Morgunblaðið - 05.04.2011, Blaðsíða 36
KA marði í gær sigur á Þrótti R. í
fyrstu umferð undanúrslita í blaki.
Oddahrinu þurfti til að skilja liðin að.
Þar reyndust KA-menn sterkari og
höfðu betur 15:11. Í óvenju ójöfnum
leik HK og Stjörnunnar hafði HK bet-
ur 3:1. Vörn HK var góð og áttu
Stjörnumenn fá svör við henni. Rætt
er við Brynjar Pétursson á baksíðu
íþróttablaðsins.
HK og KA byrja vel
ÞRIÐJUDAGUR 5. APRÍL 95. DAGUR ÁRSINS 2011
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550
1. Aðdáendur fari til helvítis
2. Óþekkt ástand í sögu mannkyns
3. Flugvélarflak fannst í Atlantshafi
4. Með 1,4 milljónir á mánuði
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Fyrirlestraröð sjónlistahátíðar-
innar Sequences hefst í dag kl. 13
með fyrirlestri Gunnars J. Árnasonar
listfræðings um verk Hannesar Lár-
ussonar í LHÍ, Laugarnesvegi 91,
stofu 024. Hannes og Gunnar svara
spurningum að honum loknum.
Kl. 14.15 fjalla svo þrír listamenn á
hátíðinni um verk sín: Christian Fals-
næs, Freya Björg Olafson og Anthony
Marcellini.
Ljósmynd/Kristján Pétur Guðnason
Gunnar fjallar
um verk Hannesar
Breski leikar-
inn Jeremy Irons
var staddur á
Ísafirði um
helgina með
tökuliði vegna
heimildarmyndar
um mengun í
heiminum sem
framleiðslufyrir-
tækið Blenheim Films stendur að.
Bjarni Brynjólfsson, ritstjóri Ice-
land Review, kemur að verkefninu
og segir það alþjóðlegt, farið verði
víða um heim og tekið upp fyrir
myndina. Í henni sé m.a. fjallað um
vandamál sem skapast vegna
mengunar og lausnir á þeim. Irons
er sögumaður í myndinni eða kynn-
ir. Bjarni segir Irons ekki hafa vilj-
að veita viðtöl meðan á dvöl hans
stæði hér á landi en Irons heldur
af landi brott í dag. Díoxínmengun
frá sorpbrennslustöðinni Funa við
Skutulsfjörð mun hafa vakið at-
hygli þeirra sem að myndinni
standa.
Irons á Ísafirði vegna
heimildarmyndar
Á miðvikudag Sunnan og suðvestan 8-15 m/s, hvassast við S-
ströndina og skúrir eða slydduél. Hiti 0 til 5 stig.
Á fimmtudag Stíf suðvestan- og vestanátt með rigningu S- og V-
lands, en hægari og úrkomulítið austantil á landinu. Hlýnandi.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Sunnan og suðvestan, 3-8 og rigning með
köflum, en þurrt að mestu norðanlands. Hiti 2 til 8 stig, en vægt
næturfrost inn til landsins.
VEÐUR
Annan leikinn í röð þurfti að
framlengja til þess að fá
fram úrslit hjá Keflvíkingum
og KR-ingum í undan-
úrslitum Íslandsmóts karla í
körfuknattleik. Aftur hafði
Keflavík betur eftir fram-
lengingu og knúði fram
oddaleik í Frostaskjóli á
fimmtudagskvöld. Lokatöl-
ur urðu 104:103 en staðan
var 89:89 eftir venjulegan
leiktíma. Staðan í rimmunni
er 2:2.
