Morgunblaðið - 09.04.2011, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 09.04.2011, Blaðsíða 42
42 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. APRÍL 2011 ✝ Einar Árnasonfæddist að Eyjarhólum í Mýr- dal 18. mars 1925. Hann lést 22. mars síðastliðinn á Landspítala, Landakoti. Foreldrar Ein- ars voru Margrét Sæmundsdóttir frá Lágafelli í A- Landeyjum og Árni Einarsson frá Miðey í sömu sveit. Systur Einars eru Guðrún og Helga Maggý. Einar kvæntist eftirlifandi eiginkonu sinni, Huldu Sig- urlásdóttur, 8. maí 1948. Foreldrar hennar voru Aðalheiður Gísladóttir frá Langagerði í Hvolhreppi og Sigurlás Þorleifsson frá Mið- húsum í sömu sveit. Börn Ein- ars og Huldu eru: 1) Margrét bankastarfsmaður, f. 1948, gift Helga Kristóferssyni, f. 1949. Börn þeirra eru Guðrún, f. 1968, Kristófer, f. 1970 og Einar, f. 1974. 2) Árni lögfræðingur, f. 1951. 3) Að- alheiður kennari, f. 1953, gift Björg- vini Sigurðssyni, f. 1951. Börn þeirra eru Hulda, f. 1976, Einar, f. 1982 og Linda, f. 1990. Langafabörnin eru 10. Eftir að Einar lauk meist- araprófi í rafvirkjun árið 1947 starfaði hann hjá Kaupfélagi Rangæinga í rúm 30 ár og síð- an við eigið fyrirtæki frá 1980 þar til hann lét af störfum 82 ára að aldri. Einar og Hulda stofnuðu heimili sitt að Vall- arbraut 8 á Hvolsvelli og bjuggu þar í rúm 60 ár. Einar var jarðsunginn í kyrrþey frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði fimmtudaginn 31. mars síðastliðinn. Elsku Einar minn. Hjartans þakkir fyrir öll árin okkar saman, allar góðu stund- irnar og minningarnar. Guð geymi þig. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Ástarkveðja. Þín Hulda. Einar minn. Það var fyrir ein- um 40 árum að ég tengdist inn í fjölskylduna. Mér var vel tekið bæði af þér og Huldu. Þið hafið reynst mér vel í alla staði. Við vorum alltaf miklir mátar og aldrei bar skugga á okkar sam- skipti. Þú varst einstakt ljúf- menni. Þegar ég kynntist þér varstu störfum hlaðinn, sast í hrepps- nefnd, sást um rafmagnsverk- stæði KR á Hvolsvelli og sauma- stofuna að auki. Þú kvartaðir aldrei, þetta virtist vera hið minnsta mál í þínum huga. Þeg- ar þú stofnaðir síðan þitt eigið fyrirtæki kom vel í ljós dugn- aður þinn og hæfileiki við stjórnun. Þú byggðir upp mynd- arfyrirtæki á skömmum tíma sem þú rakst þar til þú lést af störfum 82 ára að aldri. Það var alltaf notalegt að koma til ykkar Huldu á Vallar- brautina enda héldum við þar jól og áramót í meira en 20 ár sam- fellt. Þær voru ófáar ferðirnar sem við fórum saman innan- lands og utan. Við vorum varla komnir á áfangastað þegar farið var að kanna gönguleiðir. Það þurfti eitthvað að hafa fyrir stafni í fríinu. Þetta voru ljúfar stundir sem gott er að minnast. Það var mín gæfa að eiga slíka tengdaforeldra sem sýndu börnum mínum þá alúð og hlýju sem þið gerðuð, því verð ég æv- inlega þakklátur. Hulda mín, megir þú öðlast styrk til að sigrast á sorginni. Þakka samfylgdina, Einar minn. Þinn tengdasonur og vinur, Björgvin. Einar minn, nú sit ég hér og hugsa um liðna tíma og allar þær góðu stundir sem við höfum átt saman síðastliðin 45 ár. Betri tengdaföður hefði ég ekki getað átt. Af mörgu er að taka þegar minningarnar eru kallaðar fram. Allar skemmtilegu ferð- irnar okkar til útlanda standa þó upp úr. Voru þær ekki síður