Morgunblaðið - 09.04.2011, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 09.04.2011, Qupperneq 31
31 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. APRÍL 2011 Ég segi nei vegna þess að Ís- lendingum ber ekki lagaleg skylda til að greiða kröfur Breta og Hollend- inga. Við eigum nóg með að greiða þær skuldir sem við berum ábyrgð á þrátt fyrir að við tökum ekki líka að okkur að greiða þennan óútfyllta tékka. Ég segi nei vegna þess að samningurinn sem fyrir liggur er ósanngjarn. Mikil óvissa er í honum fólgin og öll áhættan af breyttum forsendum, svo sem endurheimtum í þrotabú Landsbankans og gengisþróun, liggur okkar megin. Efnahags- leg áhætta af því að samþykkja samninginn er of mikil og mun meiri en af því að segja nei. Ég segi nei vegna þess að ég trúi á frelsið. Einstaklingar og fyrirtæki þurfa frelsi til að vaxa og dafna og því frelsi á að fylgja ábyrgð. Það að sam- þykkja Icesave er yfirlýsing um að skattgreiðendur eigi að bera ábyrgð á rekstri einkafyr- irtækja. Með því að segja já viðurkennum við að einkafyr- irtæki geti stofnað til skuldbindinga á kostnað ríkisins, skattgreiðenda. Slíkt fordæmi hef- ur í för með sér skerðingu frelsis okkar til lengri tíma vegna þess að ef skattgreiðendur eiga að bera ábyrgð á athöfn- um/athafnaleysi einkafyrirtækja, hljóta skattgreið- endur að gera þá kröfu að fá að stjórna því hvaða einkafyr- irtæki megi starfa, hverjir megi stjórna þeim og hvað þau megi gera frá degi til dags. Það mun leiða til þess að settar verða miklar hömlur á starfsemi einkafyrirtækja. Slík framtíð- arsýn hugnast mér ekki. Við megum ekki vera hrædd. Frjáls og fullvalda þjóð á aldrei að óttast það að leggja sín mál í hendur dómstóla. Nei Eftir Unni Brá Konráðsdóttur Unnur Brá Konráðsdóttir » Frjáls og fullvalda þjóð á aldrei að óttast það að leggja sín mál í hendur dómstóla. Höfundur er þingmaður. Hvíld Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, notaði tækifærið og hvíldi sig þegar hann var farðaður áður en hann hélt ræðu á flokksþingi framsóknarmanna í gær. RAX Íslendingar hafa löngum haft gaman af goðsögnum. Ekki þó bein- línis til að trúa þeim eins og nýju neti. Fræg er lýsing Snorra Sturlu- sonar af goð- um heiðins sið- ar, þar sem saman fer vingjarnleg afstaða til heiðn- innar og varfærnislegt skop- skyn fræðimannsins. Ekki er vitað til að Snorri hafi fal- ið Ásaþór eða Óðni vörslu fjármuna sinna. Goðsagnir nútímans hafa höfðað öðru vísi til Íslend- inga. Hinir nafntoguðu út- rásarvíkingar nutu tiltrúar áður en þeir urðu alræmdir. Svo mikil var tiltrúin að þeir væru öðrum meiri, að marg- ir fólu þeim sparnað sinn, að ekki sé minnst þeirra sem voru svo gæfulausir að slá lán til að fela hetjunum að ávaxta pundið. Urðu af þessu harmleikir sem ekki verða ræddir hér að sinni. Þeir voru margir sem létu glepjast af ljóma fjármála- mannanna. Ég þarf ekki að leita langt. Sjálfur var ég um tíma farinn að segja við sjálf- an mig: eitthvað hljóta þeir að hafa sem aðrir hafa ekki. Mig minnir endilega að ég hafi lesið upplýsandi grein eftir þekkta rannsókn- arblaðakonu, þar sem fjallað var um stjórnunarstíl þess- ara snillinga. Kom fram að ágæti þeirra fælist einkum í því að þeir hefðu mikið frum- kvæði, framkvæmdu án of mikils undirbúnings og boð- leiðir þeirra færu ekki eftir virðingarstigum heldur lægju þvert á þau. Ég fékk líka dýpri innsýn inn í reynsluheim fjármálasnill- inganna hjá þjóðþekktum heimspekingi, sem skýrði fyrir mér tengsl þeirra við forn spakmæli og