Morgunblaðið - 09.04.2011, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 09.04.2011, Blaðsíða 48
48 DAGBÓK MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. APRÍL 2011 Orð dagsins: Verðið heldur sjálfir heil- agir í allri hegðun, eins og sá er heil- agur, sem yður hefur kallað. (1Pt. 1, 15) Víkverji er ekki klettur í hafinu.Hann er háður áhrifum um- hverfisins og veðrast nokkuð hratt, að eigin mati, þótt öðru fólki sýnist hann nokkuð stabíll í amstri hvers- dagsins. Nú er hið hífandi rok þjóð- málaumræðunnar farið að segja til sín og hin grenjandi rigning frétta- vefja og bloggheima farin að hola steininn. Tvö og hálft ár af þjóðar- bölmóði hafa sín áhrif. Og nei, Vík- verji er ekki að tala um Icesave-mál- ið sérstaklega. Þetta er almennara. x x x Hér virðist vera orðin nokkurskonar samstaða um að allt leyfist í opinberri umræðu (nema auðvitað að vera bjartsýnn), öllum sem koma með nýstárlegar hug- myndir megi hafna umsvifalaust, dæma þá og úthrópa sem föður- landssvikara, vitleysinga eða það sem verst er af öllu: peningamenn. x x x Auðmenn, auðkýfingar, fjár-festar, sparifjáreigendur. Allt er þetta vont fólk. x x x Ekkert er verra á Nýja Íslandi enað vilja gera eitthvað, reka at- vinnustarfsemi, finna upp eitthvað nýtt, gera eitthvað nýtt. Við öllu slíku þarf að gjalda varhug, kveða það í kútinn, kæfa í fæðingu. Óttinn við útlendinga er líka geigvænlegur. x x x Víkverji óskar þess heitast að Ís-lendingar láti af þessari maníó- depressívu hjarðhegðun og taki til- verunni með meira jafnaðargeði, þrátt fyrir að yfir þá ríði áföll, sum jafnvel alvarleg. Mikið væri það ánægjulegt ef Íslendingar áttuðu sig einn daginn á tvenns konar sannleik. x x x Annars vegar því að Íslendingarsem þjóð eru hvorki verri né betri en aðrar þjóðir. Bara jafngóðir. Hins vegar að hver og einn Íslend- ingur er hvorki verri né betri en aðr- ir Íslendingar. Bara jafngóður. Þetta gæti gert mikið fyrir íslenska sálartetrið. víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 hægfara, 8 slappir, 9 innhverfur, 10 spils, 11 geta neytt, 13 deila, 15 höfuðfata, 18 drengs, 21 fugl, 22 gras- flötur, 23 púkinn, 24 skipshlið. Lóðrétt | 2 heldur heit, 3 kroppa, 4 bárur, 5 fuglum, 6 feiti, 7 ósoðna, 12 op, 14 greinir, 15 beitarland, 16 nöldri, 17 gömul, 18 lítinn, 19 héldu, 20 fífl. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 frami, 4 holur, 7 Kobbi, 8 ræðum, 9 nef, 11 næði, 13 ugla, 14 lútur, 15 þjöl, 17 græt, 20 þrá, 22 gýgur, 23 bútum. 24 rolla, 25 túnin. Lóðrétt: 1 fákæn, 2 afboð, 3 iðin, 4 horf, 5 liðug, 6 rýmka, 10 eitur, 12 ill, 13 urg, 15 þægur, 16 öngul, 18 rætin, 19 tóman, 20 þróa, 21 ábót. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 9. apríl 1982 Mattheusarpassía Bachs var flutt í fyrsta sinn í heild hér á landi, í Háskólabíói. Flytj- endur voru á fjórða hundrað, Pólýfónkórinn, Hamrahlíðar- kórinn, Kór Öldutúnsskóla, kammerhljómsveitir og ein- söngvarar. Flutningurinn tók rúmar fjórar klukkustundir. Stjórnandi var Ingólfur Guð- brandsson. 9. apríl 2003 Anders Fogh Rasmussen, for- sætisráðherra Dana, afhenti Davíð Oddssyni forsætisráð- herra frumrit fyrstu stjórnar- skrár Íslands frá 1874. Hún var síðan til sýnis í Þjóðmenn- ingarhúsinu. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson. Þetta gerðist… Þröstur Ingvason, söluráðgjafi hjá Flügger-litum, fagnar fjörutíu ára afmæli sínu í dag með nánustu ættingjum á heimili sínu í Keflavík. Hann er harð- ákveðinn í því að láta dægurmálaþrasið ekki eyði- leggja steminguna á afmælisdaginn. „Ég hendi þeim út sem byrja að ræða Icesave í afmælinu,“ segir hann og hlær. „Ég er búinn að segja fólkinu það.