Morgunblaðið - 09.04.2011, Side 24

Morgunblaðið - 09.04.2011, Side 24
Reuters Hlýnun Búist er við stóraukinni um- ferð stórskipa um Norður-Íshafið. Íslendingar fara fyrir hópi norrænna vísindamanna sem undirbúa rann- sókn á áhrifum mengunar frá auk- inni skipaumferð um norðurslóðir á lífríki sjávar og strandsvæða. „Við byrjum á að kortleggja stöð- una eins og hún er, áður en umferðin verður of mikil, og þá höfum við möguleikann á að fylgjast með hvort aukin mengun hefur merkjanleg áhrif á lífríkið,“ segir Hrönn Ólína Jörundsdóttir, verkefnisstjóri hjá Matís, sem stýrir rannsókninni í samvinnu við Halldór Pálmar Hall- dórsson, forstöðumann Rannsóknar- seturs Háskóla Íslands í Sandgerði, og Jörund Svavarsson, prófessor í sjávarlíffræði við Háskóla Íslands. Vísindamenn frá Færeyjum, Noregi, Danmörku, Grænlandi og Svíþjóð munu einnig taka þátt en vilyrði hef- ur fengist um styrk hjá Norrænu ráðherranefndinni í þrjú ár. Hrönn Ólína segir að lögð verði áhersla á að rannsaka efni sem ber- ast út í náttúruna vegna siglinga og olíuvinnslu enda segir hún mögulegt að vistkerfi sem aldrei hefur komist í snertingu við mengun af þessu tagi sé viðkvæmara en lífríki á stöðum þar sem mengun er viðvarandi. Reiknað er með stóraukinni umferð stórskipa þegar siglingaleiðin um Norður-Íshafið opnast vegna hlýn- unar loftslags, einnig eru áform um aukna olíuvinnslu á norðurslóðum. „Aukin mengun vegna umferðar verður því líklega merkjanleg og eins eykst til muna hættan á olíu- slysum,“ segir Hrönn. helgi@mbl.is Auknar siglingar skilja eftir slóð  Norrænir vísindamenn undirbúa rannsókn á áhrifum mengunar á lífríki Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Niðurfallið Vatnshellir í Purkhólahrauni á Snæfellsnesi er ekki síður fal- legur að vetri en sumri. Grýlukertin setja svip sinn á niðurfallið. BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Ákveðið hefur verið að bjóða ferðir í Vatnshelli á Snæfellsnesi alla daga vikunnar í sumar. Aðgengi að hell- ingum var lagað síðastliðið sumar. Fjölgað verður um þrjá landverði vegna þessa verkefnis og aðgangur seldur til að standa undir kostnaði. Fjöldi hella er í hraununum á Snæfellsnesi. Þegar unnið var að verndaráætlun fyrir Þjóðgarðinn Snæfellsjökul kom upp sú hugmynd að gera einn eða tvo hella þjóð- garðsins aðgengilega fyrir ferða- fólk. „Tilgangurinn er að kynna undur hellanna fyrir almenningi og vernda aðra hella. Við notum hella- ferðina einnig til að fræða gesti al- mennt um náttúruna og nátt- úruvernd,“ segir Guðbjörg Gunnarsdóttir þjóðgarðsvörður. Vatnshellir er í Purhólahrauni, upp af Malarrifi. Hann komst í al- faraleið þegar þjóðvegurinn var lagður þar hjá og síðustu áratugi hefur talsvert verið farið í hann á kaðli. Lá hellirinn undir skemmd- um. Árni B. Stefánsson hellakönn- uður vakti athygli heimafólks á þessu. Guðbjörg segir að tekist hafi skemmtilegt samstarf við að loka hellinum en um leið að bæta að- gengi að honum. Umhverfisstofnun hafi lagt til efni en frjáls félaga- samtök heimafólks og einstaklingar unnið verkið í sjálfboðaliðsvinnu. Sveitarfélagið og verktaki lögðu einnig sitt af mörkum. Spennandi verkefni „Það myndaðist afar skemmti- legur hópur í kringum þetta verk- efni eftir að Árni kynnti þetta á lionsfundi á Hellissandi. Þetta er spennandi vinna, ólík öllu öðru sem við höfum tekist á við,“ segir Þór Magnússon á Gufuskálum, einn þeirra heimamanna sem unnið hafa að verkefninu í Vatnshelli með góð- um félögum, meðal annars úr Lionsklúbbi Nesþinga. Hann við- urkennir að það hafi kostað mun meiri vinnu en reiknað var með í upphafi. „Árni B. Stefánsson og Kristinn Jónasson bæjarstjóri töl- uðu um að skreppa þangað eina eða tvær helgar til að hífa moldina upp úr niðurfallinu í fötum og keyra í burtu. En þetta var svo mikið að við fengum þá feðga, Tómas Sigurðs- son og Svan Tómasson verktaka í Ólafsvík, til liðs við okkur og það fóru margar helgar bara í að moka fjallinu í burtu,“ segir Þór. Þá átti eftir að byggja hatt á hellinn, göngustíga og stiga og