Morgunblaðið - 05.04.2011, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 05.04.2011, Blaðsíða 33
Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is Tríóið Samaris, skipað þeim Þórði Kára Steinþórssyni (hljómborð, for- ritun), Jófríði Ákadóttur (söngur) og Áslaugu Rún Magnúsdóttur (klarin- ett) sigraði með glæsibrag í Músík- tilraunum á laugardaginn og var sjö manna dómnefnd einróma samþykk um niðurstöðuna. „Það mátti heyra saumnál detta þegar Samaris sveif inn í draumheima og gæsahúðin brast á með offorsi,“ varð greinar- höfundi m.a. að orði þegar hann fylgdist með tríóinu og var hann engan veginn einn um þá upplifun. Alsæla „Nei, við áttum engan veginn von á þessu,“ segir Jófríður og hlær við þegar hún fær þessa sígildu spurn- ingu. „Það er alltaf erfitt að átta sig á því hverju dómnefndir í svona keppnum eru að leita að.“ Upphaf þessa verkefnis má rekja til síðustu jóla en þá langaði vinkon- urnar Jófríði og Áslaugu til að stofna hljómsveit. „Þetta byrjaði meira sem flipp. Hljómsveitin átti að heita Portal of Ecstasy og við fórum að ímynda okkur alls kyns dúllur á sviðinu og svona. Við komumst svo að því að við kynnum ekkert á tölvur en viss- um að það væri fullt af gaurum að sýsla við slíkt. Við höfðum samband við Dodda (Þórð) og hann var til.“ Jófríður segir að hlutirnir hafi svo smollið saman eins og af sjálfu sér. „Tónlistin sem Doddi var að gera felldi sig algerlega að okkar pæl- ingum með sönginn. Þetta gekk strax upp. Hann er að læra í Tónlist- arskóla Kópavogs og hefur aðgang að hljóðveri þar og þar unnum við lögin.“ Jófríður segir að enginn hafi hins vegar treyst sér í textagerð. „Ég fletti því upp í bók með göml- um íslenskum söngtextum og byrj- aði bara að syngja. Margir þeirra eru ótrúlega fallegir en illa nýttir. Heyrast hvergi. Mér finnst eins og við séum að gefa þeim nýtt líf með þessu, með því að tónsetja við þá. Doddi tók nafnið hins vegar ekki í mál (hlær). Samaris var ákveðið korteri áður en við sendum inn um- sókn í Músíktilraunir, ég fann nafnið í gamalli Viku, í Skugga-mynda- sögu. Þar var talað um „Queen Sam- aris“.“ Jófríður er í annarri farsælli sveit, Pascal Pinon, sem er á mála hjá þýsku útgáfunni Morr. Hefur hún tíma í allt þetta saman? „Já já …við ætlum að taka smá- skurk í Pascal um páskana, semja fyrir plötu númer tvö. Samaris verð- ur bara í salti á meðan. En við skoð- um þetta í sumar. Eðlilega hafa þessi góðu viðbrögð gefið okkur kraft en það er engin stórkostleg áætlun í gangi hjá okkur. Það er best að láta þetta hafa sinn gang, leyfa hlutunum að gerast af sjálfum sér.