Morgunblaðið - 09.04.2011, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 09.04.2011, Blaðsíða 52
52 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. APRÍL 2011 Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Bryndís Halla Gylfadóttir sellóleik- ari og Edda Erlendsdóttir píanóleik- ari koma fram á Tíbrártónleikum í Salnum í dag, laugardag, og hefjast þeir klukkan 17. Þær Bryndís Halla og Edda hafa leikið af og til saman síðasta áratug- inn en árið 2005 kom út geisladiskur þar sem þær leika verk eftir Kodaly, Martinu, Enescu og Janacek. Að þessu sinni hafa þær æft upp nýja efnisskrá, fyrir utan Tilbrigði við slóvensk stef eftir Bohuslav Martinu sem er á diskinum. „Við byrjum á að leika lítil syngj- andi ljóð án orða eftir Franz Liszt. Sum þeirra samdi hann sérstaklega fyrir selló og píanó og þau eru mjög söngræn, einföld og falleg,“ segir Edda um tónleikana. „Síðan leikum við sónötu eftir Frank Bridge en hún er rómantísk og krefjandi og kallast á við verkin eftir Liszt. Þessi sónata heyrist ekki oft en er gullfalleg. Hljómagang- urinn er safaríkur og söngrænn. Eftir hlé leikum við sónötu eftir Benjamin Britten og þá er hörku- stuð; hún er í fimm ólíkum köflum. Við endum á verkinu eftir Martinu en í því er mjög slavneskur andi.“ Bryndís Halla með nýtt selló Eins og kunngt er býr Edda í Frakklandi en hún segir að þær Bryndís Halla hittist reglulega þeg- ar hún er á landinu, enda séu þær góðar vinkonur. „Stundum æfum við líka saman,“ segir hún. „En fyrir tónleika sem þessa eru stífar æfing- ar. Við erum með nýja efnisskrá og þá þýðir ekkert annað en vera mjög duglegar.“ Er auðveldara fyrir hljóðfæraleik- ara að koma saman og byrja að æfa ef þeir þekkjast vel? „Við Bryndís Halla þurfum ekki mikið að spila okkur saman en þó verð ég að segja að þessi efnisskrá er mjög krefjandi í samspili. Sér- staklega er sónatan eftir Britten strembin en í henni eru flóknir rytmar og hröð tempó. Þótt við þekkjumst vel verður ákveðin grunnvinna að vera til stað- ar. En músíkalskt séð hefur alltaf gengið vel hjá okkur.“ Gríðarlega mikið hefur verið skrifað gegnum tíðina af tónlist fyrir dúó sem þetta, selló og píanó. „Það eru til ótrúlega falleg verk fyrir þessa hljóðfæraskipan,“ segir Edda. „Sellóið er svo fallegt og syngjandi. Mér finnst jafnvægið milli þessara hljóðfæra vera sérlega fínt.“ Þess má geta að á tónleikunum leikur Bryndís Halla í fyrsta skipti opinberlega á nýtt selló sem Hans Jóhannsson hljóðfærasmiður hefur gert fyrir hana. Annir á árinu Þrátt fyrir að Edda sé lungann af árinu í Frakklandi leikur hún reglu- lega á tónleikum hér heima. Hún verður með einleikstónleika í Hörpu 2. júní í sumar, á Listahátíð. „Ég er hér alltaf á sumrin og hef alltaf haldið miklum tengslum við landið, vini mína og tónlistarfólk sem ég leik reglulega með,“ segir hún. „Fyrir utan tónleikana í Hörpu verð ég með tónleika úti á landi seinna á árinu. Svo er ég mikið að leika opinberlega í Frakklandi. Ég á býsna annríkt á árinu.“ Morgunblaðið/RAX Æft í Salnum „Mér finnst jafnvægið milli þessara hljóðfæra vera sérlega fínt,“ segir Edda um sellóið og píanóið. Hún situr við flygilinn en Bryndís Halla leikur á nýtt selló eftir Hans Jóhannsson hljóðfærasmið. Ótrúlega falleg verk til fyrir þessi hljóðfæri  Bryndís Halla og Edda Erlendsdóttir á Tíbrártónleikum Sópransöngkonan Frédérique Friess, sem tilnefnd var bjartasta vonin meðal ungra söngvara í óp- erutímaritinu Opernwelt árið 2003, kemur fram ásamt Ólöfu Sigursveinsdóttur sellóleikara og Hrönn Þráinsdóttur píanóleikara í 15:15 tónleikasyrpunni í Norræna húsinu á morgun, sunnudag, og hefjast tónleikarnir klukkan 15.15. Tónleikarnir eru tileinkaðir minningu Sigursveins D. Krist- inssonar en 24. apríl næstkomandi verður öld liðin frá