Morgunblaðið - 05.04.2011, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 05.04.2011, Qupperneq 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. APRÍL 2011 sér í fyrra. Þá má nefna að nokkuð var flutt úr af ökutækjum eftir efna- hagshrunið. Allar þessar tölur bera með sér að ökutækjaflotinn er að eldast, eins og áður sagði. Ökutækjum sem skilað er til úr- vinnslu hefur fækkað verulega síð- ustu ár. Flestum ökutækjum var skilað til endurnýtingar eða endan- legrar förgunar árið 2006 eða 8.619, en í fyrra voru þau komin í 2.990. Samkvæmt reglum Úrvinnslu- sjóðs er greitt fimmtán þúsund króna skilagjald þeim sem afhendir gjaldskylt ökutæki á fyrrnefndan hátt til móttökustöðva, enda hafi ökutækið verið afskráð og úrvinnslu- gjald, sem er 700 krónur á ári, verið greitt a.m.k. einu sinni af viðkom- andi ökutæki. Ökutæki skráð fyrir 1980 falla ekki undir kerfið enda ekki verið greitt af þeim úrvinnslugjald. Fólksbílar hafa ekki verið eldri frá 1990  237 þúsund bílar skráðir  Færri bílum skilað til förgunar Fjöldi ökutækja skilað til úrvinnslu 20.000 18.000 16.000 14.000 12.000 10.000 8.000 6.000 4.000 2.000 0 2005 2006 2007 2008 2009 2010 og innfluttir fólksbílar 2005-2010 Innfluttir fólksbílar Ökutæki skilað til úrvinnslu og skilagjald greitt 18 .0 58 17 .1 27 15 .9 44 9. 02 5 2. 21 1 3. 10 6 2. 99 05. 07 7 8. 31 6 7. 99 7 8. 61 9 7. 47 6 Meðalaldur bifreiða í árum Fólksbifreiðar Aðrar bifreiðar 12 10 8 6 4 2 0 19 90 19 91 19 92 19 93 19 94 19 95 19 96 19 97 19 98 19 99 20 00 20 01 20 02 20 03 20 04 20 05 20 06 20 07 20 08 20 09 20 10 Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Aldur fólksbifreiða hefur ekki verið hærri en hann var á síðasta ári frá árinu 1990. Fram kemur á upplýs- ingatorgi Umferðarstofu að meðal- aldur skráðra fólksbíla var 10,9 ár í fyrra og aðeins tvö síðustu ár hefur hann verið hærri en tíu ár á fyrr- nefndu tímabili. Aldur annarra bif- reiða en fólksbifreiða var 11,6 ár í fyrra, en í byrjun aldarinnar var hann á svipuðu róli. Skráðum ökutækjum hefur fækk- að talsvert síðustu ár. Í fyrra voru rúmlega 237 þúsund bifreiðar skráð- ar á landinu og hafði fækkað um rúmlega þúsund á árinu. Fækkunin var yfir fimm þúsund milli áranna 2008 og 2009, en þeim hafði fjölgað verulega árin á undan. Frá 2003 til 2007 fjölgaði um rúmlega tíu þúsund bifreiðar árlega, mest um yfir 14 þúsund bíla milli áranna 2004 og 2005. Nýskráningar bifreiða nánast hrundu árið 2009, en tóku lítillega við Aðrar skráningar » Götuskráð bifhjól voru 11.112 um síðustu áramót. » Dráttavélar voru 11.387. » Vélsleðar 4.769 » Torfæruhjól 4.058 » Hjólhýsi 3.116. » Tjaldvagnar 9.521. » 2.934 fellihýsi voru skráð hjá Umferðarstofu um áramót. Það er gaman að gefa skepnum sem taka vel við og fagna því að fá fóðrið sitt. Það sér Björn Hólmgeirsson, frístundabóndi á Hóli á Tjörnesi, en hann er með nokk- ur naut ásamt fjölskyldu sinni og fá bolarnir mikið bygg að éta með heyinu. Hins vegar fá þeir líka brauð sem þeir kunna vel að meta og verða mjög glaðir þegar Björn kemur með brauðpokann. Þá teygja þeir út úr sér tunguna til þess að ná taki á sneiðunum sem Björn spar- ar ekki og hefur hann mjög gaman af að spjalla við þessa vini sína um leið og brauðið rennur ljúflega niður. Björn á Hóli gefur bolunum brauð Morgunblaðið/Atli Vigfússon Lagt er til að tryggt verði með lögum að vinnuveitendur sem að ástæðu- lausu tefja