Morgunblaðið - 02.04.2011, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 02.04.2011, Blaðsíða 45
DAGBÓK 45 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. APRÍL 2011 Gjör rétt - þol ei órétt Látum ei fornar ný- lenduþjóðir beygja okkur vegna óráðsíu og siðleysis í einkafyrir- tækjum, en rök eru öll okkar megin þar sem þetta er helst; 1. Þeir sem gerst til Icesave-málsins þekkja telja að bótaskylda sé ekki til staðar frá þjóð- inni. 2. Hví forðast við- semjendur málsókn eins og heitan eldinn? 3. Hvað hafa breskir valdið miklu tjóni með hryðjuverkalögum og yfir- töku á banka? Sennilega margfalda Icesave-kröfuna. 4. Hví skyldum við ekki standa stolt, óbeygð og óbuguð, eins og þegar við færðum út landhelgina og beygðum heimsveldið? 5. Verði dæmt í málinu eru yfir- gnæfandi líkur á sigri. 6. Hví að skuldsetja fædda sem ófædda Íslendinga um langa framtíð um óþekkta upphæð, verði upphæðin 90 milljarðar eru það um 300 þúsund á hvern Íslending og er sú upphæð svip- uð og bygging nýja háskólasjúkra- hússins og lagning Sundabrautar. 7. Fólk erlendis verður stolt af okk- ur, ef þessi ósómi verður felldur, því víða er fólk að súpa seyðið af alls konar fjármálasukki. Nú í júní eru 200 ár frá fæðingu Jóns Sigurðssonar, sem keikur gekk gegn nýlenduherrum og megum við ekki vanvirða og smána hans minningu með því að samþykkja þessi ólög. Heldur skal í minni og heiðri haft hans mottó; Að vera sómi Ís- lands, sverð þess og skjöldur. Vil ég benda á slóð- ina www.advice.is þar sem lesa má frekar um þessa smán, sem ei má yfir oss ganga. Segjum Nei. Stoltur Íslendingur. Þjóðarblómið Ég vil minna á það að fyrir meira en 20 árum skrifaði dr. Sturla Friðriks- son grein í Morgunblaðið og lagði til holtasóley yrði þjóðarblóm, þannig að hann var eiginlega fyrstur með þetta. Þeir náttúruverndarmenn sem hafa áhyggjur af ágengum plöntuteg- undum beini frekar athygli sinni að sauðfé og hestum, sem eru hinar raunverulegu ágengu tegundir. Vegna nýlegra skrifa í Morgunblaðið um þjóðsönginn legg ég til að lag Ríó tríós, Landið fýkur burt, verði gert að þjóðsöng, það er skemmtilegt lag og textinn vel við eigandi. Baldvin Atlason. Ást er… … sjúkdómurinn. LÆKNIR Velvakandi Ásgeir Ásgeirsson var aðeins 29 áraað aldri, þegar hann var í fram- boði í Vestur-Ísafjarðarsýslu 1923 gegn íhaldsmanninum Guðjóni Guðlaugssyni á Ljúfustöðum. Þá mælti hann hin fleygu orð: „Mér er borið á brýn, að ég sé of ungur. En ég get huggað menn með því, að það lagast með aldrinum.“ Náði Ásgeir kjöri og sat á þingi, uns hann var kjörinn forseti Íslands 1952. Þessi fyndni Ásgeirs á kosn- ingafundum vestra er þó miklu eldri. Sænska skáldið Johan Henrik Kell- gren, sem uppi var 1751-1795, orti til dæmis: Det fel han haft i ungdomsvåren Att vara pojka förr än karl, Man ganske visligt anmärkt har; Men detta fel försvann med åren. Á íslensku er þetta í lausu máli: Það mein hans í æsku að vera drengur, áð- ur en hann varð maður, hvarf, eins og vitrir menn hafa tekið eftir, með ár- unum. Nokkru síðar komst Johann Wolf- gang von Goethe svo að orði í Maximen und Reflexionen (1822): „Wenn die Ju- gend ein Fehler ist, so legt man ihn bald ab.