Morgunblaðið - 05.04.2011, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 05.04.2011, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. APRÍL 2011 BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Samninganefndir Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins virðast komnar á sömu blaðsíðuna varðandi launabreytingar í nýjum þriggja ára kjarasamningi eftir verulegar sviptingar sem urðu í gær. Tilboð vinnuveitenda hjó á hnútinn en þeir telja sig hafa teygt sig svo langt að þeir geti ekki staðið undir kostnaðarhækkunum nema sköpuð verði góð skilyrði fyrir auk- in umsvif í atvinnulífinu og atvinnu- tryggingagjald verði lækkað. Sett- ar hafa verið fram ákveðnar óskir um aðkomu stjórnvalda. Eftir þjark um helgina um launa- lið væntanlegra samninga hitnaði verulega í kolunum á sunnudags- kvöldið vegna ágreinings um fyr- irkomulag launahækkana. ASÍ lagði þunga áherslu á að auk al- mennra hækkana sem tryggðu hag meðaltekjufólks yrðu lægstu laun hækkuð sérstaklega með lág- markstekjutryggingu. Markmiðið er að lægstu laun fyrir dagvinnu verði nálægt 200 þúsund krónum undir lok samningstímans. Erfitt fyrir ákveðnar greinar Þetta hefur staðið verulega í samninganefnd SA vegna þess að slíkar hækkanir eru taldar afar erf- iðar fyrir mörg fyrirtæki og ákveðnar atvinnugreinar, svo sem verslun, veitingar, samgöngur og matvælaiðnað, og hafa mikil áhrif á rekstur á landsbyggðinni. „Það er erfitt að sjá hvernig hægt er að samræma þetta mark- miðum um verðbólgu. Eftir því sem gengið er nær fyrirtækjum sem starfa á heimamarkaði, þeim mun meiri áhrif hlýtur það að hafa á verðlag,“ segir Vilhjálmur Egils- son, framkvæmdastjóri SA. Viðræðurnar héngu á bláþræði í gærmorgun og mikill titringur var meðal samningamanna ASÍ. SA komu með útspil eftir hádeg- ið sem var rætt í samninganefndum landssambanda ASÍ og á milli samninganefnda ASÍ og SA fram á kvöld. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir að með tilboðinu hafi SA komið verulega til móts við ASÍ. Útspil SA var þó ekki endanlegt tilboð enda háð þeim fyrirvara að samtökin fengju betri trú á þeirri þróun sem gert er ráð fyrir í yf- irlýsingu ríkisstjórnarinnar, um aukin umsvif í efnahagslífinu. Vil- hjálmur nefnir þrjú atriði í því sam- bandi: Almenn skilyrði efnahags- lífsins svo sem skattamál og gjaldeyrishöft þar sem lækkun at- vinnutryggingagjalds er lykilatriði, sjávarútvegsmálin, og stór fjárfest- ingarverkefni í atvinnulífinu. Sú af- staða er óbreytt að SA telur óhugs- andi að ganga frá kjarasamningum til langs tíma nema óvissunni í sjáv- arútvegsmálum verði aflétt. Þá leggur Vilhjálmur þunga áherslu á að til þess að geta staðið undir þeim launahækkunum sem rætt er um þurfi fjárfestingar í atvinnulífinu. Það komi hagkerfinu í gang, skapi störf og tekjur og eftirspurn meðan á þeim stendur og hjálpi atvinnulíf- inu að byggja sig upp og búa til arð- bær störf til langs tíma. „Ég tel að tekist hafi að ýta þess- um málum verulega áfram en það er einnig ljóst að það þarf að fá nið- urstöðu frá stjórnvöldum varðandi ákveðin atriði,“ segir Gylfi. Áfram setið við SA og ASÍ hafa verið að vinna sameiginlegar athugasemdir og breytingartillögur við væntanlega yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar og hafa þær verið sendar stjórnar- ráðinu jafnóðum. Þannig hefur skilaboðum vegna hugmynda SA um lausn deilunnar verið komið á framfæri. Ráðherrar ríkisstjórnarinnar fara einn af öðrum til Ísafjarðar þar sem ríkisstjórnin fundar eftir há- degið. Ekki er því búist við svörum í dag. Þó er reiknað með að for- ystumenn ASÍ og SA fundi með embættismönnum. Þá verður unnið í skjalagerð og frágangi ýmissa mála í smærri hópum. Hvorki Vilhjálmur né Gylfi vildu spá því hvenær von væri á að málin skýrðust. Morgunblaðið/RAX Samningaviðræður Þungt var yfir Gylfa Arnbjörnssyni, forseta ASÍ, og Vilhjálmi Egilssyni, framkvæmdastjóra SA, í Karphúsinu um tíma í gær. Beðið svara ríkisstjórnar  Viðræður héngu á bláþræði í gær  Útspil SA losaði um pattstöðuna í bili  Tilboðið er háð skilyrðum um lækkun gjalda og framkvæmd stórverkefna Nýr samningur er nánast fullbú- inn til undirrit- unar um kaup og kjör smábáta- sjómanna á bát- um undir 15 brúttólestum á félagssvæði Framsýnar, frá Ólafsfirði að Tjörnesi. Um er að ræða fyrsta heildstæða kjara- samninginn