fæðingu hans. Á tónleikunum er í öndvegi verk Sigursveins, Romanza. Einnig verða flutt verk eftir Nadia Bou- langer, Schumann, Poulenc, Schu- bert, Gounod, Satie og Debussy. Söngkonan Frédérique Friess er fædd í Strassbourg á mörkum landamæra Þýskalands og Frakk- lands og mun á þessum tónleikum túlka ljóð frá þessum tveimur löndum. Ólöf mun kynna franska tónskáldið Nadia Boulanger með þremur verkum fyrir selló og pí- anó og þá munu Ólöf og Hrönn flytja Verk í þjóðlegum stíl (Fünf Stücke im Volkston) eftir Schu- mann. Kunn söngkona á 15:15 tónleikum Flytjendur á tónleikunum Hrönn, Frédérique Friess og Ólöf. Á sýningunni IS (not) í Listasafni Árnesinga í Hveragerði má sjá Íslands- myndir sem eru afrakstur úr ferðalögum fimm pólskra ljós- myndara og jafn margra íslenskra rithöfunda sem ferðuðust í pörum um Ísland á síð- asta ári. Rithöfundarnir Kristín Heiða Kristinsdóttir og Sindri Freysson munu á morgun, sunnu- dag klukkan 15, ræða við gesti safnsins um þetta samstarfsverk- efni. Klukkan 17 mun síðan hljóma pólsk og íslensk tónlist frá sex kammersveitum Kammerklúbbsins. Hann er vettvangur ungra ís- lenskra tónlistarnemenda á aldr- inum 8–18 ára. Leiðsögn um IS(not) í Hveragerði Sindri Freysson Stúlknakór Reykjavíkur heldur vor- tónleika með yfirskriftinni „Hætt’að gráta Hringaná“ í Grensáskirkju í dag, laugardag, og hefjast þeir klukk- an 15.00. Efnisskráin er alíslensk og þar á meðal má nefna frumflutning á lagi eftir aðalgest tónleikanna, Möggu Stínu. Auk hennar koma fram Stefanía Ólafsdóttir víóluleikari og Halldór Smárason píanóleikari. Saman mynda þau litla strengjasveit með nokkrum kórstúlkum. Þá verður flutt Litla hryllingssyrpan eftir Ríkarð Örn Pálsson. Tónleikarnir eru hluti undirbúnings vegna tónleikaferðar til þriggja borga í Evrópu í júní næstkomandi. Stjórnandi kórsins er Margrét J. Pálmadóttir Stúlknakór Reykjavíkur heldur vortónleika Stúlknakór Reykjavíkur Þrátt fyrir að lítið virðist eftir, mið- að við það sem þegar hefur verið gert, hefur verið ákveðið að ljúka rannsóknarverkefninu sem kallað hefur verið upp á ensku The Rem- brandt Research Project (RRP). Síðustu áratugi hafa helstu sér- fræðingar listheimsins í málverkum Rembrandts rýnt í verk sem honum hafa verið eignuð, og í ítarlegum útgáfum hafa þeir kveðið upp úr um hver verkanna séu eftir meist- arann, hver eftir lærisveina hans, eftirlíkingar eða falsanir. Á þeim 42 árum sem starfshóp- urinn hefur unnið að verkinu hafa fimm bækur komið út, sú síðasta í október síðastliðnum. Til stóð að gefa út eina stóra bók til viðbótar en hætt hefur verið við það. Í bókunum hefur verið fjallað ít- arlega um 240 málverk sem hafa verið staðfest eftir Rembrandt, auk 162 sem efast er um að séu eftir hann eða hefur verið hafnað. Þá á enn eftir að úrskurða um 80 verk en samkvæmt The Art Newspaper verður látið nægja að fjalla stutt- lega um þau í minni bók. Verkinu hefur verið stýrt frá Amsterdam, af Erst van de Weter- ing. Þrátt fyrir að áætlað hafi verið að ljúka verkinu á áratug, þegar það hófst árið 1968, þá hefur það orðið ævistarf hans. Ástæða þess að verkinu lýkur nú í skyndi, er að Van de Wetering, sem er 72 ára gamall, segist ekki hafa orku til að skrifa þessa 800 síðna bók sem þörf er á, um síðustu verkin. Engir yngri sér- fræðingar virðast hafa kunnáttuna sem þarf til að ljúka verkinu. Þá er einnig vandamál með fjár- mögnum verksins. Hollenski vís- indasjóðurinn styrkti það um árabil en hætti stuðningi árið 1998. Rannsókn málverka lýkur  Hætta við rann- sóknina á verkum Rembrandts Eftir áhanganda Maður með gyllt- an hjálm var lengi talið meðal fín- ustu verka Rembrandts. RRP hefur úrskurðað að það sé í raun eftir áhanganda eða lærisvein hans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.