Morgunblaðið - 09.04.2011, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 09.04.2011, Blaðsíða 37
UMRÆÐAN 37Bréf til blaðsins MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. APRÍL 2011 Sem atvinnurekandi í 40 ár velti ég fyrir mér, hvers vegna og í umboði hvers SA blanda kvótanum inn í kjarasamningana. Höfum við ekki fengið nógu margar hótanir og þvinganir frá AGS og vinaþjóðum okkar í Evrópu? Útspil SA, að ekki verði skrifað undir kjarasamninga verði Icesave fellt, skýrir málið. Það er nefnilega þannig að SA og sumum verkalýðsforingjum er mikið kapps- mál að ganga í Evrópuklúbbinn. Helsta hindrun þess að hneppa þjóð- ina í þá fjötra er að auðlindin í sjónum haldist í þjóðareign. Til sanns vegar má færa að við ráð- um yfir auðlindinni fái þeir, sem við höfum trúað fyrir kvótanum, yfir- ráðarétt á honum í 30 ár í viðbót. Mál- ið er samt ekki svona einfalt. Kvótinn verður ekki þjóðareign við það frekar en þessi ár sem kvótagreifarnir hafa höndlað með hann. Nema síður sé. Á bakvið tjöldin eru sömu aðilar og komu á framsali kvótans. Afleiðing þess var að máttarstólpar margra minni byggðarlaga seldu kvóta „sinn“ og eyðilögðu um leið samfélagið, sem treysti þeim fyrir uppsprettu auðsins. Það er næsta víst að nái SA markmiði sínu þá munu kvótahafar finna leið til að framselja kvót- ann úr landi – beint eða óbeint – og þannig selja eða stela honum aftur. Þetta er ekki hræðsluáróð- ur. Það er bara nákvæmlega svona í Evrópu- sambandinu. Dæmi eru um að aldagömul og gjöful vínhéruð á Spáni framleiði ekki lengur vín. Franskir vínbændur keyptu kvótann af smábændunum og fluttu til Frakklands. Af þessum ástæðum hvet ég launþegasamtök til að skrifa ekki undir kjarasamninga án þess að tryggt sé að kvótanum verði skilað til þjóðarinnar. Jóhanna hefur talað fyrir þjóðaratkvæða- greiðslum. Vonandi endar hún ekki framan af glæstan feril sinn á því að skipta á kvótanum og ESB. Ég hvet landsmenn til að fella Icesave. Verði Icesave samþykkt er í viðbót við allt hitt komið fordæmi fyrir því, að í þar- næstu kjarasamningum verði ekki skrifað undir, nema fyrst verði sam- þykkt að ganga í fallit ESB. SIGURÐUR ODDSSON, verkfræðingur. Samtök atvinnu- lífsins (SA)? Frá Sigurði Oddssyni Sigurður Oddsson Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir blés mikinn og heimtaði að forsætisráð- herra segði af sér, af því að hún fól öðr- um að meta flokks- og kynsystur sína til hæfis í embætti. Jóhanna á að segja af sér! – Ráð- herrans er jú ábyrgðin! – Ja! svei! Mér er spurn: hvaða gögn hefur jafnréttisnefnd undir höndum, sem fluttu konukindina upp um fimm sæti í hæfnismati? Hvenær hefur ráðherra Sjálfstæð- isflokksins sagt af sér fyrir að draga vilholla menn upp fyrir þá sem voru hærri að hæfnismati? Hverjir hafa skipað í Hæstarétt undanfarin ár aðrir en sjálfstæð- ismenn? Hvers vegna fellir Hæstiréttur svona fáránlega dóma og hengir sig í aukaatriði, þegar það stendur skýrt í lögum að ekki skuli ógilda kosningar, nema ljóst sé að vankantarnir hafi haft áhrif á kosningarnar (hvar eru áhrif- in)? Englendingar og Hollendingar neit- uðu að setjast að samningaborði, fyrr en allir stjórnmálaflokkar settust að því, eftir að hæstvirtur forseti neitaði að staðfesta fyrri samning. Allir Ís- lendingar þakka forsetanum nú fyrir það, enda varð það til þess að allir vinnumennirnir okkar á þingi settust að borðinu, þótt sumir gerðu það með hangandi hendi. Þetta hafði í för með sér mun hagstæðari samning, sem var samþykktur með sannfærandi meiri- hluta á Alþingi Íslendinga. Nema hvað forsetinn