Morgunblaðið - 02.04.2011, Blaðsíða 38
38 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. APRÍL 2011
Guð sá að þú varst þreyttur
og þrótt var ekki að fá,
því setti hann þig í faðm sér
og sagði: „Dvel mér hjá“.
(Þýð. Á. Kr. Þorsteinsson)
Guð geymi þig,
Mamma.
Farðu í friði vinur minn kær
faðirinn mun þig geyma.
Um aldur og ævi þú verður mér
nær
aldrei ég skal þér gleyma.
(Bubbi Morthens)
Þú varst ljúfur, yndislegur
bróðir. Þín er sárt saknað.
Kæri bróðir, elskum þig alltaf.
Árný Bára systir
og Gréta systir.
Elsku Bergþór.
Ég kynntist þér fyrst fyrir 12
árum og mín fyrsta minning um
Bergþór
Friðriksson
✝ Bergþór Frið-riksson frá Fá-
skrúðsfirði fæddist
21. maí 1970. Hann
lést 24. mars 2011.
Foreldrar hans
eru Friðrik Stef-
ánsson, látinn, og
Elín Aðalsteins-
dóttir. Bergþór var
yngstur tíu systk-
ina. Systkini hans
eru Bjarni Sigmar,
Gréta, maki Ingvaldur Ásgeirs-
son, Hanna Þóra, maki Ómar
Bjarnþórsson, Frið-
rik, maki Kristborg
Ingibergsdóttir,
Árný Bára, maki
Ægir Kristmunds-
son, Ingibjörg Mar-
grét, Steinunn Guð-
finna, Stefán, maki
Berglind Hilm-
arsdóttir, Að-
alsteinn, maki
Linda Þorvalds-
dóttir.
Bergþór var jarðsunginn frá
Garðakirkju 1. apríl 2011.
þig er þegar þú komst að heim-
sækja mig í Breiðholtið að sjá
nýfæddan son okkar Aðalsteins
bróður þíns. Þú fékkst litla
frænda þinn í fangið og það var
eins konar lotningarsvipur á
andliti þínu, eins og þú ættir
þennan strák líka. Þarna upp-
hófst sérstök vinátta milli þín og
litlu frændsystkina þinna.
Svo fluttum við í Hlíðarnar og
það var eins og annað heimili
fyrir þig í nokkur ár. Ég og þú
áttum oftar en ekki yndislegar
eldhúsumræður við eldhúsborðið
um lífið og tilveruna, hreyfingu
og heilsu og gátum við spjallað
út í eitt. Þú varst oft mættur
snemma á morgnana og stund-
um þurftum við að minna þig á
að fara heim til þín á kvöldin.
Það var alltaf gert ráð fyrir
þér í mat eða þegar átti að fara í
sumarbústað, þú komst með í
heimsóknir og búðarferðir. Þú
varst alltaf eins og þriðja barnið
okkar Aðalsteins, unglingurinn á
heimilinu.
Síðustu ár hefur þín verið sárt
saknað hér á heimilinu, mjög
sárt saknað. Eiginlega get ég
ekki sætt mig við að þú sért far-
inn.
Elsku Bergþór, við elskum
þig svo mikið, hvíl í friði.
Linda mágkona.
Sólin skín, vorið er farið að
minna á sig. Ég stend í miðborg
Álaborgar, með innkaupapokann
og dóttur mína mér við hlið.
Annars hugar með klump í háls-
inum, klökkur, því ég var að
missa góðan vin.
Það eru nokkrir staðir sem
eru tengdir minni sál og Fá-
skrúðsfjörður er einn af þeim
stöðum. Litríkt samfélag,
skrautlegir persónuleikar og
bæjarstæði í fallegri náttúru.
Mín kynni af Bergþóri byrjuðu á
skólavellinum. Þar á malbikinu
eyddi hann góðum tíma ásamt
okkur pjökkum við að sparka í
bolta. Ég sé Bergþór fyrir mér í
gallabuxum þruma á markið af
ákefð. Við hinir bárum virðingu
fyrir skothörkunni, ásamt þeim
ákafa og krafti sem Bergþór bjó
yfir. Eftir því sem á leið átti
hann fast sæti í byrjunarliði
Leiknis og var þar góður lið-
styrkur, vinnusamur, harður, lét
aldrei deigan síga.
Er ég rifja upp kynni mín af
Bergþóri þá er margs að minn-
ast og ekki laust við að stökkvi
bros á vör er maður hugsar til
baka og af mörgu að taka og
minningarnar margar. Bergþór
bar einstakan sjarma, sem var á
yfirborðinu frekar grófur en inn
við beinið var hann einstakt ljúf-
menni. Hans framkoma varð
þess valdandi að öllum líkaði vel
við Bergþór og hann var alltaf
vel liðinn og fólk hafði alltaf gott
viðhorf gagnvart Bergþóri.
