Morgunblaðið - 09.04.2011, Blaðsíða 26
26 FRÉTTIRViðskipti | atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. APRÍL 2011
STUTTAR FRÉTTIR ...
Þórður Gunnarsson
thg@mbl.is
Svo gæti farið að íslenskir bankar
þurfi að endurreikna öll erlend lán,
en lengi vel hefur verið talið að að-
eins gengisbundin lán til einstak-
linga þurfi að sæta endurútreikningi
til samræmis við ákvörðun Hæsta-
réttar. Um síðustu áramót voru um
835 milljarðar af gengisbundnum
lánum á efnahagsreikningum ís-
lenskra banka. Þar af er meira en
fjórðungur hjá NBI, eða um 235
milljarðar króna. Þar af eru um 163
milljarðar króna af lánum til við-
skiptavina, en afgangurinn er lán til
annarra fjármálastofnana. Upphæð-
in hefur lækkað mikið frá árslokum
2009, þegar erlend útlán NBI námu
um 480 milljörðum króna. Ein
stærsta skuld NBI er við gamla
bankann í formi skuldabréfs sem
gefið var út til skilanefndarinnar.
Samkvæmt upplýsingum frá NBI
myndi það kosta bankann um 16
milljarða ef öll erlend lán yrðu
dæmd ólögmæt.
Þrír mismunandi dómar
Í júní á síðasta ári komst Hæsti-
réttur að þeirri niðurstöðu að geng-
istryggð lán til einstaklinga væru
ólögmæt. Í febrúar á þessu ári gekk
síðan sá dómur að gengistryggð lán
til fyrirtækja væru ólögmæt. Stóð
þá eftir að úrskurða um lögmæti
svokallaðra fjölmyntalána, eða lána
sem voru tekin í mörgum mismun-
andi myntum. Í febrúar á þessu ári
dæmdi Héraðsdómur Reykjavíkur
þrotabúi fyrirtækisins Motormax í
vil í slíku máli, en Hæstiréttur hefur
hins vegar ekki dæmt í málinu. Þó
tekur Hæstiréttur efnislega afstöðu
til fjölmyntalána í frávísunarúr-
skurði sem kveðinn var upp í byrjun
síðasta mánaðar. Í þeim úrskurði er
vitnað til dómsins í júní á síðasta
ári, þar sem gengisbundið lán til
einstaklings var dæmt ólögmætt.
Eiríkur S. Svavarsson lögmaður
sagði í samtali við Morgunblaðið í
gær að vart væri hægt að ráða ann-
að af úrskurðinum en að útlit sé fyr-
ir að íslenskir bankar þurfi að end-
urútreikna nær öll erlend lán á
sínum bókum.
Málflutningur í máli Motormax
verður í Hæstarétti í næsta mánuði.
Þegar dómur gengur í því máli ætti
að verða fullkomlega og endanlega
ljóst hvort fjölmyntalán séu lögmæt.
Tók afstöðu til fjölmyntalána í mars
Ekki verður annað ráðið af frávísunarúrskurði Hæstaréttar en að efnisleg afstaða hafi verið tekin til
lögmætis fjölmyntalána Málflutningur í Motormax-málinu í næsta mánuði Talsvert undir hjá NBI
Hæstiréttur Afstaða tekin gagnvart
fjölmyntalánum í frávísunarúrskurði.
Fjölmyntalán
» Fram kemur í ársreikningi
NBI að útlánaáhætta vegna er-
lendra lána minnki um 124
milljarða ef Hæstiréttur dæmir
Motormax í vil.
» NBI segir að kostnaður
bankans við slíkan endurreikn-
ing verði um 16 milljarðar
króna, en lánasamningurinn í
Motormax-málinu er mjög al-
gengur í lánasafni NBI, að því
er heimildir Morgunblaðsins
herma. Málflutningur í Mot-
ormax-málinu fer fram í næsta
mánuði.
● Fjöldi þinglýstra kaupsamninga á
höfuðborgarsvæðinu 1. apríl til og
með 7. apríl var 114. Þar af voru 88
samningar um eignir í fjölbýli, 19
samningar um sérbýli og 7 samningar
um annars konar eignir en íbúðar-
húsnæði. Heildarveltan var 4.730
milljónir króna og meðalupphæð á
samning 41,5 milljónir króna. Velta á
fasteignamarkaði hefur verið að auk-
ist og var veltan í mars sú mesta frá
því fyrir hrun haustið 2008.
Tæpra 5 milljarða velta
● Skuldabréfavísitala GAMMA hækkaði
um 0,06 prósent í viðskiptum gær-
dagsins og endaði í 206,73 stigum.
Verðtryggði hluti vísitölunnar hækkaði
um 0,04 og sá óverðtryggði um 0,12
prósent. Heildarvelta á skuldabréfa-
markaði í gær nam 9,3 milljörðum
króna.
Úrvalsvísitala Kauphallarinnar hækk-
aði um 0,90 prósent í gær og endaði í
992,35 stigum. Bréf BankNordik
hækkuðu um 4,98 prósent og Ice-
landair um 1,64 prósent, en önnur bréf
stóðu í stað. bjarni@mbl.is
Hækkanir á mörkuðum
Örn Arnarson
ornarnar@mbl.is
Verulega hefur dregið úr vöru-
skiptajöfnuði það sem af er ári mið-
að við sama tíma í fyrra. Sam-
kvæmt bráðabirgðatölum
Hagstofunnar fyrir vöruskiptin við
útlönd í mars voru þau hagstæð um
6,5 milljarða, en á sama tíma í fyrra
voru þau hagstæð um 11,5 millj-
arða. Þegar litið er til fyrstu
þriggja mánaða ársins sést einnig
hversu mikið hefur dregið úr vöru-
skiptajöfnuðinum: fyrstu þrjá mán-
uði þessa árs nam hann 24 millj-
örðum á meðan hann var 31
milljarður á sama tíma í fyrra.