“ Veislan verður smá í sniðum að þessu sinni, segir Þröstur. „Síðan ætla ég að halda stærri veislu seinna. Konan mín verður fertug á næsta ári og við ætlum að slá þessu saman bara.“ Kona Þrastar heitir Þorkatla Sigurðardóttir og saman eiga þau þrjú börn, þau Arnar Þór, Sigurð Þór og Hildi Ósk. Svo skemmtilega vill til að börnin eiga öll afmæli í apríl, eins og faðir þeirra. Sigurður Þór átti sjálfur stórafmæli þegar hann varð 10 ára hinn 1. apríl, Arnar Þór verður 12 ára hinn 15. og Hildur Ósk fjögurra ára hinn 24. En þótt Þröstur hafi úthýst Icesave-umræðum úr sjálfri veislunni segist hann reikna með því að fara á kjörstað, þótt hann hafi ekki enn gert upp hug sinn þegar þetta er ritað. „Ég hefði viljað hafa „kannski“-möguleika, því enginn hefur getað sagt mér hvað gerist ef ég segi já eða ef ég segi nei,“ segir hann að lokum. Þröstur Ingvason er fertugur í dag Ekkert Icesave í afmælinu! Reykjavík Hrafn fæddist 1. janúar. Hann vó 3.515 g og var 51,5 cm langur. For- eldrar hans eru Guðrún Helga- dóttir og Gunn- ar Már Gunn- arsson. (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Lífið er stundum enginn leikur og þolinmæðin er þrautgóð. Reyndu að halda í jákvæðnina, það kemur dagur eftir þennan. (20. apríl - 20. maí)  Naut Ýmsir möguleikar eru í stöðunni svo þú skalt ekki skrifa undir neitt fyrr en þú hefur kynnt þér alla möguleika. Fólk getur alltaf lært, sama hversu gamalt það er. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Gættu þess að hafa allt þitt á hreinu gagnvart yfirvöldunum því það er ekkert grín þegar einhver vitleysa fer af stað í kerfinu. Lærðu að stjórna ótta þínum. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Þú ert forvitinn og hefur gaman af að spjalla við aðra og skiptast á skoðunum. Hafðu þetta í huga og gerðu það sem í þínu valdi stendur til að draumar þínir geti ræst. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Samræður við vin skipta talsverðu máli í dag. Drífðu í hlutunum og bíddu ekki eftir utanaðkomandi aðstoð. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Nú er tími til þess að fara úr vits- munalega hamnum yfir í þann líkamlega; hugsaðu minna og framkvæmdu meira. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Taktu því rólega þar til geðvonskan gengur yfir. Það að beita sig aga getur verið erfitt í byrjun en venst eins og allt annað. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Þú kannt að þurfa að glíma við vandamál tengd börnum í dag. Of margt get- ur farið úrskeiðis þessa dagana. Fáðu að- stoð, ef það er það sem þarf til þess að þú getir staðið við þitt. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Þú hefur það í hendi þér að skapa eitthvað frumlegt og mjög sérstakt í dag. Til að auka líkurnar á að finna ástina í þínu lífi þarftu að hætta að leita. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Þeir sem hörfuðu frá þér koma nú aftur, þegar þú hefur staðið við þitt og stendur með pálmann í höndunum. Makar og vinir virðast einstaklega hressir og skemmtilegir. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Það er ekkert eðlilegra en að skipta um skoðun þegar sannindi úreldast og önnur koma í staðinn. Settu þig í fyrsta sæti. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Einhver þér eldri og vitrari gæti gefið þér góð ráð í dag. Vertu á varðbergi, en gefðu öllu gaum sem þér finnst áhugavert. Stjörnuspá Björn Gústafs- son, Dvalarheim- ilinu Höfða á Akranesi, verður áttatíu og fimm ára mánudaginn 11. apríl. Hann tekur á móti gest- um á Dvalarheim- ilinu Höfða á morgun, 10. apríl kl. 16-18. 