Morgunblaðið - 05.04.2011, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 05.04.2011, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRViðskipti | atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. APRÍL 2011 STUTTAR FRÉTTIR ● Skuldabréfavísitala GAMMA hækkaði um 0,16 prósent í gær og endaði í 208,1 stigi. Verðtryggði hlutinn hækkaði um 0,20 prósent og sá óverðtryggði um 0,06 prósent. Velta á skuldabréfamark- aði nam 12,2 milljörðum. Úrvalsvísitala Kauphallarinnar lækk- aði um 0,42 prósent í gær. Bréf Ice- landair lækkuðu um 3,1 prósent og Atl- antic Petroleum um 1,62 prósent. Skuldabréf hækkuðu ● Heimsmark- aðsverð á Brent Norðursjávarolíu fór yfir 120 dali á fatið í viðskiptum í gær og hefur ekki verið hærra í tvö og hálft ár. Eru það átökin í Líbíu sem valda, en fréttir bárust í gær af átökum í kringum olíuhöfnina í líbísku borginni Brega. Þá hækkaði verð á maís vegna frétta af því bandarískar birgðir hefðu minnkað og hefur verðið ekki verið hærra síðan sumarið 2008. bjarni@mbl.is Olíuverð hækkar enn út af átökum í Líbíu Líbía Frá líbískri bensínstöð. Landsframleiðslan mun aukast um 2,3% í ár samkvæmt nýrri þjóð- hagsspá Hagstofunnar. Gert er ráð fyrir að vaxandi einkaneysla og fjár- festinga muni draga hagvöxtinn áfram en Hagstofan tekur fram að spáin sé háð talsverðri óvissu. Spá Hagstofunnar er í takt við ný- legar spár Seðlabankans (SÍ) og ASÍ. Seðlabankinn spáir 2,8% hagvexti í ár en ASÍ gerir ráð fyrir að vöxturinn verði 2,5% á árinu. Þessar stofnanir eru mun bjartsýnni á hagvaxtarhorf- urnar en til að mynda Arion-banki. Samkvæmt síðustu spá greiningar- deildar Arion mun hagvöxtur verða aðeins um 1% á þessu ári. Spá Hagstofunnar gerir meðal annars ráð fyrir að einkaneysla muni aukast um 2,6% á árinu, fjárfesting í atvinnulífinu aukist um 28% og að fjárfesting í íbúðarhúsnæði aukist um tæp 17%. Þessi þróun mun að mati Hagstofunnar vega á móti sam- drætti samneyslunnar og fjárfest- ingu hins opinbera og leiða til þess að landsframleiðslan aukist á árinu en það hefur hún ekki gert undanfarin tvö ár. Ástæðan fyrir mikilli aukningu at- vinnuvegafjárfestingar í spá Hag- stofunnar er meðal annars sú að hún tekur með uppbyggingu á kísilverk- smiðju í Helguvík. Að sama skapi byggir spá um vaxandi einkaneyslu á þeirri forsendu að kaupmáttur aukist á árinu, það er að segja að laun hækki umfram verðlag á árinu, og ekki er gert ráð fyrir neinum umtalsverðum hækkunum á sköttum á einstaklinga. Óvissuþættirnir í spánni eru meðal annars að niðurstaða kjarasamninga stuðli ekki að hagvexti, skuldavandi heimila og fyrirtækja verði áfram dragbítur á eftirspurn og að atvinnu- leysi haldist áfram hátt. ornarnar@mbl.is Framkvæmdir Grjót flutt úr Helguvík en framkvæmdir þar munu stuðla að hagvexti á árinu að sögn Hagstofunnar. Hagstofan spáir minni hagvexti í ár en ASÍ og SÍ  2,3% hagvöxtur í krafti meiri einkaneyslu og fjárfestingar Þórður Gunnarsson thg@mbl.is Bein ríkisábyrgð verður á skuld- bindingum Tryggingasjóðs inni- stæðueigenda og fjárfesta gagn- vart innistæðutryggingasjóðum Breta og Hollendinga, haldi Ice- save-lögin gildi sínu í þjóð- aratkvæðagreiðslu 9. apríl næst- komandi. Til samanburðar er óbein ríkisábyrgð á skuldbind- ingum ríkisfyrirtækja á borð við Landsvirkjun og Íbúðalánasjóð. Samkvæmt upplýsingum frá Rík- isendurskoðun liggur munurinn á beinni og óbeinni ríkisábyrgð helst í því, að við hina síðarnefndu tegund ábyrgðar kemur ekki til greiðslna úr ríkissjóði fyrr en hefðbundinni slitameðferð er lok- ið. Það er að segja, fari svo að ríkisfyrirtæki með óbeina rík- isábyrgð lendi í greiðsluþroti, er leitað leiða til að greiða