Morgunblaðið - 02.04.2011, Blaðsíða 34
34 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. APRÍL 2011
Hvort er betra að
komast lífs af úr um-
ferðarslysi, undan bíl
sem braut á þér, heldur
en vera dauður, en í
rétti? Einhvernveginn
þannig blasa valkost-
irnir í Icesave-málinu
við mér. Sú frestun
málsins og sú óvissa
sem við köllum yfir
okkur, með því að
hafna Icesave, kemur
einungis sjálfum okkur í koll. Mögu-
legur ávinningur er fljótur að tapast,
standi óvissan áfram, þó ekki verði
nema fáein misseri. Bretar og Hol-
lendingar hafa það í hendi sér hvort
óvissunni lýkur eða ekki. Um það höf-
um við ekkert að segja, ef við höfnum
samningum. Við getum aftur á móti
lokið óvissunni ef við samþykkjum
samninginn.
Sjálfsblekking
er óheppilegur
förunautur
Minn góði félagi frá
árunum á Dagblaðinu
sáluga, Hallur Hallson,
kvað mig, hér á síðum
Morgunblaðsins, fara
með fleipur í grein sem
ég skrifaði nýlega í
Fréttablaðið þar sem ég
lýsti stuðningi mínum
við Icesave. Því til sann-
indamerkis vitnaði hann
í símtal íslenska og
breska fjármálaráðherrans frá fyrstu
dögum hrunsins þar sem Íslendingar
telja sér ekki skylt að borga Icesave.
Ég ber ekki brigður á það símtal, en
það var aðeins hluti þeirra samskipta
sem fram fóru um málið og því miður
ekki sú niðurstaða sem við hefðum
kosið að sjá. Því get ég enn, með góðri
samvisku, fullyrt að allir íslenskir
ráðherrar og embættismenn, sem að
Icesave málinu hafa komið, hafa lofað
Bretum og Hollendingum því að um
málið yrði samið, sama hvernig reynt
er að rýna í símtöl ráðamanna frá
þessum tíma og fá annað út. Eins
mikið og ég vildi trúa því að málin
standi eins og Hallur lýsir þeim þá er
það einfaldlega ekki rétt. Það sem
fram fór í símtali á fyrri stigum máls-
ins, varð ekki niðurstaðan, heldur
urðu þessi sömu ráðamenn á seinni
stigum sammála um að réttast væri
að semja. Við þá niðurstöðu hefur síð-
an verið glímt og farsælast að við-
urkenna það sem miður fór í stað
þess að lifa í sjálfsblekkingu.
Bretar og Hollendingar ráða óvissu-
tímanum – ef við höfnum Icesave
Eftir Bolla
Héðinsson
Bolli
Héðinsson
»Eins mikið og ég
vildi trúa því að mál-
in standi eins og Hallur
lýsir þeim þá er það ein-
faldlega ekki rétt.
Höfundur er hagfræðingur.
Um er að ræða húsnæði í eigu Orkuveitu Reykjavíkur Mosfellsdal. Húsnæðið er alls um
560 fm. og stendur á 830 fm. leigulóð. Húsið er í góðu ásigkomulagi og er í dag nýtt
sem geymsla fyrir ýmsar deildir Orkuveitu Reykjavíkur. Krafa er um snyrtilega umgengni á
svæðinu.
Nánari upplýsingar gefa eftirfarandi starfsmenn Orkuveitu Reykjavíkur:
Hannes Frímann Sigurðsson, sími 516-6690
Ólafur Þór Leifsson sími, 516-6334
Kauptilboðsblað og sölulýsingu er hægt að sækja á vefsíðu Orkuveitu Reykjavíkur.
Kauptilboðum skal skila til Orkuveitu Reykjavíkur, Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík
fyrir kl. 13.00 fimmtudaginn 14. apríl 2011.
Orkuveita Reykjavíkur áskilur sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum.
Ef viðunandi tilboð fæst:
Geymsluhúsnæði í Mosfellsdal
TIL SÖLU
Í grein í Morg-
unblaðinu þriðjudag-
inn 29. mars setur
Ármann Kr. Ólafsson,
bæjarfulltrúi Sjálf-
stæðisflokksins, fram
túlkun á fund-
arsköpum bæj-
arstjórnar Kópavogs
sem hann veit að er
ekki í samræmi við
bæjarmálasamþykkt.
Ármann er reynslu-
bolti í bæjarmálum í Kópavogi,
hefur verið bæjarfulltrúi í 13 ár og
hluta af þeim tíma hefur hann
gegnt embætti forseta bæj-
arstjórnar. Hann þekkir gjörla
þær reglur sem unnið er eftir.
