Morgunblaðið - 05.04.2011, Side 19

Morgunblaðið - 05.04.2011, Side 19
UMRÆÐAN 19 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. APRÍL 2011 Kæri Óli Björn. Takk fyrir opna bréfið frá þér í Morg- unblaðinu þann 1. apr- íl. Mér þótti slæmt að sjá það frá þér í grein- inni að ég geti lent í siðferðilegum ógöng- um. Þú segir orðrétt: Þorkell, ef þú segir já, munt þú fyrr fremur en síðar lenda í sið- ferðilegum ógöngum. Hvernig má það vera? Er þetta ein- hver ný siðfræði eins og í komm- únistaríkjunum í gamla daga? Verð- ur sett upp einhver sérstök rannsóknarnefnd eða siðanefnd yfir þá sem segja já? Við vitum að ann- aðhvort já eða nei er rétt, en hver sem niðurstaðan verður er ekki hægt að ásaka þá sem sögðu já (eða nei) fyrir að hafa kosið rangt og tala um siðleysi í því sambandi. Alþingi samþykkti Icesave III- samninginn með yfirgnæfandi meirihluta. Stjórnarandstaðan fékk einnig sterka fulltrúa í samn- inganefnd, menn sem unnu sitt verk af fagmennsku. Afstaða mín mótast af sjálfstæðu mati á þeirri áhættu sem við tökum ef við höfnum Ice- save-samningnum. Erlend matsfyr- irtæki virðast vera mér sammála og þau hafa vissulega áhrif á fjár- málamörkuðum þó þau hafi ekki alltaf verið trúverðug. Óreiðumenn Ég hef lengi talið að óreiðumenn í þessu Icesave-máli séu ekki síst þeir sem einkavæddu bankana og af- hentu mönnum völdin sem voru ógæfusamir og urðu á mikil mistök við stjórnun bankakerfisins. Þeir fengu frjálsar hendur á árinu 2003 og 2004 til að umbylta íslensku at- vinnulífi. Á örfáum árum lögðu þeir efnahagslífið í rúst. Bankarnir skiptu á milli sín öflugustu fyrir- tækjum landins, skuldsettu þau og gerðu gjaldþrota, án eftirlits og að- halds frá opinberum aðilum. Eftir- litsleysi stjórnvalda verður áreiðanlega not- að gegn okkur í Ice- save-málinu. Þetta sjónarmið kom ágæt- lega fram hjá Lee Buchheit, formanni samninganefndar Ís- lands, í viðtali við hann í Silfri Egils á sunnu- dag. Icesave-málið er lítið miðað við þúsundir milljarða sem hefur þurft að afskrifa og hafa að stórum hluta lent á erlendum aðilum. Skynsemi, en ekki ótti ræður för. Þú óttast að ég lendi í siðferðileg- um ógöngum ef ég segi já við Ice- save-samningnum. Það er vonandi ástæðulaus ótti. Fólk verður að mega hafa sjálfstæða skoðun í þessu máli. Svo vil ég svara spurningum þín- um. 1.Telur þú, að þeir sem vilja sam- þykkja Icesave-lögin eigi siðferði- legan rétt á því að ákveða að ég og aðrir sem eru andvígir lögunum, skuli gangast í ábyrgð fyrir skuld- um einkafyrirtækis? Nei. Ég tel ekki að þeir sem sam- þykkja Icsave-lögin séu í meiri sið- ferðislegum rétti en þeir sem segja nei. Meirihlutinn ræður og niður- staðan lendir á þjóðinni. Ef reikn- ingurinn verður hærri vegna þess að sagt er nei, þá verður almenn- ingur að sætta sig við það, en ef hann verður lægri nýtur þjóðin þess. 2. Telur þú það samrýmast góðu siðferði að þvinga almenning til að bera ábyrgð á starfsemi einkafyrir- tækja? Nei, en almenningur hefur neyðst til að greiða í gegnum ríkissjóð hundruð milljarða á undanförnum misserum og var aldrei spurður. Fólk kýs núna og við sem segjum já trúum því að það sé ódýrari kostur fyrir þjóðina. Það er rangt að láta líta svo út að með því að segja nei þá þurfi þjóðin ekki að bera neina ábyrgð og engan kostnað. 