Morgunblaðið - 09.04.2011, Side 20

Morgunblaðið - 09.04.2011, Side 20
hann. Fyrirtæki í nágrenninu sem byggja ímynd sína á ferskleika eða tæru vatni, s.s. Mjólkusamsalan, Öl- gerðin eða Vífilfell, myndu hugsan- lega fást til að styðja slíkt verkefni. Ekki lengur við bakkann Ofar í Elliðaánum er önnur stífla en hún myndar Elliðavatn. Orri hefur ekki hugsað alvarlega um að leggja til að hún verði einnig opnuð. „Það má kannski með tímanum skoða hina stífluna. Þetta er dálítið vandamál úti um allan heim. Menn stífla á og fram- leiða rafmagn. Þá verður til risastórt vatn. Og þá hugsa menn hvort það væri nú ekki gott að reisa sumarbú- stað við vatnsbakkann og svo gera þeir það. Og svo kem ég eftir 50-60 ár og vill fá að rífa stífluna en þá segja menn auðvitað: Nei, kemur ekki til greina. Hér ólst ég upp og svona hef- ur þetta alltaf verið,“ segir Orri og brosir breitt. Eitt slíkt dæmi er við Gudenåen á Jótlandi. Þar er stífla sem Orri vill rjúfa en það hefur ekki gengið eftir af ýmsum ástæðum. „Uffe, vinur minn, Elleman Jensen [fyrrv. utanríkisráð- herra Dana] á þarna sumarbústað og hann sagði við mig: „Orri, aldrei í líf- inu!“ segir Orri og hlær við. Nú er bara að sjá hvað borgar- stjórn Reykjavíkur ákveður að gera. BAKSVIÐ Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Orri Vigfússon, formaður NASF, Verndarsjóðs villtra laxastofna, segir að Orkuveita Reykjavíkur taki nú vel í hugmyndir hans um að opna Árbæj- arstíflu og leyfa Elliðaánum að flæða óhindrað niður dalinn. Hann bendir á að raforkuframleiðslu í virkjuninni hafi verið hætt og með því að opna stífluna muni lífríki ánna taka stakka- skiptum til hins betra og í kjölfarið muni laxagegnd þar aukast. Orri vill jafnframt að sett verði upp sýning í nágrenninu – Leikhús lax- anna – þar sem mætti m.a. sjá í beinni útsendingu þegar laxarnir ganga upp árnar og hrygna. Hann mun brátt kynna þessar hugmyndir fyrir borg- arstjóra. Um 90 ár eru frá því Elliðaárnar voru virkjaðar og Orri bendir á að virkjun hafi haft víðtæk áhrif á um- hverfi og lífríki á vatnasviði þeirra. Nú sé tækifæri til að bæta búsvæði laxins og tryggja sjálfbærni stofns- ins. Orri, ásamt nokkrum öðrum, er nú að vinna að tillögum sem m.a. ganga út á að gerð verði tvö stór göt í Ár- bæjarstífluna þannig að Elliðaárnar geti runnið óhindrað eftir sínum gömlu farvegum. Með því að láta árn- ar renna óhindrað batni aðstæður mjög fyrir bitmý en mýið sé lykilfæða fyrir seiði. Fjölgun mýsins muni þó ekki valda íbúum í nágrenninu ama. Slíkt muni bæta mjög aðstæður fyrir laxaseiðin og fleiri muni verða nægi- lega sterk til að geta gengið niður árnar á vorin, fara út í hafið og koma til baka. „Við í NASF höfum barist fyrir því lengi að þessari raforkuframleiðslu verði hætt. Ég reyndi að fá fyrr- verandi meiri- hlutaflokka í borginni til þess, alveg frá 1994. Við bentum á hversu raforkufram- leiðslan færi illa með lífríkið í ánn- um og að hætta henni væri aðalatriðið við að tryggja sjálfsbærni þess.