Hann sagði hlutina með sínum
grófa, kæruleysislega tón og
hans góði húmor fékk oft að
njóta sín. Táningsaldrinum var
eytt í Volvo Turbo og tónlistin
títt í efri mörkum og orkan ótak-
mörkuð. Bergþór taldi það ekki
eftir sér að taka upp haug af
tónlist á kassettur, til að boða
fagnaðarerindið, og naut maður
góðs af. Tónlistina pantaði hann
frá Reykjavík eða Norðfirði, þar
eftir spiluð fram og til baka,
textarnir grúskaðir og svo pælt í
meðlimum hinna og þessara
banda og bækur lesnar um með-
limina. Öllum albúmum haldið
vel til haga og allt snyrtilega
sorterað í röð og reglu eins og
ávallt – enda snyrtimenni. Þau
eru ófá böndin sem Bergþór
kom mér í kynni við. Hann var
ekki mikið fyrir svokallað gleði-
popp eins og hann orðaði það,
Deep Purple er ábyggilega sú
deild sem fleiri tengja Bergþór
við. Reyndar hafði hann almennt
smekk fyrir góðri tónlist og var
þá ekki gerður greinarmunur á
klassískri tónlist og annarri tón-
list.
Bergþór fór ekki troðnar slóð-
ir og var hann sjálfmenntaður á
ýmsum sviðum. Ef eitthvað hafði
vakið áhuga hans, þá var gruflað
og kafað í efnið. Bergþór hafði
margt til brunns að bera ásamt
að vera bæði hæfileikaríkur og
skarpur.
Almennt þegar ég hugsa til
Bergþórs þá finnst mér líf hans
hafa verið kaflaskipt, með tvo af-
gerandi kafla, þann góða og
þann verri. Ekki það að hinn
góði hafi ekki átt eitthvað slæmt
og hinn ekkert gott. Hann hafði
ríka þörf fyrir að finna sína hillu
í lífinu sem gekk illa að finna eða
móta, því að hann átti við veik-
indi að stríða.
Ég ætla að kveðja góðan vin
sem hefur veitt mér svo margt,
mikla gleði og mótað mig sem
manneskju. Ég kem til með að
sakna hans mikið. Megi minning
um góðan dreng lifa. Ég votta
aðstandendum hans mína dýpstu
samúð.
Hilmar Þór Valsson.
HINSTA KVEÐJA
Guð gefi mér æðruleysi
til að sætta mig við það
sem ég fæ ekki breytt,
kjark til að breyta því
sem ég get breytt
og vit til að greina þar á milli.
(Reinhold Niebuhr)
Kveðja,
Friðrik bróðir og fjölskylda.
Grand hótel Reykjavík,
Sigtúni 38, sími 514 8000.
erfidrykkjur@grand.is • grand.is
Grand
erfidrykkjur
• Hlýlegt og gott viðmót
á Grand hótel.
• Fjölbreyttar veitingar
lagaðar á staðnum.
• Næg bílastæði og gott
aðgengi.
HÓTEL SAGA, REYKJAVÍK
P
IP
A
R
\T
B
W
A
•
S
ÍA
Útfararþjónusta
Davíðs Ósvaldssonar ehf
Davíð Ósvaldsson
Útfararstjóri
S. 896 8284 / 551 3485
Óli Pétur Friðþjófsson
Útfararstjóri
S. 892 8947
✝
Hjartans þakkir sendum við öllum þeim er
sýndu virðingu og hlýhug við andlát og útför
móður okkar, tengdamóður, ömmu og lang-
ömmu,
GUÐRÚNAR ERLENDSDÓTTUR,
Sæbóli,
Blönduósi.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk á hjúkrunarheimilinu Mörk,
5. hæð suður, fyrir hlýja og góða umönnun.
Guð blessi ykkur öll.
Gísli Ófeigsson, Ester Garðarsdóttir,
Sigrún Guðmundsdóttir, Ásgeir Axelsson,
Þórarinn Baldursson, Guðrún Kristinsdóttir,
Magnús E. Baldursson, Helga I. Sigurðardóttir,
Þrándur Ó. Baldursson, Emilía M. Stefánsdóttir,
Sigurbjörg H. Baldursdóttir, Hreiðar Margeirsson,
Steinvör M. Baldursdóttir, Friðrik Steingrímsson,
Sigurlaug B. Baldursdóttir, Eiríkur Garðarsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Innilegustu þakkir færum við öllum þeim sem
sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og
útför elskulegrar eiginkonu og móður,
JÓHÖNNU VÍGLUNDSDÓTTUR,
Skólavegi 13,
Vestmannaeyjum.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Heil-
brigðisstofnunar Vestmannaeyja, starfsfólki dagdeildar blóð- og
krabbameinslækninga 11B og starfsfólki lungnadeildar A6 fyrir
einstaklega góða umönnun og umhyggju.