3. Telur þú að hægt sé að réttlæta að íslenskir skattgreiðendur gangist í ábyrgð fyrir skuldum skipafélaga, s.s. Samskipa? Hvenær telur þú að hægt sé að réttlæta það að ég ákveði að þú gangist í ábyrgð fyrir starfsemi einkafyrirtækis, sem þú átt engan hlut í? Hver er munurinn á því að krefjast þess að þú takir ábyrgð á skuldum Landsbankans og á skuldum Samskipa? Nei. Skattgreiðendur þurftu því miður með framlagi til Landsbank- ans að taka á sig kostnað vegna skulda Eimskips sem fór í þrot vegna ógæfumanna sem stjórn- málamenn afhentu völdin í við- skiptalífinu við einkavæðingu bank- anna. Það var rangt og auðvitað erfitt að réttlæta slíkt fyrir almenn- ingi. Ég veit ekki til þess að almenn- ingur þurfi að vera í neinum ábyrgð- um vegna Samskipa og almennt ekki fyrir einkafyrirtæki og mundi ekki mæla með því. Óli Björn, við segjum því trúlega báðir nei við spurningunum, en ég segi já við Icesave-samningnum. Það er nefnilega annars konar spurning og snýst ekki bara um eitt- hvert venjulegt einkafyrirtæki. Það særir réttlætiskennd mína að hafna Icesave-samningnum og ég tel höfn- un vera áhættusamari. Þú verður að virða þá skoðun eins og ég þína. Við byggjum báðir skoðanir okkar á djúpri sannfæringu og skoðun á málinu og ekki skrítið að almenn- ingur eigi erfitt með að átta sig. En við skulum ekki fara út á þá braut að hræða fólk með því að ef það samþykki Icesave-samninginn þá lendi það í siðferðilegum ógöngum. Óli Björn, Icesave er spurning um skynsemi og áhættumat Eftir Þorkel Sigurlaugsson » Óli Björn, þú átt ekki að fara út á þá braut að hræða mig og aðra með því að þeir sem samþykki Icesave- samninginn lendi í sið- ferðilegum ógöngum. Þorkell Sigurlaugsson Höfundur er framkvæmdastjóri. Ég þarf ekki að lesa mér til um eina né neina Icesave-samninga vegna þess að alveg frá því fyrsta tók ég þá ákvörðun að vilja ekki borga þessa skuld til Breta og Hollendinga, sem íslenskur einkabanki þeirra Björgólfsfeðga setti sig í með eintómri óráðsíu og fór síðan á hausinn. Fyrir það fyrsta er að ég er einn af fjöl- mörgum, sem Landsbankinn rændi af sparifénu, nokkrum milljónum, og nú leggur Steingrímur fjár- málaráðherra ofuráherslu á að borga útlendingunum, sem engin lög hafa með sér né siðferði, en ekki sam- löndum sínum. Slíkur er ridd- araskapurinn. Steingríms þáttur fjármálaráðherra í Icesave-málinu I, II og III er óskiljanlegur svo ekki sé meira sagt. Þessi maður er tilbúinn að skattleggja þjóðina upp á hundruð milljarða ofan á allt annað og það sem verra er að lagaleg skylda hvílir ekki á þessu. Raus Steingríms og hræðsluáróður allt frá fyrsta Icesave-samningnum að allt fari hér til fjandans ef hann verði ekki samþykktur og allar lána- línur lokist til okkar hefur allt saman hrunið um sjálft sig og verið tómar lygar. Í því sambandi má nefna að tveir ungir framsóknarmenn voru komnir vel á veg með að útvega lán í Noregi, en gert var bara grín að þeim, en sannleik- urinn er sá að það var á endanum syst- urflokkur Samfylk- ingar með Stoltenberg í fararbroddi, sem sagði nei og réð öllu um að lánið fékkst ekki og flokkssystir hans Jóhanna Sigurð- ardóttir neitaði að fylgja málinu eftir, en það var talið að hefði riðið bagga- muninn. Því má bæta við þetta að Marel fékk lán í Hollandi. Erlendir aðilar eru að reisa og fjármagna kísilverk- smiðju á Suðurnesjum og álver er í burðarliðnum. Alcoa og fleiri erlendir aðilar eru í starholunum með að fjármagna álver við Húsavík og Landsvirkjun og er- lendir aðilar eru að athuga með met- anol-verksmiðju við Kröflu. Lands- virkjun er á góðri leið með að fjármagna Búðarhálsvirkjun, en undrun vekur að lífeyrissjóðirnir, sem sagt er að vilji kaupa 