Morgunblaðið - 05.04.2011, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Erlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. APRÍL 2011
Öll spjót standa á Ali Abdullah Saleh, forseta
Jemens, sem hefur misst stuðning mikilvægra
bandamanna og herinn er klofinn í afstöðunni til
mótmælenda sem krefjast afsagnar forsetans.
Auk þess hefur stjórnin misst tökin á stórum
landsvæðum og landið stendur frammi fyrir
efnahagslegu hruni.
Saleh hefur m.a. notið stuðnings stjórnar Bar-
acks Obama Bandaríkjaforseta en The New
York Times skýrði frá því í gær að hún hefði
snúið baki við honum. Hún er sögð hafa komist
að þeirri niðurstöðu að ólíklegt sé að Saleh komi
á nauðsynlegum umbótum og hann þurfi því að
láta af embætti.
Samingaviðræður hófust í vikunni sem leið um
afsögn Saleh og snúast nú einkum um tillögu um
að mynduð verði bráðabirgðastjórn undir for-
ystu varaforseta landsins fram að kosningum.
Sameiginlegur vettvangur, samtök fimm
stærstu stjórnarandstöðuhreyfinga Jemens, hef-
ur hvatt Saleh til að víkja fyrir varaforsetanum
Abdrabuh Mansur Hadi. Samtökin vilja einnig
að Hadi endurskipuleggi öryggissveitir landsins,
myndi bráðabirgðastjórn, ný kjörstjórn verði
skipuð, mannréttindi efld og rannsókn hafin á
mannskæðum árásum á mótmælendur.
Saleh hefur krafist þess að mótmælunum
verði hætt og boðið „friðsamleg valdaskipti sem
samræmist stjórnarskránni“. Saleh hefur verið
við völd í 32 ár og kveðst ætla að láta af embætti
árið 2013. bogi@mbl.is
Stjórn Obama snýr baki við Saleh
Forseti Jemens missir stuðning bandamanna og herinn er klofinn Samtök stjórnarandstæð-
inga vilja að Saleh víki fyrir varaforsetanum sem fari fyrir bráðabirgðastjórn fram að kosningum
Reuters
Ólga Stjórnarandstæðingar hrópa vígorð gegn forseta Jemens á mótmælagöngu í Sanaa í gær.
Yfir 100 liggja í valnum
» Öryggissveitir skutu 17 mót-
mælendur til bana á torgi í
miðborg Taez í Jemen í gær.
» Sjónarvottar sögðu að óein-
kennisklæddir menn og leyni-
skyttur hefðu skotið á fólkið.
Alls hafa yfir 100 manns beðið
bana í árásum jemenskra ör-
yggissveita frá því að mótmæl-
in hófust.
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Stjórnvöld í Japan sögðu í gær að
11.500 tonnum af geislavirku vatni
yrði dælt í sjóinn til að afstýra enn
alvarlegra mengunarslysi í Fukus-
hima Daiichi-kjarnorkuverinu.
Björgunarmenn hafa dælt þús-
undum tonna af vatni á eldsneytis-
stangir, sem hafa ofhitnað, til að
koma í veg fyrir að þær bráðni og
valdi hættulegri geislun. Þetta hefur
orðið til þess að geislavirkt afrennsli
hefur safnast upp í skurðum við
kjarnakljúfana.
Yfirvöld hafa lagt áherslu á að
koma í veg fyrir að vatn úr kjarna-
kljúfi 2 í verinu komist í sjóinn vegna
þess að geislavirkni þeirra er meiri
en úr öðrum kjarnakljúfum versins.
Með því að dæla vatninu úr hinum
kljúfunum í sjóinn verður meira
geymslurými fyrir geislavirka af-
rennslið úr kjarnakljúfi 2.
Aðaltalsmaður ríkisstjórnarinnar,
Yukio Edano, sagði þetta „óhjá-
kvæmilegt“ til að afstýra hættulegri
geislun.
Talsmaður TEPCO, fyrirtækisins
sem rekur kjarnorkuverið, sagði að
þetta myndi ekki skaða lífríki sjávar
eða verða til þess að hættulegt yrði
að borða sjávarfang frá svæðinu þar
sem geislavirka efninu verður dælt í
sjóinn. Ef menn borðuðu sjávarfang
frá svæðinu á hverjum degi í eitt ár
myndu þeir fá í sig um 0,6 milli-
sievert af geislun, eða um fjórðung af
þeirri geislun sem fólk verður að
jafnaði fyrir af náttúrulegum völdum
á einu ári, að sögn fréttaveitunnar
AFP.
Geislavirkt afrennsli losað í sjóinn
Reuters
Eyðilegging Eftirlíking af Frelsisstyttunni við rústir í norðurhluta Japans.
Sagt óhjákvæmilegt til að afstýra alvarlegra mengunarslysi í Japan Yfirvöld segja að vatnið úr
kjarnorkuverinu skaði ekki lífríki sjávar og telja að óhætt verði að borða sjávarfang frá svæðinu
Uppreisnarmenn í Líbíu höfnuðu í gær tillögu
um að Saif al-Islam, einn sona Muammars Gadd-
afis, tæki við völdunum og færi fyrir bráða-
birgðastjórn þar til komið yrði á lýðræði. Hermt
var að Saif og minnst einn bræðra hans, Saadi,
hefðu lagt þetta til en uppreisnarmennirnir
sögðu að vopnahlé kæmi ekki til greina nema öll
fjölskylda Gaddafis færi frá. Konur taka hér þátt
í mótmælum gegn Gaddafi í Benghazi.
Reuters
Hafna bráðabirgðastjórn undir forystu sonar Gaddafis
Sænski ríkis-
saksóknarinn
Tomas Lind-
strand skýrði frá
því í gær að
ákveðið hefði
verið að hætta
rannsókn á eftir-
liti á vegum
bandaríska
sendiráðsins í
Stokkhólmi með
mannaferðum í grennd við bygg-
inguna. Lindstrand sagði að rann-
sókninni hefði verið hætt vegna
þess að ekkert hefði komið fram
sem benti til þess að eftirlitið bryti í
bága við sænsk lög.
Í norrænum fjölmiðlum höfðu
komið fram ásakanir um að menn á
vegum sendiráða Bandaríkjanna í
Ósló, Stokkhólmi og Kaupmanna-
höfn hefðu stundað ólöglega
njósnastarfsemi í grennd við sendi-
ráðsbyggingarnar. Bandarísk yfir-
völd neituðu þessu og sögðu að að-
eins hefði verið fylgst með
grunsamlegum mannaferðum til að
verja byggingarnar vegna hættu á
hryðjuverkum.
Eftirlit
sendiráðsins
ekki lögbrot
Rannsókn á meintum
njósnum hætt
Tomas
Lindstrand
Aðaltalsmaður ríkisstjórnar
Japans sagði að hún þyrfti að
endurskoða orkustefnu sína og
það markmið sitt að draga úr
losun gróðurhúsalofttegunda
um 25% fyrir árið 2020. Haft
var eftir ráðuneytisstjóra um-
hverfisráðuneytisins að breyta
þyrfti bæði prósentunni og ár-
talinu. Kjarnorkuver sjá Jap-
önum fyrir um þriðjungi af orku-
notkuninni og gert hafði verið
ráð fyrir því að nýir kjarnakljúf-
ar yrðu reistir.
Ný markmið
LOFTSLAGSMÁL Í UPPNÁMI
Skannaðu kóðann
til að lesa það nýj-
asta um Jemen
Skannaðu kóðann
til að lesa það nýj-
asta um Japan