikið varð eftir af því sem boðið var til sölu um áramótin átti ég von á meira framboði núna,“ segir Sigurður Loftsson, formaður Landssambands kúabænda. Mikið ójafnvægi var á milli fram- boðs og eftirspurnar á fyrra mark- aðsdegi þessa árs. Matvælastofnun fékk tíu tilboð um sölu greiðslu- marks mjólkur og voru boðnir fram liðlega 400 þúsund lítrar. Er það aðeins helmingur af þeim kvóta sem var til sölu á síðasta tilboðs- markaði. 62 óskuðu eftir að kaupa samtals 1,6 milljónir lítra. Er það 83% meiri eftirspurn en í desember, samkvæmt yfirliti Matvælastofn- unar. Niðurstaða markaðarins var að 230 lítrar seldust á svokölluðu jafnvægisverði sem reyndist vera 285 krónur á lítra. Er þetta heldur meiri sala en á markaðsdegi í des- ember og verðið hækkaði um 5 krónur. helgi@mbl.is Minna framboð á kvóta Morgunblaðið/Frikki Mjólk Rétturinn til að framleiða mjólk gengur kaupum og sölum.  Bændur vildu kaupa fjórfalt það magn sem kom á tilboðs- markað með mjólkurkvóta  Verðið hækkaði um 5 krónur Muhamed segist styðja hernaðaraðgerðir NATO og telur að þær hafi forðað miklu mannfalli meðal almennra borgara. „Ég held að aðgerð- irnar hafi komið á hárréttum tíma og hefðu ekki mátt vera degi seinna. Þetta hjálpar uppreisnar- mönnum mikið því her Gaddafis verður sífellt veikari.“ Sjálfur er hann einn helsti heimildar- maður fjölskyldu sinnar um ástandið í landinu, svo kaldhæðnislega sem það hljómar. „Þau hafa bara aðgang að fjölmiðlum Gaddafis og þar eru tómar lygar. Í gær sagði ég þeim t.d. frá því að utanrík- isráð- herrann (Mo- ussa Ko- ussa) hefði sótt um hæli í Bretlandi. Þau vissu ekki að hann væri flúinn.“ Fjölskyldan fær fréttir frá honum STYÐUR HERNAÐARAÐGERÐIR NATO Uppreisnarmenn í Líbíu fagna Breytt áskriftarverð Áskriftarverð Morgunblaðsins hækkaði 1. apríl og kostar nú mán- aðaráskrift 4.390 kr. Helgaráskrift að Morgunblaðinu kostar nú 2.750 kr. Lausasöluverð virka daga verður 399 kr. Lausasöluverð um helgar verður 649 kr. Netáskrift Morgun- blaðsins kostar 2.550 kr. Skannaðu kóðann til að lesa nýjustu fréttirnar um stríðs- átökin í Líbíu. Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt 36 ára gamlan karlmann, Ingvar Árna Ingvarsson, í tveggja ára fangelsi fyrir sérstaklega hættu- lega líkamsárás á fyrrverandi sam- býliskonu sína auk hótana og fjár- kúgunar. Hann var einnig dæmdur til að greiða konunni 861 þúsund krónur í skaðabætur auk málskostn- aðar. Maðurinn var fundinn sekur um að hafa dregið konuna inn í íbúð sína, haldið henni þar nauðugri veist að henni, rifið í hár hennar, slegið hana margsinnis í andlit og líkama, sparkað í fætur hennar og hótað henni lífláti og líkamsmeiðingum. Féll fram af svölum á flótta Þegar konan ætlaði að flýja úr íbúðinni með því að fara fram af svölum reif maðurinn í hár hennar og sló hana með þeim afleiðingum að hún féll 4 metra fram af svöl- unum og niður á verönd íbúðar á jarðhæð. Konan handleggsbrotnaði og mjaðmarbeinsbrotnaði og skarst á andliti og víðar um líkamann. Maðurinn var einnig fundinn sek- ur um hótanir og tilraun til fjárkúg- unar, með því að hafa sent konunni skilaboð á Facebook þar sem hann hótaði henni og bróður hennar lík- amsmeiðingum eða lífláti ef hún greiddi ekki tvær milljónir króna inn á bankareikning hans. Fram kemur í dómnum, að Ingv- ar Árni hefur áður hlotið dóma, þar á meðal 3 ára fangelsisdóm árið 2001. Tveggja ára fangelsi fyrir líkamsárás Morgunblaðið/Ernir ÁN PARABEN EFNA SJAMPÓ, HÁRNAERING OG STURTUGEL 890.-verd 500 ML

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.