Morgunblaðið - 05.04.2011, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 05.04.2011, Blaðsíða 18
18 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. APRÍL 2011 –– Meira fyrir lesendur PANTAÐU AUGLÝSINGAPLÁSS Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is MEÐAL EFNIS: Páskamatur. Sælkerauppskriftir. Páskaskreytingar. Ferðir innanlands. Landsbyggðin um páskana. Skíðasvæðin. Viðburðir um páskana. Sæla í sveitinni. Börn og páskar. Páskegg. Merkilegir málshættir. Trúin og fólkið. Ásamt fullt af spennandi efni. Pás kab laði ð NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, mánudaginn 11. apríl. Páskablaðið SÉ RB LA Ð Morgunblaðið gefur út sérblað tileinkað páskahátíðinni. Farið verður um víðan völl og komið inn á viðburði páskahelgarinnar. Girnilegar uppskriftir af veislumat og öðru gómsætum réttum ásamt páskaskreytingum, páskeggjum, ferðalögum og fleira. Raunasaga Barð- strendinga í vega- málum á sér fáa líka í íslenskri samgöngu- sögu. Árum saman hafa íbúar á sunn- anverðum Vest- fjörðum kallað eftir því að fá öruggan láglendisveg út úr fjórðungnum. Tillögur að leiðum hafa verið auðkennd- ar með drjúgum hluta stafrófs- ins. A, B, C, D, G, HG. Íbúar hafa verið sammála um að leið B (Þorskafjarðarvegur um Teig- skóg, Þórisstaðir-Kraká) væri ákjósanlegasti kosturinn. Um þá leið hafa hins vegar staðið laga- deilur og málaferli árum saman. Þeim málaferlum lyktaði fyrir nokkrum misserum með hæsta- réttardómi, sem setti málið aftur á byrjunarreit. Þannig er staðan í dag. Þó að sett yrðu sérlög um leið B eins og lagt hefur verið til, eru allar líkur á að málaferli myndu halda áfram og þá myndu engu að síður líða 5-7 ár áður en veg- urinn yrði að veruleika. En er þá öll von úti um öruggan láglend- isveg á sunnanverðum Vest- fjörðum? Aldeilis ekki. Til eru trúverðugir útreikn- ingar sem mér vitanlega hafa ekki verið véfengdir. Þeir sýna að aðrar leiðir eru til, jafngóðar og í reynd ódýrari en B-leiðin (sjá http://www.landvernd.is/ myndir/Vestfjardavegur_GP.pdf). Þessir útreikningar miðast við verðlag ársins 2006 en sam- kvæmt þeim hefðu samanlagðar leiðir B og D með tvíbreiðum göngum undir Hjallaháls (leið G) kostað það ár 3,2 milljarða samanborið við 4,5 milljarða vegna B-leiðar (Þór- isstaðir-Kraká). Nú hafa Barð- strendingar skorað á stjórnvöld með und- irskriftum að leysa úr lang- vinnum samgönguvanda þeirra. Undir þann hluta áskorunarinnar tek ég heils hugar, enda hef ég beitt mér fyrir því sem þingmað- ur að sá vandi yrði leystur. Hef ég átt ófáa fundi með Vegagerð- inni, samgönguyfirvöldum og sveitarstjórnarmönnum til þess að leitað raunhæfra leiða í því efni og binda enda á það ófremd- arástand sem ríkir í vegamálum svæðisins. Hins vegar get ég ekki fallist á þá aðferð sem þingmennirnir Einar K. Guðfinnsson, Ásbjörn Óttarsson og Gunnar Bragi Sveinsson leggja til (og tekið er undir í áskoruninni) að Alþingi setji sérlög til þess að þvinga fram með valdi B-leiðina (Þóris- staðir-Kraká) um Teigsskóg, þvert á fallinn hæstaréttardóm í því máli. Í fyrsta lagi sé ég ekki að það sé siðferðilega verjandi að löggjafinn þröngvi fram vilja sín- um með slíku valdi í hvert sinn sem vandkvæði rísa. Þá væri vandlifað og ótraust í henni ver- öld, ef stjórnvöld gætu einatt knúið fram vilja sinn með því að setja sérlög gegn almennri gild- andi