Morgunblaðið - 05.04.2011, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 05.04.2011, Qupperneq 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. APRÍL 2011 Ákveðið hefur verið að kanna áhuga meðal ungra íslenskra töfra- manna fyrir stofnun sérstaks fé- lags, undir Hinu íslenska töfra- mannagildi, sem yrði vettvangur fyrir stráka og stelpur á aldrinum 13-17 ára til að kynnast, ræða um og æfa ný og gömul töfrabrögð. Yrðu ungu töframennirnir þá fé- lagar í Hinu íslenska töframanna- gildi og einnig í IBM, International Brotherhood of Magicians. Þau ungmenni sem hafa áhuga geta haft samband um netfangið tofra- menn@toframenn.is eða tala við einhvern í félaginu til að fá nánari upplýsingar, en vefsíða HÍT er: www.toframenn.is og þar er að finna frekari upplýsingar um félag- ið. Forseti HÍT er Baldur Brjáns- son, en á þriðja tug íslenskra töfra- manna er í félaginu. Morgunblaðið/Árni Sæberg Töfrabrögð Laða á ungt fólk í félagsskap íslenskra töframanna, HÍT. Félag ungra töfra- manna stofnað? Í dag, þriðjudag kl. 16-17:30, standa Viðskiptaráð Íslands, Sam- tök atvinnulífsins, Félag atvinnu- rekenda og Samtök iðnaðarins fyrir opnum fundi á Hilton Reykjavík Nordica, um Icesave- þjóðaratkvæðagreiðsluna og áhrif hennar á efnahagsþróun. Aðgang- ur er ókeypis. Skráning fer fram á www.vi.is. Frummælendur verða Jóhannes Karl Sveinsson, lögmaður og fulltrúi samninganefndar Íslands, Dóra Sif Tynes, lögmaður og fulltrúi Áfram-hreyfingarinnar, Jón Helgi Egilsson, verkfræðingur og fulltrúi Advice-hreyfing- arinnar, Friðrik Már Baldursson, forseti viðskiptadeildar HR, Ragn- ar Árnason hagfræðingur og Gylfi Zoëga hagfræðingur. Fundur um Icesave- atkvæðagreiðsluna Á föstudaginn langa, þann 22. apr- íl nk., verður haldin útivistar- og menningardagskrá í Laufási við Eyjafjörð. Gengin verður föstu- ganga annað árið í röð frá þremur stöðum í Laufásprestakalli, þ.e.a.s. Grenivíkurkirkju kl. 12:30, Sval- barðskirkju kl. 11 og kapellunni á Végeirsstöðum í Fnjóskárdal kl. 11. Allar göngunar enda svo í Laufási þar sem verður boðið upp á ódýra fiskisúpu. Þá verða ókeyp- is tónleikar í Laufáskirkju kl. 14:30 með söngvaskáldinu Svavari Knúti. Föstuganga Hjálparsími Rauða krossins, 1717, er með átak í þessari viku undir yfir- skriftinni „Geta pabbar ekki grátið?“ Með átakinu vill Hjálparsíminn benda á að karlar ekki síður en konur þurfa á hlustun að halda um hvernig þeim líður. Reynsla Hjálp- arsímans sýnir að karlar sem nýta sér þjónustu 1717 eru oft mjög langt leiddir í vanlíðan þegar þeir taka þetta fyrsta skref að tala opin- skátt um líðan sína. Hjálparsíminn er opinn allan sól- arhringinn fyrir þá sem vilja ræða sín hjartans mál í trúnaði við hlut- lausan aðila. Hjálparsími Rauða krossins með átak STUTT STANGVEIÐI Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Þetta var mögnuð veiði,“ sagði Rík- arður Hjálmarsson sem var við veið- ar í Bíldsfelli í Soginu um helgina ásamt sex félögum sínum. „Já, þetta var alveg ótrúlega gaman. Við tók- um 16 birtinga og tvær bleikjur. Sjó- birtingarnir voru allt flottir geld- fiskar, upp í um sjö pund en mest tvö, þrjú. Við urðum hins vegar ekki mikið varir við bleikjuna.