25% í Orkuveitunni skuli ekki hlaupa undir bagga með Landsvirkjun og lána þá peninga, sem upp á vantar á góðum vöxtum ca 10%. Hvað veldur dettur manni helst í hug að fleiri séu komnir í spilið og taka þátt í að neyða þjóðina til að borga Icesave. Má ekki fara að skipta um menn þar í brúnni eða eru þeir æviráðnir? Svo talar fjár- málaráðherra um að allt sé að fara á hliðina, engir peningar fáist í fram- kvæmdir og til uppbyggingar og allt sé frosið nema við borgum Icesave. Þetta er eins ómerkilegur málflutn- ingur og hugsast getur, ég var að tína til bara örfá atriði sem í gang eru komin og önnur á leiðinni. Það eru virtir íslenskir og erlendir lögmenn og fræðimenn sem sýnt hafa fram á með óyggjandi hætti að okkur ber ekki skylda til að borga eina einustu krónu hvorki lagalega né siðferðislega eins og ég hef áður komið inn á. Smáupprifjun um bresku nýlendukúgarana Ég vildi sérstaklega vekja til um- hugsunar ungt fólk, sem ekki man fyrri tíma, um þátt Breta í okkar garð sem byrjaði í síðustu heims- styrjöld eftir að Íslendingar þá sigldu með hvern bátsfarminn af öðr- um af fiski til Bretlands og lögðu sig í verulega lífshættu við að halda lífinu í fjölda Breta og týndu margir sjó- menn lífinu og margir bátar fórust. Þakklætið lét ekki á sér standa hjá nýlendukúgurunum. Fyrsta atlagan eftir stríðið var um 1952 þegar þeir settu löndunarbann á íslensk fiski- skip, sem kom sér mjög illa fyrir efnahag okkar og hrun blasti við ef aðrar þjóðir okkur vinveittar hefðu ekki farið að kaupa af okkur fiskinn okkar. Þegar fyrsta útfærsla land- helginnar varð að veruleika í 12 mílur sendu Bretarnir herskip á okkur til að sína nú mátt sinn og megin, sem nýlendukúgarar, sem þeir svo að sjálfsögðu endurtóku í þorskastríð- unum 1973 og 1976 og urðu varð- skipin okkar fyrir milljóna tjóni. Síðasta atlagan var svo eftir hrun- ið 2008 þegar Bretar settu á okkur hryðjuverkalögin, eins og hverja aðra glæpamenn, sem stórsköðuðu íslenska þjóðarbúið. Þetta er sagan í hnotskurn. Nýlendukúgararnir kunna það sannarlega hvernig á að knýja litla þjóð til hlýðni og nú með dyggri að- stoð Steingríms fjármálaráðherra sem ítrekað hefur orðið uppvís að lygum um hvað fyrir þjóðinni liggi ef við borgum ekki Icesave. Það er nokkuð víst að Bretar og Hollend- ingar hefðu strax í upphafi stefnt okkur ef þeir hefðu talið að þeir myndu vinna málið. Því miður vilja of margir Íslend- ingar gefast upp og semja og vil ég segja við þetta ágæta fólk. Við erum sannir Íslendingar sem látum ekki fyrrum nýlendukúgara knýja okkur til hlýðni í ólögvörðu máli og segjum nei við Icesave hinn 9. apríl nk. Góðir Íslendingar – segjum nei við Icesave Eftir Hjörleif Hallgríms »Ég tók strax þá ákvörðun að vilja ekki borga þessa skuld til Breta og Hollendinga sem íslenskur einka- banki setti sig í. Hjörleifur Hallgríms Höfundur er framkvæmdastjóri. Í fréttum hefur verið sagt frá ræðu Mar- grétar Kristmanns- dóttur, formanns Sam- taka um verslun og þjónustu, sem hún flutti 17. mars á aðalfundi fé- lagsins. Ræðan var skel- egg og var formaðurinn einbeittur og skýrmælt- ur. Margrét sagði m.a.: „Núverandi kerfi land- búnaðarins er óheilbrigt, niðurnjörvað í ríkisrekið styrkjakerfi, tollvernd og innflutningskvóta. Hverju hefur þetta kerfi skilað okkur? Jú, við íslenskir skattgreiðendur búum við eitt dýrasta landbúnaðarkerfi í heimi, og íslenskir neytendur búa við eitt hæsta landbún- aðarverð í heimi. Þá hefði maður haldið að þetta sama kerfi skilaði bændum einhverju í aðra hönd, fyrir því væri jú bændaforystan að berjast – en það er öðru nær. Bændur eru láglaunastétt þar sem atvinnutekjur bænda eru þær lægstu þegar atvinnutekjur í helstu at- vinnugreinum eru bornar saman.