Morgunblaðið - 09.04.2011, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 09.04.2011, Blaðsíða 26
26 FRÉTTIRViðskipti | atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. APRÍL 2011 STUTTAR FRÉTTIR ... Þórður Gunnarsson thg@mbl.is Svo gæti farið að íslenskir bankar þurfi að endurreikna öll erlend lán, en lengi vel hefur verið talið að að- eins gengisbundin lán til einstak- linga þurfi að sæta endurútreikningi til samræmis við ákvörðun Hæsta- réttar. Um síðustu áramót voru um 835 milljarðar af gengisbundnum lánum á efnahagsreikningum ís- lenskra banka. Þar af er meira en fjórðungur hjá NBI, eða um 235 milljarðar króna. Þar af eru um 163 milljarðar króna af lánum til við- skiptavina, en afgangurinn er lán til annarra fjármálastofnana. Upphæð- in hefur lækkað mikið frá árslokum 2009, þegar erlend útlán NBI námu um 480 milljörðum króna. Ein stærsta skuld NBI er við gamla bankann í formi skuldabréfs sem gefið var út til skilanefndarinnar. Samkvæmt upplýsingum frá NBI myndi það kosta bankann um 16 milljarða ef öll erlend lán yrðu dæmd ólögmæt. Þrír mismunandi dómar Í júní á síðasta ári komst Hæsti- réttur að þeirri niðurstöðu að geng- istryggð lán til einstaklinga væru ólögmæt. Í febrúar á þessu ári gekk síðan sá dómur að gengistryggð lán til fyrirtækja væru ólögmæt. Stóð þá eftir að úrskurða um lögmæti svokallaðra fjölmyntalána, eða lána sem voru tekin í mörgum mismun- andi myntum. Í febrúar á þessu ári dæmdi Héraðsdómur Reykjavíkur þrotabúi fyrirtækisins Motormax í vil í slíku máli, en Hæstiréttur hefur hins vegar ekki dæmt í málinu. Þó tekur Hæstiréttur efnislega afstöðu til fjölmyntalána í frávísunarúr- skurði sem kveðinn var upp í byrjun síðasta mánaðar. Í þeim úrskurði er vitnað til dómsins í júní á síðasta ári, þar sem gengisbundið lán til einstaklings var dæmt ólögmætt. Eiríkur S. Svavarsson lögmaður sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að vart væri hægt að ráða ann- að af úrskurðinum en að útlit sé fyr- ir að íslenskir bankar þurfi að end- urútreikna nær öll erlend lán á sínum bókum. Málflutningur í máli Motormax verður í Hæstarétti í næsta mánuði. Þegar dómur gengur í því máli ætti að verða fullkomlega og endanlega ljóst hvort fjölmyntalán séu lögmæt. Tók afstöðu til fjölmyntalána í mars  Ekki verður annað ráðið af frávísunarúrskurði Hæstaréttar en að efnisleg afstaða hafi verið tekin til lögmætis fjölmyntalána  Málflutningur í Motormax-málinu í næsta mánuði  Talsvert undir hjá NBI Hæstiréttur Afstaða tekin gagnvart fjölmyntalánum í frávísunarúrskurði. Fjölmyntalán » Fram kemur í ársreikningi NBI að útlánaáhætta vegna er- lendra lána minnki um 124 milljarða ef Hæstiréttur dæmir Motormax í vil. » NBI segir að kostnaður bankans við slíkan endurreikn- ing verði um 16 milljarðar króna, en lánasamningurinn í Motormax-málinu er mjög al- gengur í lánasafni NBI, að því er heimildir Morgunblaðsins herma. Málflutningur í Mot- ormax-málinu fer fram í næsta mánuði. ● Fjöldi þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu 1. apríl til og með 7. apríl var 114. Þar af voru 88 samningar um eignir í fjölbýli, 19 samningar um sérbýli og 7 samningar um annars konar eignir en íbúðar- húsnæði. Heildarveltan var 4.730 milljónir króna og meðalupphæð á samning 41,5 milljónir króna. Velta á fasteignamarkaði hefur verið að auk- ist og var veltan í mars sú mesta frá því fyrir hrun haustið 2008. Tæpra 5 milljarða velta ● Skuldabréfavísitala GAMMA hækkaði um 0,06 prósent í viðskiptum gær- dagsins og endaði í 206,73 stigum. Verðtryggði hluti vísitölunnar hækkaði um 0,04 og sá óverðtryggði um 0,12 prósent. Heildarvelta á skuldabréfa- markaði í gær nam 9,3 milljörðum króna. Úrvalsvísitala Kauphallarinnar hækk- aði um 0,90 prósent í gær og endaði í 992,35 stigum. Bréf BankNordik hækkuðu um 4,98 prósent og Ice- landair um 1,64 prósent, en önnur bréf stóðu í stað. bjarni@mbl.is Hækkanir á mörkuðum Örn Arnarson ornarnar@mbl.is Verulega hefur dregið úr vöru- skiptajöfnuði það sem af er ári