Morgunblaðið - 05.04.2011, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 05.04.2011, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. APRÍL 2011 www.andriki.is Allur kostnaður við starfsemi Andríkis, þar á meðal gerð og birtingu þessarar auglýsingar, er greiddur með frjálsum framlögum lesenda vefsíðu félagsins, en hvorki frá stofnunum, stjórnmálaflokkum né öðrum hagsmunahópum. Þau studdu hinn ömurlega Icesave II samning sem þjóðin felldi með 98% atkvæða Og nú vilja þau Icesave III FRIÐRIK MÁR BALDURSSON INDRIÐI H. ÞORLÁKSSON MARGRÉT KRISTMANNSDÓTTIR SVAVAR GESTSSON GYLFI ARNBJÖRNSSON JÓHANNA SIGURÐARDÓTTIR ÓLAFUR Þ. STEPHENSEN VILHJÁLMUR EGILSSON GYLFI MAGNÚSSON JÓN SIGURÐSSON ÞÓRÓLFUR MATTHÍASSON VILHJÁLMUR ÞORSTEINSSON GYLFI ZOËGA MÁR GUÐMUNDSSON STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON Framkvæmdir eru hafnar við að breyta Austurstræti milli Lækjar- götu og Pósthússtrætis í Reykjavík í göngugötu. Grænu stálstólparnir, sem liggja eftir endilöngu strætinu við núver- andi bílastæði, verða fjarlægðir. Trén í götunni verða áfram. Við Lækjargötu verður lokað fyrir um- ferð inn í Austurstræti og járn- hliðið sem þar hefur verið verður fjarlægt. Ný hellulögn ásamt snjóbræðslu kemur fyrir framan endurgerðu húsin í Austurstræti 22 og Lækjar- götu 2. Þá verður hellulögnin á gatnamótum Austurstrætis og Lækjargötu endurnýjuð, en þar hefur bílaumferð markað djúpar lægðir í götuna. Meðan unnið verð- ur við gatnamótin verður þeim haldið opnum fyrir bílaumferð með einni akrein í hvora átt. Endurnýj- un gatnamótanna verður lokið fyrir páska, en verklok verksins í heild eru 16. maí. Strætinu breytt í göngugötu Framkvæmdir eru hafnar í Austurstræti Morgunblaðið/Eggert Líf og fjör Líflegt var í Austurstræti í fyrra en þá var götunni lokað. Flugöryggisstofnun Evrópu (EASA) vinnur nú að reglubundinni úttekt á Flugmálastjórn Íslands. Alls koma 15 fulltrúar EASA hingað vegna verkefnisins. Úttektin hófst í gær og stendur í fjóra daga. Skoða á m.a. lofthæfismál, flugrekstrarmál, þjálf- unarmál og framkvæmd hlaðskoð- ana. Fulltrúar EASA verða aðallega hjá Flugmálastjórn en munu einnig heimsækja flugrekendur, flugskóla og viðhaldsverkstæði sem þeir sjálfir velja til að sjá hvernig Flugmála- stjórn hefur staðið sig í eftirliti. Pétur K. Maack, flugmálastjóri, sagði það vera nýtt að fá jafn fjöl- menna nefnd frá EASA í heimsókn. Einnig sé það ný stefna að skoða öll svið flugeftirlitsmála samtímis. Auk fastra starfsmanna EASA eru sér- fræðingar flugmálastjórna í nokkr- um Evrópulöndum með í för. Sér- fræðingar Flugmálastjórnar hafa tekið þátt í sambærilegum úttektum í öðrum löndum. Pétur sagði að EASA sé að taka að sér yfirstjórn æ fleiri sviða flugmála í Evrópu. EASA tók yfir lofthæfismál 2003 og er nú að taka yfir flugrekstrarmál og þjálf- unarmál flugmanna. Alþjóðaflugmálastofnunin (ICAO) gerði úttekt á starfsemi Flugmála- stjórnar í október sl. Markmið henn- ar var m.a. að skoða starfsumhverfi, skipulag og lagalegt umhverfi Flug- málastjórnar. gudni@mbl.is Farið í saumana á fluginu Morgunblaðið/Golli Flugmál Alþjóðastofnanir á sviði flugmála fylgjast með stöðunni hér.  Fimmtán manna nefnd Flugöryggisstofnunar Evrópu (EASA) skoðar stöðu flugmála hér á landi þessa dagana Evrópska rann- sóknarráðið hefur ákveðið að styrkja íslenska rannsókn á sandhverfu, svo- nefnt Maximus- verkefni, um jafn- virði 230 milljóna króna. Verkefninu stýrir Albert Kjartans- son Imsland, prófessor hjá Íslands- útibúi Akvaplan-niva. Aðrir þátttak- endur koma frá Matís, fóðurverksmiðjunni Laxá á Akureyri og fiskeldisfyrirtækinu Silfurstjörn- unni í Öxarfirði. Fram kemur í til- kynningu, að sandhverfan sé mjög álitleg eldistegund í örum vexti víða í Evrópu. Hér á landi sé hún framleidd hjá Silfurstjörnunni en einnig séu uppi áætlanir um eldi á Reykjanesi. Verkefninu er ætlað að betrumbæta og þróa nýjar eldisaðferðir á sand- hverfu þar sem að fullu er tekið tillit til krafna markaðarins um aukin gæði og að velferð eldisfiskanna sé tryggð. Hár styrkur til að rannsaka sandhverfu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.