Morgunblaðið - 05.04.2011, Síða 22

Morgunblaðið - 05.04.2011, Síða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. APRÍL 2011 sama æðruleysinu og öllu öðru. Hugarró hennar og jafnaðargeð var með þeim hætti að undrum sætti. Þegar við urðum vinkonur var Örvar, elsta barn hennar og Smára, ekki einu sinni orðinn þriggja mánaða og var enn á brjósti. Hann kom því iðulega með mömmu sinni í skólann og svaf bara í vagni fyrir utan gluggann. Svo fékk hann brjóst- ið sitt í eldhúsinu á Aragötu. Okkur félögum Þóreyjar og vin- um fannst öllum sem við ættum svolitla hlutdeild í litla kútnum. Þórey og Smári höfðu, þegar þetta var, stofnað sitt fyrsta heimili á Fornhaganum. Þangað lá leið mín iðulega næstu árin. Þórey var eiginlega kompásinn í lífi mínu. Hún átti svo einkar létt með að rétta kúrsinn hjá Agnesi, þegar hún ætlaði að brussast út um víðan völl, sem gerðist hreint ekki svo sjaldan. Við áttum margar og ógleym- anlegar stundir saman, þótt oft liði langur tími á milli funda. En það skipti aldrei neinu máli. Það var alltaf eins og við hefðum hist í gær. Það átti við um samveru- stundir okkar Þóreyjar í Oxford á námsárunum og okkar Þór- eyjar og Smára í Bandaríkjun- um fyrir rúmum tuttugu árum, sömuleiðis í Grikklandi og Dan- mörku, á Menningarnóttum í Reykjavík, í sumarbústaðaferð- um og ógleymanlegum kvöld- verðarboðum, sem við skiptumst á að halda um skeið. Þórey og Smári gerðu sér dásamlegt heimili í Mávahlíð- inni, með þeim Örvari og Völu og svo kom hreiðursdrúturinn og sólargeislinn Adda til sögunnar fyrir rúmum 12 árum síðan og vitanlega héldum við að einskær gæfa og hamingja biði þessarar fallegu og samhentu fjölskyldu. Auðvitað var Þórey full til- hlökkunar að hitta og kynnast litla barnabarninu, sem Vala dóttir þeirra Smára bar undir belti. Völu og Illuga fæddist dóttir 22. mars sl. þremur dög- um fyrir andlát Þóreyjar. Bless- unarlega náði hún að hitta litlu nöfnu sína, sem var gefið nafnið Þórey við fæðingu. Það er á svona stundum sem ég efast um að það fyrirfinnist eitthvert réttlæti í þessum heimi. Hún Þórey, frábærlega vinsæll og farsæll kennari við Menntaskólann við Hamrahlíð, yndisleg og ástrík eiginkona og móðir; einstakur vinur, átti bara svo ótalmargt ógert, þótt vissu- lega hafi lífsafköst hennar verið mikil og lofsverð. Ég kveð mína kæru vinkonu með söknuði og þakklæti fyrir hennar einstöku vináttu. Smára og Öddu, Örvari og fjölskyldu, Völu og fjölskyldu og öðrum ætt- ingjum og vinum Þóreyjar votta ég mína dýpstu samúð og bið guð að styrkja þau í sorginni. Börnin mín, Sunna og Sindri biðja fyrir sínar bestu kveðjur. Agnes Bragadóttir. Við Þórey vinkona mín áttum margt sameiginlegt. Við höfðum lært ensku við Háskólann og far- ið í framhaldsnám í Bandaríkj- unum. Við vorum samkennarar, fyrst í Fjölbrautaskólanum við Ármúla ’89-’90 og svo tíu árum síðar í MH – en þess utan ná- grannar, saman í stjórn ensku- kennarafélagsins um árabil og í gönguhópi í hverfinu okkar. Við komumst einnig að því að eig- inmennirnir voru þremenningar. Sonur Þóreyjar og Smára og elsti sonur okkar Ásgeirs lögðu fyrir sig tónlist, og í MH kennd- um við börnum hvor annarrar. Í skólanum skipulögðum við nám- skeið saman, og utan hans þýdd- um við saman bók. Það var gott að vera samvist- um