Morgunblaðið - 02.04.2011, Page 53

Morgunblaðið - 02.04.2011, Page 53
Spennumyndin Limitless erbyggð á skáldsögu írskarithöfundarins Alan Glynnog kom hún út fyrir 10 ár- um. Það var síðan Leslie Dixon sem byggði handrit Limitless á bókinni, en bók Glynn verður hins vegar endurútgefin á næstunni undir sama heiti og kvikmyndin. En upphaflega hét sagan The Dark Fields. Í kvikmyndinni Limitless er sagt frá textahöfundinum Eddie Morra (Cooper). Morra þessi er misheppn- aður rithöfundur, sem hefur engu að síður náð að gera útgáfusamn- ing. Samninginn virðist hann þó ætla að missa, þar sem ekkert gengur að skrifa. Strax í upphafi sögunnar sparkar unnustan (Corn- ish) honum að auki. Úrkula vonar, starandi í hyldýpið, kemst okkar maður í kynni við tilraunalyf sem kallast NZT. Oft er sagt að mann- eskjan noti aðeins 20% heilans. Sagan í Limitless byggist nokkuð á þeirri fullyrðingu, þar sem NZT hefur þau áhrif að neytandanum, tekst að nýta 100% heilans við inn- töku lyfsins. Eftir að Morra kemur höndum yfir birgðir af þessu mikla töfralyfi tekst honum að ljúka skáldsögunni á nokkrum dögum, við mikla ánægju útgefandans. Áð- ur en langt um líður er Morra orð- inn snillingur á sviði viðskipta og fjármála og auðgast hratt. Fljótt kemst hann í kynni við auðkýfing- inn Carl Van Loon (De Niro) sem ræður söguhetjuna sem aðal- ráðgjafa sinn í stórum viðskipta- samningi. Ásamt því að auka gáfnafar þess er neytir til mikilla munda, virðist NZT líka breyta smekk manna. Við upphaf myndarinnar er Morra frek- ar tættur og hakkaður – óklipptur, ógreiddur og klæddur í hálfgerða larfa. Eftir nokkrar vikur á NZT eru klæðskerasniðin jakkaföt og óaðfinnanleg hárgreiðsla skyndilega málið. Ásamt því að ná hröðum ár- angri í lífinu þarf aðalpersóna Limitless að lifa með ýmsum auka- verkunum. Ekki bara líkamlegum vegna inntöku lífsins, heldur flækist okkar maður í ýmiss konar vand- ræði. Er þar ýmist um að ræða úti- stöður við okurlánara og önnur ill- menni eða óþægilegar uppákomur á hótelherbergjum. Í rauninni er söguþráður mynd- arinnar ekki sérstaklega bitastæður og allnokkrir lausir endar fyrir hendi. Samtöl eru ágætlega útfærð, en ef ekki væri fyrir fyrstu- persónulýsingu Eddie Morra á því sem fyrir augu ber gætu áhorf- endur lent í vandræðum með að skilja hvað væri að gerast hverju sinni. Hins vegar hélt kvikmyndin athygli þess er þetta ritar nokkuð vel allan tímann, enda er öll myndataka og myndvinnsla oft á tíðum skemmtileg. NZT hefur of- skynjunaráhrif í för með sér fyrir Eddie Morra, sem er skemmtilega komið til skila. Í myndinni eru nokkur skot sem sýna hraða för eftir strætum New York. Ekki al- veg augljóst hvað á að vera að ger- ast þar, en svínlúkkar. Fínasta mynd! Háskólabíó Limitless bbbnn Leikstjóri: Neil Burger Handrit: Leslie Dixon & Alan Glynn Aðalleikarar: Bradley Cooper, Anna Friel, Abbie Cornish og Robert De Niro. 105 mínútur. Bandaríkin, 2011. ÞÓRÐUR GUNNARSSON KVIKMYNDIR Karlar í krapinu „Áður en langt um líður er Morra orðinn snillingur á sviði viðskipta og fjármála og auðgast hratt.