“ Veiðimenn eru hvattir til að hlífa niðurgöngulaxi og kasta ekki fyrir hann þar sem vitað er af laxinum, en ef hann tekur að meðhöndla hann þá varlega og sleppa. Ríkarður segir mjög mikið hafa verið af laxi á Bíldsfellssvæðinu. „Við komumst því ekki hjá því að setja í suma þeirra. Við tókum 28 og slepptum vitaskuld og náðum að merkja 18 þeirra. Mest af fiskinum tók púpur and- streymis en einhverjir birt- inganna tóku líka straum- flugur,“ segir hann. Á opnunardaginn, á föstu- daginn var, veiddust níu vænir birtingar í Bíldsfelli og tíu austan ár, fyrir Ásgarðslandi. Áttatíu fyrsta daginn Veiðin fer afar vel af stað í Litluá í Kelduhverfi en að sögn Sturlu Sigtryggssonar, bónda í Keldunesi, höfðu veiðst 158 silungar á fyrstu þremur dögunum. „Þetta gengur fínt,“ segir Sturla. „Þetta er mest stað- bundinn urriði en líka niðurgöngubleikja og sjóbirtingur. Stærsti fiskurinn til þessa er 73 cm urriði, eitthvað yfir 12 pund.“ Sturla segir veiðina mesta á efstu svæðum árinnar, næst Skjálftavatni, en menn hafi orðið varið við fiska um alla á. Veiðimennirnir sem hófu leikinn í Litluá þekkja ána allir vel og nutu þess en greinilega er talsvert af fiski. „Það var svolítið kalt hér á laugar- dag en það hlýnaði um tíma á föstu- daginn, fór upp í sex sjö gráður og þá var mjög mikil veiði – þá veiddst um 80 fiskar,“ segir Sturla. Veiðin í Tungulæk fór einnig vel af stað en fyrstu tvo dagana veiddust um 150 sjóbirtingar. Á sama tíma veiddust um 60 birtingar í Vatna- mótum, sá stærsti um 18 pund, og fyrsta hollið í Geirlandsá náði 31. 158 silungar veiddust fyrstu veiðidagana í Litluá  „Mögnuð veiði“ í Soginu  Vel haldnir geldfiskar  Stórfiskur í Vatnamótunum Silungur á ís Ríkarður Hjálmarsson við hluta afla þeirra veiðifélaga í Soginu um helgina. „Veiðin fór mjög vel af stað, byrjunin hefur sjaldan verið svona góð,“ segir Skúli Baldursson, bóndi á Syðri-Steinsmýri í Land- broti, um upphaf veiða í Steinsmýrarvötnum í ár. „Fyrsta hollið fékk 104 fiska, það er afskaplega gott.“ Skúli segir aðstæðurnar hafa verið góðar til veiða, ágætis vorveður með smávægilegri golu. Veitt er með fjórum stöng- um í Steinsmýrarvötnum og má í vorveiðinni hirða tvo fiska á stöng á dag, eftir það er veitt og sleppt. „Megnið var sjóbirtingur, nokkrir staðbundnir urriðar og auk þess veiddist eitthvað af bleikju. Stærstu birtingarnir voru átta pund og svo voru um 20 fjögur til fimm pund. Feitur og fínn fiskur. Þetta var mjög gott og veit á gott fyrir framhaldið.“ 104 FISKAR VEIDDUST Í OPNUN STEINSMÝRARVATNA Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Sveinn Andri Sveinsson, hrl., sem var verjandi manns sem Hæstiréttur sýknaði af fólskulegri líkamsárás í lið- inni viku, segir að þótt héraðsdómur hafi gengið út frá því að fórnarlamb- inu hafi verið hótað, liggi ekkert fyrir um að svo hafi verið. Ekkert hafi ver- ið lagt fram eða bókað um hótanir við aðalmeðferðina og hann sem verjandi meints árásarmanns ekkert fengið að vita af meintum hótunum fyrir aðal- meðferð málsins. Dómur Hæsta- réttar sé í samræmi við fordæmi Mannréttindadómstóls Evrópu. Engum öðrum um að kenna Skjólstæðingur Sveins Andra var dæmdur í 2½ árs fangelsi af Héraðs- dómi Reykjavíkur. Fórnarlambið hafði nafngreint árásarmanninn sem hinn ákærða í málinu en þegar kom að aðalmeðferð málsins neitaði hann að bera vitni og taldi héraðsdómur að engin önnur skýring gæti komið til greina en að hann óttaðist það sem gæti hlotist af ef hann stæði við fyrri skýrslur sínar. Taldi dómurinn að engum öðrum en ákærða gæti verið um það að kenna. Þá hefði fram- burður árásarmannsins verið óstöð- ugur og ótrúverð- ugur og því var slegið föstu, út frá gögnum málsins, að hann hefði fengið kunningja sinn til að veita sér falska fjarvist- arsönnun. Í