Morgunblaðið - 05.04.2011, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 05.04.2011, Blaðsíða 23
margar minningar með Þóreyju og allri fjölskyldunni. Það voru ófá tacokvöld, sum- arbústaðarferðir og utanlands- ferðirnar, sem ég fékk að vera partur af. Þó er ein minning mér mjög kær. Eins og flestir vita þá var Þórey mjög góður ensku- kennari og byrjaði að kenna okkur Völu ensku. Það gekk heldur brösuglega hjá mér og pirraðist ég oft því Vala var allt- af miklu betri en ég. En Þórey gafst aldrei upp og hafði alltaf mikla trú á mér. Í dag er ég bú- in að vera úti í BNA í kenn- aranámi í 4 ár og hugsa ég títt til Þóreyjar sem á svo mikinn þátt í því. Nú líður Þóreyju mun betur, ég veit að hún er komin á góðan stað. Það gladdi mig mjög að heyra að hún hafði styrk áður en hún fór frá okkur, til að sjá fal- lega barnabarnið sitt, hana Þóreyju litlu. Því miður get ég ekki verið á Íslandi í dag en ég mun kveikja á kerti og minnast þessarar hlýju, frábæru og góðhjörtuðu manneskju sem verður sárt saknað. Elsku Smári, Örvar, Vala, Adda, fjölskylda og vinir Þór- eyjar, hugur minn og hjarta er hjá ykkur! Megi Guð vera með ykkur á þessum erfiðu tímum. Elín Svavarsdóttir. Þórey Einarsdóttir hefur ver- ið samkennari minn í enskudeild Menntaskólans við Hamrahlíð undanfarin ár. Einnig sátum við saman í stjórn Félags ensku- kennara á Íslandi (Fekí) á ár- unum 1994-1999. Ég kynntist Þóreyju því bæði í samvinnu innan enskudeildar MH og í stjórnarstörfum fyrir Fekí. Með þessum orðum langar mig eink- um að minnast starfa hennar í þágu Fekí. Eðliskostir Þóreyjar voru margir. Hún var gædd ákaflega góðum gáfum og var einkar vel að sér um bókmenntir hins enskumælandi heims og kvik- myndir almennt. Að upplagi var hún þolinmóð, úrræðagóð og íhugul. Hún var samviskusöm og vann fljótt og vel. Þetta gerði hana að mjög færum kennara og fagmanneskju sem sérlega gott var að vinna með. Öllum störf- um í þágu Fekí sinnti Þórey af þeirri alúð og kostgæfni sem einkenndu hana. Voru þau störf þó unnin til viðbótar öðrum krefjandi verkefnum, á vinnu- stað og á heimili. Hún var ekki alltaf mjög margmál en var góð- ur hlustandi, hafði góða kímni- gáfu og var fljót að greina hism- ið frá kjarnanum. Að leiðarlokum skynjar mað- ur hversu auðgandi það er að hafa kynnst og starfað með manneskju eins og Þóreyju. Hún skilur eftir sig spor sem ekki hverfa. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum.) Fyrir hönd stjórnar Félags enskukennara á Íslandi, Gerður Guðmundsdóttir, formaður 1994-1999. Þórey, samkennari minn, skólasystir og vinur er látin. Það er afar erfitt að meðtaka þessa staðreynd. Þórey, sem alltaf var svo gott að vinna með, leita til og ráðfæra sig við. Alltaf gat ég treyst því að fá faglega umræðu og góð úrræði hjá henni þegar ég þurfti. Hún var svo skynsöm og ráðagóð, gaf sig alla í starfið og naut þess – var svo traust. Fyrir utan að kenna saman í Menntaskólanum við Hamrahlíð í yfir 20 ár, kenndum við saman ákveðið námsefni einu sinni á ári í nokkur ár í kennslufræði tungumála í Háskóla Íslands. Þar sýndi Þórey