Morgunblaðið - 09.04.2011, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 09.04.2011, Blaðsíða 45
MINNINGAR 45 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. APRÍL 2011 ✝ Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÞÓRDÍSAR FJELDSTED, Ferjukoti, Borgarhreppi. Sérstakar þakkir til starfsfólks Dvalarheimilis aldraðra fyrir góða þjónustu og umhyggju síðustu árin. Sigurður Fjeldsted, Thom Lomaín, Þorkell Fjeldsted, Heba Magnúsdóttir, Guðrún Fjeldsted, Guðmundur Finnsson, ömmu- og langömmubörn. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu mér samúð og hlýju við fráfall eiginkonu minnar, JÓHÖNNU BERTU FRIÐBJARNARDÓTTUR frá Hellissandi, Sléttuvegi 11, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks H2 Hrafnistu Reykjavík. Aðalsteinn Guðmundsson. ✝ Hjartans þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, HULDU ÞÓRARINSDÓTTUR, Fögrubrekku 24, Kópavogi. Halldór S. Guðmundsson, Jónas H. Bragason, Guðrún Sólveig Guðmundsdóttir, Halla Ósk Halldórsdóttir, Geir Atli Zoëga, barnabörn og langömmubörn. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför okkar yndislega sonar, bróður, barnabarns, frænda og vinar, EINARS TRAUSTA SVEINSSONAR, Hrafnakletti 8, Borgarnesi. Sérstakar þakkir til séra Elínborgar Sturlu- dóttur fyrir ómetanlegan stuðning og umhyggju sem hún sýndi okkur. Fyrir hönd aðstandenda, Svanhildur Karlsdóttir, Runólfur Hauksson, Sveinn Trausti Guðmundsson, Guðný A. Jónsdóttir, Þórður Helgi Jónsson, Sigríður Jónsdóttir. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæru eiginkonu, móður, tengdamóður og ömmu, HELGU KRISTJÁNSDÓTTUR. Starfsfólki á A3 á Hrafnistu í Reykjavík og dvalarheimilinu Eir færum við þakkir fyrir góða umönnun. Þorsteinn Sigurðsson, Kristján Helgason, Sigurður Þórir Þorsteinsson, Hildur Hrönn Oddsdóttir, Halldór Örn Þorsteinsson, Lilja Björg Sigurjónsdóttir, Erna Þórey Sigurðardóttir, Eiður Þorsteinn Sigurðsson, Alexandra Mist Halldórsdóttir, Helga Karen Halldórsdóttir, Emma Sóley Halldórsdóttir. Með fáum orðum vil ég minn- ast svila míns og vinar, Ragnars Valdimarssonar á Akureyri. Ragnar var þar fæddur og upp- alinn. Ég hafði ekki lengi rabb- að við hann þegar ég fann hvað hann var mikill Akureyringur og unni heimabæ sínum og Norðurlandi. Það var bæði skemmtilegt og fróðlegt að ræða við Ragnar. Hann var mikill hug- og verkmaður og var í fjöldamörg ár verkstjóri raf- Ragnar Valdimarsson ✝ Ragnar Valdi-marsson fædd- ist á Akureyri 10. febrúar 1935. Hann andaðist á heimili sínu að Lindasíðu 29 á Akureyri 31. mars 2011. Útför Ragnars fór fram frá Akur- eyrarkirkju 7. apríl 2011. línulagna RARIK á Eyjafjarðarsvæð- inu og á Norður- landi eystra að Vopnafirði. Í vetr- arveðrum þegar raflínur slitna og staurar brotna undir ofurþunga ís- ingar og snjóa eru þetta erfiðar ferðir og stundum svaðil- farir sem viðgerð- armenn og línumenn fara til þess að koma aftur á rafmagni svo að samborgarar og allir landsmenn fái notið ljóss og yls. Ég hafði gaman af að fræðast um norðlenskar sveitir og höf- uðstað Norðurlands, Akureyri þegar starf Ragnars bar á góma. Eitt sinn fórum við Anika, ásamt Sigrúnu og Ragn- ari, í Ásbyrgi og Laxárvirkjun undir leiðsögn