mið- að við sama tíma í fyrra. Sam- kvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar fyrir vöruskiptin við útlönd í mars voru þau hagstæð um 6,5 milljarða, en á sama tíma í fyrra voru þau hagstæð um 11,5 millj- arða. Þegar litið er til fyrstu þriggja mánaða ársins sést einnig hversu mikið hefur dregið úr vöru- skiptajöfnuðinum: fyrstu þrjá mán- uði þessa árs nam hann 24 millj- örðum á meðan hann var 31 milljarður á sama tíma í fyrra. Innflutningur fór vaxandi fyrstu mánuði ársins Ástæðan fyrir minni viðskipta- jöfnuði er aukinn innflutningur á síðustu mánuðum. Samkvæmt töl- um Hagstofunnar voru fluttar inn vörur fyrir tæpa 45 milljarða í marsmánuði. Innflutningurinn nam samtals um 66 milljörðum í janúar og febrúar. Verðmæti útfluttrar vöru nam hins vegar ríflega 51 milljarði í mars samkvæmt bráða- birgðatölum en alls voru fluttar út vörur fyrir 84 milljarða fyrstu tvo mánuði ársins. Innflutningur jókst um 12 millj- arða í marsmánuði miðað við febr- úar. Aukningin skýrist að stærstum hluta af auknum innflutningi á hrá- vörum og fjárfestingavörum. Inn- flutningur á hrávörum jókst um tæpa sjö milljarða milli mánaða á meðan verðmæti innflutnings á fjá- festingavörum öðrum en flutninga- tækjum jókst um þrjá milljarða í mars miðað við mánuðinn á undan. Innflutningur á neysluvörum jókst ennfremur eða um tæpa tvo millj- arða. Vöruskiptajöfnuð- ur dregst saman  Meira flutt inn af hrávöru og fjár- festingavöru Vörur Vöruskiptajöfnuðurinn hefur dregist saman. Markaðurinn fyrir sýndargjald- miðla og hluti í fjölspilaratölvu- leikjum í heiminum nam árið 2009 um þremur milljörðum Bandaríkja- dala, andvirði um 340 milljarða króna. Í nýrri skýrslu Alþjóðabank- ans um raunveruleg viðskipti í sýndarheimum kemur fram að um hundrað þúsund manns, einkum í Kína eða Víetnam, hafa atvinnu sína af því að afla, með löglegum eða ólöglegum hætti, sýndarpen- inga eða -hluta. Gjaldmiðlarnir og hlutirnir eru svo keyptir af spil- urum leikjanna, sem margir búa á Vesturlöndum, fyrir alvöru pen- inga. Athygli vekur að mun stærra hlutfall söluandvirðisins skilar sér til heimalands söluaðila, en til dæm- is í kaffiverslun. Sýndarviðskipti með gullpeninga geta því verið mjög arðbær fyrir þróunarríki. bjarni@mbl.is Mala gull í tonnavís í sýndarheimum  Selja sýndarpeninga fyrir milljarða ● Rekstrarniðurstaða Snæfellsbæjar samkvæmt samanteknum rekstrar- reikningi A- og B-hluta er afgangur að fjárhæð um 127,3 milljónir króna króna. Í tilkynningu frá sveitarfé- laginu segir, að ástæða þessa sé að mestu leyti hærri skatttekjur og lægri fjármagnsgjöld en áætlun árs- ins 2010 gerði ráð fyrir, enda hafi þótt rétt að hafa allar tekjuáætlanir varfærnar ásamt því að gert var ráð fyrir hærri verðbólgu á árinu en raunin varð. Afgangur á rekstri Snæfellsbæjar í fyrra Heimsmarkaðsverð á olíu hefur ekki verið hærra í þrjátíu mánuði. Olíuverð hélt áfram að hækka í gær vegna ótta um að samdráttur verði á framboði á næstunni og vegna gengisþróunar Bandaríkjadals gagnvart helstu gjaldmiðlum. Heimsmarkaðsverð á Brent Norð- ursjávarolíu hækkaði um tæpa tvo dali í gær og fór í 124, 5 dali á fatið. Auk pólitískrar ólgu í stórum olíuútflutningsríkjum hefur vaxta- hækkun Evrópska seðlabankans í vikunni stutt við verðhækkun á olíu. Olíuviðskipti eru gerð upp í Bandaríkjadal og vaxtahækkunin hefur leitt til þess að gengi dalsins hefur veikst gagnvart evru og öðr- um gjaldmiðlum með þeim afleið- ingum að olía og önnur hrávara hefur hækkað í verði. Reuters Dýrir dropar Það er dýrt að láta dæluna ganga um þessar mundir. Olíuverð ekki hærra í tæp þrjú ár                                          !"# $% " &'( )* '$* ++,-., +/.-0. ++0-12 ,+-343 ,5-0.3 +/-5,, +,.-5, +-.+31 +0/-/. +3+-/+ ++,-14 +/2-+/ ++0-// ,+-014 ,5-040 +/-501 +,.-.3 +-.,52 +04-.3 +3,-,3 ,+1-/,,4 ++,-/3 +/2-3. ++/-,, ,+-/,, ,5-/1/ +/-+,/ +,.-0 +-.,2. +04-/4 +3,-0+ Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á http://www.rafis.is/fir/
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.