ekki aðeins brennandi áhuga sinn á að vera enskukennari heldur einnig sýndi hún tungumálakennara- nemunum hversu mikilvægt það er að vera með kennslufræði greinarinnar á hreinu og vera alltaf vakandi fyrir nýjungum. Það var hún svo sannarlega sjálf þar sem hún í gegnum árin bjó til nokkra valáfanga í MH sem allir voru sérstaklega vinsælir meðal nemenda. Þar nýtti hún bæði reynslu og áhugasvið sín vel með mikilvægi kennslufræð- innar í huga. Allir tímar voru þaulskipulagðir með það mark- mið að kennslan og vinna nem- enda bæri árangur, gæfi þeim menntun sem væri þeim mik- ilvægt veganesti. Ég kveð í dag traustan og góðan vin sem ég sakna mikið. Ég votta Smára, Öddu, Örv- ari, Völu, og fjölskyldum þeirra mína innilegustu samúð. Missir þeirra og okkar allra er mikill. Ingibjörg Sigurðardóttir. Kveðja frá gömlum vinnu- félögum af Vikunni Við gömlu vinnufélagarnir af Vikunni eigum góðar minningar um Þóreyju, allt frá því við unn- um saman þar snemma á níunda áratugnum. Hún hafði svo góða nærveru og fallegt bros. Hópurinn okkar á Vikunni var óvenju samhentur og náði vel saman. Við hittumst reglu- bundið í mörg ár eftir að við hættum að vinna saman og alltaf urðu fagnaðarfundir. Í rauninni höfum við aldrei hætt því form- lega að halda „Vikupartí“. Síðar komu til sögunnar aðrar ástæð- ur til að hittast. Aðeins fá ár eru síðan Þórey sat með okkur og rifjaði upp gamla tíð, góðar stundir og mikinn söknuð, því þá vorum við að kveðja annan góð- an vin og vinnufélaga af Vik- unni, Jón Ásgeir Sigurðsson. Þá reyndi Þórey á sinn hógværa máta að orða það sem þeir há- værari í hópnum hentu fram í belg og biðu. Nákvæmlega eins og einmitt var venjan í hug- myndapottinum við stóra borðið á ritstjórninni. Ekkert var svo vitlaust að ekki mætti orða það og ekki heldur neitt svo gáfulegt að það ætti ekki erindi. Hug- myndum hent fram, þær gripn- ar af öðrum og endurbættar, hent aftur og sá næsti bætti um betur. Þórey og Sigurður Hreiðar ritstjóri höfðu verið saman í enskudeildinni í Háskóla Íslands og við, sem fyrir vorum þegar hún byrjaði, gátum því þakkað honum það að Þórey fór að vinna með okkur. Hún var hæg- lát og fagleg en víðsýn. Hún sýndi líka fljótlega á sér óvænt- ar hliðar, til dæmis mikla þekk- ingu og áhuga á nýbylgjutónlist, sem var sú tónlist sem var hvað framsæknust á þeim tíma þegar við unnum saman. Það kom því ekki allskostar á óvart að Örvar sonur hennar ákvað að leggja tónlistina fyrir sig af miklum metnaði, enda var hún stolt af honum eins og börnum sínum öllum. Þegar Þórey hætti í blaða- mennsku fór hún í framhalds- nám til Bandaríkjanna og að því loknu sneri hún sér að fram- haldsskólakennslu, sem varð lengst af ævistarf hennar. Leiðir okkar allra hafa legið saman, misþétt, en nóg til að við héldum alltaf góðri vináttu. Hrafnhildur var sú eina okkar sem vissi af veikindum Þóreyjar, því þótt hún byggi í Noregi var samband þeirra Þóreyjar alla tíð talsvert og spillti ekki fyrir að Sigurjón bróðir Þóreyjar er einnig búsettur þar í landi. Frá- fall Þóreyjar kom okkur hinum í opna skjöldu því þótt