við Þóreyju. Hún var fé- lagslynd og skemmtileg, en undi sér líka vel ein. Mátti sjá hana á kaffistofu bókabúða niðri í bæ, niðursokkna í áhugaverðar nýjar bækur og blöð. Bókmenntir, kennslufræði tungumála, kvik- myndir, myndlist – allt var þetta innan áhugasviðs Þóreyjar, svo ekki sé minnst á ferðalög, prjónaskap, matreiðslu og tísku. Og þeim hugmyndum sem hún kynntist hafði hún gaman af að miðla öðrum. Þórey hafði unun af ferðalög- um. Mest ferðaðist hún auðvitað með fjölskyldu sinni, en einnig fór hún á kennaranámskeið og ráðstefnur. Þar lágu leiðir okkar oft saman, og eru Edinborg, Cambridge, Cardiff og Boston dæmi um staði þar sem við átt- um lærdómsríka daga í góðum hópi. Hvert sem Þórey kom leit- aði hún uppi bókabúðir og lista- söfn en naut þess líka að fara í leikhús, út að borða og að kynn- ast borgarmenningunni. Báðar vorum við ánægðar með starfið og höfðum gaman af að ræða hugmyndir til að nota í kennslu. Þórey var einstaklega hug- myndarík og naut sín í starfi. Í námsleyfi hafði hún orð á því að hún saknaði nemenda sinna enda væri ögrandi og skemmtilegt að vera með ungu fólki. Þótt breskar og bandarískar bókmenntir væru þungamiðjan í kennslu Þóreyjar fannst henni að unga fólkið sem horfir mikið á kvikmyndir þyrfti engu síður að vera læst á þær heldur en á bækur. Hún byggði upp valá- fanga um kvikmyndir í ensku- deild MH, þar sem hún setti fram á skýran hátt og sýndi með dæmum helstu atriði kvik- myndagerðar. Fyrstu árin las Þórey sér sjálf til um kvik- myndafræði, en stundaði síðar slíkt nám við Háskóla Íslands. Þórey var óhrædd að takast á hendur krefjandi verkefni. Þeg- ar nemendur óskuðu eftir áfanga um Monty Python varð hún við því og útbjó áfanga þar sem breskur húmor af bestu gerð var viðfangsefnið. Hún lagði mikla vinnu og hugkvæmni í undirbún- inginn, eins og hún gerði seinna er hún dvaldi í viku í New York til að afla efnis fyrir New York- áfanga. Í starfi jafnt og tómstundum var Þórey mjög skapandi. Það lék allt í höndunum á henni, og hún var flink að kalla fram sköp- unargáfu nemenda sinna sem auk þess að skrifa ritgerðir gerðu til dæmis stuttmyndir og viðtalsþætti. Þórey var mikil fjölskyldu- manneskja og voru þau Smári samrýmd og nutu samvista við börnin sín. Þau báru lífsgleðina með sér og fór maður alltaf glað- ur af þeirra fundi. Við Ásgeir vottum Smára og allri fjölskyld- unni innilega samúð. Eva. Kveðjuorð um elsku, yndis- legu vinkonu mína, hana Þór- eyju. Þetta bréf átti að vera kveðjubréf til þín, en það náði ekki í tíma, allt gekk svo hratt. Síðustu dagana þegar þú varst sem veikust, var ég hás af reiði yfir hvað lífið getur verið órétt- látt. Þórey, við sögðum alltaf að við værum svolítið meira en bara vinkonur, við værum næstum því meira eins og systur. Við urðum raunar vinkonur áður en ég fæddist. Mömmur okkar voru æskuvinkonur og eru vinkonur enn í dag. Fjölskyldur okkar bjuggu báðar í Eskihlíðinni, þeg- ar ég fæddist og mæður okkar umgengust mikið. Sögur segja að þú hafir alltaf klappað á mag- ann á mömmu og beðið eftir litla barninu. Síðan höfum við alltaf umgengist og verið mjög nánar. Þórey, þó svo að þú værir þrem- ur árum á undan mér í skóla, þú varst svo dugleg að læra að þú varst ári á undan í skóla, þá kom aldrei sá tími, ekki