Í bæjarmálasamþykkt segir að
sé mál samþykkt í bæjarráði án
mótatkvæða teljist það afgreitt og
því greiðir bæjarstjórn
ekki atkvæði um það,
gildir einu hversu
margir greiddu málinu
atkvæði í bæjarráði. Á
bæjarstjórnarfundi um
daginn lagði bæj-
arfulltrúi nokkur, ný-
liði í bæjarstjórn, til að
bæjarstjórn greiddi at-
kvæði um mál sem
hafði verið afgreitt í
bæjarráði án mót-
atkvæða. Gert var
fundarhlé til að fara
yfir ákvæði bæj-
armálasamþykktar hvað þetta
varðar og sagði téður bæjarfulltrúi
þá að hann ætlaði að sleppa tillög-
unni. Forseti bæjarstjórnar beitti
ekki fyrir sig bæjarmálasamþykkt,
né hafnaði ósk bæjarfulltrúans,
eins og Ármann fullyrðir í grein
sinni.
Málflutningur Ármanns kemur
mér í opna skjöldu í ljósi þess að
hann hafði samband við mig fyrir
téðan fund og við fórum yfir þetta
ákvæði bæjarmálasamþykktar
saman. Þá var túlkun okkar ná-
kvæmlega sú sama, enda hefur áð-
ur reynt á þetta ákvæði og æv-
inlega hefur afgreiðsla bæjarráðs
verið úrskurðuð endanleg.
Ármann og bæjarmála-
samþykkt Kópavogs
Eftir Hafstein
Karlsson
Hafsteinn
Karlsson
» Forseti bæjarstjórn-
ar beitti ekki fyrir
sig bæjarmálasam-
þykkt, né hafnaði ósk
bæjarfulltrúans, eins og
Ármann fullyrðir í grein
sinni.
Höfundur er skólastjóri og er
forseti bæjarstjórnar Kópavogs.
Rétt eftir að þingið
samþykkti að skatt-
greiðendur skyldu
borga Icesave, spurði
fréttamaður RUV for-
sætisráðherra, hvað
honum fyndist um, að
þjóðaratkvæða-
greiðslan hefði verið
felld með þremur at-
kvæðum. Jóhanna
svaraði á þá leið, að það
truflaði hana ekkert. Hún sjálf hefði
talað mikið fyrir þjóðaratkvæða-
greiðslum, en ekki mætti blanda þeim
saman við peninga. Nokkrum kvöld-
um síðar endurtók Steingrímur þetta
sama í sjónvarpinu. Ég verð að segja
að ég er furðulostinn yfir fáfræði
æðstu stjórnenda landsins. Í 7 ár átti
ég heima í Sviss og fylgdist með, að
þar snúast kosningarnar í allflestum,
ef ekki öllum tilfellum um peninga.
Rétt og skylt er að upplýsa ráð-
herra um, hvernig þetta er í Sviss. Í
stuttu máli er það þannig að aðilum er
gefinn ákveðin frestur til að kynna
kosti og lesti þess, sem kjósa skal um.
Vel fyrir kosningar upplýsa yfirvöld
hvað framkvæmdin muni kosta og
hversu mikið þurfi að hækka skatta til
að greiða fyrir hana. Þannig eru kjós-
endur vel upplýstir áður en gengið er
til kosninga. Í Sviss hefði almenn-
ingur haft vit fyrir stjórnvöldum og
valið 2 + 1 í stað 2 + 2 til Selfoss.
Hjá okkur eru nokkrir dagar þar til
kosið verður um sjálfan Icesave og
samningurinn lítið sem ekkert verið
kynntur. Helsta röksemd fyrir sam-
þykkt hans er að hann sé 10x betri en
Svavars-samningurinn, sem stjórn-
völd ætluðu að nauðga óséðum í gegn-
um þingið, en segja nú ekki hafa verið
góðan. Önnur röksemd
er, að við getum ekki
lengur haft þetta hang-
andi yfir okkur. Líkt og
þegar Svavar nennti
ekki að hanga lengur úti
í London.
Kostnaður við Ice-
save er mjög á reiki.
Eftir því, sem ég kemst
næst er hann 40 til 400
miljarðar, sem á manna-
máli heitir fjörutíu þús-
und til fjögur hundruð
þúsund milljónir króna. Ekki neinir
smáaurar það á sama tíma og stjórn-
völd rembast við að skera niður
sjúkrahús og skóla. Niðurskurður
sem nú er deilt um í skólum og dag-
heimilum er brotabrotabrot af Ice-
save. Samt gæti Icesave bara verið
skiptimynt í viðskiptum stjórnarand-
stöðu og stjórnar með kvótann og
ESB. Nú er bara að vona, að sjálfur
samningurinn verði kynntur fyrir
þjóðinni, þannig að hún geti í kosn-
ingum tekið vel upplýsta ákvörðun.
