Morgunblaðið - 05.04.2011, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 05.04.2011, Blaðsíða 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. APRÍL 2011 það sem hún gaf af sér og færði okkur. Blessuð sé minning Þór- eyjar Einarsdóttur. Ólafur Ástgeirsson. „Þegar þú ert sorgmæddur, skoð- aðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín.“ (Kahlil Gibran.) Árið er 1973 rúta þéttsetin af ungu fólki á leið á sveitaball. Á leiðinni bætast óvænt nokkrar stelpur í hópinn þær eru að fara á sama sveitaball og við. Þessi ferð reyndist Smára bróður ör- lagarík því frá þeim degi varð Þórey lífsförunautur hans. Þetta var ekki aðeins mesta gæfa Smára heldur ekki síður okkar, fjölskyldunnar, að njóta þeirra forréttinda að eiga Þóreyju að. Við leiðarlok streyma fram minningar sem allar eiga það sammerkt að vera einstaklega góðar og bjartar. Veislurnar hjá Þóreyju og Smára voru engum öðrum líkar þar sem borðin svignuðu undan öllum þeim kræsingum sem þau buðu upp á. Þau voru einstaklega góðir gest- gjafar heim að sækja. Þórey og Smári ferðuðust mikið, bæði inn- anlands og utan. Þó að nokkuð sé um liðið síðan við fórum saman til Dublin er sú ferð okkur enn í fersku minni. Þórey var vel lesin um borgina og fræddi okkur um áhugaverðar staðreyndir og staði. Hvort sem var að skoða borgina, verslanirnar eða upplifa einstaka írska kráarstemningu verður þessi ferð okkur ógleym- anleg. Tjaldútlegurnar sem farið var í um verslunarmannahelgar þar sem frændsystkinahópurinn sameinaðist var ómissandi part- ur af ferðalögum sumarsins til margra ára. Sumarbústaðarferð- irnar sem við fórum með Þór- eyju og Smára voru ófáar, sér- staklega minnumst við þess þegar þau komu til okkar í Hall- dórsstaði og áttu með okkur ógleymanlega daga. Þórey naut þess að koma þar sem hún fræddist um sögu staðarins af miklum áhuga og skoða sig um á einstökum stað. Gleði Þóreyjar var mikil þegar Örvari og Birgittu fæddist dóttir og fysta barnabarn Þóreyjar og Smára. Hún naut þess að stjana við Öldu og upplifa sig í nýju hlutverk sem ömmu. Annað barnabarn Þóreyjar og nafna fæddist aðeins þrem dögum fyrir andlát hennar. Það var mikil gleði að Þórey fengi að lifa þann dag að Vala gæti komið með Þór- eyju nýfædda á sjúkrabeðinn og að henni skyldi auðnast að upp- lifa dýrmæta stund með nöfnu sinni þrátt fyrir að vera sárþjáð. Við erum innilega þakklát fyrir allar góðu samverustundirnar með Þóreyju, Smára og börnun- um Örvari, Völu og Öddu. Allar þessar stundir eru perlur á bandi minninganna sem við geymum í hjörtum okkar um ókomna tíð. Af eilífðarljósi bjarma ber, sem brautina þungu greiðir. Vort líf, sem svo stutt og stopult er, það stefnir á æðri leiðir. Og upphiminn fegri en auga sér mót öllum oss faðminn breiðir. (Einar Benediktsson.) Guð gefi birtu í kringum þig og minningu þína, elsku Þórey. Rósa og Magnús. Líf, dauði, sorg, gleði svo undarlega samofin. Í einni andrá slokknar líf. Í næstu andrá kviknar líf. Svo óbærileg sorgin yfir dauða. Svo dásamleg gleðin yfir lífi. Líf, dauði, sorg, gleði svo undarlega samofin. (Pétrína Þorsteinsdóttir.) Rússíbani tilfinninga hefur svo sannarlega einkennt lífið undanfarnar vikur og í sömu vik- unni tókust systurnar gleði og sorg á um líðan okkar. Vikuna sem litla Þórey kom með ljósið inn í líf okkar. Vikuna sem við fengum að vita að krabbinn væri búinn að sökkva klóm sínum dýpra en okkur grunaði. Vikuna sem hún Þórey mágkona mín kvaddi. Kennari af líf og sál sem þessa síðustu viku kenndi okkur svo ótrúlega mikið um lífið og til- veruna Þú varst bara 18 ára þegar Smári kom með þig inn í líf okk- ar þannig að í mínum huga hefur þú alltaf verið hluti af fjölskyld- unni og haft mikil áhrif á líf mitt þegar ég mótaðist úr því að vera barn yfir í ungling