við hefðum hitt Þórey og fjölskyldu hennar eftir að hún veiktist var hún ekkert að fjölyrða um slíkt. Það var henni líkt að kvarta ekki. Við minnumst hennar með sökn- uði og sendum samúðaróskir til Smára, barnanna og annarra ástvina. Anna Ólafsdóttir Björnsson, Borghildur Anna Jónsdóttir, Guðrún Birgisdóttir, Hrafnhildur Sveinsdóttir Eydal, Ragnar Th. Sigurðs- son, Sigurður Hreiðar og Þorbergur Kristinsson. Það var ekki haldinn neinn stofnfundur þegar nokkrar kon- ur sem höfðu kynnst í gegnum börnin sín í Hlíðunum ákváðu að kanna nánasta umhverfi, eftir kvöldmat, lágmark einu sinni í viku. Allar voru velkomnar í þennan hóp og bar hver um sig ábyrgð á því hvort hún var mætt þegar lagt var af stað úr Engi- hlíðinni. Allir stígar Öskjuhlíð- arinnar voru þræddir fram og til baka og ást okkar á henni inn- sigluð áður en langt var um lið- ið. Hátt í 20 konur hafa einhvern tímann gengið með okkur en núna tæpum 19 árum seinna hefur kjarni hópsins, 9 konur, myndað einstök ævilöng tengsl. Þórey bjó þá við hringtorgið ofar í hverfinu, í íbúðinni þar sem ljósaprýddi húlahopphring- urinn hafði boðað jólakomuna fyrir íbúa hverfisins í mörg ár, en flutti stuttu síðar í Mávahlíð- ina með hringinn góða. Ekki leið langur tími þangað til við allar vorum farnar að gjóa augunum upp eftir Mávahlíðinni, til að at- huga hvort þessi skelegga, skemmtilega kona væri ekki örugglega á leiðinni. Þetta var engin kraftganga, því alltaf var stoppað annað slagið til að njóta þess sem náttúran bauð uppá hverju sinni, hvort heldur norð- urljósanna, stjarnanna, Friðar- súlunnar, fuglalífsins eða gróð- ursins. Kom fljótt í ljós að í hópnum leyndust konur með fjársjóð af fróðleik og var hrein unun að hlusta á Þóreyju, sem kunni að glæða frásögnina með skemmtilegum húmor. Alltaf annað slagið var kominn tími á eitthvað skemmtilegt, eins og t.d. lautarferð með kertaljósum, rauðvíni og ostum þegar rétt var farið að skyggja á haustin. Átt- um við okkar uppáhaldslaut fyr- ir hana. Kaffidrykkja og ís í Perlunni og Nauthól átti sinn sess, og einstaka sinnum var farið í Grasagarðinn. Þórey og Eva spjölluðu oft um bókmenntir á göngunni og sperrtum við eyrun þegar þær töluðu um áhugaverðar bækur sem var verið að þýða yfir á ís- lensku. Við munum vel brosið hennar Þóreyjar, svona aðeins meira út í annað, en náði samt allan hringinn. Hún var alltaf með eitthvað áhugavert á prjónunum úr fal- legu garni. Notaði hún helst jarðliti sem fóru henni einstak- lega vel. Sérstaklega eftirminni- leg er gangan í Heiðmörk í lok júní 2009, en þá kom í ljós að Þórey var mjög fróð um jurtir. Daginn eftir skrifaði hún á Fa- cebook: „Fór í yndislega göngu í Heiðmörk í gærkvöldi með gönguhópnum mínum sem ég hef vanrækt allt of lengi. Blómstrandi engi, grænir skóg- ar, dimmir skógar, og hraun- breiður. Logn og blíða sumarsól. Ótrúlega fáir á ferli í þessum Ed“ (Edengarði). Það var reiðarslag fyrir okk- ur þegar við fréttum af þessum alvarlega sjúkdómi, sem svo því miður sigraði að lokum. Við söknum hennar sárt úr þessum góða hópi. Yndisleg kona er horfin frá