tekur sér það bessaleyfi (enda býr hann á Bessa- stöðum) að hundsa ákvörðun Alþingis í skjóli þess að áður hafði farið fram at- kvæðagreiðsla um að vísa málinu til þjóðarinnar, sem hafði með minni meirihluta verið felld af Alþingi. Auk þess hafði hann í höndum vafa- saman undirskriftalista, sem hann hef- ur ekki enn sagt mér hvort ég er á eða ekki, en þar var ég ekki svo að ég viti til. Hann vísaði einnig til þess að hann hefði áður vísað samningnum til þjóðarinnar, svo að hann liti svo á að málið væri enn í höndum hennar. Hann gleymdi því bara að þetta var allt annar samningur og eftir þessum rökum ætti hann hér eftir að vísa öll- um málum til þjóðarinnar, fyrst hann væri á annað borð byrjaður á því. Ég vona bara að þjóðin hafi vit til að bjarga forsetanum og orðstír Íslend- inga með því að segja JÁ! á laugardag- inn. Það hefur aldrei verið talið vitlegt að berja höfðinu við steininn og þeir, sem vilja gera það núna, hefðu átt að gera það meðan Sjálfstæðisflokkurinn var enn við völd en ekki bíða þangað til að hægt væri að nota það til að gera stjórnsýslu íslenska ríkisins ómerka og skipa okkur á bekk með þeim ríkj- um, sem hafa verið nefnd banana- lýðveldi af lítilli virðingu a.m.k. hingað til. Að lokum langar mig til að spyrja, af hverju á að hengja Geir Haarde ein- an fyrir afglöp Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgrímssonar sem seldu bankana án þess að fá þá borgaða og létu ríkisábyrgðina fylgja með í kaup- bæti? Hingað til hefur ekki verið sak- næmt að vera heimskur. Hvar er svo hátæknisjúkrahúsið, sem átti að byggja fyrir það sem fékkst (eða fékkst ekki?) fyrir Símann. Hver ætlar að axla ábyrgð á gjald- þroti Seðlabankans, sem er trúlega stærra en Icesave? ÞÓRHALLUR HRÓÐMARSSON, fyrrv. framhaldsskólakennari. Sitt af hverju tagi Frá Frá Þórhalli Hróðmarssyni Þórhallur Hróðmarsson Kröfuhafarnir í þrotabúi Landsbank- ans eru mörg af stærstu fjármálafyr- irtækjum veraldar. Þau vinna nú að því með færustu lög- mönnum í heimi að reyna að hnekkja neyðarlögunum. Ef þeim tekst að hnekkja neyðarlögunum þá verða innistæður ekki lengur for- gangskröfur í þrotabúi Lands- bankans. Ef þessum aðilum tekst að hnekkja neyðarlögunum þá þýð- ir það að þessir aðilar munu fá stærstan hluta af eignum þrota- búsins í sinn hlut. Lítið fæst þá upp í Icesave-innistæðurnar. Átt- um okkur á því að með því að sam- þykkja Icesave-samninginn þá er- um við að ábyrgjast að greiða Bretum og Hollendingum Icesave óháð því hvort neyðarlögin halda eða ekki. Þessir aðilar eru í dag að reyna að hnekkja neyðarlögunum fyrir íslenskum dómstólum með því að leggja til grundvallar stjórnarskrárvarinn eignarétt sem er skýr í íslensku stjórnarskránni annars vegar og í Mannréttinda- sáttmála Evrópu hins vegar. Á föstudaginn birtist á mbl.is frétt af viðbrögðum talsmanns eins þessara lánardrottna við dómi hér- aðsdóms um heildsöluinnlánin þar sem neyðarlögin voru óbeint stað- fest. Á þessum talsmanni var eng- an bilbug að finna og sagði hann að dómur héraðsdóms færi gegn ís- lensku stjórnarskránni og Mann- réttindasáttmála Evrópu og hann er þess fullviss að Hæstiréttur muni komast að annarri nið- urstöðu. Neyðarlögin fyrir Mannrétt- indadómstól Evrópu? Vel getur því farið svo að það verði fyrst þegar Mannréttinda- dómstóll Evrópu kveður upp sinn dóm eftir 3 til 5 ár að við vitum hvort neyðarlögin halda. Vel getur farið svo að þá fyrst vitum við hvort eignirnar sem eru í þrotabúi Landsbankans verða til ráðstöf- unar upp í Icesave. Ef neyðarlög- unum verður hnekkt þá falla hátt í 674 