alþýðuvís- indi. Ljóst er að margir þeir, sem dýpkuðu skilning minn á ágæti fjár- málasnilling- anna á upp- gangstímum, urðu síðar vitr- ari eftir á. Það var einkum tvennt, sem varð til þess að ég fór að efast um þessar goðsagna- persónur og gagnsemi þeirra. Með því að fylgjast með yfirliti um reikninginn minn í netbankanum, fór það ekki fram hjá mér að eitt- hvað var að gerast, sem mér sýndist vafasamt. Ég tók því ævisparnaðinn út úr bank- anum mínum og fól hann skákmeistara, sem tókst að verja hann að mestu leyti, eða að lágmarka tapið. Hitt var það að við lestur skýrslna OECD varð mér smám saman ljóst hvað fjár- málasnillingarnir íslensku höfðu sem aðrir höfðu ekki: þeir höfðu ótakmarkaðan að- gang að ódýru erlendu lánsfé. Hægt er að skýra það með nokkuð einföldum hætti hvers vegna þeir nutu þess- ara fríðinda, en það verður að bíða betri tíma. Nú um stundir fer um landið enn ein goðsagnaper- sónan. Lee Buchheit heitir sá. Hann hefur skipt svolítið um hlutverk, var áður að- alsamningamaður rík- isstjórnarinnar, en fer nú um landið á vegum utanrík- isráðuneytisins til að mæla með því að Íslendingar sam- þykki Icesave III. Buchheit er lögfræðingur, en leggur samt áherslu á að hann sé fyrst og fremst sérfræð- ingur í samningatækni. Í Háskólanum á Akureyri lagði ég nokkrar spurningar fyrir Lee Buchheit. Ég spurði hvort hann hefði haft umboð frá ríkisstjórn Ís- lands til að ræða lögmæti krafna Breta og Hollend- inga. Hann sagðist hafa haft umboð til þess en árangur hefði ekki orðið neinn á því sviði. Nú minnir mig að Buchheit hafi lýst því yfir áður í fjölmiðlum að hann hafi ekki haft þetta umboð, en vera kann að það sé mis- minni. Mér hefur stundum fund- ist Svavar Gestsson liggja óbættur hjá garði. Af þeim sökum og ýmsum öðrum spurði ég Buchheit að því hvort sá árangur sem hann náði í að lækka vaxtakröfuna hefði ekki fyrst og fremst verið tengdur því að að- stæður á lánamarkaði hefðu verið allt aðrar og betri, en þegar Svavar Gestsson var að semja fyrir Íslands hönd. Buchheit tók heils hugar undir það. Bucheit er sérfræðingur í samningatækni. Hann náði engum árangri í lögmæt- iságreiningnum. Hann fékk lægri vexti, þegar lánamark- aðirnir leyfðu það. Það ligg- ur í augum uppi að heiður mannsins sem sérfræðings í samningatækni liggur að veði og verður gengisfelldur, ef þjóðin hafnar samn- ingnum. Hann leggur því áherslu á að við eigum að segja já. Vandamál launaðra lobbí- ista og goðsagnapersóna er hins vegar trúverðugleikinn. Eftir Tómas I. Olrich » Það liggur í augum uppi að heiður mannsins sem sérfræðings í samningatækni liggur að veði og verður geng- isfelldur, ef þjóðin hafnar samn- ingnum. Tómas Ingi Olrich Höfundur er fyrrverandi þingmaður og ráðherra. Goðsagnaverur Í málflutningi stuðningsmanna þess að Íslend- ingar gangist undir nýjasta Ice- save-samninginn birtist hvað eftir annað það sjón- armið að með samþykki sé óvissu eytt, mál- inu sama sem lok- ið og ríkið þurfi sennilega ekki að greiða Bretum og Hollendingum mikið, kannski ekki neitt. Um leið halda þeir því fram að synjun samnings- ins í þjóðaratkvæðagreiðslu leiði til gríðarlegrar óvissu, sem fylgi því að málið fari fyr- ir dómstóla, auk þess sem dómsniðurstaða verði trúlega miklu óhagstæðari en samn- ingurinn. Áróðurinn gengur með öðrum orðum út á að já sé svo til áhættulaust en nei feli í sér mikla áhættu. Þessi uppstilling er í senn áróðurskennd og óheiðarleg. Að sönnu ríkir óvissa um af- leiðingar þess að Íslendingar hafni Icesave-lögunum. Eng- inn