Innflutningur fór vaxandi
fyrstu mánuði ársins
Ástæðan fyrir minni viðskipta-
jöfnuði er aukinn innflutningur á
síðustu mánuðum. Samkvæmt töl-
um Hagstofunnar voru fluttar inn
vörur fyrir tæpa 45 milljarða í
marsmánuði. Innflutningurinn nam
samtals um 66 milljörðum í janúar
og febrúar. Verðmæti útfluttrar
vöru nam hins vegar ríflega 51
milljarði í mars samkvæmt bráða-
birgðatölum en alls voru fluttar út
vörur fyrir 84 milljarða fyrstu tvo
mánuði ársins.
Innflutningur jókst um 12 millj-
arða í marsmánuði miðað við febr-
úar. Aukningin skýrist að stærstum
hluta af auknum innflutningi á hrá-
vörum og fjárfestingavörum. Inn-
flutningur á hrávörum jókst um
tæpa sjö milljarða milli mánaða á
meðan verðmæti innflutnings á fjá-
festingavörum öðrum en flutninga-
tækjum jókst um þrjá milljarða í
mars miðað við mánuðinn á undan.
Innflutningur á neysluvörum jókst
ennfremur eða um tæpa tvo millj-
arða.
Vöruskiptajöfnuð-
ur dregst saman
Meira flutt inn
af hrávöru og fjár-
festingavöru
Vörur Vöruskiptajöfnuðurinn hefur
dregist saman.
Markaðurinn fyrir sýndargjald-
miðla og hluti í fjölspilaratölvu-
leikjum í heiminum nam árið 2009
um þremur milljörðum Bandaríkja-
dala, andvirði um 340 milljarða
króna. Í nýrri skýrslu Alþjóðabank-
ans um raunveruleg viðskipti í
sýndarheimum kemur fram að um
hundrað þúsund manns, einkum í
Kína eða Víetnam, hafa atvinnu
sína af því að afla, með löglegum
eða ólöglegum hætti, sýndarpen-
inga eða -hluta. Gjaldmiðlarnir og
hlutirnir eru svo keyptir af spil-
urum leikjanna, sem margir búa á
Vesturlöndum, fyrir alvöru pen-
inga.
Athygli vekur að mun stærra
hlutfall söluandvirðisins skilar sér
til heimalands söluaðila, en til dæm-
is í kaffiverslun. Sýndarviðskipti
með gullpeninga geta því verið
mjög arðbær fyrir þróunarríki.
bjarni@mbl.is
Mala gull í tonnavís
í sýndarheimum
Selja sýndarpeninga fyrir milljarða
● Rekstrarniðurstaða Snæfellsbæjar
samkvæmt samanteknum rekstrar-
reikningi A- og B-hluta er afgangur
að fjárhæð um 127,3 milljónir króna
króna. Í tilkynningu frá sveitarfé-
laginu segir, að ástæða þessa sé að
mestu leyti hærri skatttekjur og
lægri fjármagnsgjöld en áætlun árs-
ins 2010 gerði ráð fyrir, enda hafi
þótt rétt að hafa allar tekjuáætlanir
varfærnar ásamt því að gert var ráð
fyrir hærri verðbólgu á árinu en
raunin varð.
Afgangur á rekstri
Snæfellsbæjar í fyrra
Heimsmarkaðsverð á olíu hefur
ekki verið hærra í þrjátíu mánuði.
Olíuverð hélt áfram að hækka í gær
vegna ótta um að samdráttur verði
á framboði á næstunni og vegna
gengisþróunar Bandaríkjadals
gagnvart helstu gjaldmiðlum.
Heimsmarkaðsverð á Brent Norð-
ursjávarolíu hækkaði um tæpa tvo
dali í gær og fór í 124, 5 dali á fatið.
Auk pólitískrar ólgu í stórum
olíuútflutningsríkjum hefur vaxta-
hækkun Evrópska seðlabankans í
vikunni stutt við verðhækkun á
olíu. Olíuviðskipti eru gerð upp í
Bandaríkjadal og vaxtahækkunin
hefur leitt til þess að gengi dalsins
hefur veikst gagnvart evru og öðr-
um gjaldmiðlum með þeim afleið-
ingum að olía og önnur hrávara
hefur hækkað í verði.
Reuters
Dýrir dropar Það er dýrt að láta
dæluna ganga um þessar mundir.
Olíuverð ekki
hærra í tæp þrjú ár
!"# $% " &'( )* '$*
++,-.,
+/.-0.
++0-12
,+-343
,5-0.3
+/-5,,
+,.-5,
+-.+31
+0/-/.
+3+-/+
++,-14
+/2-+/
++0-//
,+-014
,5-040
+/-501
+,.-.3
+-.,52
+04-.3
+3,-,3
,+1-/,,4
++,-/3
+/2-3.
++/-,,
,+-/,,
,5-/1/
+/-+,/
+,.-0
+-.,2.
+04-/4
+3,-0+
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
http://www.rafis.is/fir/