sem gerður er fyrir þennan hóp sjómanna hér á landi. Samningur sem gerður var á árinu 2007 fyrir smábátasjómenn á land- inu öllu var felldur. Viðræður hafa gengið vel að sögn Aðalsteins Á. Baldurssonar, formanns Fram- sýnar, sem gekk til samninga við smábátafélagið Klett á Norðurlandi. „Við teljum mjög brýnt að búa til kjarasamning, sem verður vonandi samþykktur, sem tekur til þessa hóps sjómanna en fram að þessu hefur ekki verið til sérstakur kjara- samningur á Íslandi fyrir þennan hóp. Ávinningurinn er margvíslegur. Menn koma sér m.a. saman um launakjör á bátum með mismunandi veiðarfæri og miðað við mismunandi fjölda manna um borð.“ Væntanlegur samningur kveður m.a. á um kauptryggingu fyrir sjó- mennina en hækkun hennar tekur síðan mið af því sem um semst fyrir sjómenn á landsvísu. Þá eru fjöl- mörg atriði í samkomulaginu svo sem um uppsagnarfrest, veikinda- og slysatryggingar o.fl. Nú er verið að hreinskrifa samn- ingsdrögin að sögn Aðalsteins, sem á von á að hann verði undirritaður síð- ar í þessari viku. omfr@mbl.is Samið fyrir smábáta- sjómenn Fyrsti kjarasamn- ingur þessa hóps Aðalsteinn Á. Baldursson Þjóðkirkjan vinnur nú að gerð nýrr- ar sálmabókar og verður tilrauna- hefti með 150 nýjum sálmum gefið út í haust. Undirbúningur að útgáfu nýrrar sálmabókar kirkjunnar hefur staðið með hléum allt frá árinu 1972 þegar síðast kom út ný sálmabók. Hópur organista, guðfræðinga og íslensku- fræðinga hefur komið að sálmabók- arvinnunni, samkvæmt frétt á vef Þjóðkirkjunnar, kirkjan.is.Verkefni nefndarinnar eru m.a. að safna sam- an óútgefnu sálmaefni, fara yfir sálmabókina sem nú er notuð og kalla eftir nýjum sálmum. Aðhald í fjármálum hefur hægt á vinnunni og þykir ljóst að enn líði nokkur ár áður en nýja sálmabókin kemur út. Tilraunaheftið 150 sálmar verður gefið út næsta haust með ódýru sniði og í takmörkuðu upplagi. Reiknað er með að heftið verði notað samhliða gömlu sálmabókinni. Þannig megi sjá hvernig nýju sálmunum verður tekið í kirkjum landsins.Fyrst og fremst á að prófa ný lög og nýja texta. Í sumum tilvikum er um gamla sálma að ræða. Sérstaklega er horft til þess að auka úrval sálma eftir konur. Hluti nýju sálmanna kemur úr æskulýðsstarfinu, t.d. létt- ari lofgjörðarsálmar og stuttir biblíusálmar. Einnig munu nýir ís- lenskir sálmar birtast í heftinu. Sumir þeirra eru runnir úr verkefn- inu Sálmafoss, þar sem ljóðskáld og tónsmiðir hafa unnið að sálmagerð. Allt er þetta liður í undirbúningi að gerð nýrrar sálmabókar. Auk þess að afla nýrra sálma er nótna- setning, hljómasetning og undirbún- ingur kóralbókar hluti af undirbún- ingnum. gudni@mbl.is Þjóðkirkjan ætlar að gera tilraunir með 150 nýja sálma  Hefti með nýjum sálmum er væntanlegt í útgáfu í haust Morgunblaðið/Golli Kirkjan Nýir sálmar verða prófaðir. „Það er gott að þeim miðar áfram með samningana en þeir mega ekki vera of uppteknir af því sem er hjá öðrum,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra í gærkvöldi, staddur á Ísafirði en ríkisstjórnin fundar þar í dag. Hann sagði að þær tillögur samn- ingsaðila sem sendar voru í fyrra- dag hefðu verið til skoðunar í gær. „Við förum yfir þetta en erum ekki komin þangað að það strandi á ein- hverju frá okkur,“ sagði fjármála- ráðherra og lagði áherslu á að yfir- lýsingin væri ríkisstjórnarinnar. „Ég vona að það vinnist vel úr þessu í vikunni,“ bætti hann við. Strandar ekki hjá okkur FARIÐ YFIR TILLÖGUR SAMNINGSAÐILA Í STJÓRNARRÁÐINU Steingrímur J. Sigfússon Skannaðu kóðann til að lesa fréttir á mbl.is um kjara- viðræðurnar. Hafðu samband. Við hjálpum þér að velja rétta kortið. MASTERCARD HJÁ KREDITKORTI FÁÐU ÞÉR 30 ÁRA REYNSLA AF KORTAÚTGÁFU kreditkort.is | Ármúla 28 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók tvo karlmenn á þrítugs- aldri í austurborginni á sunnudag, eftir að hafa stöðvað ökutæki þeirra. Í fórum þeirra fundust fíkniefni og einnig nokkuð af pen- ingum sem grunur leikur á að séu tilkomnir vegna fíkniefnasölu. Annar mannanna var í annarlegu ástandi og jafnframt eftirlýstur fyrir aðrar sakir. Þá fann lögreglan fíkniefni við húsleit í íbúð í Breiðholti sl. föstu- dag, bæði amfetamín og marijú- ana. Á sama stað var lagt hald á þýfi. Þrír voru handteknir í kjöl- farið. Með peninga og fíkniefni á sér

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.