Morgunblaðið - 09.04.2011, Blaðsíða 22
22 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. APRÍL 2011
Miyako Þórðarson, Yoko Arai og
Yayoi Shimomura eru japanskar
konur sem hafa búið á Íslandi ára-
tugum saman. Þær vildu gera eitt-
hvað til að hjálpa löndum sínum í
Japan og höfðu því samband við
Póstinn um að aðstoða sig. Í sam-
starfi við Póstinn vilja þær hvetja
landsmenn til að leggja hamfara-
svæðum Japans lið en í apríl verð-
ur ókeypis að senda hlífðarfatnað
úr íslenskri ull til Japan.
Þær voru búnar að hugsa lengi
hvernig þær gætu lagt sitt af
mörkum og komust að því að erf-
itt er að senda hjálpargögn á þau
svæði sem verst urðu úti. Þær
fengu upplýsingar um það að mik-
il þörf er á hlífðarfatnaði og byrj-
uðu þær því að hekla og prjóna úr
íslensku ullinni. Miyako, Yoko og
Yayoi eru búnar að fá í lið með
sér fjölmarga aðila hér innan-
lands. Þær óska eftir hlífðarfatn-
aði úr íslenskri ull eins og peys-
um, vettlingum, sokkum, húfum
og treflum. Ef fólk hefur áhuga á
að taka þátt er um að gera að
senda póst á netfangið hjalp-
umjapan@postur.is.
Óska eftir hlífðarfatnaði úr íslenskri ull til
að senda til hamfarasvæðanna í Japan
Næstu daga mun Pósturinn senda bréf á flest
heimili landsins fyrir utan fjölbýlishús eða um
55 þúsund heimili þar sem tilkynnt verður að
frá 15. maí nk. verða aðeins afhentar send-
ingar sem stílaðar eru á þá sem merktir eru á
lúgu eða póstkassa heimilisins. Þessi vinnu-
regla hefur ávallt verið viðhöfð til íbúa fjöl-
býlishúsa.
Pósturinn vill með þessu tryggja að allir
landsmenn fái eingöngu þann póst sem þeim er
ætlaður. „Margir þekkja það áreiti og fyrirhöfn sem hlýst af því að fá ann-
arra manna póst inn á sitt heimili og einnig ef póstur berst ekki til réttra að-
ila. Því er mikilvægt að allir íbúar heimilisins séu vel merktir til að póstur
berist til þeirra og sé ekki endursendur til sendanda,“ segir í frétt frá Póst-
inum.
Póstinum berast reglulega kvartanir vegna missendinga. Ein af mörgum
ástæðum er sú að margir fá póst fyrrverandi húseiganda sem gleymt hefur
að tilkynna flutning. Sá misskilningur er algengur að nóg sé að tilkynna ein-
göngu flutning til Þjóðskrár, einnig þarf að senda tilkynningu til Póstsins.
Sendingar bara afhentar skráðum íbúum
Reykjavíkurborg býður út verkefni
fyrir yfir 200 milljónir á næstu dög-
um. Borgarráð samþykkti á
fimmtudag framkvæmdaáætlanir
við endurgerð og endurbætur 11
grunnskólalóða í Reykjavík fyrir
100 milljónir og við sex leik-
skólalóðir fyrir 35 milljónir.
Einnig var samþykkt áætlun fyr-
ir 70 milljónir til framkvæmda sem
auka umferðaröryggi með áherslu
á endurbætur vegna vástaða og
gönguleiða skólabarna.
Allar þessar framkvæmdir eru í
samræmi við fjárhagsáætlun árs-
ins, en með samþykkt borgarráðs
er gefið grænt ljós á að bjóða verk-
in út.
Þessi verk verða að mestu leyti
unnin í sumar.
Morgunblaðið/Eggert
Bjóða út verk fyrir
200 milljónir króna
á skólalóðum
Laugardaginn 9. apríl kl. 9 til 15,30 verður haldin í
Sólborg á Akureyri árleg vorráðstefna miðstöðvar
skólaþróunar við Háskólann á Akureyri. Að þessu
sinni verður umfjöllunarefnið framsækni í kennslu og
leiðir að árangursríku námi með virkri þátttöku nem-
enda. Leitast verður við að varpa ljósi á hvaða skilyrði
í skóla stuðla að slíku skólastarfi og er efni ráðstefn-
unnar sniðið að leikskólum, grunnskólum og fram-
haldsskólum.
Aðalfyrirlesarar verða: Monika Vinterek dósent við
Háskólann í Umeå í Svíþjóð, Rósa Kristín Júlíusdóttir lektor við Háskólann á
Akureyri og Ágúst Ólason aðstoðarskólastjóri Norðlingaskóla í Reykjavík
Auk aðalfyrirlestra verða málstofur þar sem reifuð verða ýmis mál er lúta
að framsækni í kennslu og virku námi.
Vorráðstefna um framsækni í kennslu
Alls hafa safnast um 18,5 milljónir
króna í söfnun Rauða kross Íslands
sem munu renna beint til hjálpar-
starfs Rauða krossins í Japan.