milljarðar á ríkissjóð. Sam- kvæmt upplýsingum frá samninga- nefndinni þá kostar það 674 millj- arða að tryggja lágmarksinnistæður, 20.887 evrur á öllum Icesave reikningunum. Verði neyðarlögunum hnekkt þá fellur mjög stór hluti af þessari fjárhæð á ríkissjóð. Það er að segja ef við samþykkjum Icesave samninginn þann 9. apríl nk. og höfum þar með veitt þessa rík- isábyrgð. Þetta staðfesti Lee Buchheit í viðtali í Silfrinu á sunnudag- inn. Verði neyðarlög- unum hnekkt sagði hann, þá falla gríð- arlegar skuldbind- ingar á ríkissjóð. Lee Buchheit upplýsti að gert væri ráð fyrir þessum möguleika í Icesave-samningnum. Hann sagði að menn hefðu reiknað með því að þetta gæti gerst. Þess vegna er gert ráð fyrir því í Icesave-samningnum að það geti tekið ríkissjóð næstu 37 árin að greiða upp Icesave. Þess vegna má ekki veita þessa ríkisábyrgð. Þess vegna má ekki samþykkja Icesave. Icesave er rétt að byrja, hvort heldur við segjum já eða nei. Gerum okkur grein fyrir því að þetta Icesave-mál er rétt að byrja, hvort heldur þjóðin velur já eða nei á laugardaginn. Gríðarleg óvissa mun ríkja um afdrif þessa máls þar til dómur fellur fyrir Hæstarétti og hugsanlega í fram- haldi fyrir Mannréttindadómstól Evrópu um það hvort neyðarlögin halda. Sérstaklega mun þessi óvissa plaga okkur ef við sam- þykkjum Icesave og veitum þessa ríkisábyrgð. Við skulum líka muna að ef við höfnum Icesave 3 og neyðarlögin halda þá fá Bretar og Hollendingar, vegna neyðarlag- anna, 94% af sínum ýtrustu kröf- um, þ.e. tæpa 1.200 ma. Ef við segjum nei þá borgum ekkert á næstu tveim til þrem árum og það sem mest er um vert, engin rík- isábyrgð verður veitt. Málið fer þá fyrir dómstóla og þá gefst tæki- færi til að taka tillit til þess hvort neyðarlögin halda eða ekki. Eins gefst þá tækifæri, ef menn vilja, til að bjóða Bretum og Hollendingum aftur að samningaborðinu þegar réttaróvissunni um neyðarlögin hefur verið eytt. Ef við segjum já og neyðarlögin halda ekki þá falla gríðarlegar fjárhæðir á ríkissjóð og þjóðin verður skattpínd og slig- uð næstu 37 árin að borga Ice- sasve. Að samþykkja Icesave meðan það ríkir réttaróvissa um hvort neyðarlögin halda er óásættanlegt fjárhættuspil. Að segja nei er eina skynsamlega leiðin út úr þessu klúðri. Gríðarlegar fjárhæðir falla á ríkissjóð verði neyðarlögunum hnekkt Eftir Friðrik Hansen Guðmundsson » Þess vegna má ekki veita þessa rík- isábyrgð. Þess vegna má ekki samþykkja Ice- save. Friðrik Hansen Guðmundsson Höfundur er verkfræðingur. Erindi: Íslandsljóð En, - gáfum gædda þjóð! Gleymdu ei, hver svefni þeim þig svæfði, Sérhvert lífsmark Íslands deyddi og kæfði, hungurs ár þín, tjón þitt, tár þín tíndi í maura sjóð. Skildu rétt, hvar skórinn að þér kreppir. Skildu, hver í bönd þig hneppti og hneppir. Engu að gleyma í Höfn né heima.- Heil, mín ættarslóð. Höfundur Einar Benediktsson Ég er sammála Davíð Oddssyni hvað skuldir óreiðumanna varðar. Þjóðinni ber ekki lagaleg skylda til að greiða skuldir sem hún hefur ekki stofnað til. Málarekstur gegn henni vegna þessa máls er fyrirfram tapaður. Ég skil ekki alveg ákafa minnar ágætu vinkonu, Jóhönnu Sigurð- ardóttur, í að berja þetta í gegn. Að vísu sagðist hún í viðtali vera orðin þreytt á málinu og vildi skvera það af borðinu svo hægt væri að fara í önnur. Skiljanlega hafa undanfarnir mánuðir tekið á, og ráðherrann þreyttur, en það réttlætir ekki fljót- færni. Reynumst þjóð okkar vel og segj- um nei. ALBERT JENSEN trésmíðameistari Nei við Icesave-skuldum Frá Albert Jensen
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.