Morgunblaðið - 05.04.2011, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 05.04.2011, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. APRÍL 2011 ✝ Bragi Guðráðs-son fæddist á Skáney í Reyk- holtsdal, Borg- arfirði, 29. mars 1932. Hann lést á heimili sínu í Hafnarfirði 26. mars 2011. Bragi ólst upp í Nesi í Reykholts- dal. Foreldar hans voru Guðráður Se- sil Davíðsson, fæddur í Hraun- ási, Helgafellssveit, Snæfells- nesi, 6. nóvember 1904, d. 13. apríl 2003, og Vigdís Bjarna- dóttir, fædd á Skáney í Reyk- holtsdal, Borgarfirði, 9. maí 1910, d. 18. nóvember 2009. Bragi var elstur í röð þriggja systkina, þau eru: Bjarni, f. 1935, og Helga, f. 1936. Bragi giftist 6. nóvember 1954 Magnúsínu Ernu Þorleifs- dóttur, f. 1934, d. 1998. Börn þeirra eru: Vigdís, f. 1952, hún á 4 börn, 13 barnabörn og 2 lang- ömmubörn. Stefanía, f. 1955, gift Gunnari Sigurðssyni, hún á 4 börn, 8 barnabörn, 2 lang- ömmubörn. Sigríð- ur, f. 1956, sam- býlismaður Duane Casavecchia, hún á 6 börn og 6 barna- börn. Helga, f. 1961, hún á 3 börn og 2 barnabörn. Erla, f. 1962, sam- býlismaður Hall- grímur Þorsteins- son, hún á 2 börn. Guðráður Davíð, f. 1966, d. 1981. Bragi bjó með fjölskyldu sinni frá 1952 í Grindavík. Flutti búferlum til Hafnarfjarðar 1976. Hann tók að sér hin ýmsu störf, þ. á m. sjómennsku, var loftskeytamaður, skriftstofu- maður, verslunarmaður og smá- bátaeigandi. Hann var virkur í félagsstörfum og bæjarmálum í Grindavík og Hafnarfirði, einn- ig var hann virkur meðlimur í Lions og Hamars-reglu frímúr- ara frá 1978. Útför Braga fer fram frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði í dag, 5. apríl 2011, og hefst at- höfnin kl. 13. Það er mér einkar ljúft að minnast góðs og einkar trausts vinar, Braga Guðráðssonar, sem nú hefur horfið til „Austursins ei- lífa“. Braga kynntist ég fyrir all- mörgum árum, þegar hann flutt- ist til Hafnarfjarðar. Fyrstu kynni okkar voru ljúf og Bragi heillaði mig með allri framkomu sinni. Á vináttu okkar bar aldrei skugga og hann, einn af mörgum, brást mér aldrei í gegnum árin, þótt svo eitt og annað hafi dunið yfir. Mér er því mikill söknuður í huga nú þegar ég kveð hann hinstu kveðju. Það var sama hvar Bragi kom, hann varð hvers manns hugljúfi, traustur og orkumikill og taldi aldrei eftir sér verk til góðra mála, enda sérlega laginn hvort heldur var til orðs eða æðis. Margar yndislegar stundir áttum við saman gegnum tíðina, sem ljúft er að minnast. Margs er að minnast í þeim efnum, en hæst ber þó alla þá samvinnu, sem við áttum þegar Frímúrarastúkan Hamar í Hafnarfirði réðst í það stórvirki að reisa sér hús við Ljósatröð í Hafnarfirði. Þar átt- um við Bragi margar stundir saman og sagt var stundum við okkur hvort við vildum ekki bara flytja í húsið, við værum þar hvort eð er allar stundir. Já, þetta voru góðir og skemmtilegir tímar og trúlega máttum við báð- ir vera stoltir af framlagi okkar með vinnu við þá byggingu. En það var ekki háttur Braga að miklast af sinni miklu vinnu og öllu því sem hann gerði fyrir stúkuna Hamar. Honum var líka sýnd sú virðing að vera heiðraður af Reglunni, sæmdur heiðurs- merki Reglunnar fyrir allt starf sitt innan hennar. Ég held að Reglan, og starfið innan hennar, að ég tali ekki um „Ljósatröð 2“, hafi átt hug hans allan, allt fram á síðasta dag. Já, þær voru margar gleðistundirnar sem við Bragi áttum saman þegar við vorum eitthvað að „bardúsa í húsinu okkar“, eins og við stundum nefndum það. Já, Braga verður lengi