skemmtilegar fyrir okkur en þig, enda varstu mjög fróður um marga þá staði sem við áttum leið um. Þú varst ávallt reiðubú- inn að rétta hjálparhönd ef á þurfti að halda og aldrei sá mað- ur þig skipta skapi. Annað eins jafnaðargeð er vandfundið og er það eftirsóknarverður eigin- leiki. Ég þakka þér samfylgdina öll árin og ég veit að þú ert nú á góðum stað. Við munum hittast síðar og ferðast saman. Þinn tengdasonur, Helgi. Elsku afi minn. Þín er sárt saknað og enginn getur fyllt þitt skarð. Nú standa minningarnar einar eftir og ég þakka fyrir að við skyldum fá þennan tíma saman. Það var alltaf svo gott að koma í sveitina til ykkar ömmu og hafa það notalegt og kúra á Vallarbrautinni. Þá kíktum við oft í Prjónaver og þótti okkur Einari bróður alltaf jafn gaman að bruna hvort með annað í ull- arkörfunum. Það var alltaf sama róin yfir þér enda var alltaf gaman að segja þér fréttir úr boltanum og skólanum því þú hlustaðir vel og hafðir alltaf áhuga á því sem maður hafði að segja. Þú hafðir gaman af að ferðast og við fór- um í ófá ferðalögin saman. Ég gleymi ekki Akureyrarferðinni þegar þú kenndir mér minn fyrsta kapal en ömmu fannst hann nú heldur einfaldur, enda gekk hann alltaf upp. Þá áttum við það sameigin- legt að elska sólina og ísinn, enda undum við okkur vel á ströndum Mallorca með eitt stórt bananasplitt. Okkar stærsta ferð saman var þó reis- an okkar um Þýskaland og ná- grannalönd og verður hún ógleymanleg. Þú varst dugnaðarforkur, við vinnu sem annað, og sýndir það til hins síðasta hve hjarta þitt var sterkt eins og það var stórt og hlýtt. Fallegasti engillinn vakir nú yfir okkur. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Sé þig seinna, afi minn. Þín Linda. Þær verða ekki fleiri ferðirn- ar okkar saman austur í sveit- ina. Það var ósjaldan sem þú komst við í Hafnarfirði til að kippa mér með austur þegar þú skrappst í bæinn með voð og þá héldum við af stað til baka með fullan bílinn af bandi. Á leiðinni var spjallað um heima og geima enda varst þú ávallt með skyn- samlegar lausnir á öllum málum og skýr svör. Svo var auðvitað nauðsynlegt að kunna skil á öll- um bæjum, fjöllum og minnstu lækjarsprænum á leiðinni. Þegar austur var komið var oft farið upp í Prjónaver sem þú sinntir af mikilli vinnusemi og hélst gangandi þrátt fyrir erf- iðar aðstæður. Þú kenndir mér að pressa, ýfa og svo var nú nauðsynlegt að sauma aðeins líka. Á svölum sumarkvöldum var gott að sitja í gróðurhúsinu sem þú hélst sérstaklega upp á því þar var alltaf heitt og gott að vera eftir sólríka sumardaga. Elsku afi, ég þakka þér fyrir þann stuðning og hvatningu sem þú hefur sýnt okkur fjölskyld- unni í gegnum árin en þú hefur alltaf haft mikinn velvilja og metnað fyrir okkar hönd. Ég sakna þinnar rólegu og þægi- legu nærveru og verð ævinlega þakklát fyrir þann tíma sem við náðum að verja saman. Þín Hulda. Elsku afi. Manni hlýnar um hjartaræturnar að setjast niður og hugsa til þín á meðan þessi orð eru skrifuð. Við minnumst þín sérstaklega fyrir það hversu hlýr og góður maður þú varst. Ekta afi sem skammaði aldrei. Alveg einstakur maður með al- veg einstakt hjartalag og jafn- aðargeð. Enda varstu elskaður og dáður af fjölskyldunni sem sást best á því hvað þú varst um- kringdur þínum nánustu, dag og nótt síðustu dagana allt