85 ára Árni Pét- ursson gleði- gjafi, rafvirkja- meistari og Gróttu-maður verður fimm- tugur á morgun, 10. apríl. Hann mun twista sig inn í 50. aldurs- árið í kvöld. 50 ára Nýbakaðir foreldrar? Sendið mynd af barninu til birtingar í Morgunblaðinu Frá forsíðu mbl.is er einfalt að senda mynd af barninu með upplýsingum um fæðingarstað, stund, þyngd, lengd, ásamt nöfnum foreldra. Einnig má senda tölvupóst á barn@mbl.is Sudoku Frumstig 1 9 3 2 7 9 2 6 8 5 7 2 9 5 3 1 5 1 6 2 7 3 2 8 5 7 8 4 1 6 1 2 5 7 4 9 5 4 5 6 6 8 1 7 5 2 4 2 8 1 9 7 8 4 3 6 5 6 8 1 3 7 2 9 4 1 5 7 2 3 9 4 1 2 7 3 6 5 4 8 1 9 9 4 1 2 8 3 7 5 6 6 5 8 1 9 7 4 3 2 7 8 6 4 2 5 3 9 1 1 9 2 3 7 8 6 4 5 4 3 5 9 1 6 2 7 8 3 1 9 7 6 2 5 8 4 8 2 7 5 4 1 9 6 3 5 6 4 8 3 9 1 2 7 9 3 5 7 8 2 6 1 4 2 6 4 3 1 5 8 7 9 1 7 8 4 6 9 5 2 3 4 2 6 9 5 7 1 3 8 8 9 3 6 2 1 4 5 7 7 5 1 8 3 4 2 9 6 6 8 2 1 9 3 7 4 5 3 1 7 5 4 8 9 6 2 5 4 9 2 7 6 3 8 1 4 9 2 5 1 3 6 7 8 1 3 8 4 6 7 5 2 9 5 6 7 8 9 2 4 3 1 2 4 6 9 3 5 8 1 7 7 1 3 6 2 8 9 4 5 9 8 5 7 4 1 2 6 3 6 5 4 3 7 9 1 8 2 3 2 9 1 8 4 7 5 6 8 7 1 2 5 6 3 9 4 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig töl- urnar 1-9 og aldrei má tví- taka neina tölu í röðinni. Í dag er laugardagur 9. apríl, 99. dagur ársins 2011 Skák Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is 1. Rf3 f5 2. d3 Rf6 3. e4 d6 4. Bg5 e5 5. Rc3 Be7 6. Rh4 0-0 7. Rxf5 Bxf5 8. exf5 d5 9. Be2 d4 10. Re4 Rxe4 11. Bxe7 Dxe7 12. dxe4 Db4+ 13. Dd2 Dxb2 14. 0-0 Da3 15. Bc4+ Kh8 16. Hab1 b6 17. Hb5 Dd6 18. f4 Rd7 19. Hd5 De7 20. Bb5 Had8 21. Bxd7 Hxd7 22. Hxd7 Dxd7 23. fxe5 c5 24. e6 De7 25. Df4 c4 26. De5 d3 27. cxd3 cxd3 28. Hd1 Hd8 29. Dc3 Dd6 Staðan kom upp í A-flokki Norð- urlandamóts einstaklinga í skólaskák sem fór fram fyrr á þessu ári í Osló í Noregi. Daninn Dara Akdag (2.186) hafði hvítt gegn Dominik Danielsson (1.630) frá Svíþjóð. 30. Hxd3! Dxd3 31. Dxd3 Hxd3 og svartur gafst upp um leið enda fátt til varna eftir 32. e7. Hvítur á leik. Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Djúp vísbending. Norður ♠D653 ♥K842 ♦Á ♣KG104 Vestur Austur ♠74 ♠ÁKG102 ♥DG ♥9 ♦8632 ♦G1095 ♣Á9852 ♣763 Suður ♠98 ♥Á107653 ♦KD74 ♣D Suður spilar 4♥. „Þetta var hrein ágiskun,“ er algeng viðbára spilara eftir klúður. Terence Reese gefur lítið fyrir slík undanbrögð: „Langoftast er einhverja vísbendingu að hafa,“ fullyrðir Reese, en viður- kennir að stundum liggi hún djúpt. Útspilið er ♠7. Vörnin hefur betur ef austur spilar laufi í öðrum slag, fær aftur spaða frá makker og spilar þá þeim þriðja. Þannig uppfærist fjórði varnarslagurinn á tromp. Ekki dugir að spila spaða þrisvar í byrjun, því sagnhafi nær þá að losa sig við tap- spilið í laufi. Austur sá þessa hættu fyrir og skipti strax yfir í lauf. En makker hans reikn- aði með einspili og svaraði með öðru laufi. Ekki gott. Var um hitting að ræða? „Nei,“ staðhæfir Reese: „Austur tók fyrsta slaginn á ♠10, en hefði drep- ið með ÁS ef hann hefi viljað stungu.“ Nýirborgarar Flóðogfjara 9. apríl Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólaruppr. Sólsetur Reykjavík 3.32 0,9 9.34 3,1 15.42 0,9 22.01 3,3 6.18 20.42 Ísafjörður 5.45 0,4 11.37 1,5 17.54 0,4 6.16 20.54 Siglufjörður 1.39 1,2 7.58 0,3 14.27 1,1 20.08 0,5 5.59 20.37 Djúpivogur 0.47 0,6 6.33 1,6 12.50 0,5 19.08 1,8 5.46 20.13 Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.