Morgunblaðið - 05.04.2011, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. APRÍL 2011
Björn Bjarnason vekur í pistli at-hygli á ósvífnum tilburðum
Steingríms J. til að halda upplýsing-
um um óheyrilegan kostnað við Ice-
save frá fjölmiðlum og almenningi:
Steingrímur J.Sigfússon fjár-
málaráðherra hefur
stofnað til deilu við
fjölmiðla með því að
neita að afhenda
þeim upplýsingar
um kostnað við Ice-
save III samningana.
Hann hefur sett á
svið leikrit með þátt-
töku samflokks-
manns síns Björns
Vals Gíslasonar og
Ástu Ragnheiðar Jó-
hannesdóttur, forseta alþingis, til að
komast hjá því að svara spurningum
um þennan kostnað fram yfir þjóðar-
atkvæðagreiðsluna 9. apríl nk.“
Björn nefnir fleiri sláandi dæmi af
sama toga og segir:
Vegna þeirra vekur enn meiriundrun en ella að stjórnarand-
stöðuþingmenn og þó einkum þeir
sem sitja á alþingi fyrir Sjálfstæðis-
flokkinn skuli hafa hlaupið undir
Icesave-okið með Steingrími J. í stað
þess að láta það á herðar þeirra sem
eiga að fjalla um réttmæti þess, dóm-
stólunum. Hvort sem menn vilja við-
urkenna það eða ekki er augljóst að
með því að segja já við Icesave-
lögum Steingríms J. eru þeir að
leggja blessun sína yfir forkastan-
lega stjórnarhætti. Steingrímur J.
mun aðeins færast í aukana komist
hann upp með Icesave III. Hann tel-
ur sig hafa í fullu tré við þingheim
eftir Icesave-atkvæðagreiðsluna þar
eins og leikrit hans og Björns Vals til
að leyna kostnaði við gerð Icesave
III sýnir. Bregði þjóðin ekki fæti fyr-
ir Icesave III lög Steingríms J. er það
ekki aðeins ávísun á hærri skatta og
óviðunandi skuldastöðu ríkissjóðs
heldur einnig á enn frekara ofríki af
hálfu stjórnmálamanns sem svífst
einskis til að halda í völd sín.“
Björn
Bjarnason
NEI er rauða
spjaldið
STAKSTEINAR
Steingrímur J.
Veður víða um heim 4.4., kl. 18.00
Reykjavík 6 alskýjað
Bolungarvík 3 skýjað
Akureyri 5 skýjað
Egilsstaðir 3 skýjað
Kirkjubæjarkl. 5 alskýjað
Nuuk -8 léttskýjað
Þórshöfn 6 skúrir
Ósló 7 heiðskírt
Kaupmannahöfn 12 léttskýjað
Stokkhólmur 8 léttskýjað
Helsinki 2 skýjað
Lúxemborg 12 skýjað
Brussel 12 léttskýjað
Dublin 15 skýjað
Glasgow 12 léttskýjað
London 13 léttskýjað
París 13 léttskýjað
Amsterdam 10 léttskýjað
Hamborg 12 léttskýjað
Berlín 13 skúrir
Vín 14 skúrir
Moskva 7 heiðskírt
Algarve 18 heiðskírt
Madríd 21 léttskýjað
Barcelona 17 heiðskírt
Mallorca 18 heiðskírt
Róm 18 heiðskírt
Aþena 13 léttskýjað
Winnipeg 1 léttskýjað
Montreal 2 slydda
New York 10 léttskýjað
Chicago 9 alskýjað
Orlando 27 heiðskírt
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
5. apríl Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 6:32 20:30
ÍSAFJÖRÐUR 6:32 20:40
SIGLUFJÖRÐUR 6:15 20:23
DJÚPIVOGUR 6:00 20:01
Carl Andreas Berg-
mann, úrsmiður í
Reykjavík, lést á
heimili sínu laugar-
daginn 2. apríl, 84 ára
að aldri. Carl fæddist
þann 16. nóvember
1926 í Reykjavík. For-
eldrar hans voru
Andreas Sigurður
Jakob Bergmann, f.
18.8.1893, og Guð-
munda Guðmunds-
dóttir Bergmann, f.
24.6. 1918.
Systkin Carls eru
Jón G. Bergmann,
Guðrún Ingibjörg Schneider og
Sigrún Bergmann.
Carl var nemandi í Miðbæjar-
skólanum í Reykjavík og hóf nám í
úrsmíði 1941, lauk sveinsprófi 1946
og meistaraprófi 1950. Hann vann
fyrstu árin hjá Magnúsi Benja-
mínssyni og fór síðan og vann í eitt
ár sem úrsmiður í Danmörku, kom
þá heim og opnaði verkstæði og
síðar verslun á Njálsgötu.