og síðar full- orðna manneskju. Þú varst rót- tæk, jafnréttissinnuð og með mikla fróðleiksþrá. Töfraðir fram dýrindis veislur og úr höndum þínum spruttu ótrúleg- ustu handverk. Mjúk móðir og mikill félagi barna þinna og síð- astu tvö árin fengum við svo að kynnast nýrri hlið á þér, Þórey ömmu sem var ótrúlega natin og dugleg að leika við Öldu sína. Þú varst ástvinur bróður míns, því frá því þið bundust ást- arböndum ung að aldri hefur þú verið hans besti vinur. Það er erfitt að kveðja en nú er þraut- um þínum lokið. Elsku Þórey mín, hafðu þökk fyrir allt og allt. Þín mágkona, Björk. Það var fallegur sólskinsdag- ur í júnílok árið 2007. Ákveðið hafði verið að bjóða tilvonandi tengdaforeldrum dóttur okkar til kvöldverðar svo við gætum örlít- ið kynnst fyrir brúðkaup barna okkar sem stóð fyrir dyrum. Svolítillar spennu gætti, því ekki vorum við alveg viss um hvernig mundi til takast. Læddist samt að okkur sú hugsun að tilvonandi tengdasonur okkar, þessi prúði og geðþekki piltur, bæri þess sjálfsagt vott hvaðan hann kæmi. Sem svo sannarlega reyndist vera. Áttum við saman skemmti- lega kvöldstund og að henni lok- inni fannst okkur sem við hefð- um alla tíð þekkt Þóreyju og Smára. Þórey hafði einstaklega góða nærveru. Rólynd, yfirveguð og traust. Hún var listhneigð, mikil hannyrðakona og bar litli gull- molinn okkar, hún Alda, fyrsta barnabarn Þóreyjar, þess oft vott er hún klæddist fallegum flíkum sem amma Þórey hafði prjónað og búið til. Ömmuhlut- verkið var Þóreyju mjög hjart- fólgið og sárt er til þess að hugsa að Alda og litla nýfædda Þórey fái hennar ekki lengur notið. Við vitum að sorgin er þung og sár hjá eiginmanni, börnum og allri stórfjölskyldunni. En þegar tím- inn hefur mildað sárasta sökn- uðinn, mun minningin um ein- staka konu hlýja öllum um hjartarætur. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Brynja Jörundsdóttir og Birgir Úlfsson. Þórey vinkona mín og frænka. Fyrsta heimili okkar beggja það sama, aldursmunurinn tvö ár; hún eldri. Mæður okkar systur úr stórum systkinahópi. Þórey í sveit á æskuheimili mínu á Þverá. Við erum fjögur, Agnar, Þórey, ég og Stebbi og Holtið okkar heimur. Lagðir vegir, grafið og byggt og rauðir plastjeppar farartækin. Þorpið á Holtinu fjölskrúðugur heimur, þar býr margt fólk og sagan spinnst áfram. Á rigningardögum: við Þórey í dúkkulísuheimi og enginn tími til að borða og sofa. Þórey teiknar nýjar dúkkulísur og ný föt og Dórubækurnar fléttast inn í söguþráðinn. Fáum afnot af stórri umbúða- pappírsrúllu úr Randversbúð. Þórey býr til skilnaðarflækju. Hún byrjar með kjarnafjöl- skyldu. Nöfn og aldur foreldra og barna skrifuð á blaðið og síðan skilja þau og nýtt fólk birtist á pappírnum og áfram er spunnið, persónurnar fá líf og persónu- einkenni og giftast aftur og skilja, flækjan liðast niður papp- írinn, endalaus uppspretta af nýju fólki, nýjum sögum og nýj- um tengslum. Við erum staddar í Fagradal sem er krökkur af aðalbláberj- um. Þórey segir mér frá fólki sem þar býr og yfirnáttúrlegum atburðum sem þar gerast, að- albláber á krækiberjalyngi. Við að sækja kýrnar á Dalinn. Umhverfið er Þórey stöðugur sagnabrunnur þannig að við er- um ekkert að flýta okkur og tök- um oftast tvo tíma í að koma kúnum heim. Við krakkarnir sendir út að tína grjót úr flagi sem á að verða tún. Leiðindaveður, rok svo moldin fýkur í augun eða rigning og kalt svo vettlingarnir verða moldugir og sleipir. Tíminn flýg- ur og Þórey segir sögur af grjóti sem lendir á röngum stað með hræðilegum afleiðingum. Þórey hefur lag á að skapa spennu og óvæntan endi sem ég á stundum erfitt með að sætta mig við. Þórey kemur í heimsókn með sítt hár og í skóm með þykkum trébotni og háum, breiðum tré- hæl og ristarbandið er rautt og blátt. Mér finnst