minnst, þessa góða trausta manns, sem aldrei fór í manngreinarálit, né hallmælti nokkrum manni. Hon- um verður um eilífð minnst í hug- um þeirra, sem urðu þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast hon- um og hans innri manni. Kæri vinur, sem nú ert kvadd- ur. Ég syrgi þig af alhug og óska þér góðrar ferðar á þeim leiðum sem þú nú leggur út á. Öllum börnum þínum, afkomendum og ættingjum sendi ég og kona mín innilegustu samúðaróskir og biðjum við „hinn hæsta höfuð- smið“ að vera með þeim nú á þessari stundu og um alla fram- tíð. Við höfum öll mikið misst, en minningin um einstakan mann mun lifa í hjörtum okkar allra. Við getum þó huggað okkur við að „hinn hæsti höfuðsmiður“ hef- ur nú umvafið einn sinn kærasta bróður líknarörmum sínum og ég veit að hann mun styrkja okkur öll nú og um alla framtíð. Eitt er víst að ég mun alltaf geyma Braga í huga mínum sem einn stórbrotnasta mann og vin sem ég hef átt. Jón Sveinsson. Fráfall Braga Guðráðssonar minnir mann á hverfulleika lífs- ins og mikilvægi þess að nota vel þann tíma sem maður fær til um- ráða. Kynni okkar Braga náðu ekki yfir langan tíma en til allrar ham- ingju eru vinátta og væntum- þykja ekki mæld í tíma. Við fór- um saman í ferðalag sem er mér ógleymanlegt og hafði afgerandi áhrif á líf mitt. Þar miðlaði Bragi af sinni einstöku manngæsku og kærleika þannig að ég var ekki samur eftir. Í sorginni við fráfall Braga finn ég jafnframt til gleði. Gleði yfir því að hafa fengið að kynnast manninum og að hafa átt með honum stundir þar sem hann miðlaði af sinni miklu visku um lífið og tilveruna. Eftir hverja stund með Braga sat maður eftir með áhugaverðar spurningar um allt milli himins og jarðar. Bragi nálgaðist öll viðfangsefni með þeirri næmi, mannkærleik og vinarþeli sem einkenndi hann og gerði hann að þessum einstaka manni, sem var hvers manns hugljúfi. Manni sem geislaði svo af göfuglyndi að mannbætandi var að vera í hans návist. „Eins og rósin, fyrir eðli sitt, fyllir loftið sætum ilmi, þannig framkallar hjartalag góðgjarns manns göfug verk“. Ég kveð Braga með söknuði og þakklæti. Vertu sæll að sinni, kæri vinur. Þorsteinn Gunnarsson. Bragi Guðráðsson Elín tengdamóðir mín er lát- in. Við áttum samleið í ríflega þrjá áratugi og bar aldrei skugga á í samskiptum okkar. Hún tók mér opnum örmum þegar dóttir hennar, Auður, kynnti mig fyrir henni og föður sínum, Guðmundi, á heimili þeirra hjóna í Hvassaleiti 46 í Reykjavík. Guðmundur gaf sér lengri tíma til að átta sig á kauða, sem farinn var að stíga í vænginn við yngstu dóttur þeirra hjóna en hann tók mig fljótlega í sátt. Elín var einstök manneskja sem mér þótti ákaflega vænt um auk þess sem ég bar ómælda virðingu fyrir henni. Allt hennar fas bar vott um góðmennsku, hjálpsemi og ekki síst mikla um- hyggju fyrir fjölskyldu sinni. Heimili Elínar og Guðmundar var í raun annað heimili barna okkar Auðar, Brynju og Eyþórs, sem mikið leituðu til afa síns og ömmu hér áður fyrr enda ör- stutt á milli heimila okkar. Tengdamóðir mín hafði ákveðnar skoðanir á málefnum líðandi stundar en ætíð með þeim hætti að ég heyrði hana aldrei hallmæla nokkrum manni. Ég kveð þessa yndislegu konu með miklum söknuði en veit að að vel er tekið á móti henni þar sem hún nú er. Drott- inn blessi minningu tengdamóð- Elín Guðmundsdóttir ✝ Elín Guð-mundsdóttir fæddist á Ósi á Skógarströnd 12. júlí 1923. Hún lést á dvalarheimili aldraðra, Hrafn- istu, 22. mars 2011. Elín var jarð- sungin frá Foss- vogskirkju 