einu sinni á unglingsárunum, að við um- gengjumst ekki. Ég var þá oft með eins og litla systir. Þó ég sé búin að búa í Svíþjóð í 30 ár höfum við alltaf hist að minnsta kosti einu sinni á ári. Annað hvort hittumst við þegar ég kom heim eða þá að þú heim- sóttir mig. Það hefur enginn heimsótt mig eins oft til Svíþjóð- ar og þú, Þórey, og fjölskylda þín. Ég sakna þín óskaplega mikið en hugga mig við að rifja upp all- ar góðu minningarnar um allt sem við höfum gert saman. Þeg- ar þú komst í afmælin mín þegar við vorum litlar, þó þú værir miklu stærri, tveimur árum eldri. Þegar við vorum með tom- bólu í kjallaranum í Stóragerð- inu til styrktar Styrktarfélagi vangefinna. Þá vorum við ekki gamlar. Þegar ég, 14 ára, fór með þér í Saltvík og þú skamm- aðist þín svo svakalega, af því ég var ekki vaxin upp úr því að safna flöskum. Þegar ég var í gaggó og þú varst með mig í aukatímum í ensku. Þá þegar sýndir þú frábæra kennsluhæfi- leika þína, sem margir áttu eftir að njóta síðar. Þegar við hitt- umst í Kaupmannahöfn og þið Smári voruð með Örvar lítinn. Allar heimsóknirnar ykkar til mín til Gautaborgar. Svo hélduð þið áfram að heimsækja mig á Smögen og svo síðast í Kungs- hamn. Öll matarboðin hjá ykkur þegar ég hef komið til Íslands. Ég og ein norsk vinkona þín vor- um einu utaðkomandi gestirnir í fimmtugsafmælinu þínu í Osló. Þú ætlaðir að koma í heimsókn til mín í vor þegar þú værir búin í meðferðinni og farin að hress- ast, en sjúkdómurinn tók þig. Elsku Þórey, þú varst trygg- lynd, vel gefin, skemmtileg, gjaf- mild og sannur vinur. Ég er ein- staklega heppin að hafa átt þig sem vinkonu og að eiga allar góðu minningarnar um þig og það sem við gerðum saman. Elsku Smári, Örvar, Vala, Adda, Bentey og systkinin, ég er með hugann hjá ykkur. Innileg- ar samúðarkveðjur frá mér og börnunum mínum, Linneu og Viktori. Ykkar Guðrún Emilsdóttir. Kær vinkona okkar til margra ára, Þórey Einarsdóttir, dó 25. mars síðastliðinn, langt um aldur fram. Kynni okkar hófust haustið 1970 þegar við stöllur hófum nám í MH. Þar þekktum við fáa, enda dreifbýlisstelpur, nýkomn- ar á mölina. Ekki voru margir dagar liðnir af skólaárinu þegar stóreygð, síðhærð og glaðleg stúlka gaf sig á tal við okkur. Hún hló dátt þegar hún heyrði Hveragerði nefnt og sagðist aldrei hafa hitt neinn sem byggi þar. Er skemmst frá því að segja að þar hófst vinátta sem hefur dugað síðan. Undirritaðar leigðu saman öll menntaskólaárin og Þórey varð fljótlega fastagestur hjá okkur. Í ófá skipti hittumst við líka í Stóragerðinu, heima hjá Þórey, lágum á stofugólfinu og hlustuðum á plötur í stofu- grammófóninum – bæði hljóð- styrkur og hljómgæði í toppi. Margt var brallað og margt var skrafað bæði þá og síðar. Og ort á ensku, okkur þótti meiri heimsmennska yfir því, væmin ljóð um ástina og tilgang lífsins. Ljóðin þróuðust fljótlega yfir í ferskeytlur, hafði þá húmorinn tekið völdin í ljóðavinafélaginu og ljóðasmíðin var ekki lengur tekin hátíðlega. Nokkrir bekkj- arfélagar okkar höfðu sama húmor og tóku virkan þátt í ljóðagerð um lífið til sjávar og sveita. Ekki má gleyma mál- fundafélaginu sem Þórey var potturinn og pannan í að stofna, það ágæta félag hélt málfundi sem fjölluðu svo til eingöngu um jafnrétti kynjanna. Var tekist á við