hún framandi og fullorðin. Hún vill fara á sveitaball enda orðin 16 en ég er 14 og aldursmunurinn mikill. Ég flutt suður og bý á heimili Þóreyjar. Hún komin með kær- asta. Hann heitir Smári og er hár og mjög grannur með sítt gullið, liðað hár og minnir mig á Jesú. Þau leyfa mér að hanga með sér og fljóta með í bíó. Fornhaginn; Þórey, Smári, ég og Magga og síðan Matti og Rún- ar. Frábær tími, menntaskóli, há- skóli. Við fátækir námsmenn, et- ið kjötfars, ýsa og hrefnukjöt til að geta sparað af matarpening- unum til skemmtanahalds. Gest- kvæmt, einkum í kringum Þórey. Þórey og Smári kaupa flottar JVC-græjur, þau eiga stórt plötusafn. Ég kynnist rokkinu. Örvar fæðist inn í þennan heim og elst upp við tónlistina og Smári kallar hann Maestro. Þórey sér um að hóa saman gömlum vinkonum sem hittast reglulega og óreglulega. Jóla- klúbbarnir ógleymanlegir á jóla- föstunni. Piparkökuilmur, jóla- glögg og notalegheit í Mávahlíðinni hjá Þórey. Þórey vinkona mín og frænka sem var mér sem besta systir og fyrirmynd. Við vinir hennar og fjölskylda erum hnípin og sorg- mædd. Smári, Örvar og fjölskylda, Vala og fjölskylda og Adda, votta ykkur öllum samúð. Kristín Halla Marinósdóttir. Skjótt skipast veður í lofti. Fyrir nokkrum vikum leit út fyr- ir að Þórey væri á góðum bata- vegi og full bjartsýni lögðum við á ráðin um að hún kæmi fljótlega til kennslu á nýjan leik. Skömmu síðar veiktist hún mjög alvarlega og í ljós kom að engum vörnum yrði við komið. Samstarfsfólkið var varla búið að átta sig á þeim ótíðindum þegar sjálf andláts- fregnin barst. Þórey Einarsdóttir kom til liðs við enskudeild Menntaskólans við Hamrahlíð árið 1990 og starf- aði við skólann óslitið upp frá því. Hún var fremur alvörugefin í fasi en samt stutt í brosið og góðlát- lega kímni ef svo bar undir. Þór- ey var dugnaðarforkur, traust, samviskusöm og bar hag nem- enda mjög fyrir brjósti. Hún átti auðvelt með að setja sig í spor þeirra, kveikja áhuga og glæða skilning. Um það hafa ýmsir nemendur hennar vitnað, eða eins og einn þeirra skrifaði stutt og laggott í viðhorfskönnun: „Hún sýnir nemendum sínum mikla virðingu og kennir mjög vel.“ Þórey var virk í Félagi ensku- kennara, naut virðingar sam- kennara og var áhugasöm um nýjungar í kennslu. Fyrir utan að vera afbragðskennari var henni margt til lista lagt. Hún var mikil hannyrðakona og bar stundum hið ótrúlegasta handverk utan á sér. Hana munaði ekki um að gera margt í einu og varð til dæmis ekki séð að það slævði á nokkurn hátt athygli hennar að vera með prjónana á lofti undir umræðum á kennarafundum. Ég get ekki varist tilhugsuninni um að hún myndi hafa prjónað í söðl- inum milli bæja hefði hún verið þeirrar tíðar. Við starfsfélagar Þóreyjar í MH minnumst hennar með hlýju, söknuði og þakklæti fyrir góða samveru og samstarf á liðnum árum. Innilegar samúðarkveðjur til Smára og barna þeirra. Lárus H. Bjarnason rektor. Þórey Einarsdóttir ensku- kennari er látin langt fyrir aldur fram. Við samstarfsfólk hennar í enskudeild Menntaskólans við Hamrahlíð eigum erfitt með að sætta okkur við það skarð sem hefur verið hoggið í þéttan hóp- inn sem hefur verið nánast eins og fjölskylda. Þórey átti drjúgan þátt í að móta þann góða starfs- anda sem hefur ríkt meðal okkar. Það var einstaklega gott að vinna með Þóreyju. Hún var vandaður fagmaður, full áhuga á kennarastarfinu og sífellt að viða að sér nýju efni og þekkingu. Hún bar með sér starfsgleði og áhuga sem allir nutu góðs af. Hún var úrræðagóð og fjölhæf og gekk rösklega til verka. Hún leit- aði gjarnan nýrra leiða til að efla nemendur og var stöðugt í þró- unarstarfi. Margir nemendur hafa til að mynda talað um að þeir horfi aldrei á kvikmyndir öðruvísi en að hafa innlegg henn- ar í huga, eftir að hafa setið