Ragnars. Þetta var skemmtileg og fróðleg ferð. Ragnar og Sigrún Ragnarsdótt- ir frá Lokinhömrum í Arnarfirði felldu ung hugi saman og gengu í hjónaband árið 1958. Vetrar- vertíðina 1960, fóru þau, eins og þá var algengt, á vertíð til Vest- mannaeyja til þess að koma undir sig fótunum og eiga fyrir fyrstu afborgun í eigin íbúð og unnu þá bæði hjá Ísfélagi Vest- mannaeyja. Innan við tvítugt hafði Ragnar verið á vetrarver- tíð í Eyjum á m/b Suðurey VE 20 með Arnoddi Gunnlaugssyni, þekktum skipstjóra og útgerð- armanni í Vestmannaeyjum. Ragnar var mjög ánægður með veru sína í Eyjum og plássið á Suðurey. Hann gaf alltaf öllu sínu samferðafólki og þeim sem hann hafði starfað með góð orð og var umtalsgóður og skemmtilegur sögumaður sem kryddaði frásögnina með góðlát- legri gamansemi. Þau hjón, Sigrún og Ragnar, hófu búskap á Akureyri og komu sér upp myndarlegu rað- húsi við Dalsgerði 2 f þar sem þau í fjöldamörg ár áttu sér- staklega fallegt heimili. Ragnar Valdimarsson var vinnusamur og þegar hann hafði náð eft- irlaunaaldri hjá RARIK hóf hann störf hjá Rafeyri ehf sem Jónas, sonur þeirra rekur ásamt fleirum á Akureyri. Þar hvíldi ekki á honum sama ábyrgð og fyrr, en hann var öllu vanur í sambandi við rafmagn og hafði frjálsari hendur en áður. Ragn- ar var ákaflega ánægður og þakklátur fyrir að hafa fengið þarna tækifæri til að starfa áfram og vann fram undir síð- asta dag hjá Rafeyri, en hann andaðist að kveldi 31. mars sl. Eftir að Sigrún og Ragnar voru orðin ein fluttu þau í fal- lega íbúð að Lindasíðu 29 á Ak- ureyri. Eins og alls staðar þar sem þau hafa búið hefur verið gott að koma þangað og þau hjón samhent og gestrisin. Við Anika og fjölskylda okkar eig- um margar góðar minningar frá heimsóknum til þeirra hjóna. Við skyndilegt fráfall Ragnars Valdimarssonar þökkum við góðar stundir og vottum Sig- rúnu, börnum þeirra og fjöl- skyldum innilega samúð. Góður og skemmtilegur samferðamað- ur er horfinn á braut. Hann hvíli í Guðs friði. Guðjón Ármann Eyjólfsson. ✝ Hjálmar Vík-ingur Hjálm- arsson fæddist á Akureyri þann 26. janúar 1940. Hann lést á Landspít- alanum í Fossvogi 30. mars 2011 eftir langvinn veikindi. Hann var sonur hjónanna Þórlaug- ar Gunnlaugs- dóttur matráðskonu, f. 1903, d. 1977 og Hjálmars Sigmunds- sonar skipstjóra, f. 1892, d. 1957. Alsystir hans er Erla Hlín, f. 1933, maki Trausti Bertelsson, f. 1939. Önnur alsystkini Hjálmars voru Jóna Margrét, f. 1935, d. 1944 og Sigmundur, f. 1937, d. 1996. Hjálmar átti einnig sam- feðra hálfsystkini, þau hétu Oddur Vagn, Baldur, Eva, Alfa og Vilmar. Sammæðra hálfsystir Hjálmars er Hólmfríður Guð- mundsdóttir. Hjálmar kvæntist Valdísi Ósk- arsdóttur, f. 1943, árið 1966 og átti með henni tvær dætur: Rósa Margrét, f. 1967, maki Jón Hall- dór Björnsson, f. 1967, þeirra dætur eru Ingibjörg Erla, f. 1993 og Valdís Ósk, f. 1993. Erla Hlín, f. 1972, maki Davíð Bjarnason, f. 1972, þeirra synir eru Haraldur Bjarni, f. 1999, Ósk- ar Víkingur, f. 2004 og Stefán Orri, f. 2005. Eftirlifandi eiginkona Hjálmars til tæplega 40 ára er Anna Andr- ésdóttir, f. 1938 og gekk hann börnum hennar í föðurstað. Þau eru: Kristín Björg, f. 1964. Andrea Berþóra, f. 1966, maki Ársæll