Morgunblaðið - 09.04.2011, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 09.04.2011, Blaðsíða 6
FRÉTTASKÝRING Einar Örn Gíslason einarorn@mbl.is Svo gæti farið að úr þyrluskorti Landhelgisgæslunnar (LHG) yrði bætt fyrir tilstuðlan lífeyrissjóða. Hugmyndir í þá veru hafa verið til alvarlegrar skoðunar undanfarið og meðal annars kynntar á fundum í innanríkisráðuneytinu. Kveikjan að þessari vinnu var umræða um vega- framkvæmdir og fjármögnun þeirra „framhjá“ ríkissjóði, þ.e.a.s. með ut- anaðkomandi fjármögnun. Líkt og fjallað hefur verið um í Morgunblaðinu, síðast nú í gær, glímir LHG við töluverðan vanda þar sem hún hefur einungis á tveim- ur þyrlum að skipa. Þar sem önnur þeirra er nú í skoðun er ekki hægt að fljúga lengra en 20 mílur frá landi. Það er kunnara en frá þurfi að segja að fjölmörg skip eru utan þess svæðis hverju sinni. Þyrlusveitin hafi forgang „Þetta er einfaldlega sjúkrabíll- inn okkar,“ segir Sævar Gunnars- son, formaður Sjómannasambands Íslands, um þyrlur LHG. Sam- bandið hefur ítrekað látið í sér heyra hvað þetta varðar og meðal annars átt fund með dómsmálaráð- herra um það, þar sem sjómönnum finnst mjög að öryggi sínu vegið. „Við höfum lagt höfuðáherslu á það í öllum niðurskurði, og við erum ekki að neita því að við Íslendingar erum í bölvuðum vandræðum, að þyrlusveitin sé númer eitt, tvö og þrjú. Hún verði að hafa allan for- gang hjá gæslunni. Þessu komum við á framfæri við dómsmálaráð- herra,“ segir Sævar. Viðmælandi blaðsins, sem þekkir vel til starfa LHG, segir flugmenn setta í „óþol- andi“ stöðu hvað 20 mílna viðmiðið varðar og þrýstingur sé á þá að taka of mikla áhættu með því að fljúga of langt. Sævar tekur undir þetta. „Það er nefnilega erfitt að segja nei þegar menn eru í neyð.“ Líkt og áður segir hefur LHG nú á tveimur þyrlum að skipa, TF-LÍF og TF-GNÁ, en þær þyrftu að vera fjórar, ef vel ætti að vera, og helst allar af sömu gerð. Á ríkisstjórn- arfundi í gærmorgun dró til tíðinda þegar Ögmundur Jónasson, innan- ríkisráðherra og yfirmaður mála- flokksins, tók þyrlumál LHG upp. Þar gerði hann grein fyrir sam- komulagi Íslendinga og Norðmanna um sameiginleg kaup og rekstur langdrægra björgunarþyrla, sem á uppruna sinn að rekja til ársins 2007. Í sinni upphaflegu mynd gerði samkomulagið ráð fyrir því að Ís- lendingar keyptu þrjár þyrlur og Norðmenn 19. Í ljósi efnahags- þrenginga hér á landi gerðu Íslend- ingar Norðmönnum grein fyrir því að hugsanlega þyrftu Íslendingar að endurmeta þátttöku sína, þar sem um miklar fjárhæðir væri að ræða. Útilokar ekki hvort annað Á fundinum í gær lagði Ögmund- ur það til að samstarfinu við Norð- menn yrði haldið áfram, en í stað kaupa á þremur þyrlum skuldbindi Ísland sig til þess að kaupa eina þyrlu og semji um kauprétt á tveim- ur til viðbótar. Þyrlan sem keypt yrði fengist afhent í fyrsta lagi árið 2017. Þeir lífeyrissjóðir sem komið hef- ur verið að máli við hafa tekið vel í það að fjármagna kaup á þyrlu eða jafnvel þyrlum. Guðmundur Ragn- arsson, formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna og stjórnar- maður í lífeyrissjóðnum Gildi, hefur verið helsti talsmaður þess að sú leið verði farin. Hann segir að með því móti verði hægt að tryggja LHG þyrlu fyrr en ella og með minni til- kostnaði. Sparnaðurinn gæti numið tugum milljóna króna á ári, en það færi eftir vaxtakjörum og lánstíma. Jóhannes Tómasson, upplýsinga- fulltrúi innanríkisráðuneytisins, segir þessar hugmyndir ekki hafa áhrif á framhald samstarfsverkefn- isins með Norðmönnum. Morgunblaðið/Árni Sæberg Ein TF-GNÁ er eina þyrlan sem Landhelgisgæslan hefur yfir að ráða nú um stundir. TF-LÍF er í svokallaðri 500 stunda skoðun og því úr leik næstu vikur. Nýjar leiðir til þyrlukaupa  Unnið er að áætlun um aðkomu lífeyrissjóða að fjármögnun þyrlukaupa  Yrði leigð Landhelgisgæslunni  Sjómenn segja þyrluskort ógna öryggi sínu á hafi úti 6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. APRÍL 2011 Kitchen býður upp á Nepalska, Indverska & heilsusamlega matargerð sem er engu lík og í hæðsta gæðaflokki. Hringdu í dag og pantaðu borð í síma 51-777-95 Kitchen - Eldhús Laugarvegi 60 A Fyrsti Nepalskiveitingastaðurinná Íslandi Bókanir í flug og