Morgunblaðið - 05.04.2011, Blaðsíða 11
sig fyrir eða hvort það standi beint
upp úr sófanum. En hún segi gjarn-
an við fólk að mest sé ekki best.
Hún segir kapp í anda 2007 ekki
skynsamlegt í hlaupum og allt
of oft sjái hún og heyri af fólki
sem rís upp úr sófanum og sé
farið að hlaupa maraþon eftir
nokkra mánuði. Fyrir henni sé
þetta tóm vitleysa því þá lendi þetta
sama fólk oft í því tveimur árum
seinna að vera búið að klára sig og
geta ekki meir. Hlaupunum sé allt
of oft kennt um og hún fái að heyra
það að hlaup skemmi liðina. Þessu
sé hún ósammála því þetta sé allt
spurning um skynsemi og það að
læra að hlusta á líkama sinn og
hans mörk og þarfir.
Það þurfi að gæta sín, hugsa
hlaupin sem lífsstíl og byggja þau
upp. „Það þurfa ekki allir að hlaupa
maraþon og fólk er ekkert verra
eða minna geri það það ekki. Ekki
er víst að allir hafi líkama í það og
það er ekkert verra. Ég sé allt of
mörg dæmi um það að fólk æfir og
úðar síðan í sig bólgueyðandi lyfjum
til að geta haldið áfram. Það finnst
mér alveg út í hött, þá er maður
ekki að hlusta á líkamann eða virða
hann.
Því finnst mér gleðilegt að
hlaupaáhugi hafi aukist hér á landi
en ekki nógu gott hvað margir ætla
að gera allt og fara þar með ekki
nógu vel með líkama sinn. Ég hef
nokkrar áhyggjur af þessari þróun
um leið og ég er ánægð með þá
hreyfingabylgju sem hér er farin af
stað,“ segir Martha.
Rösklega upp brekkur
Þeim sem eru að byrja ráð-
leggur Martha að ganga frekar en
að byrja strax að hlaupa. Að því
loknu má hlaupa á milli ljósastaura
og betra að fara nokkrum sinnum í
viku í styttri tíma en að sprengja
sig einu sinni í viku. Fyrstu vik-
urnar geti hins vegar verið best að
hlaupa ekki heldur frekar labba
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. APRÍL 2011
Skokk er vinsæl hreyfing hjá mörgum
sem hafa áhuga á að grenna sig eða
halda þyngdinni í skefjum. Það kemur
því ekki á óvart að margir sem glíma
við offitu velji þessa tegund hreyf-
ingar þegar þeir hyggjast taka sig á.
Hins vegar er ekki víst að hlaup
séu heppilegasta hreyfingin fyrir of
feita einstaklinga. Samkvæmt nýrri
hollenskri rannsókn sem British Jo-
urnal of Sports Medicine greinir frá
er mun líklegra að of þungir ein-
staklingar fái meiðsl vegna hlaup-
anna en aðrir.
Rannsóknin náði til 848 ein-
staklinga sem voru ekki vanir hlaup-
um en þeir voru beðnir um að þjálfa
sig fyrir hlaupapróf upp á 6,7 kíló-
metra. Af hópnum voru 334 ein-
staklingar sem voru með líkams-
þyngdarstuðulinn BMI yfir 25 en
restin var undir sömu tölu.
Áður en æfingarnar hófust voru
allir þátttakendur rannsakaðir með
tilliti til hvort þeir ættu í einhverjum
hlauptengdum meiðslum og eftir að
æfingartímabilið hófst var fylgst ná-
kvæmlega með því sama. Niður-
stöður sýndu að 25 % þeirra sem
voru í yfirþyngd lentu í meiðslum
vegna hlaupanna miðað við 15%
meiðsla hjá þeim sem voru léttari.
Hlaup
Skokk Rannsóknir benda til að hlaup séu ef til vill ekki heppilegasta form
hreyfingar fyrir þá sem glíma við of mikla líkamsþyngd vegna tíðra meiðsla.
Meiðsl algengari hjá of
þungum hlaupurum en öðrum
Á norsku vefsíðunni trim.no eru gefin
nokkur ráð um það í hvaða tilfellum sé
réttast að leita aðstoðar þjálfara eða
læknis varðandi hlaup á meðgöngu.
Meðal þeirra má nefna ef konan fær verki í
brjóstin eða ef hún verður vör við óreglulegan eða
óvenju öran hjartslátt. Eins ef vart verður við
blæðingu og ef konan finnur fyrir miklum maga-
eða samdráttarverkjum. Svimi og mikill höfuð-
verkur eða óvenjulegir verkir sem þú finnur vana-
lega ekki fyrir geta einnig verið til marks um að ein-
hverju þurfi að kippa í liðinn. Mikilvægast er þó að
fylgjast vel með sjálfum sér og gleyma ekki að
hlusta á líkamann.
Mikilvægt
að fylgjast með
HLAUP Á MEÐGÖNGU
rösklega upp brekkur eða eitthvað
slíkt. „Það er erfitt að ætla að al-
hæfa fyrir alla. Ef ég miða við sjálfa
mig þegar ég var sem mest að
keppa þá hljóp ég miklu meira en
ég geri í dag en auðvitað heldur
maður dampi allan ársins hring.
Þetta er bara lífsstíll og hluti af því
að vera til fyrir mig. Á veturna fer
ég inn á brettið ef mér líst ekki á
veðrið en annars fer ég á göngu-
skíði hér á Ísafirði enda bara fimm
mínútur upp í fjall. Það er góð
hreyfing. Ég hef ekki hlaupið
Laugaveginn en mér finnst æðislegt
að hlaupa á fjallavegum, vera
kannski ein uppi á fjalli með náttúr-
unni og fuglunum,“ segir Martha.
Framundan hjá Mörthu er gott
hlaupasumar, hún ætlar að taka
þátt í hlaupahátíð á Vestfjörðum
þar sem hlaupin er Óshlíðin og
Vesturgatan. Einnig ætlar hún að
hlaupa Reykjavíkurmarþonið, sem
henni finnst vera hápunktur sum-
arins, og þá stefnir hún á að hlaupa
erlendis með hópi fólks í haust.
Tölvunám fyrir alla
www.tolvunam.is - sími 552 2011
Excel I - hefst 13. aprí
Excel II - hefst 27. apríl
Stafrænar myndir í Picasa - hefst 5. maí
Námskeið í kennslustofu
Verð 14.900 kr.
SÉRSTAKUR GESTASÖNGVARI
VERÐUR PÁLL ÓSKAR
Áskrifendur Morgunblaðsins fá sérstakan afsláttaf miðum á tónleika í Salnum Kópavogi
7. apríl. Í almennri sölu kostar miðinn 3.300 kr. en Moggaklúbbsfélagar fá miðann á 2.000 kr.
FÁÐU ÞÉR ÁSKRIFT Á MBL.IS/ASKRIFT EÐA Í SÍMA 569 1122
KÓPAVOGI 7. APRÍL KL. 21:00
Miðasala á www.salurinn.is síma 5 700 400 og á www.midi.is
Byrjendur Fyrir þá
sem eru að byrja mælir
Martha með röskri
göngu til að byrja með.