til leið- arenda. Það eru ekki allir sem geta státað af því að vinna fram á níræðisaldurinn og þykja erf- itt að hætta. Enda ljóst að þér þótti afar vænt um fyrirtækið sem og starfsfólkið sem hjá þér starfaði. Við minnumst allra ferðanna í sveitina til afa og ömmu og voru jólin í sérstöku uppáhaldi hjá okkur systkinum því þá hittist stórfjölskyldan og fagnaði þess- ari hátíð saman. Afi var dugleg- ur við að fara með okkur í bíl- túra þegar við fengum að vera á Hvolsvelli, þá var keyrt um sveitirnar og okkur sýnt það markverðasta. Afi og amma voru stolt af sveitinni sinni og höfðu gaman af því að sýna okkur æskuslóð- irnar og við krakkarnir höfðum gaman af því að fræðast um hvernig lífið var í sveitinni á þeirra tímum. Sumrin voru líka skemmtileg á Vallarbrautinni enda höfðu amma og afi stóran og fallegan garð allt í kringum húsið þar sem við gátum ærslast allan daginn og jafnvel langt fram á kvöld ef veður leyfði. Það var heiður að fá að fylgja þér síðustu sporin en miklu meira að fá að njóta þess að eiga þig fyrir afa, afa Einar á Hvols- velli. Guðrún, Kristófer og Einar. Fyrir 25 árum stofnaði ég fyr- irtækið Saga í Þýskalandi. Til- gangurinn var að selja íslenskar ullarvörur í heildsölu á þeim markaði. Í kringum 1990 höfðu feðgarnir Einar og Árni sam- band við mig og óskuðu eftir við- ræðum um sölu á ullarfatnaði framleiddum af Prjónaveri. Prjónaver var lítið fjölskyldu- fyrirtæki sem fram að þessu hafði nánast eingöngu verið undirverktaki fyrir stór útflutn- ingsfyrirtæki, því var nær engin reynsla fyrir hendi hvað snerti framleiðslu á eigin hönnun. Á þessum tíma var nánast enginn ullarvöruframleiðandi á Íslandi með heildstæða vörulínu sem hentaði þýska markaðnum. Við urðum því að kaupa smá- skammta á ýmsum stöðum. Á þessum tíma var Einar kominn hátt á sjötugsaldur en það hindraði hann ekki í að takast á við verkefnið. Hann hóf sam- starf við Steinunni Bergsteins- dóttur sem hafði mikla reynslu í að hanna flíkur úr íslenskri ull. Út úr samstarfi þeirra kom fata- lína sem fékk frábærar mót- tökur og seldist í þýskum póst- sendingarlistum í þúsundatali. Hin seinni ár hannaði listakonan Guðrún Gunnarsdóttir flíkurnar fyrir Prjónaver með sama ár- angri. Einar rak fyrirtækið af ein- stakri ljúfmennsku eins og ein- kennandi var fyrir hann. Hélst honum því mjög vel á starfsfólki sem vildi allt fyrir hann gera. Samviskusemi og vinnusemi var þar í fyrirrúmi undir stjórn Þór- unnar verkstjóra og Helga prjónameistara. Þau bæði voru Huldu og Einari mjög kær og alltaf tilbúin að aðstoða þau hjónin ef á þurfti að halda. Sjálfur var Einar hörkudug- legur og féll sjaldan verk úr hendi. Hann sótti nánast öll að- föng sjálfur og fór oftast sjálfur með vörusendingarnar á höfn- ina í Reykjavík. Á tímabili þegar mest var að gera á fyrstu árum samstarfs okkar varð líka að prjóna á nóttunni. Einar fór þá út í verksmiðju um miðja nótt til að tryggja að vélarnar gætu haldið stöðugt áfram. Til að leysa þau mál til frambúðar keypti hann síðan fleiri prjóna- vélar. Margar ferðirnar fór ég með Einari milli Reykjavíkur og Hvolsvallar. Í þessum ferðum spjölluðum við mikið saman. Mér fannst gagnlegt að heyra skoðanir Einars í þjóðmálum enda lá hann ekki á þeim. Það sem ég kunni best við í fari Ein- ars var hve lítið merkilegur