gistingu benda til þess að margir ætli til Akureyrar og Ísafjarðar um páskana. Skíðavikan á Ísafirði hefur verið haldin árlega um páska síðan 1935 og fer nú fram í 77. sinn. Hálfdán Bjarki Hálfdánsson, upplýsinga- fulltrúi Ísafjarðarbæjar, segir að Ísafjörður hafi verið páskabær allan þennan tíma og hafi verið leitast við að bjóða upp á sem fjölbreyttasta dagskrá. Rokkhátíðin „Aldrei fór ég suður“ hafi verið hluti dagskrár- innar síðan 2004, en auk þess sé boð- ið upp á listsýningar, leiksýningar, dansleiki og fleira. Íbúafjöldinn tvö- eða þrefaldist um páskana og öll gistiheimili fyllist suður í Dýrafjörð og út í Bolungarvík. „Þetta er þjóðhátíð okkar Ísfirðinga og hefur alltaf verið,“ segir hann. Straumurinn í Hlíðarfjall María H. Tryggvadóttir, verk- efnastjóri ferðamála á Akureyri, segir að hefð sé fyrir því að fólk leggi leið sína til Akureyrar um páskana. Straumurinn liggi í Hlíð- arfjall en einnig sé ýmiskonar af- þreying í boði í bænum eins og tón- leikar og fleira. „Bærinn fyllist af fólki um páskana,“ segir hún. Margir á ferðinni innanlands Íbúafjöldi Ísafjarðar tvöfaldast á páskum Morgunblaðið/Ernir Fjöldi Frá hátíðinni „Aldrei fór ég suður“ á Ísafirði um páska í fyrra. Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt lettneskan karlmann í 8 mán- aða fangelsi fyrir að smygla 482 grömmum af efninu mefedrone til landsins í desember í fyrra. Efnið fannst í þremur gjafapakkningum merktum sem baðsalt þegar mað- urinn kom til landsins með flugvél frá Kaupmannahöfn. Dómarinn sagði hafið yfir skynsamlegan vafa að maðurinn hafi vitað af efninu og verið svonefnt burðardýr. Átta mánaða fangelsi Bæjaryfirvöld í Hafnarfirði hafa ekki enn samið um hvernig ríflega 4,2 milljarða lán sem gjaldféll fyrir tveim- ur dögum verður greitt. Samningaviðræður við lánar- drottininn, hinn þýska Depfabank, standa enn yfir og einnig er rætt við aðra mögulega lánveitendur. Drátt- arvextir hafa ekki lagst ofan á lánið og vaxtakjörin, sem eru hagstæð, eru enn óbreytt, samkvæmt upplýsingum frá Hafnarfjarðarbæ. Guðmundur Rúnar Árnason, bæjarstjóri Hafnarfjarð- ar, og Gerður Guðjónsdóttir fjármálastjóri fóru í síðustu viku til London, ásamt ráðgjöfum bæjarins, og hittu þar fulltrúa Depfabankans. Viðræður héldu áfram í vikunni án þess að botn fengist í málið. Frekari frétta er ekki að vænta fyrr en eftir helgi, að sögn Steinunnar Þorsteins- dóttur, upplýsingafulltrúa bæjarins. „Viðræðunum mið- ar vel,“ segir hún. Þegar og ef samið verður um endurfjármögnun lánsins þurfa bæjaryfirvöld fljótlega að fara að huga að endur- fjármögnun vegna næsta stóra gjalddaga. Í janúar 2012 er komið að gjalddaga láns sem er upp á 5,3 milljarða. Lánveitandinn er sá sami, Depfabankinn. runarp@mbl.is Halda áfram viðræðum um endurfjármögnun  Hittu fulltrúa Depfabankans í London  Enn sömu kjör Morgunblaðið/Rax Skuld Mikil uppbygging í Hafnarfirði kostaði sitt. Gangi fyrirætlanir um aðkomu líf- eyrissjóða að þyrlukaupum eftir yrði sett upp „skúffufyrirtæki“ sem fengi lán frá sjóðunum, keypti eina eða fleiri þyrlur og leigði síð- an áfram til Landhelgisgæslunnar. „Eftir 10-20 ár, þegar búið væri að fjármagna skuldabréfið, myndi rík- ið eiga þyrlurnar og skúffunni yrði bara læst,“ segir Guðmundur Ragnarsson, formaður Félags vél- stjóra og málmtæknimanna. Þyrl- ur halda verði sínu vel þar sem við- haldskröfur eru mjög stífar og því um langtímafjárfestingu að ræða. „Þetta er í raun sama verkefni og átti að ráðast í varðandi vega- framkvæmdir „framhjá“ fjár- lögum,“ segir hann, en kveður kjarasamningaviðræður hafa tafið vinnu sína við málið. Hann segir að fyrir utan sparnaðinn á ári hverju, sem meðal annars hlytist af hag- stæðari vaxtakjörum, myndu líf- eyrissjóðir greiða þyrlurnar í er- lendum gjaldeyri. Ríkið greiddi þeim hins vegar til baka í krónum, og því gætu milljarðar sparast í er- lendri mynt. Framhjá, en ekki fram úr FJÁRLÖG Morgunblaðið/G.Rúnar Mikill gjaldeyrir gæti sparast með að- komu lífeyrissjóða að þyrlukaupum. 1.800.000 ferkílómetrarnir sem björg- unarsvæðið umhverfis Ísland þekur. 1 fjöldi þyrlna sem Landhelgisgæslan hefur á að skipa þessa dagana. ‹ ÞYRLUR › »
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.