Aftur þurfti að
framlengja
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Bjarni Erik Einarsson er hundrað ára í dag. Lágvaxinn og
kankvís, vel með á nótunum. Hann hreyfir sig lipurlega
um herbergið með stuðningi hjólagrindar. Það sést á hon-
um að hann hefur verið það sem kallað er „kvikk“ á árum
áður. Á veggnum í herbergi Bjarna á dvalarheimilinu á
Kirkjubæjarklaustri er gríðarstór flatskjár. „Ég var farinn
að sjá textann illa en nú orðið er hægt að leysa öll vanda-
mál. Ég keypti stærra sjónvarp og sé nú allt sem ég vil sjá
og stundum meira.“
Bjarni hefur dvalið á Klaustri frá 2008. „Hér gat ég
fengið eins manns herbergi og verið í nágrenni við náttúr-
una,“ segir Bjarni sem alla tíð hefur verið mikill útvistar-
maður og göngugarpur.
Bjarni er fæddur í Danmörku, sonur Guðmanns Einars-
sonar kaupmanns í Maribo, en Guðmann var frá Seyðis-
firði. Móðir Bjarna var Valborg Einarsson ljósmyndari frá
Pårup í Danmörku. Bjarni ólst upp í Danmörku en flutti
uppkominn til Íslands um 1930.
„Ég vann lengi hjá Sláturfélaginu og líka við ýmis versl-
unarstörf, til dæmis í Haraldarbúð. Ég var í Brynjólfsbúð í
Vestmannaeyjum í tólf ár hjá Ingrid systur minni og
Brynjólfi mági mínum. Hann rak mig tvisvar eða þrisvar
en fékk mig svo alltaf aftur.“ Og þegar Bjarni er spurður
að því hvers vegna hann hafi verið rekinn verður hann al-
varlegur, hallar sér þungbúinn fram á grindina og segir:
„Ég var of duglegur.“ Svo hlær hann skellihlátri, augun
tindra: „Mér hefur aldrei leiðst.“ Bjarni var vinsæll hjá
viðskiptavinum í Vestmannaeyjum, sérstaklega konum.
Sagt er að hann hafi verið svo mikill séntilmaður að hann
hafi stokkið yfir búðarborðið til að opna búðardyrnar fyrir
þær. „Þó nú væri fyrir dömurnar,“ segir afmælisbarnið.
„Ég hef frá upphafi verið heillaður af náttúru Íslands og
farið mikið um landið. Ég hef gengið á alla jökla landsins
og fjórum og hálfu sinni á Eyjafjallajökul. Ég hef alltaf
farið einn, alla ævi verið einn á ferð, þannig hefur mér lið-
ið best.“
Bjarni fylgist með öllum fréttatímum, þjóðmálaumræðu
og pólitík: „Ég hef alla tíð verið sjálfstæðismaður, það mun
ekki breytast. Ósköp þykir mér Jóhanna hafa það skítt.
Ekki vildi ég vera í hennar sporum. Við höfum nóg af öllu
og þurfum ekki að kvarta. Ökónómískt erum við ekki í
neinum vandræðum, kannski eitthvað lítillega í stuttan
tíma en það skiptir engu máli, Íslendingar búa við mikla
velmegun.“
Bjarni heldur upp á afmælið sitt í dag á Geirlandi með
litlum hópi skyldmenna sinna, meðal annars frá Dan-
mörku. Sandy dóttir hans, barnabörn og langafabörn koma
í afmælið. om@mbl.is
Alltaf einn á ferð
Bjarni Erik Einarsson er
100 ára í dag Heldur upp á
afmælið sitt í dag á Geirlandi
með litlum hópi skyldmenna
Ljósmynd/Önundur Björnsson
Afmælisbarnið Glaðbeittur og gamansamur býður Bjarni blaðamanni upp á konfektmola.
Bjarni vill hafa stjórn á hlutunum: „Ekki taka bláa molann, það er kókos í honum.“
Kolbeinn Sigþórsson landsliðsmaður
í knattspyrnu slapp betur en á horfð-
ist þegar hann varð fyrir meiðslum í
leik með AZ Alkmaar gegn Feyenoord
um helgina. Hann býst við því að
missa aðeins af einum leik. Kolbeinn
og félagar í AZ eru í harðri baráttu
um sæti í Evrópukeppni og hann
kveðst vonast eftir
því að liðið sleppi
við að fara í um-
spil sem gæti
staðið fram í
júní. »3
Kolbeinn vonast til að
sleppa við umspil