löggjöf. Í öðru lagi tel ég ekki að meirihluti sé fyrir því á Alþingi að leysa samgönguvanda Barðstrendinga með þessum hætti. Í þriðja lagi tel ég að sú aðferð sé tafsamari og dýrari heldur en að fara einfaldlega að gildandi lögum og velja aðrar nærtækari en sambærilegar leið- ir sem uppfylla öryggiskröfur. Leið G, vegur yfir Ódrjúgsháls og um göng undir Hjallaháls, býður upp á brúun Þorskafjarðar líkt og leið B. Þar með væri kom- inn enn styttri heilsársvegur sem uppfyllti öll öryggis- og umferð- arsjónarmið. Aðrar leiðir koma einnig til greina, en svo mikið er víst að leiðin úr botni Gufufjarðar undir Hjallaháls að Þórisstöðum er ekki aðeins jafngóður, heldur einnig ódýrari kostur en leið B. Hún hefur það auk þess fram yfir sérlög um leið B að vera lagalega og siðferðilega verjandi. Göng undir Hjallaháls eða leið B? Eftir Ólínu Þorvarðardóttur » Vegur úr Gufufirði undir Hjallaháls er jafngóður og ódýrari kostur. Hann hefur það umfram sérlög um leið B að vera lagalega og siðferðilega verjandi. Ólína Þorvarðardóttir Höfundur er alþingismaður í NV- kjördæmi og á sæti í samgöngunefnd Alþingis. Ekki er víst að margir muni enn eftir síðasta seðla- bankastjóra þýska marksins. Hann heitir enn Hans Tietmeyer en var síðasti seðla- bankastjóri Þýska- lands sem gætti marksins sem þýsks gjaldmiðils Þýska- lands. Sjálfur man ég vel eftir Tietmeyer því ég beið mörg árangurslaus ár úti í Evrópu eftir stýrivaxtalækk- un frá honum. Hans Tietmeyer var á móti evrunni og fékk fyrir það frá Helmut Schmidt, fyrrum kanslara, stimpilinn „andevr- ópskur“ sem þýðir svipað og álíka orð þýddi í Sovétríkjunum sálugu. Hann gaf þó Helmut Kohl kansl- ara ráð um smíði myntbandalags Evrópusambandsins. Ráðgjöf hans var tilraun til að stuðla að því að þessi nýi gjaldmiðill frakkra í Evr- ópusambandinu – sem þýska þjóð- in var andsnúin frá upphafi og er enn – myndi ekki enda sem algert járnbrautarslys á meðan hún lifði. Evran kom í heiminn vegna þess að hún var fjárkúgun Frakklands gegn nýrri sameiningu tveggja þýskra ríkja árið 1990. Hans Tietmeyer þekkir fag sitt vel og djúpt. Hann vissi að mynt- mál eru eins og borgarísjaki. Það sem sést og er talað um er aðeins einn tíundi hluti málsins. Rót myntmála nær alltaf alveg niður í dýpstu lög lýðræðis, fullveldis og sjálfstæðis þjóða. Þetta vissi Hans Tietmeyer afar vel þó svo að hér heima viti þetta aðeins örfáir en góðir menn. Hann varaði við því að svo ólík lönd ætluðu að nota saman einn og sama gjaldmiðil, eina stýrivexti og eina pen- ingastjórn. Hann sagði: Mynt- bandalag ESB verður eins og lok- aður hraðsuðuketill án útöndunar. Þegar gengið er farið og mögu- leikinn á að laga verð og vexti gjaldmiðilsins að þörfum hagkerf- isins er horfinn, þá þarf að sjóða samfélagsleg og fagleg réttindi al- mennings og verkalýðshreyfinga í graut – og helst í mús. Svo þarf að auglýsa andlát lýðræðisins. Stjórn- málamenn ættu að skilja að frá og með nú eru þeir komnir algerlega undir vald, náð og miskunn fjár- málamarkaða. Skilst þetta? Ég er viss um að íslenskur al- menningur skilur þetta. Stærsti hluti íslensku háskóla-, fjölmiðla- og hagsmunaelítunnar skilur þetta hins vegar aldrei. En það gerir svo sem ekki mikið til því obbi hennar hefur fyrirgert næstum öllum sanngjörnum rétti á að vera tekinn alvarlega. Rekstrartap hennar er mikið og hefur það lask- að