Morgunblaðið - 05.04.2011, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 05.04.2011, Blaðsíða 32
32 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. APRÍL 2011 Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is Kristján B. Heiðarsson hefur marga þungarokksfjöruna sopið. Hann er í dag trommuleikari Changer (sem hann stofnsetti sem sólóverkefni ár- ið 1999) en hefur einnig leikið á trommur með sveitum á borð við Dark Harvest, Stonehenge og Shiva. Kristján hefur nú tekið hressilega u-beygju en fyrir stuttu kom út þriggja laga plata, From This Day Forward, sem er kassagítarplata. Til að byrja með verður hún bara fá- anleg á rafrænu formi, í gegnum gogoyoko.com og veldur hún reynd- ar nokkrum usla þar, situr nú í fjórða sæti þess lista sem nær yfir vinsælustu plöturnar. Stokkið á milli „Þetta var búið að liggja á borðinu hjá mér í tvö ár, tilbúið,“ segir Krist- ján. „Ég ákvað loksins að skella þessu inn á gogoyoko. Ég er nefni- lega að vinna að heilli breiðskífu með svona efni og vildi því koma þessu út á undan.“ Kristján hlær við þegar hann er spurður hvers vegna hann sé að bregða sér út fyrir ljúfan djöful- ganginn. „Ég keypti mér Vs. með Pearl Jam og Human með Death sama dag hér í gamla daga. Ég hef alltaf stokkið svona á milli. Ég er kannski að semja epískt svartþungarokk einn hálftímann en svo kassagítar- ballöðu þann næsta. Það er ekkert sem ræður þessu, ég veit sjaldnast hvað kemur þegar ég sest niður að semja.“ Hóað í hina og þessa From This Day Forward var unn- in með Ólafi Arnalds, sem hefur eins og Kristján innsýn í harðar og mjúk- ar víddir rokksins og Andra Ólafs- syni, sem lék á bassa. Allur gítar, raddir og trommur voru hins vegar í höndum Kristjáns. En hópurinn sem hann ætlar að vinna breiðskífuna með er öllu breiðari. „Ég hef svona verið að hóa í hina og þessa og það kemur sjálfum mér á óvart hversu fjölskrúðugur hópur þetta er. Annars er ég allur að gírast upp fyrir verkefnið, það er helvíti gaman að komast loksins fram fyrir trommusettið og sjá fólkið í saln- um!“ Úr hávaða í höfga  Rokktrymbillinn Kristján B. Heið- arsson gefur út kassagítarplötu Ljósmynd/Wiebke Essert Ljúfur Kristján B. Heiðarsson, þungarokkari með meiru, fann mjúka manninn í sér. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Tólf stelpur kepptu í fyrirsætukeppninni Elite Model Look í Hafnarhúsinu á laugar- daginn og bar Magda- lena Sara Leifsdóttir sig- ur úr býtum. Margrét Finnbogadóttir var valin andlit 66°N og fær hún að launum 100.000 króna aug- lýsingasamning í eitt ár. Magdalena tekur þátt sem fulltrúi Íslands í einhverri stærstu fyrirsætukeppni í heimi næsta vetur en Elite-skrifstofan er ein af þeim allra stærstu. Þar keppir Magda- lena við um 70 stelpur víðs veg- ar að í heim- inum. Keppnin verður haldin 11.11. ’11 en ekki er búið að ákveða hvar hún fer fram, að sögn Tinnu Aðal- björns, sem er yfir Elite á Íslandi og skipuleggjandi íslensku keppn- innar. Þátttaka í keppninni getur gert mikið fyrir fyrirsætuferilinn og hefur Önnu Jia, sigurvegaranum hér heima frá því í fyrra, vegnað vel. Fylgst með Áhorfendur glaðir í bragði. Spennan í hámarki Fulltrúi Elite Model Look frá París, Stephane Pesci- moro, tilkynnir úrslitin. Hress Kynnirinn Erpur á spjalli við áhorfanda. Fjölskyldan Sigurvegarinn Magdalena Sara Leifsdóttir ásamt fjöl- skyldu sinni. Tónlistaratriði Erpur Eyvindarson var kynnir en hann rappaði líka tvö lög. Ný andlit koma í ljós Morgunblaðið/Kristinn Sigurvegarinn Magdalena Sara Leifsdóttir.  Magdalena Sara Leifsdóttir vann Elite-fyrirsætukeppnina

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.