Morgunblaðið - 02.04.2011, Side 29

Morgunblaðið - 02.04.2011, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. APRÍL 2011 Fjárfestar - góð fjárfesting Íslenskt fyrirtæki með umboð fyrir einstaka vöru á öllum norðurlöndum vill selja 20% hlut (20 milljónir). Hluturinn selst í einu lagi eða í hlutum. Hlutverk fyrirtækisins er að gera umboðssamninga við öfluga dreifingaraðila í viðkomandi landi. Varan er einstök og fellur fullkomlega inn í vörulínu væntanlegra umboðsaðila. Ávinningurinn er verulegur þar sem hluti veltunar í hverju landi fyrir sig rennur til fyrirtækisins. Áhugasamir eru beðnir um að senda nafn og síma til auglýsingdeildar Morgunblaðsins: merkt: ávinningur 2012 fyrir 9. apríl. Öllum fyrirspurnum verður svarað. Fjárfestir Ertu með gott fyrirtæki, en vantar nýtt fjármagn í resturinn? Veitingahús og sjoppur kom ekki til greina. Upplýsingar sendist á auglýsingadeild Morgunblaðsins merkt: Fjárfestir 24471 Farið verður með allar upplýsingar sem trúnaðarmál. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Nokkrir af nánustu samstarfsmönn- um einræðisherrans Muammars Gaddafis áttu í gær í viðræðum við fulltrúa franskra, breskra og banda- rískra stjórnvalda um leiðir að vopnahléssamkomulagi til að binda enda á átökin í Líbíu. Abdul Ati al-Obeidi, fyrrverandi forsætisráðherra Líbíu, staðfesti þetta í samtali við bresku sjónvarps- stöðina Channel 4 en þar sagði hann orðrétt: „Við eigum í viðræðum við Breta, Frakka og Bandaríkjamenn um að reyna að stöðva manndrápin. Við erum að reyna að finna gagn- kvæma lausn,“ sagði hann en frum- skilyrði breskra stjórnvalda í samn- ingaviðræðunum er að Gaddafi víki. Svo getur farið að bardögunum í Líbíu linni senn, að minnsta kosti tímabundið, því uppreisnarmenn hafa einnig lagt fram vopnahlésskil- mála þaðan sem þeir ráða ráðum sín- um frá helsta vígi sínu, Benghazi. Þreyta við víglínuna Túlkar breska blaðið Guardian vopnahlésþreifingarnar svo að þær séu til vitnis um að fylkingarnar tvær séu orðnar vígmóðar, nú þegar um einn og hálfur mánuður er liðinn síðan skriða mótmæla fór af stað og vopnuð uppreisn braust út í landinu. Þá hefur bandaríska sjónvarps- stöðin CNN eftir samverkamönnum Gaddafis að hann sé aðeins reiðubú- inn að stíga til hliðar ef tryggt er að bandamaður hans taki við völdunum. Bandaríkjastjórn virðist vera orðin afhuga þeim möguleika að leggja uppreisnarmönnum til vopn en Robert Gates varnarmálaráð- herra og Hillary Clinton utanríkis- ráðherra virtust taka af öll tvímæli í því efni á fimmtudag. Nefndi Clinton skort á upplýsingum um uppreisnar- mennina sem eina af ástæðunum. Reuters Vopnabræður Uppreisnarmenn syrgja fallinn félaga á sjúkrahúsi í borginni Ajdabiyah í gær. Bandamenn Gaddafis vilja semja um vopnahlé Leyniskyttur burt » Mustafa Abdul Jalil, leið- togi uppreisnarmanna, gerir það m.a. að skilyrði vopna- hléssamninga að Gaddafi kalli leyniskyttur sínar heim. » Þá skuli málaliðum og vígamönnum á bandi einræðis- herrans gert að yfirgefa um- setnar borgir. Skannaðu kóðann til að lesa það nýj- asta um Líbíu Dæmi eru um að verð á notuðum bíl- um í Bandaríkjunum hafi hækkað um allt að 11% á síðustu tveimur vik- um og er skýringin fyrst og fremst rakin til hamfaranna í Japan. Fjallað er um málið á vef USA Today en þar segir að bandarískir kaupendur leiti í notaða bíla, enda sé skortur á nýjum bifreiðum fyrir- séður vegna þeirrar röskunar sem japanskar bílaverksmiðjur hafa orð- ið fyrir vegna risaskjálftans 11. mars og flóðbylgjunnar sem honum fylgdi. Hækkunin er mest á 3 til 5 ára gömlum bílum í millistærð, á borð við Toyota Corolla og Ford Focus, en Toyota- og Nissan-bílasmiðjur- nar áætla að það taki minnst mánuð að koma framleiðslunni í samt horf. Blaðið ræðir við bílasala í Los Angeles sem segir kaupendur forð- ast eyðslufrekustu bílanna vegna mikilla hækkana á olíuverðinu. Reuters Tjón Ónýtar bifreiðar í Japan. Hamfarirnar hækka verð notaðra bíla

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.