Magnússon, f. 1966 og synir þeirra eru Magnús, f. 1990 og Hreiðar Ingi, f. 1993. Jón, f. 1967, maki Sigrún Linda Guð- mundsdóttir, f. 1967. Sonur Jóns úr fyrra sambandi er Hjálmar Helgi, f. 1991. Hjálmar ólst upp á Akureyri, stundaði nám við Hér- aðsskólann á Laugarvatni og út- skrifaðist frá Menntaskólanum á Akureyri. Hann lauk embættis- prófi í lögfræði frá Háskóla Ís- lands og starfaði þá hjá borg- arfógeta. Hugur Hjálmars var ætíð á sjónum og hvarf hann að sjómennsku og vann lengst af á togurum, m.a. á Karlsefni og Haraldi Kristjánssyni. Hjálmar var mikill áhugmaður um veiði- skap, íþróttir og bridge. Útför Hjálmars fór fram 8. apríl 2010. Við Hjálmar kynntumst í MA haustið 1957, lukum þar námi vorið 1961 og laganámi í fram- haldinu. Allan skólatímann var þráður milli okkar sterkur. Síðan fór hvor sína leið eins og gengur, þráðurinn veiktist en slitnaði aldrei. Minn gamli, góði vinur, Hjálm- ar Víkingur! Jarðlífið er sem vatnið. Af himni það fellur, til sjávar það rennur, til himins það lyftist á ný. Hringrásin eilífa. Ef til vill hittumst við á ný og renn- um skeiðið saman. Það má vona og allt ber vonin uppi. Í dag þakka ég að hafa fyrir skömmu heimsótt þig á sjúkra- húsið. Þú lást þar mikið veikur en samt svo sterkur sem ætíð fyrr. Kæra Anna, megir þú og allir aðrir aðstandendur Hjálmars okkar öðlast styrk í sorginni. Jón Erlendsson. Hjálmar Víkingur Hjálmarsson Fyrrverandi mágur okkar und- irritaðra, Idelfonso Ramos Val- dés, lést síðastliðinn gamlársdag á sjúkrahúsi í Havana á Kúbu, 74 ára að aldri. Ramos – eins og hann var kallaður – var kvikmyndaleik- stjóri að mennt og vann við það mestalla starfsævi sína, fram á síðasta ár. Ramos var kvæntur systur okkar, Ingibjörgu, í rúman ára- tug. Þau kynntust er þau voru bæði við nám á yngri árum í Kvik- myndaháskólanum í Moskvu og giftust þar í borg. Þau bjuggu í Moskvu meðan á námi stóð og fluttust síðar til Havana, þar sem sonur þeirra Ernesto Hilmar Ra- mos fæddist 1975. Idelfonso Ramos gerði einkum heimilda- og fræðslukvikmyndir fyrir ICAIC-kvikmyndastofn- unina á Kúbu. Ein mynda hans fjallaði um samskipti Spánverja og Kúbverja í gegnum tíðina og var hún tekin í báðum löndunum. Síðasta mynd hans var nýkomin á kvikmyndatjöldin í Havana þegar hann lést. Hún rekur sögu dansins Idelfonso Ramos Valdés ✝ Idelfonso Ra-mos Valdés fæddist í Havana, höfuðborg Kúbu, 28. september 1936. Hann nam kvik- myndagerð í Moskvu og starfaði við fag sitt á Kúbu til æviloka. Hann lést á sjúkrahúsi í Havana 31. desember 2010. á Kúbu og hefur hlotið mjög jákvæð- ar viðtökur eins og margar aðrar mynd- ir sem hann gerði. Fjölmargir Ís- lendingar kynntust Ramosi, bæði á námsárunum og síð- ar í Havana, þar sem við systkinin hittum hann bæði – og hann kom líka þrívegis til Íslands eftir að þau Inga skildu og hún kom heim með soninn. Margir Íslendingar fóru í vinnuferðir til Kúbu á árunum upp úr 1970 á veg- um Vináttufélags Íslands og Kúbu. Unnu hóparnir sjálfboða- liðastörf, m.a. við húsbyggingar, og kynntust landi og þjóð. Ramos hitti marga úr þessum hópum og veitti oft íslenskum ferðalöngum aðstoð sína. Tómas R. Einarsson kontra- bassaleikari var einn þeirra sem kynntust Ramosi á Kúbu. Gerði Ramos myndband þar sem Tómas og félagar spiluðu á götum Ha- vana og áhorfendur dönsuðu und- ir músíkinni af miklu fjöri. Þetta myndband var sýnt nokkrum sinnum á RÚV. Við minnumst Ramosar með virðingu og þökk fyrir góð kynni og vottum aðstandendum samúð okkar: fjölskyldu hans á Kúbu, Hilmari, dætrum hans og öðrum vinum Ramosar, þ.