okkur. Við vottum fjölskyldu hennar okkar dýpstu samúð. Innilegar kveðjur frá göngu- hópnum. Björk, Edda, Eva, Guðrún, Guðbjörg (Gugga), Jóhanna, Kristín og Sigurveig Erna. MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. APRÍL 2011 ✝ Erik SofusFrits Olsen, bifreiðasmiður, var fæddur í Rituvík í Færeyjum, 3. apríl 1931. Hann lést á heimili sínu í Es- bjerg í Danmörku 27. mars 2011. Hann var sonur hjónanna Hendrik og Elisabeth Olsen fæddrar Lam- hauge. Hann var níunda barn af ellefu systkinum. Eftirlifandi eiginkona Eriks er Sigríður Hjördís Hannes- dóttir frá Reykja- vík, f. 1937, en þau giftust árið 1956. Eignuðust þau fimm börn: Frits Ómar, f. 1958, Arn- dís, f. 1960, Elísa- beth María, f. 1967, Erla Kristín, f. 1972 og Sara Hanna, f. 1974; ásamt 11 barna- börnum. Útför Eriks verður gerð frá Guldager kirkju í dag, 5. apríl 2011, og hefst athöfnin kl. 12.30. Mig langar til að kveðja mág minn Erik Olsen með nokkrum orðum. Hann giftist Siggu systur minni. Mikill aldursmunur er á okkur systrum og ég var aðeins fjögurra ára þegar þau giftust. Þannig að ég hef þekkt hann nær alla mína ævi. Erik var hress að eðlisfari. Tilbúinn að taka þátt í mannamót- um og læddist ekki með veggjum. Mikið fyrir að rökræða. Talaði hátt og var fastur fyrir. Hans móðurmál var færeyska enda Færeyingur í húð og hár. Það var stundum erfitt að skilja hann því íslenskan hans var örlítið fær- eysku- og jafnvel dönskuskotin en honum varð aldrei orða vant og hafði sterkar skoðanir t.d. í pólitík. Orðræðurnar voru alltaf málefna- legar og aldrei persónulegar. Hann var ekki mikið fyrir að skipta um skoðun í pólitík og gat stundum virst þrjóskur og þver en þó alltaf á léttu nótunum. Erik lét sér ekki allt fyrir brjósti brenna og átti til að taka djarflegar ákvarðanir í ýmsum málum. Mér er sérstaklega minn- isstætt á þjóðhátíðinni 1974 þegar bílalestin var samfelld frá Reykja- vík á Þingvöll. Þannig var að al- menningur var á hægri akreininni en vinstri akreinin var fyrir höfð- ingjana, ráðherra, þingmenn og kóngafólk. Ég ásamt minni fjöl- skyldu sat fastur á almennu ak- reininni og horfðum á fyrirfólkið renna framhjá og öfunduðum það að komast svo auðveldlega til Þingvalla. Í sama mund og fyrir- fólkið ók framhjá okkur tókum við eftir því að fyrir aftan síðasta ráð- herrabílinn ók hvítur fjölskyldu- bíll, nokkurra ára gamall. Þar var á ferð Erik Olsen með sína fjöl- skyldu á leið á þjóðhátíð. Hann sá enga ástæðu til þess að nota ekki akreinina. Þetta lýsir Erik vel. Hann var hugrakkur og tók sínar ákvarðanir án þess að hafa stórar áhyggjur af áliti annarra. Erik kemur úr stórum systk- inahópi í Færeyjum og stundaði sjómennsku á sínum yngri árum. Hann lærði bifreiðasmíðar og vann við það stóran hluta ævinnar. Bifreiðasmíðar reyndust honum auðveld verkefni þar sem hann var afburða flinkur handverks- maður og gætu margir vitnað um að þar fór maður sem var fremst- ur meðal jafningja í sinni iðngrein. Handlagni hans og listfengi komu enn betur í ljós þegar hann komst á eftirlaunaaldur en þá tók hann sig til og fór að hanna ýmsa