Morgunblaðið - 05.04.2011, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.04.2011, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. APRÍL 2011 * Tölur frá framleiðanda Árgerð 2006, ekinn 82000 km, beinskiptur, díselvél, fjórhjóladrifinn. Ásett verð 2.750.000 kr. Eyðsla 5,2l í blönduðum akstri/100 km.* Passat TDi 4motion HEKLA NOTAÐIR BÍLAR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Eftirspurn eftir öðrum kannabisefn- um en maríjúana, eins og hassi, hefur dregist saman með auknu framboði af maríjúana á Íslandi. Þetta segir Karl Steinar Valsson, yfirmaður fíkniefna- deildar lögreglunnar á höfuðborgar- svæðinu. „Þetta er að verða algeng- asta fíkniefnið í dag en það sem er sérstakt við Ísland er að framboð og eftirspurn eftir öðrum kannabisafurðum hefur dottið nið- ur við ræktunina hér. Það er eins og öll neyslan hafi færst yfir í maríjúana,“ segir Karl, sem var meðal fyrirlesara á málþingi í Rimaskóla í gær um forvarnir. Hann segir að árið 2008 hafi orðið alger sprenging í framleiðslu á marí- júana og ekkert lát hafi orðið á henni síðan. Þá hafi hópar sem hafi verið búnir að ná góðum tökum á ræktuninni byrjað að framleiða plöntuna í stórum stíl. Eygja gróðavon í framleiðslunni „Framleiðslan jókst mikið og fór yfir í sérstakt iðn- aðarhúsnæði. Síðan færðist hún aðeins út á land og eitt- hvað út í íbúðarhverfi. Nú virðist hún vera aftur að þróast út í sérstakt húsnæði eða jafnvel íbúðir sem eru alveg lagðar undir þetta,“ segir Karl. Á hverju ári hafi lögregla tekið á bilinu 60-80 framleiðslustaði, langflesta á höf- uðborgarsvæðinu. Þá hafi miklir fjármunir verið settir í framleiðsluna á maríjúana og það gefi vísbendingu um það að menn ætli sér að hafa mikla peninga upp úr ræktuninni. Svo virðist sem menn hafi reynt að koma upp nýjum hópum neytenda, þar á meðal í efstu bekkjum grunn- skóla og meðal menntaskólanema. Ekki séu vísbendingar um að farið hafi verið neðar , segir Karl Steinar. Maríjúana dregur úr eftir- spurn eftir öðrum efnum  Nýir neytendur meðal annars í efstu bekkjum grunnskóla Karl Steinar Valsson Fyrst kvenna í embættið Innanríkisráð- herra skipaði í gær Sigríði J. Friðjónsdóttur í embætti ríkis- saksóknara og tekur hún við af Valtý Sigurðs- syni, sem lét af störfum 1. apríl síðastliðinn. Sig- ríður er fyrsta konan sem skipuð er í embætti ríkissaksóknara en áð- ur hafa gegnt því sex karlar. Sigríður gegndi áður embætti vararíkissaksóknara en óskaði eftir leyfi frá þeim störfum síðastliðið haust þegar henni var falið emb- ætti saksóknara Alþingis vegna ákæru á hendur Geir H. Haarde, fyrrum forsætisráðherra, fyrir Landsdómi. Þrjár leiðir í stöðunni Ekki liggur fyrir hvort Sigríður muni bæði gegna embætti ríkis- saksóknara og saksóknara Alþingis samtímis og er það í skoðun, að hennar sögn. Þrír möguleikar séu í stöðunni í þeim efnum; að sinna hvoru tveggja, sinna eingöngu embætti ríkissaksóknara eða ein- göngu embætti saksóknara Alþing- is. hjorturjg@mbl.is Sigríður J. Friðjónsdóttir  Sigríður skipuð ríkissaksóknari Kristján Jónsson kjon@mbl.is Björgunarsveitarmaðurinn Gísli Rafn Ólafsson er nú kominn til Japans en þar mun hann veita að- stoð við fjarskipti og upplýsingatækni í tengslum við hjálparstarfið á hamfarasvæðunum. Gísli, sem hefur langa reynslu af björgunarstörfum og var m.a. í íslensku rústabjörgunarsveitinni á Haítí í fyrra, vinnur nú fyrir samtökin NetHope með að- setur í Sviss. Samtökin eru regnhlífarsamtök um 30 öflugustu hjálparsamtaka heims. Gísli vann áður hjá hugbúnaðarrisanum Micro- soft víða um heim. Hann verður í Japan til 