“ Þegar hlutunum er leyft að gerast  Samaris sigraði í Músíktilraunum  Vinnur með gamla söngtexta Gæsahúð Samaris var stofnuð um síðustu jól og allt hefur gengið upp síðan þá og það af sjálfu sér. MENNING 33 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. APRÍL 2011 ATH. NÚMERUÐ SÆ TI Í KRINGLUNNI - H.S. - MBL.IS HHHHH - H.V.A. - FBL. HHHHH „EIN BESTA MYND ÞEIRRA COEN BRÆÐRA“ - EMPIRE „MYNDIN BÝÐUR ÞVÍ UPP Á ENDURTEKIÐ ÁHORF OG ÓGLEYMANLEGA SKEMMTUN.“ - H.S. - MBL 7 BAFTAVERÐLAUN HVERNIG VARÐ SAKLAUS STRÁKUR FRÁ KANADA EINN ÁSTÆLASTI TÓNLISTARMAÐUR Í HEIMINUM Í DAG? SÝNIR SJARMANN HANS JUSTIN BIEBERS Í RÉTTU LJÓSI.“ - NEWYORK MAGAZINE „HEILLANDI TÓNLISTARMYND.“ - HOLLYWOOD REPORTER HE IMI LD AR MY ND UM LÍF JU ST IN BIE BE RS , ST ÚT FU LL AF TÓ NL IST I I Í I I , I ATH! MYNDIN ER ÓTEXTUÐ Í 3D BESTI LEIKSTJÓRI - TOM HOOPER BESTI LEIKARI - COLIN FIRTH BESTA HANDRIT4 ÓSKARSVERÐLAUN BESTA MYND SÝND Í ÁLFABAKKA SPRENGHLÆGILEG GAMANMYND SEM Á EFTIR AÐ FÁ ÞIG TIL AÐ GRENJA ÚR HLÁTRI - T.V. - KVIKMYNDIR.IS SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL OG AKUREYRI FÓR BEINT Á TO PPINN Í USA - ROGER EBERT HHHH COLIN FARRELL OG ED HARRIS ERU STÓRKOSTLEGIR SEM STROKUFAN- GAR Í SÍÐARI HEIMSSTYRJÖLDINNI VAR TILNEFND TIL ÓSKARSVERÐLAUNA SÝND Í ÁLFABAKKA ATH. NÚMERUÐ SÆ TI Í KRINGLUNNI STÓRKOSTLEG NÝ ÞRÍVÍDDAR TEIKNIMYND FRÁ DISNEY SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI MYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA MYND SEM GAGNRÝNENDUR HAFA SAGT AÐ SÉ SAMBLANDA AF BOURNE MYNDUNUM OG TAKEN HARÐJAXLINN LIAM NEESON ER MÆTTUR Í MAGNAÐRI HASARMYND “THE BEST ACTION THRILLER IN YEARS!” Stuart Lee, WNYX-TV “ EXHILARATING. UNKNOWN IS THE FIRST GREAT MOVIE OF THE YEAR!” Shawn Edwards, FOX-TV “LIAM NEESON IS INTENSE!” Bill Bregoli, CBS RADIO NEWS “IT’S TAKEN MEETS THE BOURNE IDENTITY.” Rick Warner, BLOOMBERG NEWS SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI OG AKUREYRI FRÁ FARRELLY BRÆÐRUM, ÞEIM SÖMU OG FÆRÐU OKKUR SOMETHING ABOUT MARY OG DUMB AND DUMBER! MATT DAMON EMILY BLUNT MATT DAMON OG EMILY BLUNT ERU MÆTT Í MYND SEM ER BYGGÐ Á MAGNAÐRI VÍSINDASKÁLDSÖGU ATH. NÚMERUÐ SÆ TI Í KRINGLUNNI FRÁ PHILIP K.DICK, HÖFUNDI BLADE RUNNER, TOTAL RECALL OG MINORITY REPORT HHHH - BOX OFFICE MAGAZINE HHHH - EMPIRE SÝND Í EGILSHÖLL SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI OG AKUREYRI SÝND Í ÁLFABAKKASÝND Í KRINGLUNNI „DÚNDURSKEMMTILEGTTRIPP SEM HELDUR ATHYGLI ÞINNI FRÁ BYRJUNTIL ENDA“ -T.V. - KVIKMYNDIR.IS HHH SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI, AKUREYRI OG KEFLAVÍK FRÁ ZACK SNYDER, LEIKSTJÓRA 300 OG WATCHMEN ÓVÆNTASTA BÍÓUPPLIFUN ÁRSINS SÝND Í ÁLFABAKKA 700 kr. Tilboðil 950 kr. á 3D sýning ar 700 kr. Tilboðil 700 kr. Tilboðil 700 kr. Tilboðil 700 kr. Tilboðil 700 kr. Tilboðil 700 kr. Tilboðil 700 kr. Tilboðil 700 kr. Tilboðil 700 kr. Tilboðil 700 kr. Tilboðil 950 kr. á 3D sýning ar ÞRIÐJUDAGSBÍÓ Í DAG - 2D 700 kr. - 3D 950 