Morgunblaðið - 09.04.2011, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 09.04.2011, Blaðsíða 28
28 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. APRÍL 2011 Kristján Jónsson kjon@mbl.is Harkaleg mótmæli brutust út í mörgum arabalöndum eftir föstu- dagsbænir í gær, minnst 23 féllu þegar öryggissveitarmenn skutu á mótmælendur í borginni Deraa í Sýrlandi. Einnig urðu blóðug átök í Jemen þar sem tveir féllu og efnt var til fjölmennustu útifunda í Egyptalandi frá því að Hosni Mub- arak forseta var steypt. Krafist var réttarhalda yfir honum. Fundurinn fór þó friðsamlega fram en þykir sýna að óánægja með bráðabirgða- stjórn herforingj- anna fari vax- andi. „Þetta eru sterk skilaboð um að bylting- unni sé ekki enn lokið og henni muni ekki ljúka fyrr en markmiðum hennar hafi verið náð,“ sagði Hassan Nafaa, prófessor og þekktur leiðtogi úr röðum egypskra umbótasinna. 10.000 manns fóru um götur Deraa í Sýrlandi, kröfðust umbóta í landinu og lýðræðis. Kveikt var í skrifstofu Baath-flokks Bashars al- Assads forseta og leyniskyttur á húsaþökum skutu á fólkið. Mótmæli voru einnig í Homs og einnig höfuð- borginni Damaskus, þar heyrðust skothvellir. Öryggissveitarmenn börðu á fólki við mosku súnníta. Athygli vakti að mótmæli voru einnig í Kúrdahéruðum Sýrlands þótt Assad hafi í vikunni ákveðið að auka réttindi Kúrda og veita yfir 200.000 þeirra ríkisfang í Sýrlandi. Blóðug mótmæli í Sýrlandi  Fjölmennustu útifundir í Egyptalandi frá falli Hosnis Mubaraks Grimmir stjórnendur » Assad er úr röðum alavíta, sértrúarflokks meðal múslíma. Margir múslímar segja alavíta villutrúarmenn. » Hafez al-Assad, faðir núver- andi forseta, barði niður upp- reisn í borginni Hama 1982, um 10.000 féllu og borgin var að mestu jöfnuð við jörðu. Bashar al-Assad Börn úr röðum Rómafólks, sígauna, í Búlgaríu taka þátt í hátíðarhöldum í tilefni alþjóðadags Rómafólks í gær. Þá er haldið upp á sögu, hefðir og menningu þjóð- arbrotsins með dansi og tónleikum í mörgum borgum. 8. apríl varð dagur þjóðarbrotsins á fjórða alþjóðafundi Rómaþjóðarinnar í Serock í Póllandi 1990. Reuters Börn í Búlgaríu taka þátt í hátíðarhöldum Saga og hefðir Rómafólks í öndvegi Nefnd á vegum Evrópuráðsins, Moneyval, hyggst fara að tilmælum Benedikts 16. páfa og láta rannsaka hvort Páfagarður hafi átt aðild að peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, að sögn Aftenposten. Umrædd nefnd annast eftirlit með þessum málum í allri álfunni en Páfagarður hefur mikil fjár- málaumsvif þótt ríkið sjálft sé hið minnsta í heimi. Páfi mun hafa sótt um það sjálfur í fyrra að nefndin færi reglulega yf- ir peningaviðskipti ríkisins eins og annarra Evrópuráðsríkja, sem eru alls 47. Verða niðurstöðurnar birt- ar opinberlega. Moneyval-nefndin mun hafa náið samráð við embætt- ismenn Páfagarðs um eftirlitið. kjon@mbl.is Páfi lætur Evr- ópuráðið rannsaka peningaviðskipti Dímítrí Medve- dev Rússlands- forseti fordæmir árásir tölvu- þrjóta á vinsælan vef, LiveJournal, sem hýsir meðal annars blogg for- setans. Hann hef- ur bloggað af kappi undanfarin tvö ár en netið verður æ mikilvæg- ara fyrir þá Rússa sem vilja losna við beina og óbeina ritskoðun. kjon@mbl.is Medvedev for- dæmir tölvuþrjóta Dmítrí Medvedev Hayastan Shakarian, 75 ára kona í Georgíu, er sökuð um að hafa rofið kapal fyrir netteningar í leit að verðmætum málmi en segist aldrei hafa heyrt um fyrirbærið internet. Hún segist vera saklaus en Shak- arian gæti hlotið þriggja ára dóm. Þúsundir heimila misstu netsam- band í nokkrar stundir. Shakarian segist hafa verið úti að safna eldivið, hún sé ekki nógu sterk til að geta tekið í sundur kap- alinn. Sonur hennar segir hana