Morgunblaðið - 05.04.2011, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 05.04.2011, Qupperneq 26
26 DAGBÓK MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. APRÍL 2011 Sudoku Frumstig 8 4 2 7 6 8 1 2 9 3 8 6 4 7 9 2 7 6 4 2 3 1 9 3 5 1 1 5 8 1 9 8 2 6 1 3 4 8 5 3 6 9 5 4 2 4 3 2 8 4 7 3 6 6 8 4 3 8 4 5 1 6 7 2 5 5 6 2 8 3 7 2 4 4 1 6 2 5 8 3 7 9 9 7 2 1 3 6 4 8 5 8 5 3 9 7 4 1 6 2 2 8 5 3 4 9 6 1 7 7 6 1 5 8 2 9 4 3 3 4 9 7 6 1 5 2 8 1 9 7 6 2 5 8 3 4 6 2 8 4 9 3 7 5 1 5 3 4 8 1 7 2 9 6 5 8 3 7 6 9 4 2 1 2 7 6 5 4 1 9 3 8 4 9 1 2 8 3 7 6 5 7 6 5 9 1 8 3 4 2 3 4 9 6 5 2 8 1 7 1 2 8 3 7 4 6 5 9 9 5 4 8 2 6 1 7 3 8 1 7 4 3 5 2 9 6 6 3 2 1 9 7 5 8 4 6 2 5 1 9 8 7 3 4 4 3 8 2 7 5 9 6 1 9 1 7 6 3 4 5 2 8 1 8 6 9 2 7 3 4 5 7 4 2 8 5 3 1 9 6 5 9 3 4 1 6 2 8 7 3 6 1 7 8 9 4 5 2 2 5 4 3 6 1 8 7 9 8 7 9 5 4 2 6 1 3 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig töl- urnar 1-9 og aldrei má tví- taka neina tölu í röðinni. Í dag er þriðjudagur 5. apríl, 95. dagur ársins 2011 Orð dagsins: Vaknið því, þér vitið eigi, hvaða dag Drottinn yðar kemur. (Matth. 24, 42.) Um fátt annað er ritað og spjallaðen þjóðaratkvæðagreiðsluna um Icesave þann 9. apríl. Þjóðin skiptist í tvær fylkingar og svo gæti farið að mjótt verði á munum þegar atkvæðin hafa verið talin. Víkverji ætlar á kjörstað en upplýsir ekki hér og nú hvað hann ætlar að kjósa. Hann ætlar að hafa það fyrir sig. Gaman er hins vegar að fylgjast með umræðunni, hinir spökustu menn geta umturnast þegar minnst er á orðið Icesave og ótrúleg heift getur gripið fólk. Öfgarnar eru mikl- ar á báða bóga og skiljanlegt þegar um svo mikið hagsmunamál er að ræða. Víkverji veit til þess að legið hefur við hjónaskilnuðum þar sem fólk hefur ekki getað komið sér sam- an um eina sameiginlega niðurstöðu. Í þessu umrædda tilviki vill karlinn segja já en eiginkonan nei, hin hag- sýna húsmóðir myndi einhver segja – nema kannski femínistar. En spurt verður að leikslokum. x x x Það er reyndar málið. Víkverji ótt-ast að það verði engin leikslok með Icesave í þessum kosningum. Að áfram verði hjakkað í sömu hjólför- unum, rifist og slegist og skotgrafa- hernaður í algleymingi aldrei sem fyrr. Víkverji sér þó eina vonarglætu. Að í kjölfar kosninganna 9. apríl verði efnt til þingkosninga og stóla- skipti verði í Stjórnarráðinu. Núver- andi ríkisstjórn er handónýt og klofin í herðar niður, liggur á upplýsingum eins og ormur á gulli og með fólk í vinnu í hverju ráðuneyti sem kallar sig upplýsingafulltrúa. Nær væri að tala um upplýsingaverði, svo annt er stjórnvöldum um að koma í veg fyrir upplýsingar til fjölmiðla. Nýjasta út- spilið er að þrengja svo um upplýs- ingalögin að fátt verði eftir leyfilegt til að senda frá sér annað en frétta- tilkynningar. x x x Víkverji ætlar að endingu að hafaskoðun á mannvitsbrekkunni Wayne Rooney hjá Man. Utd. Að skora þrennu og fá leikbann fyrir kjaftbrúk í „fagnaðarlátum“ er nokk- uð sem fáir toppa. Maðurinn er ekki í lagi! víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 handtak, 8 stúlk- an, 9 trylltar, 10 skepna, 11 regn, 13 beiskar, 15 búa litlu búi, 18 aflmikil, 21 lengdar- eining, 22 fugl, 23 hylur grjóti, 24 land í Evrópu. Lóðrétt | 2 frægðarverk, 3 dútla, 4 öls, 5 lærir, 6 berg- mál, 7 þrjóskur, 12 hestur, 14 rándýr, 15 byggingu, 16 ást- fólgnir, 17 þverneita, 18 dug- legur, 19 dáin, 20 þráður. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 fljót, 4 glögg, 7 ólgan, 8 ætlar, 9 der, 11 sært, 13 eggi, 14 endur, 15 spöl, 17 róma, 20 krá, 22 golan, 23 túlum, 24 rígur, 25 kiðin. Lóðrétt: 1 flóns, 2 jagar, 3 tind, 4 glær, 5 öflug, 6 gerpi, 10 eld- ur, 12 tel, 13 err, 15 sýgur, 16 örlög, 18 óglöð, 19 auman, 20 knýr, 21 átak. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Skák Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is 1. c4 Rf6 2. g3 g6 3. Bg2 Bg7 4. Rc3 O-O 5. Rf3 c6 6. e4 d5 7. cxd5 cxd5 8. e5 Re4 9. O-O Rc6 10. d4 Bg4 11. He1 Rxc3 12. bxc3 Ra5 13. h3 Bxf3 14. Dxf3 e6 15. h4 Dd7 16. h5 Hfc8 17. Bg5 Hc6 18. Bf6 Bf8 19. hxg6 fxg6 20. Bh3 Rc4 21. Kg2 He8 22. Dd3 Rb6 23. Bg4 Be7 24. Bxe7 Dxe7 25. Hh1 Hec8 26. Hac1 Ra4 27. Dd2 Rxc3 28. Dh6 H8c7 29. Dh3 Rb5 30. Hcd1 Rc3 31. Hc1 Rb5 32. Hcd1 Ra3 33. Hd3 Rc2 34. a3 b5 35. Dh6 a5 36. Hf3 Rxd4 37. Hf6 Dg7 38. Dd2 Rb3 Staðan kom upp í A-flokki Norð- urlandamóts einstaklinga í skólaskák sem fór fram fyrr á þessu ári í Osló í Noregi. Í krílinu 7. apríl á að standa B- flokki. Sigurvegari mótsins, með fullt hús vinninga, Hjörvar Steinn Grét- arsson (2433) hafði hvítt gegn Dan- anum Dara Akdag (2186). 39. Bxe6+! Hxe6 40. Dxd5 og svartur gafst upp. Hvítur á leik. Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Glæsileg vörn. Norður ♠K1032 ♥-- ♦KD965 ♣9763 Vestur Austur ♠D64 ♠G85 ♥KG632 ♥D107 ♦ÁG2 ♦1087 ♣82 ♣DG87 Suður ♠Á97 ♥Á9854 ♦43 ♣ÁK10 Suður spilar 3G. Sýningarstjórinn á Bridgebase, hinn danski Roland Wald, rak augun í glæsi- legt varnarspil í æfingaleik á vefnum. Hetjurnar í A-V voru Andrew Robson og Alexander Allfrey frá Englandi. Suður vakti á 1G og sýndi síðan fimm spila hjartalit við Stayman-rann- sóknum norðurs. Þær upplýsingar urðu til þess að Allfrey leist ekki á að koma út í hjarta og hóf vörnina með frumlegri spaðadrottningu! Sagnhafi drap með ás og spilaði tígli að hjónunum. Hann fór heim á ♣Á (smátt úr austrinu) til að spila tígli á ný. Vestur fékk þriðja tígulslaginn og spilaði þá laufi – gosi og kóngur. Fram- haldið sýnist vera spurning um yfir- slagi og sagnhafi lét ♠9 renna yfir til austurs í næsta slag. Robson dúkkaði! Aftur kom spaði, nú á tíuna … og óvæntan gosa. Einn niður. 5. apríl 1940 Hægri umferð var samþykkt á Alþingi. Skipta átti úr vinstri umferð 1. janúar 1941 en áður en til þess kom ákvað Alþingi að hætta við breytinguna vegna hernáms Breta sem voru vanir vinstri umferð. 5. apríl 1944 Verslunin Síld og fiskur var opnuð á Bergstaðastræti 37 í Reykjavík. Eigendur voru Þorvaldur Guðmundsson og Steingrímur Magnússon. Í upphafi var þetta „sérverslun í síldar- og fiskafurðum,“ eins og sagði í blaðafrétt, en nú er fyrirtækið þekkt fyrir kjöt- vinnslu. 5. apríl 1958 Ásgrímur Jónsson listmálari lést, 82 ára. Hann var braut- ryðjandi nútímamyndlistar á Íslandi og hélt fyrstu mál- verkasýningu sína árið 1903. Ásgrímur arfleiddi þjóðina að miklum fjölda listaverka, ásamt húsi sínu. 5. apríl 1971 Söngleikurinn Hárið var frumsýndur í Glaumbæ og vakti bæði hrifningu og deil- ur. Hárið var aftur sett upp sumarið 1994. 5. apríl 1986 Flugslys varð í Ljósufjöllum á Snæfellsnesi. Fimm fórust en tveir komust af. Þeir biðu hjálpar í ellefu klukkustundir. Flugvélin var á leið frá Ísa- firði til Reykjavíkur. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson. Þetta gerðist… „Við verðum bara fjölskyldan saman á afmælinu og höldum það í Rauða húsinu á Eyrarbakka,“ segir Haukur Guðlaugsson, organisti og fyrrver- andi söngmálastjóri þjóðkirkjunnar, en hann er áttræður í dag. „Við eigum lítið hús þarna, pabbi var þarna mjög lengi kaupmaður og dálítið þekkt- ur! Við njótum þess mjög hjónin að ganga þarna í fjörunni við Eyrarbakka.