Morgunblaðið - 05.04.2011, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. APRÍL 2011
Laurie
buxurnar
komnar
www.feminin.is • feminin@feminin.is
Bæjarlind 4, Kópavogi • sími 544 2222
Opið: mán.-fös. kl.11-18 • lau. 10-16
Str. 38-56
Kvart og síðar
Ný sending
- alls konar buxur -
Litur: svart og beige
Bæjarlind 6, sími 554 7030
Eddufelli 2, sími 557 1730
www.rita.is
Sendum í
póstkröfu
Skráning í sumarbúðirnar í fullum gangi,
www.kfum.is
Bikini - Tankini
Sundbolir
Opið 11-18 virka daga, 11-15 laugard.
Hæðasmára 4
– Í sama húsi og Bílaapótek fyrir ofan
Smáralind
Símar 555 7355 og 553 7355
A-FF
skálar
15% afsláttur
Fæst án lyfseðils
N J Ó T U M Þ E S S A Ð H R E Y F A O K K U R
Nýtt lok!
Auðvelt að opn
a
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Skólahreysti er á leið til Finnlands.
Fulltrúar finnska æskulýðssam-
bandsins Unga Finnland (Nuori
Suomi) og finnska sjónvarpið koma
á úrslitakeppni Skólahreysti 28. apr-
íl til að kynna sér keppnina og taka
upp efni. Sigurliðinu í Skólahreysti
2011 verður boðið á Your Move
íþróttamótið í Finnlandi í lok maí og
munu íslensku unglingarnir keppa
þar við lið 14 finnskra skóla.
Andrés Guðmundsson sagði að
þessa útrás mætti rekja til for-
mennsku Íslands í Norrænu ráð-
herranefndinni fyrir tveimur árum.
Þá var gert átak í að kynna Skóla-
hreysti á Norðurlöndunum. Verk-
efnið vakti mikla athygli og sýndu
Finnar sérstakan áhuga og tengdu
það við landsátak í íþróttum, Nuori
Suomi, sem útleggst Unga Finn-
land.
„Þeir voru að leita að verkefni,
óhefðbundnum íþróttum, fyrir
finnsku skólana. Reyna að finna nýj-
ar leiðir og ná til nýrra hópa af
krökkum,“ sagði Andrés. Hann
sagði að í Skólahreysti sameinuðust
börn og unglingar úr öllum íþrótta-
greinum og eins þau sem ekki hafa
verið að æfa neina íþrótt.
Tveir Finnar komu hingað í nóv-
ember sl. að kynna sér Skólahreysti.
Þeir heimsóttu m.a. tvo grunnskóla,
en 53 íslenskir skólar bjóða upp á
Skólahreysti sem valgrein í dag. Ný-
lega var Skólahreysti boðið á Your
Move, sem haldið verður í Finnlandi
í lok maí næstkomandi. Um 50.000
ungmenni alls staðar að úr Finn-
landi munu sækja mótið, sem stend-
ur í fimm daga, og keppa þar í fjölda
íþróttagreina.
„Þarna er okkur boðið að halda
kynningarmót í Skólahreysti,“ sagði
Andrés. „Við förum út með gáminn
okkar og setjum upp hreystibraut
utanhúss. Síðasta daginn færum við
brautina inn í íþróttahöll og þar
keppa 14 finnskir skólar til úrslita.“
Lið skólans sem sigrar hér í Skóla-
hreysti 2011 keppir þar við finnsku
skólana. „Þetta er ofsalega spenn-
andi,“ sagði Andrés. „Ætlunin er svo
að byrja með skólakeppnina Skóla-
hreysti í Finnlandi í haust. Við smíð-
um fyrstu brautina og sendum þeim
í sumar. Svo vonum við að
þetta fari allt
rétta leið.“
Andrés
sagði það
hafa ver-
ið mjög
ánægju-
legt að
kynnast
Finnum. Þeir tvínóni
ekkert við að taka
ákvarðanir og fram-
kvæma hlutina.
Skólahreysti í út-
rás til Finnlands
Sigurliðið í Skólahreysti 2011 fer til Finnlands í vor
Morgunblaðið/Kristinn
Skólahreysti Keppnin nýtur mikilla vinsælda og þátttakendum fjölgar sífellt. Myndin er úr safni.
Andrés Guðmundsson, afreks-
maður í aflraunum, stofnaði
Skólahreysti ásamt Láru Berg-
lindi Helgadóttur eiginkonu
sinni og eiga þau fyrirtækið.
Fyrsta Skólahreystimótið var
haldið vorið 2005. Mótin hafa
vaxið ár frá ári og börn og
unglingar sem tekið hafa þátt í
undirbúningskeppnum og úr-
slitum í áranna rás skipta nú
orðið þúsundum.
Skólahreysti nýtur gríð-
armikilla vinsælda, eins og sjá
má í sjónvarpsþáttum frá
keppninni sem sýndir eru í
Ríkissjónvarpinu.
Nokkrir skólar
eru búnir að
setja upp
hreysti-
velli þar
sem börn og
unglingar geta
spreytt sig í keppn-
isgreinum Skóla-
hreysti.
Skólahreysti
er vinsæl
ANDRÉS AFLRAUNAMAÐUR
Andrés og Lára
Orkuveitan í
ólgusjó – orsakir
og afleiðingar,
nefnist yfirskrift
hádegisfundar
sem borgar-
málanefnd Mál-
fundafélagsins
Óðins efnir til í
Valhöll í dag.
Málefni Orku-
veitu Reykjavík-
ur verða þar rædd en borgarstjórn
samþykkti nýverið aðgerðaáætlun
til næstu fimm ára til að koma
rekstri OR á réttan kjöl.
Gestur fundarins er Kjartan
Magnússon, borgarfulltrúi Sjálf-
stæðisflokksins og fulltrúi í stjórn
Orkuveitunnar.
Fundurinn, sem er öllum opinn,
hefst kl. 12.15 og reiknað með að
hann standi í klukkutíma.
Fundað í dag
um OR í ólgusjó
Kjartan
Magnússon