Morgunblaðið - 05.04.2011, Side 1

Morgunblaðið - 05.04.2011, Side 1
Þ R I Ð J U D A G U R 5. A P R Í L 2 0 1 1  Stofnað 1913  80. tölublað  99. árgangur  MIKILVÆGT AÐ HLUSTA Á LÍKAMA SINN GERIR ÞAÐ GOTT Í FRAKKLANDI REYKJAVÍK FASHION FESTIVAL ÍÞRÓTTIR 2 FJÖLBREYTT 30HLAUP Á MEÐGÖNGU 10 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Hugmyndir um launahækkanir sem Samtök atvinnulífsins lögðu fyrir viðsemjendur sína í gær, til að höggva á hnút sem myndast hafði í viðræðunum, er háð því að ríkis- stjórnin fallist á lækkun atvinnu- tryggingagjalds og að kveða fastar að orði um auknar fjárfestingar til að koma hjólum atvinnulífsins betur af stað en gert er í yfirlýsingu ríkis- stjórnarinnar frá því fyrir helgi. Viðræðurnar héngu á bláþræði í gærmorgun vegna ágreinings um launaliðinn, einkum um sérstaka hækkun lægstu launa sem vinnuveit- endur telja að gangi mjög nærri fyr- irtækjum í ákveðnum atvinnugrein- um. Þeir kynntu þó hugmyndir til lausnar sem ASÍ telur að komi veru- lega til móts við kröfur sínar. Þetta útspil er þó ekki endanlegt tilboð og er háð ýmsum skilyrðum sem eink- um snúa að efnahagsumhverfinu og rekstrarskilyrðum fyrirtækjanna í landinu. Samhljómur viðsemjenda Því var ekki mikið bil á milli samn- inganefndanna þegar þær skildu í gærkvöldi. Svör ríkisstjórnarinnar virðast geta ráðið miklu um fram- vinduna næstu daga. „Ég tel að tek- ist hafi að ýta þessum málum veru- lega áfram en það er einnig ljóst að það þarf að fá niðurstöðu frá stjórn- völdum varðandi ákveðin atriði,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti Al- þýðusambands Íslands. Steingrímur J. Sigfússon fjár- málaráðherra segir tillögur samn- ingsaðila til skoðunar. „Það er gott að þeim miðar áfram með samn- ingana en þeir mega ekki vera of uppteknir af því sem er hjá öðrum,“ sagði hann og lagði áherslu á að yf- irlýsingin væri ríkisstjórnarinnar. MBeðið svara »4 Boltinn hjá ríkisstjórn  Útspil Samtaka atvinnulífsins hjó á hnútinn í gær  Er háð skilyrðum um lækk- un atvinnutryggingagjalds og að ráðist verði í auknar fjárfestingar í atvinnulífinu Samningaviðræður » Almennar launahækkanir verða á þriggja ára samnings- tíma með sérstaka áherslu á að tryggja hag meðaltekjufólks. » ASÍ hefur einnig lagt áherslu á að ná fram krónutöluhækk- unum fyrir launalægstu hópana á þeirra samningssviði þannig að lágmarkslaun fyrir dagvinnu nálgist 200 þúsund krónur á mánuði. Samkvæmt yfirliti frá Lánasýslu ríkisins námu ríkisábyrgðir tæplega 1.300 milljörðum króna í lok janúar sl. og voru skuldbindingar Lands- virkjunar og Íbúðalánasjóðs um 97% þeirrar upphæðar. Heildar-skuld- binding sem ríkissjóður mun þurfa að gangast í ábyrgð fyrir, öðlist Ice- save-lögin samþykki þjóðarinnar, nemur um 670 milljörðum króna. Staða heildarríkisábyrgða mun því hækka um helming eða þar um bil, en bein ríkisábyrgð verður á skuld- bindingum Tryggingasjóðs inn- stæðueigenda og fjárfesta (TIF) gagnvart innistæðutryggingasjóðum Breta og Hollendinga, haldi Icesave- lögin gildi sínu í þjóðaratkvæða- greiðslunni 9. apríl nk. Er talið að bein ábyrgð á skuldum TIF setji nú- verandi kröfuhafa ríkisfyrirtækja í verri stöðu en áður, t.d. alþjóðlega lánardrottna Landsvirkjunar. »14 Ríkisábyrgð- ir aukast um helming Morgunblaðið/Ómar Fundað var fram á kvöld í mörgum herbergjum í Karphúsinu í gær. Enn er þó mikil óvissa um niðurstöðu viðræðna um kjarasamning til þriggja ára. Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, ræðir hér við forystumenn Alþýðusambands Íslands, þá Gylfa Arnbjörnsson forseta, Ólaf Darra Andrason, deildarstjóra hagdeildar, og Sigurð Bessason, for- mann Eflingar – stéttarfélags. Hugmyndir viðraðar í Karphúsinu Morgunblaðið/RAX  Í gær höfðu veiðst rúmlega 150 silungar í Litluá í Keldu- hverfi síðan veiðin hófst á föstudag; vænir staðbundnir urr- iðar, sjóbirt- ingar og bleikj- ur. Sunnan heiða fer veiðin líka vel af stað. „Byrjunin hefur sjald- an verið svona góð,“ segir Skúli Baldursson bóndi um veiðina í Steinsmýrarvötnum. Þar fékk fyrsta holl ársins 104 fiska. Í Soginu hafa veiðimenn náð væn- um birtingum. » 12 Silungsveiðin fer víða vel af stað  Sigurliðinu í Skólahreysti 2011 verður boðið á Your Move-íþrótta- mótið í Finnlandi í lok maí og munu íslensku unglingarnir keppa þar við lið 14 finnskra skóla. Fulltrúar finnska æsku- lýðssambandsins Unga Finn- land (Nuori Suomi) og finnska sjónvarpið koma á úr- slitakeppni Skólahreysti 28. apríl nk. til að kynna sér keppnina og taka upp efni. Það má því segja að Skóla- hreystin sé komin í útrás. „Þetta er ofsalega spenn- andi,“ sagði Andrés Guð- mundsson sem stofnaði Skóla- hreysti ásamt konu sinni Láru Berglindi Helgadóttur árið 2005. „Þarna er okkur boðið að halda kynningarmót í Skólahreysti. Við förum út með gáminn okkar og setjum upp hreystibraut utan- húss. Síðasta daginn færum við brautina inn í íþróttahöll og þar keppa 14 finnskir skólar til úrslita.“ Lið skól- ans sem sigrar hér í Skóla- hreysti 2011 keppir þar við finnsku skólana. „Ætl- unin er svo að byrja með skólakeppnina Skóla- hreysti í Finnlandi í haust. Við smíðum fyrstu brautina og send- um þeim í sumar. Svo von- um við að þetta fari allt rétta leið.“ »9 Skólahreysti í útrás til Finnlands  Meðalaldur skráðra fólksbíla var tæp ellefu ár í fyrra. Hefur hann ekki verið hærri frá árinu 1990. Þá hefur skráðum öku- tækjum fækkað töluvert á landinu undanfarin ár. Hefur þeim fækkað um þúsundir á síðustu árum eða frá efnahags- hruninu 2008. Einnig hefur ökutækjum sem skilað er til úrvinnslu fækkað veru- lega síðustu ár. »6 Fólksbílaflotinn ekki verið eldri síðan 1990

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.