“ Eiginkona Hauks er Grímhildur Bragadóttir og þau eiga alls þrjú börn auk barnabarna og barna- barnabarna. Tíu ár eru síðan Haukur hætti sem söngmálastjóri en hann situr ekki auðum höndum. „Ég ætla að halda tónleika í Hallgrímskirkju á sunnudaginn, klukk- an hálffimm, nokkurs konar útgáfutónleika en það er frír aðgangur og allir velkomnir. Þetta eru tveir diskar sem koma út, ég spilaði í átta kirkjum þar sem verkin komu best út og spila eitthvað af því á sunnudaginn en á diskunum eru líka eldri upptökur, frá 1956 þegar ég var í námi. Og svo er ekki langt síðan ég gaf út kennslubók í orgel- leik, búið að þýða hana á ensku.“ Hann er vel á sig kominn og er spurður hvort tónlist hafi góð áhrif á heilsuna. „Ég held að það hljóti að vera,“ svarar Haukur hlæjandi. kjon@mbl.is Haukur Guðlaugsson er 80 ára í dag Tónlistin góð fyrir heilsuna Flóðogfjara 5. apríl Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólaruppr. Sólsetur Reykjavík 1.18 0,4 7.21 3,7 13.29 0,3 19.35 3,9 6.32 20.30 Ísafjörður 3.26 0,2 9.18 1,8 15.36 0,1 21.32 1,9 6.32 20.40 Siglufjörður 5.31 0,1 11.54 1,1 17.44 0,1 23.57 1,2 6.15 20.23 Djúpivogur 4.35 1,9 10.40 0,3 16.51 2,1 23.06 0,4 6.00 20.01 Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Stuttar ferðir, fundir og samtöl þýða að þú hefur nóg að gera. Þú hefur mikla þörf fyrir að ræða við fólk, enda liggur þér sitthvað á hjarta. (20. apríl - 20. maí)  Naut Þú hefur heppnina með þér ef þú ákveður að reyna að bæta þig. Dífðu þig út og heilsaðu upp á mann og annan. Láttu aðra um þau verk sem þú þarft ekki að sinna. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Þú munt koma miklu í verk sökum jákvæðni þinnar og glaðlyndis. Bjóddu fjöl- skyldunni út að borða á næstunni. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Fólk leitar til þín með allar spurn- ingar í heiminum. Þig langar að breyta fjöl- mörgu frá og með deginum í dag. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Hafðu ekki áhyggjur af dagdraumum. Ef þú ert ástrík/ur, ánægð/ur, ræðin/n, rausnarleg/ur og manst eftir lífsreglunum þá sigrar þú heiminn. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Þú ættir að gefa þér tíma til þess að beita fortölum frekar en beinum skipunum. Ekki þreyta vinnufélagana með endalausum sögum af einkahögum þínum. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Það er ekki til neins að stinga höfðinu í sandinn. Samband þitt við hitt kynið skiptir meira máli en sigur í rökræðum. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Hvað er betra en stund í góðra vina hópi? Þú ættir að fara varlega í um- ferðinni næstu dagana. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Þú ert að safna kröftum um þessar mundir. Nú þegar þú þarft sjálf/ur stuðning máttu ekki loka þig af. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Það er nauðsynlegt að hafa öll smáatriðin með í myndinni, öðruvísi getur þú ekki gengið frá málunum. Sinntu því fólki sem þarfnast þín. Bjartir og skínandi hlutir heilla þig gersamlega. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Sköpunarmætti þínum er best beint að því sem þú gerir vel nú þegar: Það er unaðslegt að öðlast enn meiri færni. Góð vinátta er gulli betri. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Þú ert í góðu jafnvægi og hefur því góð áhrif á alla í kringum þig. Dragðu úr neyslu á fæðu sem er ekki holl fyrir þig. Stjörnuspá Nýbakaðir foreldrar? Sendið mynd af barninu til birtingar í Morgunblaðinu Frá forsíðu mbl.is er einfalt að senda mynd af barninu með upplýsingum um fæðingarstað, stund, þyngd, lengd, ásamt nöfnum foreldra. Einnig má senda tölvupóst á barn@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.