skólabræður og systur af eld- móði og stóðu orðskylmingar stundum langt fram eftir degi. Það þótti okkur mikið fjör. Þórey var frjór og hugmynda- ríkur unglingur og við hinar nut- um góðs af því. Hún las mikið, teiknaði (skopmyndir af okkur öllum), bæði elskaði og vissi allt um tónlist og ekki síður um kvik- myndir, hún kunni svo sannar- lega að dansa villta dansa og líka ræða heimsmálin í botn. Allt sama daginn. Við lærðum enda- laust af henni. Hún hafði ótrú- lega þroskaðan og óskeikulan smekk þó ung væri. Var snögg að greina á milli, hvað var drasl og hvað var alvöru. Þórey vildi mennta sig, skoða heiminn og kynnast honum. Það gerði hún. Það besta við hana var samt það hvað hún var heilsteypt mann- eskja og traustur vinur. Saman veltum við vöngum yf- ir framtíðinni og hvað biði okkar. Við vorum þess alltaf fullvissar að vinátta okkar hlyti að endast alla tíð og það varð raunin. Um tíma ætluðum við að stofna kommúnu og búa saman á full- orðinsárum. Þórey og Smári kynntust á menntaskólaárunum og fljótlega varð Smári einn af hópnum líka. Þau eignuðust þrjú börn og fjölskyldan varð henni dýrmætari en allt annað. Það var einstaklega notalegt að heimsækja þau og hin síðari ár urðu jólasaumaklúbbarnir að vera þar að okkar kröfu, þar var best að vera. Þar sem hlýja, gáfur og húm- or fara saman þar langar mann að vera. Þannig var Þórey og þökkum við stelpunni í MH fyrir áratugi af vináttu og elskusemi. Smára og fjölskyldunni sendum við okkar innilegustu samúðar- óskir. Agnes Hansen og Þór- katla Aðalsteinsdóttir. „Hi hon“. Þegar ég minnist skynsömu, fallegu, góðu, gáfuðu og skemmtilegu vinkonu minnar hennar Þóreyjar Einarsdóttur koma þessi orð strax upp í huga mér því að svona hófust gjarnan tölvupóstskeytin frá henni. Í hvert skipti hlýnaði mér um hjartarætur við þessa kveðju sem mér fannst segja mér svo mikið og margt um hana og okk- ar vinskap. Ég sit og horfi á tebollann á borðinu fyrir framan mig sem Þórey gaf mér eitt sinn í jóla- gjöf, á honum er mynd af tveim- ur prakkaralegum leðurklædd- um konum, komnum af léttasta skeiði, þjótandi um á mótorhjóli og áletrunin „if you obey all of the rules you miss all the fun“. Já, það var gaman hjá okkur bæði þegar við vorum að vinna saman að hugðarefni okkar enskukennslunni og þegar við vorum að njóta lífsins í góðra vina hópi eða tvær saman. Bók- menntir, kvikmyndir, ferðalög, hannyrðir, matargerð, útivist, hlaup, tíska, sorg og gleði; hvert svo sem umræðuefnið var þá var alltaf gott og gaman að spjalla, gefa og þiggja. Alltaf bjó Þórey yfir einhverjum perlum, góðum og gáfulegum athugasemdum, setti upp sposka brosið og glampi kom í augun og þá varð allt auðvelt og gott. Ég kynntist Þóreyju fyrst í HÍ fyrir tæpum 25 árum þegar við vorum í kennsluréttindanám- inu. Hún vakti strax athygli mína með hljóðlátri framkomu og skemmtilegum og framsækn- um hugmyndum. Við spáðum í aðferðafræði enskukennslu, unn- um saman verkefni, bárum þau undir hvor aðra og þannig hefur það verið æ síðan. Ég hef ekki tölu á þeim námskeiðum, ráð- stefnum / skemmtiferðum sem við fórum í tvær saman eða í góðra vina hópi. Síðasta ferðin sem við fórum saman, ásamt tveimur vinkonum, var til Bost- on sl. vor á ráðstefnu um ensku- kennslu. Þá var Þórey nýkomin úr