Framlag íslenskra stjórnvalda nem-
ur 10 milljónum króna, en almenn-
ingur hefur lagt fram um 8,5 millj-
ónir króna. Enn er tekið á móti
framlögum í söfnunarsíma Rauða
krossins, 904 1500. Þegar hringt er
í númerið bætast 1500 krónur við
næsta símreikning. Einnig er hægt
að styrkja neyðaraðstoð Rauða
krossins með því að greiða inn á
bankareikning 0342, hb. 26, reikn.
12, kt. 530269-2649.
Söfnun enn í gangi
Björg í bú hönnunarstofa hefur sett
á markað kerti sem geta „hjálpað
fólki að brenna burt Icesave-
vandann á ljúfri kvöldstund,“ eins
og segir í tilkynningu. Kertin fást í
öllum Icesave-litunum og „á þeim
öllum hefur Icesave grafið sig inn í
kertin eins og það hefur grafið sig
inn í þjóðarsálina að undanförnu“.
Þau eru til sölu í Kirsuberjatrénu,
Vesturgötu 4 og Melabúðinni.
Icesave-kerti
STUTT
ÚR BÆJARLÍFINU
Karl Ásgeir Sigurgeirsson
Hvammstanga
Ungmennafélagið Grettir í Mið-
firði hefur í vetur sýnt gaman-
leikritið Einn koss enn og ég segi
ekki orð við Jónatan, í leikstjórn Jó-
hönnu Friðriku Sæmundsdóttur.
Leikarar eru sex og skila sínum
hlutverkum vel í bráðsmellinni sýn-
ingu. Aðalleikarinn hefur þrjár flug-
freyjur í takinu, en skipulagið rask-
ast með tilkomu hljóðfrárrar þotu.
Ánægjulegt er að finna þann kraft
sem liggur í áhugasömum ein-
staklingum sem sameinast í verkefni
sem þessu. Takk fyrir góða skemmt-
un. Sýningar verða aftur í páskavik-
unni.
Sparisjóður Keflavíkur sam-
einaðist Landsbanka Íslands þann 7.
mars, en ein starfsstöð hans er á
Hvammstanga, áður Sparisjóður
Húnaþings og Stranda. Landsbank-
inn gerir ekki ráð fyrir breytingum á
bankaþjónustu í héraðinu með þess-
ari yfirtöku, skv. tilkynningu sem
viðskiptavinir hafa fengið bréflega.
Einnig halda starfsmenn sínum
störfum og lofað er persónulegri
þjónustu í anda sparisjóðsins. Engin
niðurstaða er komin í málefni stofn-
fjáreigenda sparisjóðsins, en fjöldi
héraðsbúa skuldar háar fjárhæðir
frá þeim viðskiptum og eru þeir
ósáttir við stöðu mála.
Söngvarakeppni 2011 er í Fé-
lagsheimili Hvammstanga nú um
helgina. Þetta er árviss atburður og
koma þar fram tugir söngvara, sem
etja kappi um hylli áhorfenda og
dómara. Hljómsveit heimamanna
leikur undir. Eflaust verður hús-
fyllir og keppnin hin besta skemmt-
un. Sambærileg keppni er einnig ár-
lega á vegum Grunnskóla
Húnaþings vestra og nýtur mikilla
vinsælda.
Vorslátrun sláturhúss SKVH
var 5. apríl. Slátrað var 1440 kind-
um, þar af 766 dilkum, sem vógu 14,9
kg í meðalvigt. Afkoma sláturhúss-
ins á síðasta ári var allgóð. Á aðal-
fundi sauðfjárbænda í Húnaþingi
vestra var tilkynnt að sláturhúsið
mundi greiða 8 króna uppbót á inn-
lagt magn í síðustu sláturtíð. Horfur
eru á verðhækkun innleggs á þessu
ári, enda mun ekki af veita í hækk-
uðu verðlagi á aðföngum bænda.
Mikil starfsemi hefur verið í
vetur í Hvammstangahöllinni, sem
er reiðhöll héraðsins. Má nefna afar
skemmtilega sýningu hrossa eig-
enda um síðustu helgi.
Aðalleikarinn með þrjár
flugfreyjur í takinu
Morgunblaðið/ Karl Ásgeir Sigurgeirsson
Leikararnir Gísli, Þórarinn, Guðrún, Hrafnhildur, Guðbjörg og Ingibjörg
sem leika í gamanleikritinu Einn koss enn og ég segi ekki orð við Jónatan.
Laugardagur til lista
Í dag milli kl. 13.30 – 14.30 munu þeir Pétur Ármannsson
og Ólafur Gíslason fjalla um Hörð Ágústsson, listmálara og
fræðimann í höfuðstöðvum Arion banka, Borgartúni 19.
Jafnframt verða verk Harðar úr einkaeign til sýnis.
Sýningin verður opin alla virka daga kl. 11.00 – 15.30 og á
laugardögum kl. 12.00 – 17.00 í apríl.
Verið velkomin.