“ Sveiflur í rennsli hafi þar að auki verið stórskaðlegar því stundum hafi hluti ánna þornað upp. Hann hafi líka bent á að heild- arkostnaður við rekstur stöðvarinnar og tilheyrandi vöktun á umhverfinu hefði kostað mun meira en það sem fengist hefði fyrir rafmagnið. Allt kom fyrir ekki. Orri tekur fram að hann sé sjálf- stæðismaður en jafnvel hans eigin flokksfélagar í borgarstjórn hafi ekki tekið undir hugmyndir hans. „Svo kemur þessi Besti flokkur og þessi Haraldur [Flosi Tryggvason, stjórn- arformaður OR]. Og bingó! Búið!“ segir Orri sem er bjartsýnn á að nú verði fallist á tillögurnar. Samhliða þessum framkvæmdum yrði sett upp sýningaraðstaða við árnar, Leikhús laxanna, þar sem fjallað yrði um lífríki ánna og menn- ingu tengda stangveiði. Hann hefur þegar rætt við arkitekta, leikmynda- hönnuði og sérfræðinga í margmiðlun um að koma slíkri sýningu upp, t.d. í gamla Rafstöðvarhúsinu. Alls ekki eigi að reisa nýja byggingu. „Það er nóg komið af húsum,“ segir Tækifæri til að opna stífluna  Með því að gera tvö stór göt í Árbæjarstíflu má stórbæta lífríki Elliðaánna  Framleiðir ekki rafmagn Morgunblaðið/Ómar Veiðiá NASF hefur tekist að fá stíflur opnaðar, t.d. í Normandí í Frakklandi, í ánum Sélune og Sée. Einnig stuðluðu samtökin að því að stífla í ánni Penobscot í Maine-ríki, í Bandaríkjunum, var rifin. Orri Vigfússon vill að tvö stór göt verði gerð í Árbæjarstíflu, fyrir ofan tvö útfallsrör, svo Elliðaárnar geti runnið eftir sínum gömlu farvegum. Áfram verði hægt að ganga yfir stífluna. Lón Orri segir að hreinsa þyrfti upp aur og leðju sem hefur safnast fyrir í miðlunarlóninu við Árbæjarstífluna á undanförnum áratugum, losa um hrygningarmöl og lagfæra ýmislegt. Kostnaðurinn við slíkt yrði alls ekki mikill og smávægilegur miðað við ávinninginn. 20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. APRÍL 2011 Rafstöðin í Elliðaárdal hefur ekki verið notuð síðan í lok apríl 2010. Ástæðan er sú að aðrennslisrör virkjunarinnar eru orðin léleg og vart þykir svara kostnaði að gera við þau, að sögn Eiríks Hjálm- arssonar, upplýsingafulltrúa Orku- veitu Reykjavíkur. Endanleg ákvörðun um framtíð Rafstöðv- arinnar hafi ekki verið tekin. Eiríkur segir að innan OR sé áhugi á að halda virkj- uninni gangfærri, m.a. vegna sögulegs gildis hennar, en ekki séu til margar svo gamlar raf- stöðvar sem enn virki fullkomlega. Hjá OR sjái menn ekki fyrir sér að raforkuframleiðsla hefjist þar af fullum krafti aftur og raunar hafi virkjunin ekki verið látin framleiða rafmagn með fullum afköstum í mörg ár. Hugsanlega yrði raf- stöðin aðeins gangsett til hátíð- arbrigða eða sem varaaflgjafi ef með þyrfti. Vatnið sem áður rann um að- rennslisrörin hefur í vetur runnið um yfirfallið á Árbæjarstíflunni. Tvisvar í mánuði er vatnið þó látið knýja hverflana, til að halda þeim liprum og liðugum. Ekki notuð í tæplega ár AÐRENNSLISPÍPUR KOMNAR TIL ÁRA SINNA Rafstöðin í Elliðaárdal til að lesa um tillögu Orra. Skannaðu kóðann Orri Vigfússon – Lifið heil www.lyfja.is ÍS L E N S K A /S IA .I S /L Y F 54 33 0 04 /1 1 Lægra verð í Lyfju 15% afsláttur í apríl af 204 stykkja Nicotinell Fruit Verð með afslætti: 2 mg 4.329kr. 4 mg 6.119kr. Innanríkisráðuneytið flutt í Sölvhólsgötu Afgreiðsla innanríkisráðuneytisins flyst næstkomandi mánudag, 11. apríl, að Sölvhólsgötu 7 í Reykjavík. Gengið er inn frá Ingólfsstræti. Afgreiðslutími er sem fyrr 8.30 til 16. Sími 545 9000 Bréfasími 552 7340 www.innanrikisraduneyti.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.