brautir nið- ur í hellinn. Borgar með glöðu geði Eftir að hellirinn var opnaður í fyrrasumar fóru landverðir með hópa niður tvo daga í viku. Margir komu því að lokuðum dyrum. Gerð var tilraun til að hafa opið alla daga í eina viku og var þá stöðugur straumur. Þjóðgarðurinn hefur nú ákveðið að hafa opið alla daga vikunnar í sumar. Guðbjörg þjóðgarðsvörður segir að það verði að ráðast af eftir- spurn hversu margar ferðir verði farnar á dag. Farið er með fólkið niður í hópum sem geta heldur ekki verið of stórir. Þjóðgarðurinn út- vegar hjálma og höfuðljós. Í fyrra voru innheimtar 1000 krónur á mann fyrir leiðsögn og fræðslu. Guðbjörg segir að hækka þurfi gjaldið til að það standi undir kostnaði þjóðgarðsins við verkefnið enda standi til að ráða þremur land- vörðum fleira í sumar vegna þess. Ríkið innheimtir almennt ekki gjald fyrir aðgang að ferða- mannastöðum og ekki er innheimt gjald fyrir þátttöku í gönguferðum eða fræðslu í þjóðgarðinum. Guð- björg segir að fólki finnist sjálfsagt að greiða gjald fyrir um klukkutíma ferð í Vatnshelli enda átti það sig á því að þjóðgarðurinn er að leggja til búnað og vinnuafl til að gera það kleift. Vatnshellir opinn alla daga  Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull innheimtir gjald fyrir aðgang og fræðslu um Vatnshelli  Þrír nýir landverðir verða ráðnir til starfa  Aðgangsgjaldið þarf að standa undir kostnaði 24 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. APRÍL 2011 Purkhólahraun er eitt hella- auðugasta svæði landsins. Hátt er til lofts og vítt til veggja í Vatnshelli sem er einn af Purkhólahellunum. Vatnshellir dregur nafn sitt af því að þar var ávallt hægt að fá vatn. Bændur á Malar- rifi ráku kýrnar að hellinum til að brynna þeim því yfir- leitt var nægt leysingavatn að fá vel fram á sumar. Vatnshellir er yfir 200 metra langur og skiptist í nokkra hluta. Hellarnir liggja út frá stóru niðurfalli. Stigi hefur verið settur í niður- fallið. Til norðurs þarf að fara um þrengsli og þá opnast mikill salur sem kallaður er Bárðar- stofa. Nú er verið að lagfæra leiðina þangað inn. Til suðurs úr niðurfallinu er farið inn í hellinn Vætta- gang. Við enda hans er hraunfoss niður í gjá sem liggur þvert á hellinn og nú er nefnd Iður jarðar. Niður í hana liggur 11 metra hár stigi. Lofthæðin í gjánni er sú sama og í Vættaganginum og er því um 20 metra hæð þar sem mest er. Fjölbreytt landslag er í hellinum og þar má meðal annars sjá mörg mismunandi hraunlög, dropasteina, kleprasteina og spena. Í lofti hellisins er bakt- eríugróður sem líffræðingur mun rannsaka í sumar. Hátt til lofts og vítt til veggja PURKHÓLAHRAUN Önundur Páll Ragnarsson onundur@mbl.is Farþegar Icelandair í millilanda- flugi á fyrsta ársfjórðungi voru 13% fleiri en á síðasta ári. Sætanýting hefur aldrei mælst meiri á fyrsta ársfjórðungi eða 71%. Þá batnar nýting í leiguflugi töluvert á milli ára, þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair. Farþegum fækkaði hins vegar hjá Flugfélagi Íslands og skýrist það af mun erfiðari veðurskilyrðum á árinu 2011 en 2010 auk þess sem flugi til Vestmannaeyja var hætt í fyrra. Framlegð samt lakari nú Þrátt fyrir allt þetta verður framlegð hjá fyrirtækinu lakari en á fyrsta ársfjórðungi síðasta árs. Skýringin er fyrst og fremst hátt olíuverð. Bókunarstaða fyrir sum- armánuðina er góð að því er segir í tilkynningunni og þróun gjaldmiðla vegur að einhverju leyti upp á móti hækkandi olíuverði. Miðað við nú- verandi forsendur er spá félagsins um hagnað ársins, fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta, óbreytt og miðar við að hann verði verði 9,5 milljarðar króna. Er þetta haft eftir Björgólfi Jóhannssyni, forstjóra Icelandair Group. Í mars síðastliðnum flugu 96.639 manns með Icelandair, samanborið við 87.839 í marsmánuði 2010, 13% fjölgun sem fyrr segir. Hins vegar var 9% fækkun í seldum hótel- gistinóttum hjá Icelandair Hotels á milli marsmánaða 2010 og 2011. Mikil sætanýting Icelandair

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.