list- muni úr kopar og járni og átti þetta áhugamál hug hans allan síðustu árin. Síðasta sumar má segja að hann hafi endað feril sinn sem listamaður með því að fara til Færeyja og setja upp skúlptúr til minningar um frumbyggja í sínum fæðingarbæ en meðal þeirra voru forfeður hans. Með þessum orðum kveð ég þig, kæri Erik, og þakka þér sam- fylgdina gegnum árin. Guð blessi þig. Bára. Kær vinur okkar, Erik Olsen, er látinn. Hann fæddist í Rituvík á Austurey í Færeyjum árið 1931. Kominn af bændafólki í báðar ætt- ir. Börnin á bænum urðu ellefu en tvö dóu í æsku. Erik átti góð æskuár. Leikföng voru öll heimagerð og litlar hend- ur lærðu snemma að tálga spýtur. Ekki vantaði hugmyndaflugið og nóg var plássið. Ungir sem gamlir tóku þátt í lífsbaráttunni. Þeir eldri sóttu sjóinn, þeir yngri hjálp- uðu til heima. Eyjan ól af sér hrausta menn. Eftir skólagöngu og sjósókn heima í Færeyjum vildu þeir bræður, Erik og Sörin, reyna eitt- hvað nýtt og því sendu þeir skeyti til Esbjerg í Danmörku með fyr- irspurn um að komast á snurvoð- arbát. En tíminn leið og ekkert kom svarið frá Danmörku. Þeir bræður hugleiddu hvort Danir vildu kannski ekki hafa neitt að gera með tvo Molbúa frá Færeyj- um, en slógu því svo föstu að það væri bara synd fyrir Dani að missa þarna af tveimur topp- mönnum. Það var ekki venja Eriks að gefast upp og því fóru þeir bræður til Þórshafnar þar sem þeim bauðst að fara til Íslands. Það var upphafið að sjómennskuferli Er- iks á íslenskum togurum. Færey- ingar voru góðir sjómenn og kunnu vel til verka, duglegir, heið- arlegir, eftirsóttir og stóðu fast á sínu. Erik var á togaranum Jóni Baldvinssyni þegar hann strand- aði við Reykjanes og munaði þar ekki nema hársbreidd að hann endaði líf sitt í freyðandi sjónum. En hans kall var ekki komið og hér á landi var það sem Erik fann ástina sína, hana Siggu, sem er besta gerð af konu sem nokkur maður getur eignast. Börnin urðu fimm og eru þau öll mannvænleg og búa að kærleikanum sem þau nutu í foreldrahúsum. Þegar Erik hætti á sjónum ákvað hann að læra bílasmíði. Hann vann í mörg ár hjá Bíla- smiðjunni og seinna stofnaði hann eigið réttingarverkstæði. Hann var ekki mikll „bisnissmaður“ og lélegur að rukka, en þrælduglegur til vinnu. Þau hjónin byggðu sér hús í Dvergholti í Mosfellssveit þar sem þau bjuggu uns þau ákváðu að flytjast úr landi og sett- ust þau að í Esbjerg. Þau Sigga stóðu saman í blíðu og stríðu, alltaf tilbúin að hjálpa öllum sem mögulega gætu þurft á því að halda og tóku ávallt á móti fólki með opnum örmum og hjartahlýju. Hann Erik var listamaður af guðs náð og með árunum gafst honum tími til að helga sig listinni. Hann smíðaði marga fágæta hluti úr kopar og öðrum málmum, var líka fimur með pensilinn og hélt sýningar á verkum sínum í Dan- mörku og Færeyjum. Uppruna sínum gleymdi hann aldrei og listaverk eftir hann er að finna í Færeyjum og þau prýða einnig heimili bæði hér á landi og víðar. Erik fylgdi ávallt hressandi and- blær. Hann var alla tíð uppfullur af allskonar hugmyndum og ætl- aði sér að gera margt í framtíð- inni. En við