vera skelfingu lostna og gráta mik- ið vegna málsins. kjon@mbl.is Öldruð kona skelf- ingu lostin Hersveitir Alassane Ouattara, rétt- kjörins forseta Fílabeinsstrandar- innar, virðast ekki hafa náð Abidjan að öllu leyti á sitt vald þótt þeir hafi umkringt forsetahöllina þar sem fyrirrennari Ouattara, Laurent Gbagbo, heldur sig. Fílabeinsströndin er helsti út- flytjandi kakóbauna í heimi. Ouatt- ara hefur hvatt Evrópusambandið til að aflétta viðskiptaþvingunum en þær voru settar til að þvinga Gbagbo til að afsala sér völdum. Rússar hafa sett spurningar- merki við afskipti friðargæsluliðs Sameinuðu þjóðanna í landinu af átökunum. Herþyrlum á vegum liðsins var beitt við loftárásir í vik- unni, varpað var m.a. sprengjum á vopnabúr manna Gbagbos sem sak- ar SÞ-menn um að hafa reynt að myrða sig. kjon@mbl.is Aflétti refsiaðgerðum  Mönnum Ouatt- ara mistekst að handsama Gbagbo 2 km Átökin á Fílabeinsströndinni Banco-skógur COCODY TREICH- VILLE A b i d j a n Golf Hotel Aðalstöðvar Ouattara Sources: News reports, International Cocoa Organization Á valdi liðs- manna Ouattara Yamoussoukro Fílabeinsströndin Abidjan Bústaður forseta Vígi Gbagbos þar sem hann ræður yfir herliði og gnægð vopna Forsetahöllin Þar var barist hart á fimmtudag 1,000 1,500 2,000 2,500 3,000 3,500 Sendiráð Japans Franskir hermenn gerðu árás á herbíla liðsmanna Gbagbos þegar þeir björguðu sendiherranum á fimmtudag. $3,049.11 5. apríl Gbagbo vill semja um valdaafsal $3,392.97 25. mars Allt að milljón manns hefur flúið bardagana í Abidjan$3,047.06 3.des. SÞ lýsa Ouattara sigurvegara$2,927.45 31. okt. Fyrri lota forseta- kosninga Verð á kakóbaunum Dollarar á tonn 201120102009200820072006 Minnst tveir létu lífið í Japan á fimmtudag þegar jarðskjálfti upp á 7,1 stig reið yfir norðausturhluta landsins og yfir 130 slösuðust. Rafmagn fór af á stóru svæði þegar tvær af þremur raflínum frá Ona- gawa-kjarnorkuverinu, norðan við Sendai, slitnuðu. Um 900.000 heimili voru enn án rafmagns í gær. Um var að ræða öflugasta eftir- skjálftann eftir hamfarirnar 11. mars og óttast var að Fukushima- verið hefði skemmst enn frekar. Risafyrirtækið Toshiba, sem vann m.a. að hreinsun eftir meng- unaróhappið í Three Mile Island- kjarnorkuverinu bandaríska 1979, mun hafa lagt til að fjórum kjarna- kljúfum Fukushima verði lokað. kjon@mbl.is Aftur mann- tjón í jarð- skjálfta Toshiba vill loka kjarnakljúfum Vel varðir Leitað að líkum í Japan. Kristján Jónsson kjon@mbl.is Ráðherrar fjármála í ríkjum Evr- ópusambandsins hófu í gær fund í Gödöllö í Ungverjalandi og verður þar fjallað um ósk Portúgala um mikla efnahagsaðstoð. Heimildar- menn sögðu að Portúgalar myndu þurfa um 129 milljarða dollara til að komast hjá greiðslufalli. Gert er ráð fyrir að það muni taka tvær til þrjár vikur að ná sam- komulagi um lánaskilmálana og slá því föstu hvaða aðhaldsaðgerðir Portúgalar verði að sætta sig til að fá lánið, að sögn Wolfgangs Schäuble, fjármálaráðherra Þýska- lands. Munu framkvæmdastjórn ESB, evrópski seðlabankinn og Al- þjóðagjaldeyrissjóðurinn koma að þeim málum. Ljóst er að Þjóðverjar munu leggja fram stóran skerf. Féð verður notað til að greiða af skammtímalánum Portúgala og tryggja opinberum stofnunum, sem annast velferðarþjónustu og horfa fram á tóma sjóði, nægilegt rekstr- arfé. Einnig verður hlaupið undir bagga með bönkum í vanda. Ráðgast um lán til Portúgals  Kröfur gerðar um aðhald í rekstri Reuters Sjáðu til! Fjármálaráðherrar Þýskalands og Frakklands, Wolfgang Schäuble og Christine Lagarde, ræðast við á fundinum í Gödöllö í gær. Skannaðu kóðann til að lesa það nýj- asta um átökin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.