Morgunblaðið - 09.04.2011, Page 11

Morgunblaðið - 09.04.2011, Page 11
lítið í einu, aðeins 5 hespur saman. Það gerir bandið aðeins meira fá- gæti. Ég lagðist í biblíur kvenna fyrri tíma til að læra jurtalitun. Það var svolítil vinna að gaufast í gegnum þær en síðasta sumar kom út bók á mannamáli um jurtalitun, Foldar- skart í ull og fat, eftir Þorgerði Hlöð- versdóttur og Sigrúnu Helgadóttur. Þar eru góðar leiðbeiningar og búið að minnka eiturskammtana.“ Góðir nágrannar Stundum vantar Guðrúnu meira magn af jurtum til litunar og þá er gott að eiga góða nágranna. „Ég er til dæmis með helling af rabarbara í mínum garði, en fólk er líka mjög al- mennilegt við að leyfa mér að stinga upp garðinn hjá sér til að ná mér í fleiri slíkar rætur. Ég sendi tölvu- póst á staðarnetið á Hvanneyri og spurði hvort fólk væri að fara að grisja rabarbarann hjá sér og ég fékk margar hjólbörur af frábærri rabarbararót. Hvanneyringar eru einstaklega jákvæðir gagnvart minni jurtalitun, þeir hafa bæði gefið mér stóra potta og hleypt mér í garðana sína til að nálgast jurtir.“ Guðrún hefur safnað kúahlandi úti í Hvanneyrarfjósi og látið það standa svo það verði að keytu. „Ég hef látið fjallagrasalitað band liggja í keytunni í nokkrar vikur en þannig fékkst kúahlands-rauður í gamla daga eða íslenskur hárauði var það líka nefnt. Slík vinnsla er mikið sull og lyktar illa og vinnan við að elta beljurassa í lausagöngufjósi er tíma- frek en úr verður fagur, rauður lit- ur.“ En stundum þarf að leita út fyr- ir garða og fjós til að ná í litarefni „Ég get farið út í garð hjá mér og sótt mér bæði rabarbarablöð og rab- arbararót, njóla, fífíl, lúpínu, skóg- arkerfil og fleira, en ég þarf að fara lengra í burtu til að tína fjallagrös og litunarskóf sem gefur fallegan brún- rauðan lit. Maður þarf svolítið að þjálfa augað til að finna þessa skóf því hún vex á steinum. En það þarf ekki endilega að fara langt, það er fullt af litunarjurtum sem hægt er að finna í görðum og húsasundum í 101 Reykjavík.“ Guðrún keypti ull frá bænum Hesti, sauðfjárræktarbúi landbún- aðarháskólans, þvoði hana og sendi til Belgíu og þar verður hún kembd og spunnin á þrjá mismunandi vegu. „Þetta verður sérunnið íslenskt band sem verður mjög mjúkt, því þetta er væn meðferð þar sem fitan er látin halda sér og mýktin. Ég ætla að lita eitthvað af þessu en líka selja eitt- hvað af henni hvítri. Möguleikarnir eru óendanlegir að leika sér með ís- lensku ullina og íslensku jurtirnar.“ Guðrún fær stundum til sín hópa af konum, saumaklúbba, sem fá að kíkja í pottana þegar hún litar og hún segir þeim frá jurtalituninni. „Það er svo gaman að hitta fólk með sama áhugamál,“ segir Guðrún sem prjónar mikið af hyrnum, axlaslám, til að prófa litina sína. „Það er nóg að gera, ég þekki ekki hugtakið dauður tími, mig vantar fleiri tíma í sólar- hringinn. Þetta er allt svo skemmti- legt.“ Verður fallegra Eftir skolun og vindingu er bandið hengt upp með lóðum. dauður tími Guðrún selur jurtalitaða garnið sitt heima hjá sér og í Ullarselinu á Hvanneyri. Einng er hægt að nálg- ast það á Facebook: Hespa „Ég ætla á flóamarkað í dag sem verður á Eiðistorgi frá klukkan ellefu til fimm,“ segir Inga Björk Sólnes sem er ein þeirra fjögurra kvenna sem hafa skipulagt markaðinn. „Þarna verður allt milli himins og jarðar; handverk, kompudót, veit- ingar, matvörur, skrautmunir, hlutir til gagns eða prýði. Okkur sem skipu- leggjum þetta langaði að blása nýju lífi í Eiðistorgið því það er upplagður staður fyrir svona markað. Þetta er tilraun til að gera torgið skemmti- legt. Hver sem er getur komið með hvað sem er til að selja, við hvetjum alla sem vettlingi geta valdið til að mæta, hvort sem er til að selja eða kaupa,“ segir Inga Björk sem ætlar sjálf að selja angóru-ullarsokka og arm- og legghlífar. „Það er gaman að koma saman og hitta fólk og ég á von á góðri stemn- ingu. Rauða ljónið ætlar að sjá um að heitt verði á könnunni í allan dag og býður líka upp á pítsusneiðar til sölu. Svo verður þarna kökubasar og KR- stúlkur ætla að selja lakkrís og ýmsar KR-vörur, KR-servíettur, KR-brúsa og KR- íþróttatöskur.“ Hvað ætlar þú að gera í dag? Mæðgur Inga ásamt dóttur sinni Sigríði Maríu sem er í 4. flokki kvenna í KR í knattspyrnu og ætlar að selja KR-vörur á markaðnum ásamt stöllum sínum. Inga Björk ætlar á flóamarkað Gaman Frá flóamarkaði í fyrra. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. APRÍL 2011 Mjaðurt (Filipendula ulmaria) gefur gulan lit en ef litað er með rótunum fæst brún- bleikleitur litur. Njóli (Rumex longifolius) gef- ur gulan lit en drapplitaðan ef ræturnar eru notaðar. Möðrurót (Galium sp) gefur fallega rauðan lit. Fjallagrös (Cetraria islandica) gefa drappaðan lit en ef bandið er skolað með salmíaki kemur fallega mildgulur litur. Ef band sem litað hefur verið með fjallagrösum er lagt í keytu í nokkurn tíma kemur rauður litur. Birkilauf (Betula pubescens) gefur bjartan og hreingulan lit. Lúpína (Lupinus nootkatensis) gefur sterkgrænan lit úr blöðunum en úr blómunum má fá æpandi grænan lit ef mikið er notað. Beitilyng (Calluna vulgaris) fallegur gulur eftir sex tíma suðu. NOKKUR DÆMI UM HVAÐA LIT JURTIR GEFA Íslenskar litunarjurtir HOLTAGÖRÐUM GLÆSIBÆ KRINGLUNNI SMÁRALIND WWW.UTILIF.IS FERÐAÆVINTÝRI Í FERMINGARGJÖF Silva ferðasjónaukar 10X25 vandaðir, léttir og handhægir. Verð: 7.990 kr. Polar FT4 púlsmælir Tilvalið fyrir þá sem vilja púlsmæli með innbyggðu æfingakerfi. Innbyggt armbandsúr. Vatnshelt allt að 30 m. Fermingartilboð: 15.990 kr. Garmin eTrex Legend HCx Handhægt GPS-tæki. Möguleiki að bæta Íslandskorti í tækið. Verð fyrir 39.990 kr. Fermingartilboð 29.990 kr. Íslandskortið kostar 18.990 kr. aukalega. ÍSLE N S K A /S IA IS /U T I 54 21 2 03 /1 1

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.