12. apríl, er með bækistöð í Tókýó en heldur til sjálfra hamfarasvæðanna í norðausturhluta landsins síðar í vikunni. Samkvæmt opinberum tölum eru liðlega 12.000 látnir og 15.500 enn saknað eftir jarðskjálftann og flóðbylgjuna. Um 160.000 heimilislausir búa enn í bráðabirgðabúðum og enn er stórt svæði um- hverfis kjarnorkuverið í Fukushima svo hættu- legt að leit hefur verið hætt þar í bili vegna geisl- unar. En Gísli segir að manntjónið hefði í ýmsum löndum orðið margfalt meira ef svo miklar ham- farir hefðu orðið þar. Japanar hafi verið vel und- irbúnir og þegar sé margt að komast í lag, þannig sé símakerfið að komast í lag á hamfarasvæðinu. Mikið hafi verið af öldruðu fólki á svæðunum sem verst urðu úti, unga fólkið hafi lengi streymt þaðan og sæki í stórborgirnar. En gamla fólkið neiti oft að flytja, einnig af svæðum við kjarn- orkuverið. „Fólkið er ekki þvingað til að fara og því finnst ekki taka því og spyr: „Af hverju á ég að vera að rífa mig upp frá stað þar sem ég hef búið alla mína ævi? Á ég að deyja á nýjum stað eftir 10 ár, fimm ár?“ Mér skilst að það sjáist víða ljós í hús- um og húsarústum langt inni á hættusvæðinu.“ Víða hafa innviðir eyðilagst og starfsmenn sveitarfélaga farist. „En þeir hafa verið mjög duglegir við að fá sveitarstjórnarfólk „að láni“ frá héruðum sem ekki urðu fyrir tjóni. Það er mikill samhjálparandi þarna. Maður sér þetta í Tókýó. Hér er skortur á rafmagni en þar hefur ekki þurft að loka alveg fyrir það vegna þess að fólk hefur verið svo duglegt að minnka notkunina. En menn kvíða sumarhitunum vegna þess að þá þarf loftkælingu og það tekur nokkra mánuði að laga rafmagnsástandið hérna,“ sagði Gísli Rafn Ólafs- son. Vilja deyja í sinni heimabyggð  Gísli Rafn Ólafsson segir gamalt fólk á hamfarasvæðunum í Japan oft neita að flytja frá sinni heimabyggð þótt hún sé í rúst og geislavirkni frá Fukushima ógni Þjálfaður Gísli Rafn Ólafsson sem nú sinnir hjálparstarfi í Japan. „Ég tel rétt að ráðuneytið svari fyrirspurn minni með hefðbundn- um hætti, þ.e. í þinginu en ekki í fjölmiðlum,“ seg- ir Björn Valur Gíslason, þing- maður VG, í skriflegu svari til Morgunblaðsins við fyrirspurn um hvort það sé hon- um að meinalausu að Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra svari blaðinu á undan þinginu varðandi kostnað ríkisins vegna Icesave- samninganefndanna. Björn Valur svaraði blaðinu ekki símleiðis í gær. Spurt var í tilefni orða fjár- málaráðherra að það væri „sjálf- sögð kurteisi“ við Björn og Alþingi að svar hans kæmi fyrst fram þar. Ráðherra hefur neitað bæði Morg- unblaðinu og RÚV um svör um kostnað samninganefndanna. Ráðuneyti svari fyrst í þinginu Björn Valur Gíslason Nú þegar sólin hækkar óðum á lofti gefst betra tæki- færi til heilsusamlegrar útivistar. Laugardalurinn iðaði af mannlífi í gær er ljósmyndari Morgunblaðsins átti þar leið um. Fólk var á göngu, hlaupum og hjólum og þessi gáfu sér tíma til að spjalla meðan farið var gegn- um Laugardalinn. Morgunblaðið/Ómar Hjólað og hlaupið í Laugardalnum Fyrirtækið IFEX hefur ákveðið að innkalla Iceland Pet þurrfóður handa gæludýrum vegna ábend- inga frá Matvælastofnun. Í tveimur sýnum af þurrfóðri fannst svonefnd cyanuric-sýra í litlu magni. Í var- úðarskyni hefur sala fóðursins ver- ið stöðvuð þar til niðurstöður frek- ari rannsókna liggja fyrir. Hunda- og kattaeigendum, sem kunna að eiga þetta gæludýrafóður í fórum sínum, er bent á að skila því í næstu verslun Bónuss gegn endur- greiðslu, segir í tilkynningu. Innkalla dýrafóður

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.