Morgunblaðið - 09.04.2011, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 09.04.2011, Blaðsíða 25
FRÉTTIR 25Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. APRÍL 2011 Björn Björnsson Sauðárkrókur | Alexandra Cherny- shova óperusöngkona hefur búið ásamt fjölskyldu sinni í Skagafirði, nánar tiltekið á Hofsósi, síðastliðin sex ár, en skömmu eftir komu sína hóf hún rekstur Söngskóla Alex- öndru og stofnaði stúlknakórinn Draumaraddir norðursins, kór sem spannar yfir Norðurland vestra allt frá Skagafirði og til Vestur- Húnavatnssýslu. Í beinu framhaldi af þessu var stofnuð Ópera Skagafjarðar sem starfað hefur síðan árið 2006. Óper- an hefur ráðist í nokkur metn- aðarfull verkefni með frábærum ár- angri, og þannig var óperan La Traviata uppfærð árið 2007 og strax árið eftir verkið Rigoletto, en síðan kom söngdagskrá um hið ástsæla tónskáld Sigvalda Kaldalóns. Hin góðkunna leikkona Guðrún Ás- mundsdóttir hefur annast uppsetn- ingu sýninganna, og einnig skrifaði hún dagskrána um Sigvalda Kalda- lóns. Og enn eru þær vinkonurnar Alex- andra og Guðrún komnar á fulla ferð, slá hvergi af, og nú er viðfangs- efnið Phantom of the Opera, en Guð- rún hefur skrifað nýja leikgerð þessa vinsæla verks og mun fyrsta sýning verða í menningarhúsinu Miðgarði þann 1. maí næstkomandi, en síðan verða sýningar í Hofinu á Akureyri og í Tjarnarbíói í Reykjavík. Í stuttu spjalli við þær vinkon- urnar kom berlega fram að hvert verk er ný áskorun og hindranir sem alltaf verða einhverjar eru bara til þess að stíga yfir þær, og það er deg- inum ljósara að þær beinlínis lifa fyr- ir listina því að svo gaman er að fást við þessa hluti. Leikstjórinn segir: „Það er svo gaman að fást við þetta, sjáðu hvað- an fólkið kemur sem er með okkur í þessu og leggur okkur lið, það er hvaðanæva af landinu. Tenórinn kemur frá Hafnarfirði, prímadonnan úr Reykjavík, mezzosópraninn er úr Viðvíkursveitinni í Skagafirði, og al- veg rosalegur barriton kemur frá Akureyri með tvo nemendur sína með sér, og svo er það kynngimagn- aður sópran, ættaður frá Úkraínu en búsettur á Hofsósi, og svo hefur gengið til liðs við hópinn ein af þekktustu leikkonum höfuðstað- arins, ásamt afbragðs hljóðfæraleik- urum.“ Og leikstjórinn slær hvergi af. „Óperukórinn eru þrusuraddir af Sauðárkróki og svo eru Drauma- raddir norðursins með í förinni, – og hvernig er annað hægt, með slíkan efnivið í höndunum, annað en úr verði alveg frábær sýning.“ Alexandra og Guðrún Ásmundsdóttir með nýja útgáfu af Óperudraugnum Ópera Sýningin er tilþrifamikil. Stór sýning Fjölmargir koma að sýningunni. „Það er mjög óvenjulegt að menn skuli vera að rukka fyrir þessu fáu tonn. Við fórum 44 tonn fram yfir loðnukvótann og það kostar okkur 1.823 þús. kr.,“ segir Gísli Jónatans- son, framkvæmdastjóri Loðnuvinnsl- unnar á Fáskrúðsfirði, um gjaldtöku sjávarútvegsráðuneytsins vegna um- framveiði Hoffellsins. „Við höfum alls ekki farið fram yfir kvóta á hverju ári. Stundum hefur þvert á móti vantað upp á að við fyllt- um veiðikvótann. Það hefur yfirleitt verið þannig að gengið er á kvótann næsta ár, ef veitt er umfram. Menn hafa yfirleitt ekki gengið svona hart eftir þessu. Þetta eru stór veiðarfæri og erfitt að veiða kvótann upp á tonn. Þetta kom okkur því mjög á óvart en við vitum um níu skip sem fóru fram úr loðnukvótanum í ár með samtals 494 tonn, eða að meðaltali 55 tonn,“ segir Gísli sem áætlar að Hoffellið hafi komið með 750 tonn að landi úr síðasta túrnum. Þá er loðnukvóti út- gerðarinnar um 5.700 tonn í ár. Jafn- framt átti Hoffellið eftir 23 tonn af kvótanum 2010 en 77 tonn 2007. Aðspurður um gjaldið svarar Ey- þór Björnsson fiskistofustjóri því til að á milli átta og níu útgerðir hafi veitt umfram loðnukvóta í ár. „Gert er ráð fyrir því í fiskveiðistjórnunar- lögunum á Íslandi að þeir sem veiða umfram heimildir greiði andvirðið til ríkisins. Það á við um allar fiskteg- undir og engar undanþágur veittar. Gjöld eru innheimt svari það kostn- aði. “ baldura@mbl.is Óvenjuleg gjaldtaka  Framkvæmda- stjóri loðnuvinnslu undrast gjaldtöku SETJUM SKÝRT FORDÆMI Í DAG FÁ ÍSLENDINGAR EINSTAKT TÆKIFÆRI TIL AÐ STÖÐVA ÞJÓÐNÝTINGU EINKASKULDA SEGJUM SKÝRT NEI www.andriki.is Allur kostnaður við starfsemi Andríkis, þar á meðal gerð og birtingu þessarar auglýsingar, er greiddur með frjálsum framlögum lesenda vefsíðu félagsins, en hvorki frá stofnunum, stjórnmálaflokkum né öðrum hagsmunahópum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.