Carl flutti síðan verslunina árið
1963 að Skólavörðustíg 5 þar sem
hann var til 1990 þegar hann flutti
verslunina í síðasta
sinn og rak síðan verk-
stæði og úraverslun
sína við Laugaveg 55.
Carl giftist árið 1958
Guðrúnu K. Skúladótt-
ur, f. 3.4.1940 í Hnífs-
dal; Guðrún lifir eigin-
mann sinn. Þau bjuggu
fyrstu árin á Ljós-
vallagötu 24 og byggðu
síðan hús á Skriðu-
stekk 6 og bjuggu þar
í 30 ár.
Börn þeirra eru
Skúli Bergmann, maki
Soffia Traustadóttir,
Guðmundur K. Bergmann, maki
Hugrún Davíðsdóttir, Helga Berg-
mann, sambýlismaður Karl Dúi
Karlsson, Bryndís Bergmann, sam-
býlismaður Pétur Gísli Jónsson,
Lilja Margrét Bergmann, maki
Ólafur Guðmundsson. Barnabörnin
eru 15 og barnabarnabörnin eru
þrjú.
Carl var þekktur knattspyrnu-
maður á yngri árum, lék með
meistaraflokki Fram í knattspyrnu
á árunum 1949-1956, aðallega í
stöðu útherja.
Andlát
Carl A. Bergmann
„Ef eftirlits er
gætt ætti þetta
ekki að vera neitt
mál,“ segir Helgi
Hjörvar, þing-
maður Samfylk-
ingarinnar, en
hann er fyrsti
flutningsmaður
frumvarps til
breytinga á lög-
um um innflutn-
ing dýra. Samkvæmt því þarf ekki
að einangra gæludýr sem flutt eru til
landsins fylgi þeim nauðsynleg heil-
brigðis- og upprunavottorð. Halldór
Runólfsson, yfirdýralæknir, hefur
lýst sig andsnúinn frumvarpinu.
Halda verði í áframhaldandi undan-
þágur fyrir Ísland fyrir verslun með
lifandi dýr.
Helgi segir sterk rök lúta að
verndun íslensks búpenings þegar
komi að flutningi dýra á milli landa.
Þau rök eigi hins vegar ekki við um
gæludýr. „Þetta er gert í allri Evr-
ópu og á að vera í lagi ef sýnt er
fram á að dýrin hafi myndað mótefni
við sjúkdómum.“ kjartan@mbl.is
„Allt í lagi
ef eftirlits
er gætt“
Helgi
Hjörvar
Fyrirtækið Orkusýn hefur tekið við
rekstri jarðhitasýningarinnar í mið-
rými Hellisheiðarvirkjunar og hefur
hún verið opnuð að nýju. Forsvars-
menn Orkusýnar eru tveir fyrrver-
andi starfsmenn OR, sem stóðu að
móttöku ferðafólks og kynningu á
möguleikum jarðhitanýtingar hér á
landi, þau Auður Björg Sigurjóns-
dóttir og Helgi Pétursson.
Árið 2009 fór gestafjöldi í virkj-
uninni í fyrsta skipti yfir 100 þúsund.
Á jarðhitasýningunni geta gestir
fylgst með flóknu gangverki jarð-
gufuvirkjunarinnar í rauntíma og
sýning varpar einnig ljósi á þann
þátt sem jarðhitinn og hitaveiturnar
eiga í lífsgæðum hér á landi. Virkj-
unin hefur verið fastur viðkomustað-
ur á leið ferðamanna milli höfuð-
borgarinnar og náttúruperlnanna á
Suðurlandi sem mynda Gullna
hringinn svokallaða. Þá hefur hún
verið fjölsótt af skólafólki á öllum
stigum skólagöngunnar, íslensku
sem útlendu. Erlendir þjóðhöfðingj-
ar hafa líka gjarna haft þar viðkomu
í heimsóknum sínum til Íslands.
Í miðrými Hellisheiðarvirkjunar
er einnig kaffihús og verslun með ís-
lenskt handverk. Jarðhitasýningin
er opin alla sjö daga vikunnar frá kl.
09:00-17:00. Aðgangseyrir er 700 kr.
fyrir fullorðna og ókeypis fyrir börn
að 18 ára aldri í fylgd með fullorðn-
um.
Jarðhitasýningin opnuð að nýju
Gestafjöldi á sýningu í Hellisheiðarvirkjun fór yfir 100 þúsund árið 2009
Ljósmynd/OR
Virkjun Sýningin í Hellisheiðarvirkjun hefur verið opnuð almenningi á ný.
Sólskálar
Smi›sbú› 10 | 210 Gar›abær
Sími: 554 4300 | www.solskalar.is
hf
-sælureitur innan seilingar!