Morgunblaðið - 09.04.2011, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 09.04.2011, Blaðsíða 8
Verðmætamat manna er misjafnteins og annað mat þeirra og lít- ið við því að gera. Verðmætamat al- þýðuforingjans Steingríms J. Sigfús- sonar hefur komið smám saman í ljós á liðnum miss- erum og vekur at- hygli.    ÁAlþingi áfimmtudag kom enn eitt dæmið um verðmætamatið fram, en þá var Steingrímur spurður um kostnaðinn vegna Icesave III samninganna, fyrirspurn sem hann hefur með ósvífnum klækjum og um langa hríð vikið sér undan að svara.    Ekki fengust heldur skýr svör aðþessu sinni, en þó var upplýs- andi að heyra lýsingu hans á greiðslum til innlendra aðila. Hann sagði erlendu aðilana hafa verið dýra, en þá innlendu „mjög hóflega“.    Þessir innlendu fengu að sögnSteingríms „mjög hóflegar“ greiðslur sem að vísu námu mörgum tugum milljóna króna.    Einhverjum kann að þykja þessargreiðslur fyrir hlutastarf í tæpt ár vera nær því að teljast mjög óhóf- legar en mjög hóflegar. Sé svo er það aðeins vegna þess að viðkom- andi skortir sjónarhorn Steingríms.    Þeir sem efast um að tugir millj-óna fyrir hlutastarf í tæpt ár séu mjög hófleg greiðsla hafa líklega ekki þurft að sannfæra sjálfa sig og aðra um að greiðsla upp á tugi eða hundruð milljarða fyrir að sam- þykkja lögleysu sé mjög hófleg greiðsla.    En þegar menn hafa árum samanreynt að selja Icesave- samninga virkar allt annað mjög hóflegt í samanburðinum. Steingrímur J. Sigfússon „Mjög hóflegur“ Steingrímur STAKSTEINAR 8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. APRÍL 2011 Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is „Þetta er bara gaman,“ segir knapinn Halldór Guðjónsson, en hann sigraði örugglega á Nátt- hrafni frá Dallandi í ístöltinu „Þeir allra sterkustu“, sem fór fram í Skautahöllinni í Laugardal um liðna helgi. Þetta var jafn- framt þriðja árið í röð sem þeir sigra í keppninni. „Það er ekki oft sem það gerist,“ segir meistarinn lítillátur. Náttfari er 12 vetra og hefur verið í umsjá Halldórs alla tíð, en hann hefur tamið hann í átta ár. „Ég nánast bjó hann til,“ segir Halldór og vísar til þess að hann hafi ásamt eigandanum leitt hryss- una undir graðhestinn á sínum tíma og síðan byrjað að temja hestinn ungan. „Mér fannst hann efnilegur og skemmtilegur og hélt áfram með hann,“ segir Halldór og bætir við að aðalatriðið sé að hafa trú á því sem maður geri, vera rólegur og bíða eftir því að hesturinn geti framkvæmt það sem hann þurfi að gera í svona keppni. Sé haldið rétt á spöðunum sé uppskeran góð. Tamningarmiðstöð í Svíþjóð Félagarnir fengu 9,07 í einkunn í forkeppni og 9,22 í úrslitum. Halldór segir það mjög góðan ár- angur, sérstaklega í forkeppninni. Hann flutti til Svíþjóðar í haust sem leið og rekur tamningastöð í Uddevalla skammt fyrir norðan Gautaborg. Vegna reiðkennslu hefur Halldór komið til Íslands mánaðarlega og notað tímann til þess að sinna Nátthrafni. Hann hafi ákveðið að fara í keppnina og sjái ekki eftir því. „Þetta er mjög góður árangur,“ segir hann. Eru enn í sérflokki í ístöltinu  Halldór Guðjónsson og Nátthrafn þeir allra sterkustu þriðja árið í röð Ljósmynd/Dagur Brynjólfsson Meistarar Halldór Guðjónsson á Nátthrafni sýnir listir sínar. Fjárfestar - góð fjárfesting Íslenskt fyrirtæki með umboð fyrir einstaka vöru á öllum norðurlöndum vill selja 20% hlut (20 milljónir). Hluturinn selst í einu lagi eða í hlutum. Hlutverk fyrirtækisins er að gera umboðssamninga við öfluga dreifingaraðila í viðkomandi landi. Varan er einstök og fellur fullkomlega inn í vörulínu væntanlegra umboðsaðila. Ávinningurinn er verulegur þar sem hluti veltunar í hverju landi fyrir sig rennur til fyrirtækisins. Áhugasamir eru beðnir um að senda nafn og síma á box@mbl.is merkt: ávinningur 2012 fyrir 9. apríl. Öllum fyrirspurnum verður svarað. Erindi: Íslandsljóð Þú býrð við lagarband,- Bjargarlaus við frægu fiskisviðin, Fangasmár, þótt komist verði á miðin, en gefur eigi á góðum degi, gjálpi sær við land. Vissirðu, hvað Frakkinn fékk til hlutar? Fleytan er of smá, sá guli er utar. Hve skal lengi dorga, drengir, dáðulaus upp við sand? Höfundur Einar Benediktsson Veður víða um heim 8.4., kl. 18.00 Reykjavík 9 rigning Bolungarvík 10 rigning Akureyri 14 skýjað Egilsstaðir 12 skýjað Kirkjubæjarkl. 7 alskýjað Nuuk -8 léttskýjað Þórshöfn 10 þoka Ósló 12 heiðskírt Kaupmannahöfn 12 léttskýjað Stokkhólmur 11 skúrir Helsinki 3 skýjað Lúxemborg 18 heiðskírt Brussel 17 heiðskírt Dublin 13 heiðskírt Glasgow 13 léttskýjað London 21 heiðskírt París 20 heiðskírt Amsterdam 12 heiðskírt Hamborg 10 skýjað Berlín 15 skýjað Vín 17 skýjað Moskva 2 skúrir Algarve 22 heiðskírt Madríd 27 heiðskírt Barcelona 17 heiðskírt Mallorca 21 heiðskírt Róm 21 heiðskírt Aþena 17 skýjað Winnipeg 3 alskýjað Montreal 7 léttskýjað New York 8 heiðskírt Chicago 7 þoka Orlando 27 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 9. apríl Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 6:18 20:42 ÍSAFJÖRÐUR 6:16 20:54 SIGLUFJÖRÐUR 5:59 20:37 DJÚPIVOGUR 5:46 20:13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.