í kvikmyndaáfanga hjá henni. Þórey var afkastamikil á fleiri sviðum en í kennarastarfinu. Hún var mikil handverkskona, og galdraði fram kynstrin öll af prjónaflíkum. Hún var glæsileg og notaleg í framkomu og allt hennar fas einkenndist af yfir- lætisleysi. Þrátt fyrir það var hún uppfinningasöm, kröfuhörð og lumaði á prakkaralegum húm- or. Fyrir réttum sex vikum síðan áformaði Þórey að snúa aftur til starfa eftir að hafa þurft frá að hverfa vegna veikinda, og var þess beðið með eftirvæntingu að fá hana inn í kennarahópinn á ný. Því var það mikið áfall fyrir alla þegar í ljós kom að vonin um bata yrði að engu. Eftir situr hópurinn og trúir vart því sem orðið er. Hugur okkar er hjá fjöl- skyldu Þóreyjar, sem hefur misst svo mikið. Við þökkum fyrir sam- fylgdina. Ásdís, Betty, Eva, Gerður, Guðmundur, Ingibjörg, Jón, Mark, Ragnheiður, Wincie og Þórhalla, enskukennarar í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Í dag kveðjum við dásamlega konu, Þóreyju Einarsdóttur, sem var mín besta trúnaðarvinkona í næstum þrjá og hálfan áratug. Við Þórey hittumst fyrst í enskudeild Háskólans í Aragötu, haustið 1977. Við urðum strax vinkonur og vorum það uns yfir lauk. Aldrei, ekki í eitt einasta skipti, bar skugga á þá vináttu. Þórey var ein gáfaðasta kona sem ég hef kynnst. Svo djúphug- ul var hún og með slíka sýn á lífið og tilveruna, bókmenntir og list- ir, að ég lærði eitthvað af henni í hvert einasta skipti sem við hitt- umst eða töluðum saman í síma. Hún tók veikindum sínum af ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, mágkona, amma og langamma, HREFNA VILHELMÍNA BJÖRGVINSDÓTTIR, Svínaskálahlíð 11, Eskifirði, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað laugardaginn 2. apríl. Útförin verður auglýst síðar. Guðmundur Björgvin Stefánsson, Dóra D. Böðvarsdóttir, Viktor Stefánsson, Stefán Ingvar Stefánsson, Gunnhildur Björk Jóhannsdóttir, María Hjálmarsdóttir, Sverrir Vilbergsson, Elín Þorsteinsdóttir, Haraldur Benediktsson, Brynja Halldórsdóttir, Ingvar Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Okkar ástkæri ÞÓRHALLUR EINARSSON frá Djúpalæk, Helgamagrastræti 36, Akureyri, lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri laugardaginn 2. apríl. Jarðarförin verður auglýst síðar. Jónína Þorsteinsdóttir, Þórdís G. Þórhallsdóttir, Flosi Kristinsson, Arna H. Jónsdóttir, Guðmundur V. Óskarsson, Sigurlaug Sigurðardóttir, Ari Laxdal, barnabörn og fjölskyldur þeirra. ✝ Elskulegur faðir, afi, fósturfaðir og tengda- faðir, FINNBOGI GUÐMUNDSSON fyrrv. landsbókavörður, lést á hjúkrunarheimilinu Holtsbúð aðfara- nótt sunnudagsins 3. apríl. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni mánu- daginn 11. apríl kl. 15.00. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á dvalarheimilið Holtsbúð. Helga Laufey Finnbogadóttir, Rósa Trujillo, Selma Jónsdóttir, Ólafur Vilhjálmsson. ✝ Elsku mamma, amma og langamma okkar, JÓHANNA DAGBJARTSDÓTTIR, Austurvegi 5, áður Ásabraut 13, Grindavík, lést á hjúkrunarheimilinu Víðihlíð laugar- daginn 2. apríl. Útförin verður frá Grindavíkurkirkju fimmtudaginn 7. apríl kl. 11.00. Dagbjört Óskarsdóttir, Sævar Óskarsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, stjúpmóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR KRISTÍN DAVÍÐSDÓTTIR, Frostafold 3, Reykjavík, lést á Landspítala Landakoti fimmtudaginn 31. mars. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju fimmtudaginn 7. apríl kl. 13.00. Gylfi Traustason, Magnús Ó. Gunnarsson, Svanfríður Kristjánsdóttir, Davíð Geir Gunnarsson, Janya Khunthong, Ásdís Sól Gunnarsdóttir, Gunnar Bolli Gunnarsson, Þorbjörg Böðvarsdóttir, Laila Gylfadóttir, Olav Fossen, barna- og langömmubörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.