Morgunblaðið - 09.04.2011, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 09.04.2011, Blaðsíða 14
„Stórkostleg tækifæri gengu úr greipum Íslendinga á síðustu tveim- ur árum en eftir standa þó ómæld tækifæri framtíðarinnar. Þeim má ekki glata og ekkert er því til fyr- irstöðu að hefja nú framsókn á ný með íslenska baráttuandann að vopni. Okkur skortir ekkert nema stjórnvöld sem hafa viljann, getuna og kjarkinn til að nýta tækifærin,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugs- son, formaður Framsóknarflokksins, við upphaf flokksþings í gær. Hann gagnrýndi ríkisstjórnina harðlega við upphaf flokksþings Framsóknarflokksins í gær. „Stjórnvöld eiga að stuðla að sam- kennd, framtakssemi, heilbrigði og öllu því sem gerir líf okkar og sam- félagið betra. En núverandi stjórn- völd líta á sig sem byltingarstjórn og byltingarstjórn þrífst ekki án óvina og ógna. Þess vegna er alið á tor- tryggni, reiði og hræðslu. Þeim mun verr sem gengur að fást við vandann þeim mun meiri verður þörfin fyrir að kenna öðrum um. En stærsti glæpur valdhafans og þeirra sem að meira eða minna leyti ráða umræðu í samfélaginu er sá að draga úr trú þjóðarinnar á sjálfa sig,“ sagði Sig- mundur Davíð. Hann sagði nauðsynlegt að skýra betur afstöðu Framsóknarflokksins til aðildar að Evrópusambandinu. Þörf á meiri umræðu „Í ljósi reynslunnar hefðum við þurft að ræða meira um það hvort við vildum vera þátttakendur í því sem Evrópusambandið snýst um fremur en hvaða breytingar við vild- um gera á því. Ef í aðild að Evrópu- sambandinu felst eftirgjöf óskoraðra yfirráða yfir auðlindum erum við væntanlega nánast öll sammála um að það henti ekki Íslandi,“ sagði Sig- mundur Davíð. Misstum af stórkost- legum tækifærum  Skýra þarf betur afstöðu Framsóknarflokksins til ESB Morgunblaðið/RAX Formaðurinn Sigmundur Davíð: „Ef í aðild að Evrópusambandinu felst eftirgjöf óskoraðra yfirráða yfir auðlindum erum við væntanlega nánast öll sammála um að það henti ekki Íslandi.“ 14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. APRÍL 2011 Bjarni Ólafsson bjarni@mbl.is Þeir sem hafa áhyggjur af ákvörð- unum EFTA-dómstólsins um meinta mismunun Íslendinga gagn- vart útlendingum eiga að hafna Ice- save-samningnum að mati Reimars Péturssonar, hæstaréttarlögmanns. Er það vegna þess að fyrir EFTA-dómstólnum er nú þegar mál þar sem tekist er á um lögmæti gjaldeyrishafta, sem Hæstiréttur dæmdi að skyldi sent þangað í febr- úar síðastliðnum. „Ríkið á að skila greinargerð eftir nokkrar vikur og von er á dómi á næstu mánuðum. Ef EFTA-dóm- stóllinn dæmir að gjaldeyrishöftin standist ekki EES-samninginn mun krónan veikjast um tugi prósenta vegna þess að krónueignir útlend- inga að fjárhæð um 450 milljarðar færu þá á hreyfingu. Afleiðing þess yrði sú að Icesave-samningarnir – ef samþykktir væru – myndu reynast óviðráðanlegir,“ segir Reimar. Hann segir að málið fyrir EFTA- dómstólnum um gjaldeyrishöftin muni snúast um reglu EES-samn- ingsins um frjálsa fjármagnsflutn- inga og þá mismunun sem gjaldeyr- isreglurnar gera á innlendum aðilum og útlendum. „Sú mismunun er fólgin í því að útlendir aðilar mega ekki nota krónurnar sínar – ekki einu sinni til að kaupa sér ís – meðan Íslendingar mega það. Það er til muna auðveldara að rökstyðja ólögmæti þessarar mismununar en þeirrar sem var gerð á innlendum og erlendum útibúum í aðgerðunum 2008.“ Gizur Bergsteinsson, hæstarétt- arlögmaður og lögmaður Seðlabank- ans í málinu sem um ræðir, segir Reimar hins vegar ganga of langt í ályktunum sínum og segir að gjald- eyrishöftin í heild sinni séu ekki undir í málinu. „EES-samningurinn gerir ráð fyrir því að setja megi takmarkanir á flæði fjármagns undir ákveðnum kringumstæðum og spurningin, sem EFTA-dómstóllinn er beðinn að svara, er ekki sú hvort gjaldeyr- ishöftin sjálf séu í samræmi við ákvæði EES, heldur er dómstóllinn beðinn að taka afstöðu til þess hvort veita hefði átt tilteknum einstaklingi undanþágu frá höftum svo hann gæti flutt krónur inn í landið frá út- löndum.“ Gizur segist ekki geta sagt til um lagaleg áhrif niðurstöðu dómstóls- ins, hver sem hún verður. „Það fer til dæmis eftir því hvaða forsendur hann gefur sér, en ég held að menn séu að ganga ansi langt þegar þeir segja að gjaldeyrishöftin í heild sinni séu í hættu.“ Framtíð hafta gæti ráðist hjá EFTA-dómi  Ógilding hafta kollvarpar Icesave Morgunblaðið/Sverrir Höft Málið snýst um hvort Íslend- ingur hefði átt að fá að flytja krónur til landsins frá Bretlandi. Vigdís Hauksdóttir þingmaður býð- ur sig ekki fram til varaformanns á flokksþingi Framsóknarflokksins sem fram fer um helgina. Hún til- kynnti þetta í gær. Enginn hefur lýst yfir mótframboði gegn sitjandi formanni og varaformanni, Sig- mundi Davíð Gunnlaugssyni og Birki Jóni Jónssyni. Kosið er í dag. „Við erum með tiltölulega ný- kjörna forystu, því það var end- urnýjað alveg á síðasta flokksþingi. Þau hafa setið í tvö ár þannig að þetta er nú fyrst og fremst kannski að ég vilji gefa þessari forystu tæki- færi til að vinna sig upp í fylgi og sanna sig betur,“ segir Vigdís. Hún segir þó að fjölmargt hafi mælt með framboði, svo sem kynjasjónarmið og það að klára endurnýjun foryst- unnar. Mörg þung mál séu í þinginu og mikilvægara fyrir þingmenn að vinna að því að landa þeim en að standa í harðri kosningabaráttu. Ekki slagur um vara- formannsembættið  Vigdís fer ekki fram gegn Birki Jóni Birkir Jón Jónsson Vigdís Hauksdóttir PÁSKATILBOÐ Gisting kr. 4.000,- pr. Mann í uppábúnu rúmi* *miðað við að gist sé í lágmark 3 nætur Pöntunarsími 467 1506 Siglufjörður fjallabyggð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.