29. mars 2011. ur minnar, Elínar Guðmundsdóttur. Ljúft og gott er heim að halda. Hvar er betra en Guði hjá? Þar er varðveitt allt sem ann ég, öll þar rætist hjart- ans þrá. (Sigurbjörn Ein- arsson) Gunnlaugur K. Jónsson. Við andlát Elínar ömmu minnist ég samverustunda okk- ar með mikilli hlýju, gleði og þakklæti. Hún var ætíð til stað- ar fyrir mig og lét sér annt um velferð mína. Hjá henni átti ég annað heimili og athvarf. Oft sátum við amma saman yfir kaffibolla og ræddum þjóð- málin. Það voru mér dýrmætar stundir að heyra sögur um lífið og tilveruna í sveitinni í gamla daga, um harðbýli, þjóðtrú, fá- tækt og hrakninga. Kraftur og dugnaður fólksins vakti aðdáun okkar sem á hlustuðu. Amma fæddist inn í fjöl- skyldu sem var á hrakhólum á norðanverðu Snæfellsnesi. Þrátt fyrir fátækt hafði fjöl- skyldan það gott að Ósi á Skóg- arströnd, þar var stutt í sjóinn og í silungsá sem krakkarnir gátu hæglega veitt úr. Þar leið þeim vel og var mikið um mat- arföng. Síðar fluttist fjölskyldan í Ólafsey í Breiðafirði, sem einn- ig var mikil matarkista. Þar höfðu þau kindur, eina kú og einn hest. Þar var mikið um fugl, egg, fisk, sel og fleira ný- meti. Allt var nýtt sem eyjan bauð upp á, og á borðum var matur sem okkur af yngri kyn- slóðinni er framandi, eins og veiðibjölluungasúpa. Ætíð var hugsað um að börnin fengju nóg að borða og að þau gættu hrein- lætis, því barnadauði var mikill. Einnig sagði amma mér frá þeg- ar fjölskyldum var sundrað og börn send á aðra bæi og látin vinna frá morgni um leið og þau gátu staðið í lappirnar, þar til þau lágu flöt á kvöldin og matur mjög skorinn við nögl. Bræðrum ömmu þótti himneskt að koma aftur heim í búrið hjá móður sinni, því þar fengu þeir þó mjólk út á hafragrautinn en ekki útþynnta undanrennu. Þetta var sá jarðvegur sem amma óx upp úr og hennar veganesti var að gera vel við börnin sín og veita þeim gott upplag. Hún var trúuð og var það fastur liður í æsku ömmu að faðir hennar las upp úr húslestr- arbók sem séra Lárus bróðir hans hafði handskrifað handa honum. Fjölskyldan safnaðist saman í baðstofunni á kvöldin og börnin sátu þá eins og dúkk- ur og ekki mátti heyrast hljóð á meðan húslesturinn fór fram. Elín amma fór frá Ólafsey í vist til hálfsystur sinnar, Aðal- heiðar, sem bjó á Óspakseyri í Hrútafirði. Árið 1935 fluttist hún með fjölskyldu sinni til Reykjavíkur og bjó um tíma á Hörpugötu og Þormóðsstöðum. Hún hélt myndarheimili fyrir stóra fjölskyldu á Njálsgötu 40 og í Hvassaleiti 46. Á mínum uppvaxtarárum gat ég alltaf leitað til hennar og 5-6 ára gam- all lærði ég að taka strætó úr vesturbænum upp í Hvassaleiti til ömmu. Skemmtilegast var þó að fá að gista á heimili ömmu og afa. Hún var fyrirmynd okkar í svo mörgu, enda er sagt, að menning sé það sem við ölumst upp við. Það var mjög gefandi að hlusta á ömmu segja frá, hvort sem um var að ræða álfa og huldufólk eða menn og málefni, því hún var mannglögg með ein- dæmum og félagslynd. Ég minnist hennar fyrir um- hyggjusemi, gjafmildi og glað- lyndi, og ekki síst fyrir styrk á erfiðum stundum. Minningar mínar um góða konu lifa áfram og hún á sinn fasta stað í hjarta mínu. Megi góður Guð styrkja Guð- mund afa í mikilli sorg. Guðmundur Þorsteinsson. Elsku amma mín. Fyrir nokkrum dögum sagðir þú mér að þú værir að fara að kveðja þennan heim og þú værir sátt. Alla mína bernsku varst þú bara amma en eftir að mamma dó þá fór ég að heimsækja þig reglu- lega og kynntist þér á annan hátt. Þú varst klettur