Morgunblaðið - 09.04.2011, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 09.04.2011, Blaðsíða 51
MENNING 51 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. APRÍL 2011 Ámálverkasýningu ÞorraHringssonar og Sig-tryggs Bjarna í Hafn-arborg er fjöldi lands- lagsmálverka sem eiga það sammerkt að vera unnin eftir ljós- myndum en með ólíkum hætti þó. Kvöld- eða sumarnæturstemmur Þorra eru unnar beint eftir ljós- myndum og stundum röðum ljós- mynda sem teknar eru á sama stað og sama tíma. Tilfinningin fyrir skyndimynd tengir málverkin óneitanlega við svokölluð „plein air“ málverk sem vísa til málara sem máluðu iðulega úti og innlimuðu náttúrulega birtu í landslagið. Málverk Þorra bera hins vegar með sér yfirlegu þar sem yfirborð málverksins nær með mörgum lögum silkimjúkri og flatri áferð sem minnir á ljósmynd- ina. Myndirnar eru málaðar með ljósmyndaraunsæi í anda Hrings föður listamannsins, í vinnustofu hans og af viðfangsefnum kring um æskuheimili Þorra. Gegnumgangandi þema mynd- anna, þokustemmur, dalalæður og mistur minna óneitanlega á mál- verk Georgs Guðna eða hins breska J.M. Williams Turner um leið og hægt er að fullyrða að lengra nær samlíkingin varla. Mál- verk Þorra eru af meiði ljósmynda- raunsæis sem virðist vitna um smekkleysi sjálfrar náttúrunnar þegar hún líkir eftir póst- kortamyndum og um leið einhvers- konar tilraun til endurheimtar. Móðan í myndum Þorra og spegluð lognmollin vötn kallast óneitanlega á við blikandi áferð yf- irborðs vatna í myndum Sigtryggs Bjarna. Þar gárast vatnið vegna regndropa eða vindstiga úr mis- munandi áttum og af mismunandi styrkleika. Sigtryggur Bjarni vinn- ur sínar ljósmyndir, sem eru oft nærmyndir af náttúru Íslands, í tölvu áður en hann málar eftir þeim. Útkoman er áhrifarík og um leið kunnugleg. Hin fræga trérista af flóðbylgjunni (The Great wave) eftir átjándualdarlistamanninn Katsushika Hokusai kemur t.d. upp í hugann ásamt tölvugraf- ískum málverkum Sigríðar Melrós- ar Ólafsdóttur og annarra lista- manna sem vinna með ljósmyndatölvugrafík. Ljósmyndir Sigtryggs af vindi sem hann nær að fanga á vatns- flötum, í gróðri eða eldi eru spegl- aðar um miðhverfan ás og þannig gerðar samhverfar og einstaklega grípandi. Enda tekst Sigtryggi sérstaklega vel upp í myndum sem leysast upp í mynstur sem glampa og speglast. Sigtryggur er með nokkrar grúppur af ólíkum verkum á sýningunni og ekki laust við að himnamyndunum í hringforminu sé ofaukið í heildarmyndinni.. Sýningin er viðamikil og skemmtileg heim að sækja en hvorugur listamaðurinn nær hér að toppa sín bestu verk. Hið „var- anlega augnablik“ líður of fljótt úr minni að þessu sinni og ekki er heldur víst að verk listamannanna fari eins vel saman og ætla mætti í fyrstu. Blikandi vatn og dalalæða Hafnarborg Varanleg augnablik bbbmn Sigtryggur Bjarni Baldvinsson og Þorri Hringsson. Málverk og ljósmyndir. Sýningin stendur til 1. maí. Opið alla daga nema þriðjudaga frá kl. 12-17. Á fimmtudögum til kl 21. Aðgangur ókeypis. ÞÓRA ÞÓRISDÓTTIR MYNDLIST Morgunblaðið/Sigurgeir S Verk eftir Þorra og Sigtrygg Bjarna „Tilfinningin fyrir skyndimynd tengir málverkin óneitanlega við svokölluð „plein air“ málverk sem vísa til málara sem máluðu iðulega úti og innlimuðu náttúrulega birtu í landslagið.“ Listmunauppboð verð- ur haldið í Galleríi Fold við Rauðarárstíg á mánudaginn kemur og hefst það klukkan 18. Á meðal verkanna sem boðin verða upp má nefna tvö málverk eftir Gunnlaug Blön- dal en annað þeirra prýddi forsíðu Politi- ken í Danmörku árið 1930 í hátíðarútgáfu í tilefni af Alþingishá- tíðinni. Verkið málaði Gunnlaugur í París 1929. Einnig verða boðin upp verk eftir Mugg, Svavar Guðna- son, Ásgrím Jónsson, Jón Engilberts og Þórarin B. Þorláks- son. Þá verða fimm olíumálverk eftir Jó- hannes S. Kjarval auk fjögurra pappírsverka á uppboðinu, og verk samtímalistamanna á borð við Kristján Davíðsson, Karólínu Lárusdóttur, Georg Guðna, Tolla, Tryggva Ólafsson og Bilson. Verkin verða sýnd í Galleríi Fold um helgina. Uppboð í Galleríi Fold á mánudag Þjóðleg Málverk Gunn- laugs Blöndal sem prýddi forsíðu Politiken. Fæst e innig í bókabúðum víða um land Frábærfermingargjöf! Allt sem þú þarft að vita um útivist, fjallgöngur og útilegur! w w w . b o k a k a f f i d . i s Sæmundur útgáfa Skógarhlí› 18 • 105 Reykjavík • Sími 595 1000 • Fax 595 1001 Akureyri sími: 461 1099 • www.heimsferdir.is Spænsk vika hjá Heimsferðum Við verðum í Kringlunni í dag á Spænskum ferðadegi. Mörg tilboð í gangi hjá okkur í vikunni Allir sem skrá sig í netklúbb Heimsferða eiga möguleika á ferð fyrir tvo til Costa del Sol. Dregið verður mánudaginn 18. apríl Við erum á facebook www.facebook.com/heimsferdir B irt m eð fy rir va ra um p re nt vi llu r. H ei m sf er ð ir ás ki lja sé r ré tt til le ið ré tt in g a á sl ík u. A th .a ð ve rð g et ur b re ys t án fy rir va ra . E N N E M M / S IA • N M 46 22 0
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.