Morgunblaðið - 09.04.2011, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 09.04.2011, Blaðsíða 54
54 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. APRÍL 2011 Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is Tónlistarhátíðin Reykjavik Music Mess fer í gang næsta föstudag og verður mikið um dýrðir, innlendar jafnt sem erlendar sveitir munu þá svipta upp tónleikum um borg og bý. „Stærsta“ nafnið er óneit- anlega Deerhunter, nýrokksveit frá Bandaríkjunum sem hefur sótt í sig veðrið hægt en örugglega síð- ustu árin, er farin að gára meg- instrauminn. Söngspíran, hin sjarmerandi Bradford Cox, er ólíkindatól mikið og virðist lítt ráða við sig á opinberum vett- vangi, sveiflast úr ægigleði yfir í hatrammar blammeringar. Tónlistarbiblíurnar fylgjast því grannt með sveitinni en það sem hefur heillað umfram allt er tón- listin, sem er stórglæsileg og kom besta dæmið um það út í fyrra, í líki plötunnar Halcyon Digest. Morgunblaðið spjallaði við trymbil sveitarinnar, Moses Archuleta, sem stofnaði sveitina ásamt Cox en vænlegast þótti að halda hon- um sem lengst frá símtólinu. Margslungið – Þetta er búið að ganga skrambi vel hjá ykkur síðustu ár … „Já, og það er betra þegar þetta gerist jafnt og þétt …“ – Ertu smeykur um að þið séuð orðnir of vinsælir? „Nei en þetta er auðvitað snúið. mann langar til að geta lifað af þessu og þá fylgja stundum vissar fórnir. En ég er bara þakklátur … að fá greitt fyrir að skapa. “ - Hún er mjög mismunandi, áferðin á plötunum ykkar … „Já, okkur langar ekki til að vera staðnaðir. Ég ætlaði að segja „leiðinlegir“ en það er ekki orðið. Það er gott fyrir aðdáendur að geta gengið að sveit sem er að þróast og þroskast og er að reyna eitthvað nýtt.“ – Margir vilja þó hafa þetta þveröfugt, að hljómsveitin geri góða plötu „eins og síðast.“ „Já, þetta er sókn í eitthvert ör- yggi. Ég er frekar til í að gera lé- lega plötu sem tekur sénsa en góða plötu sem hallar sér að ör- ygginu.“ – Cox er út allt, þið hinir meira til baka. Er þetta jafnvægi sem gengur upp? „Já. Bradford er bara svona. Talar og talar og er yfirlýsinga- glaður. Með taugakerfið utan á sér. Við hinir erum meira til baka og feimnir. Menn ganga inn í mis- munandi hlutverk í hljómsveitum og rata í einhverjar rullur. En oft er þetta margslungnara en það sem sést út á við.“ Áhættan er bensín  Spjallað við trymbil Deerhunter  Spilar á Reykjavik Music Mess Uppgangur Deerhunter. Moses vinur okkar Archuleta er annar frá hægri. reykjavikmusicmess.com Gengið Liðsmenn Sirkús Íslands ætla að sýna fram á að sirkus er fyrir alla, börn, konur og karla. Öfugt Óneitanlega sérkennilegt. Gjarðalist XXXmeralda í stuði. Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is Sirkus Íslands hefur um nokkurt skeið sett upp vinsælar fjölskyldusýningar. Nú er komið að því að skemmta fullorðna fólkinu með kabarettgjörningum með burlesque- bragði. Morgunblaðið ræddi bréfleiðis við Freyu West, banda- rískan burlesque- listamann sem mun taka þátt í sýn- ingunni. – Af hverju burlesque? „Ég komst fyrst í kynni við þetta í Chi- cago fyrir sex árum. Ég fór í læri til Mich- elle L’Amour í kjölfarið. Ég fæ kikk út úr þessu, líkt og strákar fá líklega úr rokk- inu. Burlesque fyrir mér er fegurð, orka en einnig þokki og kímnigáfa. Öllu þessu er rúllað saman í einn öflugan pakka.“ – Nú ertu líka ansi öflugur blaðamaður. Hvernig fer þetta tvennt saman? „Mjög vel. Ég er mjög ástríðufull fyrir skrifum en þegar ég var búin að vinna við það í svolítinn tíma fannst mér eitthvað vanta. Og ég komst að því að það var hreyfing! Og viti menn, þegar ég fór loks- ins á ið fór sköpunin líka á ið.“ – En af hverju Ísland? „Maðurinn minn er mikið í goðafræðinni og við fórum til Íslands í brúðkaupsferð. Ég eignaðist þá nokkra vini og er komin aftur. Sem betur fer. Þetta er yndislegt land!“ Fegurð, orka, þokki  Sirkus Íslands setur upp fullorðinssýningu Skinnsemi – Fullorðinssirkus á Bakkusi Hvað!? Liðdís Finnbogadóttir sýnir fram á að liðamót eru engin fyrirstaða. Myndin var tekin 2 sekúndum áður en táin hvarf ofan í. Freya West Morgunblaðið/Árni Sæberg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.