mennirnir ráðum ekki hvenær þessari tilveru okkar á jörðinni lýkur og Erik átti mörgu ólokið þegar kallið kom. Við hjónin geymum í minning- unni margar hugljúfar samveru- stundir með þeim Siggu og Erik. Þar bar aldrei skugga á. Við biðjum svo Guð að blessa þá sem eftir lifa. Jóna Lísa og Pálmar. Erik Olsen Nú við fráfall Gunnars frænda er margs að minnast. Gunnar var góður og vinnusamur bóndi. Þegar gesti bar að garði tók hann þeim alltaf fagnandi. Gunnari var svo sann- arlega margt til lista lagt og því leituðu margir ættingjar og sveit- ungar til hans með hin ýmsu verkefni og aldrei stóð á honum að aðstoða. Hann var með ein- dæmum vandvirkur og sennilega einn af fáum bændum sem ekki höfðu lagt hrífuna á hilluna, þrátt fyrir að þróun á heyvinnutækjum gerði það að verkum að ekki væri lengur þörf á að raka með hrífu. Ef ekki var mannskapur til að raka jafnóðum og hirt var, fór Gunnar daginn eftir og rakaði það sem eftir hafði orðið. Gunnar Gunnar Sigurðsson ✝ Gunnar Sig-urðsson fædd- ist á Eyvindar- hólum undir Austur-Eyjafjöllum 5. júlí 1931. Hann lést 12. mars 2011. Útför Gunnars fór fram frá Ey- vindarhólakirkju 19. mars 2011. var félagslyndur maður og hafði mik- ið gaman af að fara á milli bæja og spjalla við sveitunga. Einn- ig lét hann sig aldrei vanta á þorrablótin þar sem hann fór á milli borða með sinn eigin kokteil, vatn í kók blandað til helminga. Ég á mér margar góðar minningar úr sveitinni sem barn. Frá því ég man eftir mér var það Gunnar sem tók mig að sér. Það er hreint ótrúlegt til þess að hugsa hvað hann nennti alltaf að hafa mig með, því oftar en ekki þvældist ég sennilega meira fyrir en ég hjálpaði. Gunn- ar reyndi alltaf að kenna mér réttu handtökin þegar tækifæri gafst og stóð ég vart út úr hnefa þegar hann var búinn að kynna mig fyrir hrífunni. Einnig er mér í fersku minni þegar ég var lítil og var með honum í fjárhúsinu. Eitthvað var ég hrædd um að kindurnar ætluðu í mig en hann sannfærði mig um að mér væri alveg óhætt og ég gæti fælt þær frá með því að þykjast ætla að taka utan um þær því kindur væru ekki fyrir faðmlög. Ég gleymi því aldrei hvað ég varð stolt og glöð þegar ég eignaðist fyrstu rolluna mína. Gunnar gaf mér svarta kind með hvítan blett á krúnunni í afmælisgjöf þegar ég varð 5 ára og var ég orðinn 18 ára þegar hann gaf mér þá síð- ustu. Gunnar var einnig mjög uppátækjasamur og ég man eftir einum áramótum í sveitinni þeg- ar hann fékk þá hugdettu að við skyldum hafa áramótabrennu. Við tvö hófumst handa eftir há- degismat að leita að hinu og þessu til að brenna og söfnuðum öllu saman upp á hól og svo var kveikt í eftir mjaltir. Þetta var ógleymanleg stund. Einnig var mjög gaman að hlusta á Gunnar segja frá atvikum sem höfðu gerst og þá lét hann aldrei vanta að krydda frásögnina með leik- rænum tilþrifum og breyttri röddu. Hvíldu í friði, elsku Gunnar, og megi Guð geyma þig. Minning þín er mér ei gleymd; mína sál þú gladdir; innst í hjarta hún er geymd, þú heilsaðir mér og kvaddir. (Káinn) Þín frænka, Fjóla.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.