kröfu- höfum eins mikið og hægt er í við- komandi þrotabúi, áður en reynir á ábyrgð ríkisins. Í tilfelli beinnar ríkisábyrgðar, líkt og veitt verður á skuldbindingum Tryggingasjóðs- ins ef Icesave-lögin hljóta sam- þykki í þjóðaratkvæðagreiðslu, er hins vegar hægt að krefjast greiðslu af ríkinu þegar í stað. Mikil aukning ábyrgða Samkvæmt yfirliti frá Lána- málum ríkisins námu rík- isábyrgðir tæplega 1.300 millj- örðum króna í janúarlok 2011, en skuldbindingar Landsvirkjunar og Íbúðalánasjóðs eru um 97% þeirr- ar upphæðar. Heildarskuldbinding sem ríkissjóður mun þurfa að gangast í ábyrgð fyrir, öðlist Ice- save-lögin samþykki þjóðarinnar, nemur um 670 milljörðum króna. Staða heildarríkisábyrgða mun því hækka um helming, eða þar um bil. Nýjasti, endurskoðaði rík- isreikningur sem fyrir liggur, er fyrir árið 2009. Þar hafa rík- isábyrgðir vegna Icesave ekki ver- ið bókfærðar. Jón Gunnar Jónsson, bankamað- ur, sem hefur áralanga reynslu af störfum við lánsfjármögnun á al- þjóðamörkuðum, bendir á að bein ríkisábyrgð á skuldum Trygg- ingasjóðsins setji núverandi kröfu- hafa ríkisfyrirtækja í verri stöðu en áður. „Þetta þýðir að um 650 milljarðar í ríkisábyrgðum verða settar fyrir framan ábyrgðir á skuldum Landsvirkjunar og Íbúðalánasjóðs. Alþjóðlegir lán- ardrottnar Landsvirkjunar verða því verr staddir eftir Icesave- samninga, heldur en fyrir þá,“ segir hann í samtali við Morg- unblaðið. Eykur ríkisábyrgðir um rúman helming  Bein ábyrgð á TIF stendur framar óbeinum ábyrgðum Icesave Lög um ríkisábyrgð á skuldbindingum Tryggingasjóðs innistæðu- eigenda og fjárfesta voru samþykkt með 44 atkvæðum gegn 16 á Alþingi. Morgunblaðið/Ómar Ríkisábyrgð » Núverandi staða ríkis- ábyrgða hljóðar upp á tæplega 1.300 milljarða króna. Sú upp- hæð hækkar um helming, fari svo að Icesave-lögin verði samþykkt í þjóðaratkvæða- greiðslu. » Hagfræðingur segir að kröfuhafar Íbúðalánasjóðs og Landsvirkjunar verði verr sett- ir, sé bein ríkisábyrgð á TIF. Heildarviðskipti með hlutabréf námu 18.799 milljónum í mars eða 817 millj- ónum á dag. Þessu til sam- anburðar var veltan með hlutabréf í febr- úar 5.540 millj- ónir eða 277 milljónir á dag, að því er segir í til- kynningu frá Kauphöllinni. Mest voru viðskipti með bréf Marels fyrir 13.560 milljónir, bréf Össurar fyrir 3.536 milljónir og bréf Icelandair fyrir 1.207 milljónir króna. Úrvalsvísitalan (OMXI6) lækkaði um 0,6 prósent á milli mán- aða og stendur í tæpum 1.000 stig- um. Í tilkynningunni er haft eftir Magnúsi Harðarsyni, forstöðu- manns viðskiptasviðs NASDAQ OMX Iceland, að búist sé við meiri virkni á markaði með nýskrán- ingum fyrirtækja. bjarni@mbl.is Aukin velta í mars Bréf Velta á mark- aði jókst í mars. Mest velta með hluta- bréf Marels Raungengi krónunnar lækkaði um 0,2 prósent í mars og hefur lækkað um 3,8 prósent frá áramótum. Raun- gengi er skilgreint sem hlutfallsleg þróun verðlags og launakostnaðar í heimalandinu annars vegar og við- skiptalöndum hins vegar. Raungengi er jafnan sýnt sem vísitala. Seðlabanki Íslands tekur saman tölur um raungengi krónunnar og er vísitalan nú 74,2 stig, en var 100 stig í janúar árið 2000. Hefur raungengið því lækkað um rúm 25 prósent síðan þá. Í mars 2010 var raungengi krón- unnar 70,2 stig og hefur því styrkst um 5,7 prósent á einu ári. Raungengið lækkaði                                          !"# $% " &'( )* '$* ++,-., +/,-.0 ++.-1+ 2+-3/2 24-302 +.-110 +2,-41 +-,5+0 +/4-+, +3+-31 ++0 +/0-+1 ++/-23 2+-.05 24-.4, +/-40. +2,-0, +-,550 +/4-3. +32-+0 2+3-4/02 ++0-2. +/0-30 ++/-3+ 2+-/4/ 24-.30 +/-+ +2,-.. +-,510 +/+-2+ +32-51 Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.