“ Það er full ástæða til að þakka Mar- gréti fyrir þessi skýru skilaboð. En ein- hvern veginn finnst mér að ég hafi líka heyrt svipuð ummæli um íslenska verslunarstétt, ekki satt? Að verð á innfluttum matvælum sé óeðlilega hátt? Eða misminnir mig, Margrét? Verslunareigendur geta að nokkru skammtað sér laun eða réttara sagt tekjur og eru sem betur fer ekki lág- launastétt. En Margrét, hvernig lítur þú á þann skatt, sem sumir félagar þínir leggja á þjóðina í formi gjaldþrota fyrirtækja? Mér dettur í hug að nefna eitt gjald- þrot frá árinu 2009, sem var með þeim stærri það árið þó af nógu sé að taka. Ég á þar við gjaldþrot Baugs hf. Var það ekki upp á litla 318 milljarða króna? Hver borgar þá skuld og hvert fóru þessir peningar? Mér finnst að æði margar milljónir, eða milljarðar, í formi skulda hjá eignalausum búum, sem skilin eru eftir í gjaldþrota fyrir- tækjum, lendi á skattgreiðendum. Eða eru þetta bara skuldir sem enginn borgar? Er þetta ekki kostnaður við verslun á Íslandi, eða hvað? Vænti svara við fram- anskráðum spurningum. Ég get verið þér alveg sammála um það, að landbúnaðarkerfið má eflaust lagfæra bændum og neytendum til hags- bóta, en hvernig; um það deila menn. Það væri fróðlegt að heyra skoð- anir þínar á því hvaða leið þú vilt fara í málinu. Það hefði glatt mig að heyra þig koma með einhver úrræði, eða leiðir, en ekki bara inn- antóm orð. Ég er sammála þér um að það þarf að finna lausn á þessum málum, svo þjóðin verði sátt, en muna þarf að næstum öll vestræn lönd eru með ótrú- lega flókið net styrkja og framlaga til landbúnaðar. Þar er nú Evrópusam- bandið ekki undanskilið. Veist þú, Margrét, að Bandaríkin eru með mjög flókið net styrkja til landbúnaðar? Styrkirnir eru hins vegar betur faldir hjá þeim en flestum öðrum. Má ég nefna dæmi? Þeir greiða framlag til bænda vegna framleiðslu ullar. Þú finnur þetta framlag ekki á fjárlögum, sem framlag til landbúnaðar. Nei, nei, aldeilis ekki. Þetta framlag er að finna undir liðnum hernaðarútgjöld! Ef þú vilt skal ég skýra þetta fyrir þér seinna, en það yrði langt mál að útskýra þetta til fullnustu. Með bestu kveðjum til þín og þinna félaga. „Kerfi sem allir tapa á“ Eftir Svein Hallgrímsson Sveinn Hallgrímsson » Landbúnaðarkerfið er flókið. Það er not- að í flestum vestrænum iðnríkjum. Verst í Evr- ópusambandinu. Versl- un og þjónusta fær enga styrki, eða hvað? Höfundur er eftirlaunaþegi og á kindur. Morgunblaðið birtir alla útgáfudaga aðsendar umræðugreinar frá les- endum. Blaðið áskilur sér rétt til að hafna greinum, stytta texta í samráði við höfunda og ákveða hvort grein birtist í umræðunni eða í bréfum til blaðsins. Blaðið birtir ekki greinar, sem eru skrifaðar fyrst og fremst til að kynna starfsemi einstakra stofnana, fyrirtækja eða samtaka eða til að kynna við- burði, svo sem fundi og ráðstefnur. Innsendikerfið Þeir sem þurfa að senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Formið má m.a. finna undir Morgunblaðs- hausnum efst t.h. á forsíðu mbl.is. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein. Ekki er lengur tekið við greinum sem sendar eru í tölvupósti og greinar sem sendar eru á aðra miðla eru ekki birtar. Móttaka aðsendra greina

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.