dómi Hæsta- réttar er á hinn bóginn bent á að ekki verði séð af gögnum málsins að fórnarlambið hafi gefið skýringar á því hvers vegna hann neitaði að gefa skýrslu fyrir dómi, þrátt fyrir vitna- skyldu. Hæstiréttur bendir á að sam- kvæmt lögum um meðferð sakamála skuli dómur reistur á sönnunar- gögnum sem færð eru fram við með- ferð máls fyrir dómi, sbr. regluna um milliliðalausa sönnunarfærslu. Til- teknar undantekningar eru frá þessu ákvæði en Hæstiréttur taldi þær ekki eiga við og væri þá haft í huga að verjanda gafst ekki kostur á að spyrja vitnið um þýðingarmikil atriði. Þá sagði Hæstiréttur að rannsókn lögreglu hefði verið áfátt í ýmsum at- riðum. Sveinn Andri segir að jafnvel þótt gengið væri út frá því að fórnar- lambinu hefði verið hótað, þá væri langsótt að ætla að hótanirnar hefðu orðið til þess að hann myndi ákveða að tjá sig alls ekki. Það sé ekki nýtt að vitnum sé hótað en þá dragi þau yfir- leitt framburð sinn til baka og beri á annan veg en hjá lögreglu. „En það er langsótt að gefa sér það að þeir sem hótuðu honum hafi verið svo út- spekúleraðir í íslensku sakamálarétt- afari að þeir hafi kveikt á því að þetta gæti orðið til þess að ekki yrði byggt á framburði hans hjá lögreglunni,“ segir hann. Ef grunur leiki á að þjarmað hafi verið að vitnum hafi saksóknari iðu- lega látið verjendur vita til að hægt sé að grípa til ráðstafana, s.s. með því að láta ákærðu víkja úr réttarsal. Ekk- ert slíkt hafi verið gert í þessu máli. Sveinn Andri segir þó aðalatriðið í málinu að Hæstiréttur hafi talið að verið væri að brjóta gegn meginregl- unni um milliliðalausa sönnunar- færslu. Mannréttindadómstóll Evr- ópu hafi mótað þá reglu að ef svo- kallað lykilvitni í sakamáli gefur ekki skýrslu fyrir dómi, þá gangi ekki upp að byggja sakfellingu á framburði vitnisins hjá lögreglu, þar sem verj- andi hafi ekki haft tök á að spyrja við- komandi vitni. Gölluð lögreglurann- sókn hafi svo enn frekar veikt málatilbúnað ákæruvaldsins. Engin gögn um að fórn- arlambi hafi verið hótað  Gölluð lögreglurannsókn veikti málatilbúnað enn frekar Sveinn Andri Sveinsson „Veit á gott fyrir framhaldið“ Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt tiltekin ummæli, sem féllu í blaðagrein um Gunnar I. Birgisson, bæjarfulltrúa í Kópavogi, dauð og ómerk. Þá var Þórarinn Hjörtur Ævars- son, sem skrifaði greinina, dæmdur til að greiða Gunnari 300 þúsund krónur í miskabætur. Greinin birtist 14. júní 2009 í Morg- unblaðinu undir yfirskriftinni: „Áskorun til Gunnars Birgissonar frá sjálfstæðismanni,“ en Þórarinn Hjörtur var þá formaður íbúasamtak- anna Betri byggð á Kársnesi. Gunnar taldi að í greininni hefði Þórarinn veist, með ósönnum og ómálefnalegum hætti, að æru og mannorði hans vegna starfa hans sem formaður bæjarráðs og bæjarstjóri í Kópavogi. Krafðist Gunnar þess bréf- lega að Þórarinn tæki ummælin aftur og greiddi sér 1 milljón króna í miska- bætur. Þegar engin viðbrögð bárust við bréfinu höfðaði Gunnar mál. Héraðsdómur féllst á kröfu Gunn- ars um að ómerkja eftirfarandi um- mæli í greininni: „… nú eða kenna embættismönnum, sem n.b. hafa ver- ið handvaldir af þér, um ástand mála“ og: „… ert orðinn holdgervingur spill- ingar og valdhroka“. Segir í niðurstöðu héraðsdóms að ummælin séu, í því samhengi sem þau birtist, tilhæfulaus, ærumeiðandi og óviðurkvæmileg og verði ekki hjá því komist að ómerkja þau. Ummæli dæmd dauð og ómerk

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.