kr. GILDIR EKKI Á ÍSLENSKAR OG VIP MYNDIR SUCKER PUNCH kl. 5:40 - 8 - 10:20 12 SUCKER PUNCH kl. 8 - 10:20 VIP THE ADJUSTMENT BUREAU kl. 5:40VIP - 8 - 10:20 10 UNKNOWN kl. 8 - 10:20 16 MÖMMUR VANTAR Á MARS 3D kl. 6 ísl. tal L HALL PASS kl. 8 - 10:20 12 THE WAY BACK kl. 5:40 12 RANGO ísl. tal kl. 5:50 L JUSTIN BIEBER kl. 5:50 - 8 L THE RITE kl. 10:20 16 / ÁLFABAKKA SUCKER PUNCH kl. 5:25 - 8 - 10:35 12 LIMITLESS kl. 5:25 - 8 - 10:35 14 THE ADJUSTMENT BUREAU kl. 10:35 10 UNKNOWN kl. 5:25 - 8 - 10:35 16 MÖMMUR VANTAR Á MARS 3D kl. 5:25 ísl. tal L HALL PASS kl. 8 12 SUCKER PUNCH kl. 5:40 - 8 - 10:20 12 THE ADJUSTMENT BUREAU kl. 8:20 - 10:30 nr. sæti 10 UNKNOWN kl. 10:20 nr. sæti 16 MÖMMUR VANTAR Á MARS 3D kl. 6:10 ísl. tal L THE KING'S SPEECH kl. 5:40 nr. sæti L TRUE GRIT kl. 8 nr. sæti 16 SUCKER PUNCH kl. 8 - 10:20 12 THE ADJUSTMENT BUREAU kl. 6 10 UNKNOWN kl. 8 - 10:20 16 HALL PASS kl. 6 12 SUCKER PUNCH kl. 8 - 10:20 12 KURTEIST FÓLK kl. 8 - 10:10 L HOP ísl. tal kl. 6 L MÖMMUR VANTAR Á MARS kl. 6 ísl. tal L / EGILSHÖLL / KRINGLUNNI / AKUREYRI / KEFLAVÍK / SELFOSSI KURTEIST FÓLK kl. 8 - 10:10 7 SEASON OF THE WITCH kl. 10:10 14 HOP ísl. tal kl. 6 - 8 L MÖMMUR VANTAR Á MARS kl. 6 ísl. tal L Alþjóðlega stuttmyndahátíðin Corti and Cigarettes sem haldin er í Róm hefur í ár sérstakan flokk kall- aðan „Scandinavian short“ sem leggur áherslu á stuttmyndir frá löndum Norður-Evrópu og sér í lagi myndir frá Noregi og Íslandi. Hátíðin er opin öllum en umsjónarmaður á Íslandi er Pamela De Sensi, formaður Félags Ítala á Íslandi og má hafa sam- band við hana í tölvupóstfangið scandinavian.corti- andcigarettes@gmail.com fyrir 23. maí. Stofnað var til hátíðarinnar árið 2008 en upplýsingar um hana má finna á www.cortiandcigarettes.com. Hátíðin stendur í þrjá daga og verður haldin í haust og er Casa de Cinema meginhýsill hátíðarinnar. Íslenskar stuttmyndir fara til Rómar Bíóunaður Frá Róm. Royal Scottish Academy of Music and Drama, Konung- lega skoska tón- og leiklistarakademían (RSAMD), held- ur inntökupróf á Íslandi 7. maí næstkomandi. Skólinn, sem staðsettur er í Glasgow, er fremsti sviðslistaskóli Skotlands en einnig er þar að finna, ýmsar tónlistar- og söngbrautir, leikmyndasmíði og kvikmyndabraut. Einn- ig er tekið inn í Contemporary Performance Practice, fjölþætt leiklistarnám, en fræði og framkvæmd, brautin sem var nýlega stofnuð við LHÍ, byggist á svipaðri hug- myndafræði. Meðal leikara sem útskrifast hafa frá RSAMD eru Ro- bert Carlyle (Trainspotting og fleira) og Sheena Easton. Hægt er að senda fyrirspurnir á internationalauditions@rsamd.ac.uk um inntökuferlið. Skoskur leiklistarskóli vill Íslendinga Skoti Carlyle. Til að heyra lag með Samaris Skannaðu kóðann

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.