samfélag okkar. Elítunni mis- tókst við fjármálabóluna og banka- hrunið. Hún varð virk strengjabrúða í því máli. Henni mistókst að koma auga á það sem Hans Tietmeyer vissi frá byrjun um myntbandalag Evrópusam- bandsins. Hún er virk strengja- brúða í því máli líka. Og hún er enn virk strengjabrúða, nú í Ice- save málinu, því það er svo ná- tengt ESB-málinu sem er óska- barn elítunnar. Þrjú stór tækifæri til að koma auga á hið rétta í flóknum málum leiddu hana öll til rangrar niðurstöðu. Elítu há- skóla- og hagsmuna- samsteypunnar ætti því íslenskur almenn- ingur ekki að taka svo alvarlega. Hún er strengjabrúða. Ungverjinn André Kostolany sem stóð á gólfi kauphalla Evr- ópu frá fermingu fram undir nírætt sagði að fjár- málamarkaðir væru eins og hundar. Húsbóndi fjármálamark- aða á ávallt að vera samfélags- hagkerfið. Þannig verður að vera. Fjármálamarkaðir eiga að þjóna samfélaginu, sagði André. Þegar hundurinn og samfélagið fara sam- an út að ganga hleypur hundurinn út og suður og leggur að baki miklu lengri veg en húsbóndinn. Hundurinn hleypur, flaðrar, geltir, gleypir óþverra og kastar stundum upp. En yfirleitt koma þó hund- urinn og húsbóndinn heim saman og í sátt. Gerist það ekki erum við stödd í Japan árið 1989, á Íslandi árið 2008 og á evrusvæðinu núna, þar sem fjármálamarkaðurinn týndi húsbónda sínum, samfélag- inu. Hljóp úr augsýn og rataði ekki heim. Afleiðingin í Japan er enn 22 árum síðar sú að hluta- bréfamarkaður er þar enn tæplega 80% fallinn og afvega staddir bankar og brenglaður fjár- málamarkaður halda áfram að kyrkja samfélagshagkerfið. Bank- arnir og fjármálamarkaðurinn, sögðu skilið við samfélagið fyrir líklega fullt og allt. Húsbóndinn í Japan er orðinn strengjabrúða fjármálamarkaða. Þar ríkir hag- vaxtarleg ísöld og mun gera svo þar til japanska samfélags- hagkerfið hrynur til grunna. Það sem Hans Tietmeyer sagði um myntmálin og Andrei Kostol- any sagði um fjármálamarkaði er rétt. Allt sem Hans Tietmeyer sagði um myntbandalagið er að rætast. Við sjáum það á evrusvæð- inu í dag. Strengjabrúður fjár- málamarkaða Evrópusambandsins, þ.e. embættis- og stjórnmálamenn þess, æða um lendur mynt- bandalagsins og framkvæma skip- anir hundsins sem stjórnar þeim algerlega. En þetta sjá þeir ekki sjálfir því meðvirknin er alger. Þannig virka strengjabrúður. Það sama er að gerast hér heima í Ice- save-málinu. Ríkisstjórnin, há- skólaelítan, margir fjölmiðlar og hagsmunasamsteypan æða um Ís- land sem fjarstýrð strengjabrúðu- herdeild í böndum fjármálamark- aða. Nú ætti að vera nóg komið. Hér þarf vandlega að aga til, viðhafa festu og sýna samstöðu. Við viljum ekki öll vera strengjabrúður í bandi fjármálamarkaða sem týndu sér sjálfir. Gagn og gleði þjóð- arinnar af heilbrigðum fjár- málamarkaði í framtíðinni veltur á þessu. Samþykkt Icesave-laganna myndi hindra lækningu fjár- málamarkaðar Íslands. Ég sam- þykki þau ekki. Líf sem strengja- brúða fjármála- markaða er hundalíf Eftir Gunnar Rögnvaldsson Gunnar Rögnvaldsson »Ríkisstjórninni hefur mistekist því hún gerði Icesave og Seðla- bankann að pólitísku máli vegna einkaum- sóknar Samfylkingar- innar inn í Evrópusam- bandið. Höfundur er ráðgjafi og stundaði at- vinnurekstur í Evrópusambandinu frá 1989 til 2010. - nýr auglýsingamiðill 569-1100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.