Með eða á móti. Þeir sem ætla að
kjósa af þeirri ástæðu einni, að þeir
nenni ekki að hafa þetta lengur hang-
andi yfir sér, eins og t.d. borgarstjór-
inn okkar, ættu að sjá sóma sinn í að
hanga heima. Láta þá sem hafa kynnt
sér málið um að kjósa.
Icesave
Eftir Sigurð
Oddsson
Sigurður Oddsson
»Nú er bara að vona,
að samningurinn
verði kynntur fyrir
þjóðinni, þannig að hún
geti í kosningum tekið
vel upplýsta ákvörðun.
Höfundur er verkfræðingur.
Hamfarir velja ekki fórnarlömb, hvort
sem þær stafa af krafti náttúrunnar
eða af mannavöldum. Hamfarirnar
hitta hins vegar
alla jafnt fyrir,
hvort sem það eru
karlmenn, konur,
börn, gott fólk eða
trúaðir. Við biðjum
Guð alltaf að
vernda okkur og
fjölskyldur okkar
en á sama tíma vit-
um við að slæmir
atburðir geta kom-
ið fyrir hvern sem er. Guð verndar
okkur ekki alltaf á þann hátt, að hann
losi okkur við slæma atburði út úr lífi
okkar.
Jarðskjálftinn sem átti sér stað 11.
mars sl. í Japan og flóðbylgjurnar sem
fylgdu í kjölfarið, voru japönsku þjóð-
inni gríðarlegt áfall og tjónið. Fleiri en
tíu þúsund manns eru látnir og sautján
þúsund manns er saknað. 150 þúsund
íbúðir og byggingar eyðilögðust og um
200 þúsund manns neyðast til þess að
dvelja í neyðarskjólum.
Ég hef verið að fylgjast með frétt-
um frá Japan þessa dagana á netinu.
Það er alltaf skelfilegt og sorglegt að
sjá fréttirnar, en samt sést falleg saga
af og til. Í einu skjóli vantaði fólk mat.
Þar var allt of lítill matur til að hundr-
uð munnar yrðu mettaðir. Þá borðuðu
þrír menn eina hrísgrjónakúlu sem var
lítið stærri en sushi-stykki með því að
deila henni. Það þýðir að hver maður
fékk bara einn lítinn bita fyrir sig. En
fólki gerði það þótt enginn hefði skipað
því fyrir.
Starfsfólk slökkviliða gegndi hættu-
legum skyldum sínum til þess að
hindra að hættan frá kjarnorkuver-
unum yrði ekki meiri en nú er en fjöl-
skyldur þess fólks grétu og grétu þeg-
ar það fór til vinnu sinnar.
Fréttir bárust einnig utan Japans.
Hópur kóreskra kvenna sem höfðu
mjög slæma reynslu af japönskum
hermönnum í heimsstyrjöldinni síðari,
safnast alltaf vikulega saman fyrir
framan sendiráðs Japans í Seoul til að
krefjast opinberlega afsökunar Jap-
ans á meðferðinni. En eftir jarðskjálft-
ann hafa þær komið saman og sent
fyrirbæn til Japans.
Í þessum hörmungum eru þau eins
og blóm í eyðimörkinni, sem jafnvel
„tsunami“ gat ekki tekið í burt. Þessi
blóm birtast í hugrekki manna, sam-
kennd, kærleika, skyldum og sam-
stöðu en þau tákna einnig öll virðuleik
okkar mannanna. Hvaðan fá blómin
næringu sína? Ég giska á að næringin
komi frá því að við erum manneskjur,
hvar sem við búum, hver sem við er-
um og hvers konar trú/lífsskoðun sem
við aðhyllumst.
Guð skapaði manneskjur. Hann
skapaði ekki kristna menn. Að vera
manneskja er ómetanleg blessun í
sjálfu sér. Að sjálfsögðu ætla ég ekki
að fara fram hjá mikilvægi þess að við
geymum form ýmissa trúarbragða og
umræðu á milli trúaðra og trúlausra.
En í þessu samhengi er málið það að
blómin í hörmungum eins og í jarð-
skjálftanum í Japan ætt að minna okk-
ur á grunngildi manneskja og virðu-
leika sem er æðri ágreiningum og
fjölbreytileika í veruleika manna í
heiminum. Guð verndar okkur með
því að láta okkur vera meðvituð um
þetta í erfiðleikunum.
Að lokum langar mig, sem jap-
anskur einstaklingur á Íslandi, að
þakka ykkur Íslendingum fyrir að
sýna samstöðu með Japönum, um-
hyggju og fyrir framlög ykkar til
hjálparstarfsins í Japan.
Guð sé með Japan, Íslandi og heim-
inum öllum.
TOSHIKI TOMA,
prestur innflytjenda.
Það sem „tsunami“
getur ekki tekið burt
Frá Toshiki Toma
Toshiki Toma
Bréf til blaðsins