getur með vissu fullyrt um viðbrögð Breta og Hollend- inga, málsmeðferð fyrir stofn- unum EFTA eða hugsanlegar niðurstöður íslenskra dóm- stóla, ef yfirhöfuð verða höfð- uð einhver dómsmál. Bæði sérfræðingar og leikmenn hafa reynt að meta þetta en komist að afar ólíkum nið- urstöðum. Ég hef mína ein- dregnu skoðun í þeim efnum og hef ekki áhyggjur af þess- um þætti, en aðrir eru ólíkrar skoðunar. Hvað sem því líður er aðeins um spádóma að ræða. En hið sama á líka við um afleiðingar þess að Icesave- lögin verði staðfest. Áhættu- þættirnir í því sambandi eru fjölmargir og geta haft miklar afleiðingar. Getur þar munað umtalsverðum fjárhæðum og breytingar á einstökum þátt- um til hins verra geta orðið okkur Íslendingum af- ar þungbærar. Í fyrsta lagi má nefna, að enn á eftir að leiða til lykta margvíslegan réttarágreining og ýmis dómsmál, sem geta haft veruleg áhrif á endanlega greiðslubyrði Íslendinga. Þetta er vert að hafa í huga, því stundum er því haldið fram að allri áhættu, sem tengist dómsmálum, verði eytt með samþykki samnings- ins. Í annan stað eru enn fyrir hendi óvissuþættir, sem varða endurheimtur á eignum gamla Landsbankans, bæði hve mikið fæst upp í kröfur og hvenær unnt verður að greiða út úr búinu. Síðarnefnda at- riðið skiptir miklu máli, því ljóst er að á meðan ekki er hægt að greiða upp í kröfur safnast upp vextir, sem Ís- lendingum ber að greiða verði samningurinn staðfestur. Í þriðja lagi liggur fyrir veruleg áhætta, sem tengist þróun gengisins. Hún liggur aðallega í því að á meðan greiða þarf Hollendingum í evrum og Bretum í pundum á næstu árum er krafa Trygg- ingarsjóðs innstæðueigenda á hendur búi gamla Landsbank- ans fastákveðin miðað við gengi krónunnar í apríl 2009. Það er einmitt þessi krafa Tryggingarsjóðsins, sem á samkvæmt samningnum að standa undir megninu af greiðslunum til Breta og Hol- lendinga og þar með að draga úr þeim kostnaði, sem lendir á ríkissjóði. Frávik í sambandi við þróun gengisins geta leitt til þess að endanlegur kostn- aður íslenskra skattgreiðenda verði allt frá einhverjum tug- um milljarða til meira en 200 milljarða króna. Af þessu má sjá, að það er fjarri öllum sanni að halda því fram að óvissu og áhættu verði eytt með því að sam- þykkja Icesave-samninginn í þjóðaratkvæðagreiðslunni. Verði niðurstaðan já er alveg ljóst að veigamiklir óvissu- þættir verða áfram fyrir hendi. Áhættan verður öll Ís- landsmegin, því samkvæmt samningnum munu Bretar og Hollendingar alltaf fá höf- uðstól kröfu sinnar greiddan að fullu með umsömdum vöxt- um. Dragist greiðslur af hálfu Íslendinga af einhverjum sök- um framlengist greiðslutím- inn og á meðan bætast auðvit- að við vextir og vaxtavextir. Ég verð að játa, að það hef- ur haft veruleg áhrif á afstöðu mína til samningsins hversu mjög hallar á okkur Íslend- inga varðandi þessa áhættu- þætti. Þegar við bætist, að forsendur samninganna eru ekki byggðar á viðurkennd- um, lögmætum kröfum heldur á þvingunaraðgerðum, þrýst- ingi og misjafnlega dulbúnum hótunum, þá var ekki erfitt fyrir mig að komast að nið- urstöðu þegar málið kom til atkvæða á Alþingi. Sama á auðvitað við um þjóð- aratkvæðagreiðsluna á morg- un. Eftir Birgi Ármannsson » Það er fjarri öllum sanni að óvissu og áhættu verði eytt með því að samþykkja Icesave- samninginn í þjóðaratkvæða- greiðslunni. Birgir Ármannsson Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Áhættan af samþykki Icesave er öll Íslandsmegin

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.