“ Cooper og De Niro í rullum sínum. Töfrapillur sem auka viðskiptavit MENNING 53 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. APRÍL 2011 Skannaðu kóðann til að sjá stiklu úr myndinni 700 kr.. á allar sýningar merktar með appelsínugulu SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG AKUREYRI FRÁBÆR SKEMMTUN FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI SPARBÍÓ SÝND Í ÁLFABAKKA OG EGILSHÖLL HVERNIG VARÐ SAKLAUS STRÁKUR FRÁ KANADA EINN ÁSTÆLASTI TÓNLISTARMAÐUR Í HEIMINUM Í DAG? HE IMI LD AR MY ND UM LÍF JU ST IN BIE BE RS , ST ÚT FU LL AF TÓ NL IST I I Í I I , I ANTHONY HOPKINS SÝNIR STJÖRNULEIK Í ÞESSARI ÓGNVÆNLEGU SPENNUMYND SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI ATH! MYNDIN ER ÓTEXTUÐ Í 3D SPRENGHLÆGILEG GAMANMYND SEM Á EFTIR AÐ FÁ ÞIG TIL AÐ GRENJA ÚR HLÁTRI FRÁ FARRELLY BRÆÐRUM, ÞEIM SÖMU OG FÆRÐU OKKUR SOMETHING ABOUT MARY OG DUMB AND DUMBER! SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL OG AKUREYRI FÓR BEINT Á TO PPINN Í USA BYGGÐ Á SÖNNUM ATBURÐUM SÝND Í ÁLFABAKKA SÝND Í EGILSHÖLL EKKERT GETUR UNDIRBÚIÐ ÞIG FYRIR ÞAÐ SEM GERIST NÆST MÖGNUÐ STÓRMYND SEM BEÐIÐ HEFUR VERIÐ EFTIR MEÐ EFTIRVÆNTINGU SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI FRÁBÆR TEIKNIMYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI OG SELFOSSI ATH. NÚMERUÐ SÆ TI Í KRINGLUNNI STÓRKOSTLEG NÝ ÞRÍVÍDDAR TEIKNIMYND FRÁ DISNEY SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI MYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA MYND SEM GAGNRÝNENDUR HAFA SAGT AÐ SÉ SAMBLANDA AF BOURNE MYNDUNUM OG TAKEN HARÐJAXLINN LIAM NEESON ER MÆTTUR Í MAGNAÐRI HASARMYND “THE BEST ACTION THRILLER IN YEARS!” Stuart Lee, WNYX-TV “ EXHILARATING. UNKNOWN IS THE FIRST GREAT MOVIE OF THE YEAR!” Shawn Edwards, FOX-TV “LIAM NEESON IS INTENSE!” Bill Bregoli, CBS RADIO NEWS “IT’S TAKEN MEETS THE BOURNE IDENTITY.” Rick Warner, BLOOMBERG NEWS SÝND Í EGILSHÖLL „DÚNDURSKEMMTILEGT TRIPP SEM HELDUR ATHYGLI ÞINNI FRÁ BYRJUN TIL ENDA“ -T.V. - KVIKMYNDIR.IS HHH SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI OG AKUREYRI SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI OG AKUREYRI SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL OG KRINGLUNNI MIÐASALA Á SAMBIO.IS / KRINGLUNNI SUCKER PUNCH kl. 8 - 10:20 12 HOP ísl. tal kl. 2 - 4 - 6 L KURTEIST FÓLK kl. 8 - 10:10 L MÖMMUR VANTAR Á MARS kl. 2 - 4 - 6 ísl. tal L / KEFLAVÍK HOP ísl. tal kl. 2 - 4 -6 - 8 L KURTEIST FÓLK kl. 5:50 - 8 - 10:10 7 SEASON OF THE WITCH kl. 10:10 14 MÖMMUR VANTAR Á MARS kl. 1:30 ísl. tal L RANGO ísl. tal kl. 3:40 / SELFOSSI SUCKER PUNCH kl. 8 - 10:20 12 THE ADJUSTMENT BUREAU kl. 6 10 UNKNOWN kl. 8 - 10:20 16 HALL PASS kl. 6 12 MÖMMUR VANTAR Á MARS 3D kl. 2 - 4 ísl. tal L YOGI BEAR ísl. tal kl. 4 L GEIMAPAR 2 ísl. tal kl. 2 L / AKUREYRI SUCKER PUNCH kl. 1:40 - 5:40 - 8 - 10:20 12 THE ADJUSTMENT BUREAU kl. 6 - 8:20 - 10:30 10 UNKNOWN kl. 10:20 16 MÖMMUR VANTAR Á MARS 3D ísl. tal kl. 2 - 3:50 L ÆVINTÝRALEGUR FLÓTTI ísl. tal kl. 1:20 - 3:30 L YOGI BEAR 3D ísl. tal kl. 4 L THE KING'S SPEECH kl. 5:40 L TRUE GRIT kl. 8 16

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.