samningagerð verði látnir sæta ábyrgð í drögum að kjaramála- ályktun, sem lögð verður fram á þingi Kennarasambands Íslands, sem hefst á morgun. Tryggt verði að laun hækki í takt við laun viðmiðunarhóps Í ályktunardrögunum er lögð áhersla á að endurskoðunarákvæði sem sett eru í kjarasamninga verði virt sem og önnur ákvæði kjarasamn- inga. Þar segir einnig að finna þurfi leiðir til að koma í veg fyrir að laun kennara, náms- og starfsráðgjafa og skólastjórnenda dragist sífellt aft- ur úr viðmiðunar- hópum. Þetta megi t.d. gera með því að hækka laun kennara í takt við laun við- miðunarhópa. Í drögum að kjara- stefnu KÍ 2011- 2014 er lögð áhersla á að laun og önnur starfskjör kennara og náms- og starfsráðgjafa standist ávallt samanburð við kjör annarra sérfræðinga á vinnumark- aði. 5. þing KÍ stendur yfir í þrjá daga. Yfirskrift þess er „Í skólanum, í skól- anum er framtíð þjóðar falin“ Ný for- ysta KÍ sem kjörin var fyrr í vetur tekur við á þinginu. Þórður Á. Hjalte- sted sem náði kjöri í formanns- kosningu meðal félagsmanna seint á seinasta ári tekur við formennsku af Eiríki Jónssyni. Björg Bjarnadóttir tekur við sem varaformaður KÍ á þinginu. Á þinginu verður kynnt niðurstaða nýrrar rannsóknar sem gerð var fyrir KÍ á viðbrögðum stjórnvalda í Finn- landi við kreppunni 1991 og fjallað verður um hvaða lærdóm Íslendingar geti dregið af reynslu Finna. Vinnuveitendur sem tefja samninga sæti ábyrgð  Kjaramál ofarlega á baugi og ný forysta tekur við á þingi KÍ Þórður Á. Hjaltested Skáksamband Íslands sendi í gær- kvöldi frá sér tilkynningu þar sem það er harmað að munir frá ein- vígi aldar- innar árið 1972 milli Bobbys Fischer og Boris Spasskí séu seldir úr landi. Um helgina voru taflborð og taflmenn, sem notaðir voru í ein- víginu, seld á uppboði í New York. Gunnar Björnsson, forseti Skák- sambandsins, segir það vonbrigði að borðið hafi verið selt úr landi en hann hafi ekki vitað af því fyrr en fréttirnar bárust. „Það sem menn hefur vantað er yfirsýn yfir hvar þessir munir eru. Fyrsta skrefið er að reyna að fá upplýs- ingar um hvar þeir eru. Svo er æskilegt til framtíðar að stærstu munirnir séu geymdir á Þjóð- minjasafninu,“ segir hann. Eru þeir sem eiga muni eins og árituð borð frá einvíginu beðnir að hafa samband við Skáksambandið eða Þjóðminjasafnið. Leita muna frá einvíginu Skákborðið fræga. Skáksambandið harmar uppboð muna Skrifstofa Hæstaréttar tók ekki við kæru Samstöðu þjóðarflokks á hendur Alþingi vegna afgreiðslu þess á Icesave og vísaði á ríkislög- reglustjóra. Forsvarsmaður flokks- ins afhenti ríkislögreglustjóra kær- una í gær og einnig Héraðsdómi Reykjavíkur og umboðsmanni Al- þingis. Til stendur að afhenda for- seta Íslands plaggið. Kæran gengur út á það að kanna hvort samþykkt Alþingis á Icesave- lögunum hafi verið ólögleg og brjóti gegn stjórnarskrá þar sem sem með þeim sé unnið gegn hagsmunum landsins og lagðar svo miklar byrðar á skattborgara landsins að veru- legar líkur séu á að þeir geti ekki staðið undir þeim. „Það er ekki boðlegt að senda þjóðinni óútfylltan víxil í þjóðar- atkvæðagreiðslu,“ segir Bjarni V. Bergmann, einn af stofnendum Samstöðu þjóðarflokks. Hann segist hræddur um að Ísland verði gjald- þrota vegna þessa máls og því sé nauðsynlegt að það verði dregið til baka. Kæra af- greiðslu Alþingis Hæstiréttur tók ekki við kæru Samstöðu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.