við sjúkrabeð dóttur þinnar og kona sem ávallt var hægt að treysta á. Þú tókst öllum svo vel í Hvassaleiti 46 og gast alltaf galdrað fram eitthvað með kaffinu svo gestir færu ekki svangir frá þér. Mér eru minn- isstæðar veislurnar hjá þér þeg- ar ég var barn og sérstaklega man ég eftir þegar var lax á fati sem afi hafði svo oft veitt og þú barst fram með kokteilsósu, eggi og tómötum. Alltaf var fjör í Hvassaleitinu enda afkomend- urnir margir og heimilið þitt var miðpunktur fjölskyldunnar. Alla tíð passaðir þú upp á að við barnabörnin fengjum jafnmikið hvort sem var í mat eða gjöfum og alla tíð varstu góð við mig. Eftir að mamma dó upplifði ég þig á annan hátt og fór að koma reglulega til þín í kaffi. Ég sá konu sem var svo óeigingjörn á allan hátt og vildi öllum vel. Þú talaðir um börnin þín og þú gerðir þér vel grein fyrir hversu rík þú varst að eiga svona heil- brigð og flott börn, barnabörn og langömmubörn. Amma, ég veit þú vildir fara, ég veit þú ert á góðum stað, en mikið sakna ég þín og mikið gafstu mér með kaffistundunum sem við áttum í eldhúsinu í Hvassó. Ég vil þakka þér fyrir þann styrk sem þú gafst mér í lífinu og þakka þér samfylgdina. Hvíl í friði. Þín dótturdóttir, Bergljót Þorsteinsdóttir. Mín ástkæra amma. Allar þessar minningar, kossar og hlátur, knús og gleði lifa í hjarta mér. Þú varst góð við alla, vildir öllum vel og það sem eftir er lífs míns mun ég reyna að feta í fót- spor þín, sem á undan þér voru ótroðin, þú hefur alltaf verið einstök. Þegar ég lít til baka sé ég bara ást og væntumþykju, góðar minningar. Þú gafst mér stað til að vera á, þegar á reyndi. Takk fyrir að vera í lífi mínu og takk fyrir að leyfa mér að vera hluti af þínu. Ég mun elska þig um ókomna tíð. Þú kenndir mér að elska fólkið í kringum mig, með því að vera þú og þú sjálf. Allir voru velkomnir til þín, alltaf. Og alltaf var ég spennt að koma til þín og afa, í fallega Hvassaleitið. Takk fyrir allt sem þú gafst mér. Þú hefur alltaf verið falleg innan sem utan, og ég er þakk- látasta og heppnasta manneskja í heimi fyrir að hafa þekkt þig, og fengið að kyssa þína mjúku kinn. Minningin um þig mun leiða mig í gegnum lífið. Amma, þú ert sterkasta manneskja sem ég hef kynnst. Bíddu mín á himnum og mundu mig, því ég man þig. Börnin mín, sem verða einnig börn þín munu fá að heyra mikið af þér og þínum góðverkum og allir afkomendur þínir munu varðveita minningu þína. Vertu óhrædd. Ég leiði þína mjúku hendi, eins og þú leiddir mína. Ég sakna þín og ég mun alltaf elska þig. Embla Rún Björnsdóttir. Mig langar að kveðja ástkæra móðursystur mína með nokkr- um orðum. Mínar æskuminning- ar tengjast Ellu og hennar fögru hjörð í Hvassaleitinu meira en öllum öðrum föður- og móður- systkinum því ég varð þess láns aðnjótandi að búa mín fyrstu ár í sama húsi og þau. Ella var ein- staklega hlý og þolinmóð og góð heim að sækja. Hún stýrði sínu stóra búi að því er virtist átaka- laust og af miklum rausnarskap. Hún var einstaklega fögur kona alveg inn að beini og má glöggt sjá á hennar afkomendum hve þau góðu gen hafa flust áfram. Gjafmildi, gleði og rausnarskap- ur eru þau orð sem koma upp í hugann þegar maður minnist Ellu. Það gekk oft á ýmsu í Hvassaleitinu og stutt í margan prakkaraganginn í öllu þessu gengi en ekki minnist ég þess að eitt styggðarorð hafi nokkurn tímann fallið af vörum hennar. Það var tilhlökkunarefni þegar þær systur hittust með afkvæm- um sínum, hlátur og gleði hafa ávallt einkennt þær stundir. Þessi góða frænka kom fram við mínar dætur eins og þær væru hennar barnabörn með knúsi, gjöfum og hrósi. Ella var miklum kostum gædd hvunndagshetja sem skil- aði sínu lífsverki með sóma og mun ævinlega verða minnst með þakklæti og gleði í huga. Ef samfélagið okkar væri ríkt af svona konum þá værum við bara nokkuð vel stödd. Takk fyrir góðar stundir og öll þessi frá- bæru frændsystkin sem þú gafst mér. Blessuð sé minning þín. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Ástfríður M. Sigurðardóttir. Við systkinin viljum minnast elskulegrar móðursystur okkar Elínar Guðmundsdóttur sem fæddist að Ósi á Skógarströnd árið 1923. Elín fæddist inn í stóran systkinahóp og vandist því snemma að hafa margmenni í kringum sig. Það fylgdi Ellu frænku alla tíð því sjálf eign- aðist hún átta börn með Guð- mundi sínum. Guðmundur og Elín voru glæsileg hjón sem bjuggu börnum sínum öryggi og skjól á heimili sínu, fyrst að Njálsgötu, síðan að Hvassaleiti 46. Heimilið í Hvassaleiti var á við meðal félagsmiðstöð þar sem vinir barnanna voru alltaf vel- komnir. Tengdabörn bættust í hópinn hvert af öðru, öll voru þau Elínu jafn kær. Hún var stolt af barnabörnum og barna- barnabörnum sínm. Hún fylgd- ist vel með þeim og hvatti þau til dáða. Elín og Guðmundur ferðuð- ust víða og gaman var að heyra Ellu segja frá ferðalögum og því sem fyrir augu bar. Elín var ein- staklega gestrisin, hún tók rausnarlega á móti vinum og vandamönnum og ekkert var til sparað, hvorki veitingar né hlý- leg orð. Hún var létt í lund og oft var hlegið dátt í Hvassaleit- inu. Frænka okkar átti einnig sínar erfiðu stundir. Það varð henni þungbært að missa dóttur sína Elínu Eddu á besta aldri og síðan tengdadótturina Ingu eft- ir alvarleg veikindi. Nú er hlát- urinn hljóðnaður í Hvassaleiti en minningar um góðar stundir gleymast ekki. Við vottum Guðmundi og af- komendum þeirra Elínar okkar dýpstu samúð. Kristjana Elínborg, Margrét, Árni Kristinn, Guðrún Björg og Anna Sigríður. Við kveðjum ömmu Elínu í hinsta sinn. Mikið var alltaf gott að koma til hennar. Hún tók okkur alltaf fagnandi og með færandi hendi. Amma Elín og Afi Guðmund- ur áttu bæði stóran systkinahóp og frænkurnar og frændurnir voru því mörg. Sjaldan kom maður inn í Hvassaleiti öðruvísi en einhver úr ætt þeirra væri í heimsókn, eða börnin og barna- börnin. Það var alltaf jafn ánægjulegt að heimsækja þau. Amma átti alltaf nóg af með- læti til að bjóða gestum því gestagangurinn var alltaf mikill í Hvassaleitinu. Sjálfir nutum við þess að leika við yngri frændsystkini okkar og amma tók eftir því. Alltaf var hurðin opin hjá ömmu okkar og afa, og hver heimsókn vakti upp minn- ingar um góðu tímana þegar við vorum yngri. Amma okkar átti mjög stóran þátt í að ala okkur rétt upp, og sá til þess að okkur vantaði ekki neitt. Sorgin er mikil hjá okkur bræðrum því innan árs höfum við misst báðar ömmur okkar. Við eigum ennþá báða afana okkar og munum halda í þá eins lengi og við getum. Góður Guð, taktu vel á móti henni ömmu, því hún á það skil- ið. Ívar Kristján og Aron. HINSTA KVEÐJA Við viljum minnast ást- kærrar móður okkar með eftirfarandi vísum sem hún fékk frá ömmu sinni ung að aldri: Elín, fríð og indæl mey, öðlist lukku fína; nafna mín í Ólafsey ungana passar sína. Lyndis hress og visku valin vífið fína; lifðu blessuð auðnu alin ævi þína. (Elín Bárðardóttir) Birna, Stefanía, María, Ívar, Gunnlaugur, Auður og Björn Valdimar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.