á m. Ingu syst- ur okkar og Kristínu dóttur henn- ar. Rannveig Haraldsdóttir, Þröstur Haraldsson. Óteljandi fallegar og góðar minningar á ég um vinkonu mína, Borghildi frá Bjálmholti. Minn- ingar sem ég mun alltaf eiga. Ég var svo heppin að fá að vera í sveit hjá systkinunum í Bjálm- holti og það var skemmtilegur og yndislegur tími. Við máluðum, föndruðum, spiluðum, lásum, gerðum krossgátur, ferðuðumst og spjölluðum mikið saman. Margar sögur voru sagðar og brandarar þegar við keyrðum um túnin í Land Rovernum þegar við fórum til kinda öll í kremju í framsætinu en okkur fannst það betra þó það væri nóg pláss aftur í. Þú varst með einstakt lag á dýr- um, enda mikill dýravinur, og kindurnar, hestarnir og kettirnir hændust að þér eins og við mann- fólkið. Þú varst sannur vinur með hjarta gert úr gulli. Eftir að Sigurður okkar lést breyttist ýmislegt en við töluðum alltaf um að hann væri með okk- ur. Og vil ég minnast seinustu jóla sem við áttum saman. Við ákváðum að halda jólin okkar Sigga eins og við kölluðum það. Þá elduðum við birkireykt hangi- kjöt, eins og þið Siggi gerðuð allt- af, fórum upp í kirkjugarð með ljós og skreytingar á leiðin, spil- uðum, grétum saman, hlógum saman og yljuðum okkur við ynd- islegar minningar og við vissum að Sigurður var alltaf með okkur. Borghildur Sjöfn Karlsdóttir ✝ BorghildurSjöfn Karls- dóttir fæddist í Bjálmholti í Holtum 12. júní 1937. Hún lést á Landspítala – háskólasjúkrahúsi við Hringbraut 27. mars 2011. Útför Borghild- ar var gerð frá Marteins- tungukirkju í Holt- um 2. apríl 2011. Þetta eru minningar sem ég mun alltaf hlýja mér við. Ég er mikið þakklát að hafa kynnst þér, Borg- hildur mín. Við átt- um yndislegan tíma saman og þú kennd- ir mér margt og gerðir mig að betri manneskju. Þið systkinin voruð mér sem aðrir foreldrar enda er sökn- uðurinn mikill og Bjálmholtið tómlegt þó ég viti að þið eruð hjá mér enn. Ég kveð þig með miklum sökn- uði, elsku vinkona. Ég veit að Sigurður, Minna og allir taka vel á móti þér. Takk fyrir allt, elsku engillinn minn. Ég sé þig seinna. Þín vinkona, Andrea Ösp. Við viljum kveðja góða vin- konu og hreint yndislega mann- eskju, hana Borghildi frá Bjálm- holti, sem kvaddi þennan heim allt of fljótt. Hún var okkar stoð og stytta í rúm 30 ár á Sauma- stofu Rudólfs og fjölskylduvinur. Það lék allt í höndunum á Borg- hildi, alveg sama hvað það var sem hún tók sér fyrir hendur og hún var ómissandi persóna og starfskraftur á vettvangi dags- ins. Okkur Stolzunum langar að senda kveðjur og þakka fyrir vin- áttu, tryggð og skemmtileg kynni Ég kveð þig, hugann heillar minn- ing blíð, hjartans þakkir fyrir liðna tíð, lifðu sæl á ljóssins friðar strönd, leiði sjálfur Drottinn þig við hönd. (Guðrún Jóhannsdóttir) Sólveig. Gustav, Ólafur og Erla Stolzenwald.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.