Gústaf Sigurlásson,
Ásta Gústafsdóttir,
Sigurlás Gústafsson.
✝
Hugheilar þakkir færum við öllum þeim sem
sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við
andlát og útför elskulegrar móður okkar,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
KARENAR MARÍU EINARSDÓTTUR,
Tjarnarbóli 17,
Seltjarnarnesi.
Sérstakar þakkir til starfsfólksins á hjúkrunarheimilinu Sóltúni.
Ingibjörg St. Sigurðardóttir, Jóhann Sigurðsson,
Sigurður K. Sigurðsson, Hallfríður G. Blöndal,
Dagný M. Sigurðardóttir, Jón Garðar Hafsteinsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
MAGNÚS S. ÓLAFSSON,
síðast til heimilis á
Dvalarheimilinu Felli,
Skipholti 21,
Reykjavík,
andaðist á líknardeild Landspítala Landakoti
fimmtudaginn 24. mars.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Sérstakar þakkir færum við öllu starfsfólki Dvalarheimilisins
Fells í Skipholti, öldrunarlækningadeild B4 í Fossvogi sem
og starfsfólki líknardeildar Landspítala Landakoti fyrir frábæra
umönnun.
Ólafur R. Magnússon, Ása Gíslason,
Erla Magnúsdóttir, Benedikt E. Gunnarsson,
Jakob Magnússon, Sigríður Jakobínudóttir,
Hulda Magnúsdóttir, Sigurður Sigurjónsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Innilegar þakkir til allra sem sýndu hlýhug
og samúð við andlát og útför ástkærs föður
okkar, tengdaföður, afa, langafa og langa-
langafa,
PÁLS ÞORLEIFSSONAR
fyrrum húsvarðar í
Flensborgarskólanum.
Sérstakar þakkir flytjum við starfsfólki og vinum hans á
Hrafnistu, Hafnarfirði, fyrir hlýtt og gott viðmót og umönnun.
Karlakórnum Þröstum eru færðar þakkir fyrir fallegan söng við
útförina.
Kristín Ína Pálsdóttir, Magnús R. Aadnegard,
Þóra Gréta Pálsdóttir, Magnús J. Sigbjörnsson
og fjölskyldan.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
ÁSGERÐUR ÁGÚSTA PÉTURSDÓTTIR,
Árskógum 8,
Reykjavík,
síðast til heimilis
á hjúkrunarheimilinu Sóltúni,
lést þriðjudaginn 29. mars.
Útförin fer fram frá Háteigskirkju fimmtudaginn 7. apríl kl. 15.00.
Pétur Vilhjálmsson, Auður Sjöfn Tryggvadóttir,
Sigríður Vilhjálmsdóttir,
Jóhanna Vilhjálmsdóttir, Örn Guðmarsson,
Jóhann Sigurfinnur Vilhjálmsson,
barnabörn, barnabarnabörn
og barnabarnabarnabörn.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
UNNUR KJARTANSDÓTTIR,
Hvassaleiti 18,
Reykjavík,
lést miðvikudaginn 23. mars.
Útför hennar fer fram frá Grensáskirkju
mánudaginn 4. apríl kl. 13.00.
Hreinn V. Ágústsson, Dóra Jónsdóttir,
Björn Á. Ágústsson, Þuríður Magnúsdóttir,
Einar Ágústsson, Unnur H. Pétursdóttir,
Kjartan Ágústsson, Þóra S. Ingimundardóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma og
langamma,
GUÐLAUG HALLBJÖRNSDÓTTIR,
til heimilis á Reynimel 84,
Reykjavík,
verður jarðsungin frá Neskirkju fimmtu-
daginn 7. apríl kl. 13.00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja
minnast hennar er bent á Rauða kross Íslands.
Hallbjörn Sævars, Hrönn Þormóðsdóttir,
Magnús Þór Vilbergsson, Harpa Sæþórsdóttir,
Sigurður Hallbjörnsson, Guðrún Andrésdóttir,
Hilmar Kári Hallbjörnsson, Sjöfn Finnbjörnsdóttir,
Guðlaug E. Hallbjörnsdóttir
og barnabarnabörn.