hann var með sig. Hann kom alltaf til dyranna eins og hann var klæddur. Allt sem hann sagði stóð eins og stafur á bók. Hann passaði mjög vel upp á alla afgreiðslutíma og man ég ekki eftir einni einustu sendingu Einar Árnason ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, mágkona, amma, langamma og langalangamma, HREFNA VILHELMÍNA BJÖRGVINSDÓTTIR, Svínaskálahlíð 11, Eskifirði, sem lést laugardaginn 2. apríl, verður jarð- sungin frá Eskifjarðarkirkju mánudaginn 11. apríl kl. 14.00. Guðmundur Björgvin Stefánsson, Dóra D. Böðvarsdóttir, Viktor Stefánsson, Stefán Ingvar Stefánsson, Gunnhildur Björk Jóhannsdóttir, María Hjálmarsdóttir, Sverrir Vilbergsson, Elín Þorsteinsdóttir, Haraldur Benediktsson, Brynja Halldórsdóttir, Ingvar Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, dóttir og amma, ELÍNÓRA HJÖRDÍS HARÐARDÓTTIR, Böggvisbraut 10, Dalvík, lést á heimili sínu þriðjudaginn 5. apríl. Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju fimmtudaginn 14. apríl kl. 10.30. Innilegar þakkir til Heimahlynningar á Akureyri fyrir góða umönnun og einnig til Krabbameinsfélags Akureyrar. Pétur Þ. Stefánsson, Berglind Pétursdóttir, Örvar Þór Sveinsson, Hörður Pétursson, Johanna Engström, María Rakel Pétursdóttir, Guðmundur Helgason, Hörður Gíslason, Sigurbjörg Edda Óskarsdóttir og ömmubörn. ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi, ALFREÐ KRISTJÁNSSON, dvalarheimilinu Höfða, Akranesi, lést föstudaginn 1. apríl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Sérstakar þakkir til starfsfólks Höfða fyrir einstaka umönnun og hlýju. Kristín Alfreðsdóttir, Högni Reynisson, Jón Alfreðsson, Kristín Nielsen, Anna Alfreðsdóttir, Gísli Kvaran, Sigríður Alla Alfreðsdóttir, Gissur Þór Ágústsson, Aðalbjörg Alfreðsdóttir, Haukur Þórisson og afabörn. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, bróðir og afi, ÓLAFUR ÓSKAR HALLDÓRSSON, Hraunbæ 128, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Háteigskirkju mánudaginn 11. apríl kl. 13.00. Sylvía Kristín Ólafsdóttir, Kjartan Björgvinsson, Astrid Helene Ólafsdóttir, Lasse Eriksen, Grete Sjursen, Stig Sjursen, Sigurður Óskar Halldórsson, Ester Tryggvadóttir, Sigríður Halldórsdóttir, Brynjólfur Guðbjörnsson, Hrafnhildur Halldórsdóttir, Oddur Gunnarsson, Bjarni Halldórsson, Erna Böðvarsdóttir, Ásrún Laila Awad og barnabörn. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, BRYNHILDUR INGIBJÖRG VILHJÁLMSDÓTTIR frá Brandaskarði, til heimilis á Árnastíg 8, Grindavík, andaðist á heimili sínu fimmtudaginn 7. apríl. Útförin verður auglýst síðar. Sigurður Vilhelm Garðarsson, Vilhjálmur Sigurðsson, Helena Reykjalín Jónsdóttir, Jens Sigurðsson, Garðar Hallur Sigurðsson, Þóra Kristín Sigvaldadóttir, Jóhanna Harpa Sigurðardóttir, Kristján Steingrímsson, Hjalti Páll Sigurðsson, Unnur Guðjónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, BIRNU MATTHILDAR EIRÍKSDÓTTUR, áður til heimilis í Lindasíðu 4, Akureyri. Sérstakar þakkir til starfsfólks í Víðihlíð fyrir góða umönnun. Reynir Viðarsson, Anna Margrét Björnsdóttir, Björk Viðarsdóttir, Valdimar Freysson, Gígja Viðarsdóttir, Harpa Viðarsdóttir, Þorvaldur Jónsson, Ruth Viðarsdóttir, Teitur Birgisson, ömmu- og langömmubörn. HJARTAVERND Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.