aðgerð, samt einbeitt og ákveðin í að skella sér vestur um haf, plampaði um á ráðstefnunni með fangið fullt af kennsluefni, fór á tónleika, kíkti í bókabúðir sem voru hennar líf og yndi og margt fleira. Eftir ferðina reyndi hún að fá mig með sér á nám- skeið í kvikmyndafræði í London síðar um sumarið sem varð því miður ekki; við ætluðum að geyma það þangað til seinna. Við förum ekki í fleiri ferðir saman í þessari tilveru því að hún er ekki lengur hér. Hinn slyngi sláttumaður hefur tekið hana frá okkur alltof snemma og maður spyr af hverju hún? Er eitthvert réttlæti til þegar fólk á besta aldri er hrifið á braut og eftir stendur fjölskylda og vinir og vita ekki hvaðan á sig stendur veðrið? Samt má ekki láta bug- ast, þó að erfitt sé, því að eftir stendur minningin um yndislega manneskju og kæra vinkonu ásamt þakklæti fyrir að hafa verið svo lánsöm að fá að vera henni samferða um stundarsakir en samt svo allt of stutt. Við Villi sendum fjölskyldunni innilegar samúðarkveður. Þórhildur. Í dag kveð ég yndislega manneskju sem var eins og mín önnur móðir en ég hef þekkt Þóreyju frá því ég man eftir mér. Hún tók mér alltaf eins og einni af fjölskyldunni. Það hefur alltaf verið gott að koma í Máva- hlíðina, sjá Þóreyju sitja inní stofu að prjóna og geta spjallað við hana og Smára um allt milli himins og jarðar. Ég og Vala, dóttir hennar, höfum verið vin- konur síðan í 1. bekk og á ég Þórey Einarsdóttir HJARTAVERND Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, SIGRÍÐUR ÓLADÓTTIR, Vogatungu 29a, Kópavogi, lést á líknardeild Landspítala Landakoti miðvikudaginn 30. mars. Útförin fer fram frá Kópavogskirkju fimmtudaginn 7. apríl kl. 15.00. Gunnar Eysteinn Sigurbjörnsson, Sigurbjörn Tryggvi Gunnarsson, Magnea Bjarnadóttir, Óli Pétur Gunnarsson, Þorsteinn Marinó Gunnarsson, Lilja Sigurðardóttir, Erla Dögg Gunnarsdóttir, Þorsteinn Grétar Einarsson og barnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, FINNBOGI HAFSTEINN ÓLAFSSON frá Kirkjuhól, síðast til heimilis að Hraunbúðum, Vestmannaeyjum, lést fimmtudaginn 31. mars. Útförin fer fram frá Landakirkju föstudaginn 8. apríl kl. 14.00. Guðrún S. Þorsteinsdóttir, Lilja Guðrún Finnbogadóttir,Gunnar M. Sveinbjörnsson, Þorsteinn Finnbogason, Hulda B. Skarphéðinsdóttir, Ingibjörg Finnbogadóttir, Jón Pétursson, barnabörn og langafabarn. ✝ Ástkær móðir okkar, amma og langamma, PÁLÍNA MAGNÚSDÓTTIR, til heimilis í Furugerði 1, Reykjavík, lést á Landspítalanum háskólasjúkrahúsi í Fossvogi föstudaginn 1. apríl. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju föstu- daginn 8. apríl kl. 15.00. Hörður Steinsson, Karítas Skarphéðinsdóttir Neff, Pálína Ósk Lárusdóttir, Anna Rós Lárusdóttir, Rebekka Rut Lárusdóttir, Agnes Sigríður Sigvaldadóttir og langömmubörn. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, EBERHARDT MARTEINSSON, Hvassaleiti 17, Reykjavík, andaðist á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ sunnudaginn 27. mars. Hann verður jarðsunginn frá Grensáskirkju í dag, þriðjudaginn 5. apríl kl. 15.00. Marteinn Eberhardtsson, Steinunn Ragna Hauksdóttir, Einar Eberhardtsson, Hellen S. Helgadóttir, Karen Eberhardtsdóttir, Hilmar Eberhardtsson, barnabörn og langafabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.