“ Ef æskan er ókostur, þá losna menn fljótt við hann. Um svipað leyti orti danska skáldið Johan Ludvig Heiberg, sem uppi var 1791-1860: Og er vi for unge, hvad siger saa dette? Den Fejl kan vi sagtens med Aarene rette. Þetta má þýða: Og hvað segir það, að við séum of ungir? Þann galla má laga með árunum. Norskur málsháttur, sem Ivar Aa- sen tók upp í málsháttasafni sínu frá 1856, Norske Ordsprog, er á þessa leið: For ung er eit godt lyte det veks av med årum. Þetta hljóðar svo á íslensku: Að vera of ungur er góðkynjað mein, sem menn vaxa upp úr með árunum. Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar. Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Það lagast með aldrinum Grettir Smáfólk Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand SJÁÐU HVAÐ ÉG KEYPTI HANDA ÞÉR GRETTIR! JAKKAFÖT Í STÍL VIÐ MÍN! NETTIR! AF HVERJU GETUR FÓLK EKKI BARA SKIPST Á GLER- AUGUM ANNAR AÐILINN GÆTI NOTAÐ GLERAUGUN Á MEÐAN HINN VÆRI SOFANDI KANNSKI ÆTTI ÉG EKKI AÐ SEGJA ÞETTA SVONA RÓTÆKAR HUGMYNDIR GÆTU SETT GLERAUGNABÚÐIR Á HAUSINN HVERNIG STENDUR Á ÞVÍ AÐ ÞAÐ ERU ENGIR VERÐIR Í KASTALANUM ÞÍNUM? EKKI GÆTIRÐU KOMIÐ AFTUR Á MORGUN? AF HVERJU? VERÐIRNIR FÓRU ALLIR Á LEIKINN ERTU VAKANDI KLUKKAN TVÖ UM EFTIRMIÐDAGINN? HVAÐ ER AÐ? ERTU STRESSAÐUR? ÁTTU ERFITT MEÐ SVEFN ÞESSA DAGANA? HVERNIG GEKK VIÐTALIÐ VIÐ ÖMMU? HÚN SAGÐI MÉR FRÁ ÞVÍ ÞEGAR HÚN SÁ UM ÖRYGGISGÆSLUNA Á WOODSTOCK EKKI TAKA ALLT ÞAÐ SEM AMMA ÞÍN SEGIR ÞÉR OF ALVARLEGA NONNI MINN HÚN ER AÐ SEGJA SATT! SJÁÐU BARA HVAÐ HÚN GAF MÉR! ÞESSI BOLUR ER ÖRUGGLEGA VIRÐI MORÐFJÁR LÁTTU ÞETTA EIGA SIG ÆTLI EINHVER AF MÍNUM FORNU FJENDUM STANDI Á BAK VIÐ ÞETTA? Á MEÐAN... STJÓRI, LÖGREGLAN ER Á HÆLUM OKKAR! VERTU RÓLEGUR, ÞAÐ ER EKKI TIL EIN EINASTA LÖGGA SEM GETUR SÉÐ VIÐ MÉR ÓTRÚLEGT HVERJU HÆGT ER AÐ TROÐA UPP Í NASIRNAR Á FÓLKI Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is Ég hitti karlinn á Laugaveg-inum, þar sem hann hálf-hljóp niður Frakkastíginn og varð hugs- að til kerlingarinnar á Holtinu, – hvort hún væri komin heim. Að minnsta kosti var hljóðið í karlinum þannig. Kerlingin hefur alltaf verið hægri krati og haldið upp á Jó- hönnu Sigurðardóttur, sem var kveikjan að þessari vísu karlsins: Mér leiðist þetta lýðræði og lætin niðrá Alþingi og það er hárrétt hjá́enni að „hér er ekkert stjórnleysi“. Í vísnasafni Jakobs Ó. Péturs- sonar eru þessar vísur eftir Jóhann- es S. Kjarval, ortar að morgni dags: Sígur rökkur af syfjustráum – sendist fákur um veg – bæirnir sjást með burstum háum, nú brosir landið og ég. Hátt við sólar æsku átt, elds hjá ljósastjökum, geislamóðir gengur hátt gulls á fjallabökum. Sigurður Þórarinsson jarðfræð- ingur komst svo að orði um gosið í Leirhnjúk árið 1975, að varla væri unnt að kalla það gos, öllu fremur „drulluslettu“. Þá kvað Rögnvaldur Rögnvaldsson kaupmaður á Akur- eyri: Viðbrögð sumra vekja bros, vá þó sé að frétta. Það er ekki þingeyskt gos þessi „drullusletta“. Bjarni Þorkelsson skipasmiður orti um þrotabú í Eyjafirði: Þegar félagseignin er orðin nógu rúin forsprakkarnir sjálfum sér selja þrotabúin. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Nú brosir landið og ég
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.