Morgunblaðið - 09.04.2011, Page 40

Morgunblaðið - 09.04.2011, Page 40
40 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. APRÍL 2011 Elsku amma mín. Ég man þegar ég og Steinar vinur minn heim- sóttum þig oft og mörgum sinn- um. Okkur þótti gaman að heimsækja þig því þú varst allt- af svo góð við okkur. Þú gafst okkur kex og ís. Ég man líka þegar við fórum saman á kaffi- hús og þegar við skoðuðum steinasafnið þitt og töluðum um steinasafn Petru. Lítill sveinn á leyndardómum lífs og dauða kann ei skil: hann vill bara eins og áður ömmu sinnar komast til, hann vill fá að hjúfra sig að hennar brjósti sætt og rótt. Amma er dáin – amma finnur augasteininn sinn í nótt. Lítill drengur leggst á koddann – lokar sinni þreyttu brá uns í draumi er hann staddur ömmu sinni góðu hjá. Amma brosir – amma kyssir undurblítt á kollinn hans. breiðist ást af öðrum heimi yfir beð hins litla manns. (Jóhannes úr Kötlum) Lifi minning þín. Bjarki Freyr Blomsterberg. Pálína Magnúsdóttir ✝ Pálína Magn-úsdóttir var fædd á Ísafirði 25. júní 1926. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 1. apríl 2011. Útför Pálínu fór fram frá Fossvogs- kirkju 8. apríl 2011. Um það leyti sem lóan kom sunnan yfir sæinn kvöddu æðri mátt- arvöld móðursyst- ur mína og vin, Pálínu Magnús- dóttur, á sinn fund. Hún andaðist á Borgarspítalanum 1. apríl sl. Palla, eins og hún var jafnan kölluð, var í meðallagi há, fín- gerð og nett og alltaf vel til höfð. Raunar fannst mér þegar ég, smápattinn, heimsótti þær mæðgur, í Hafnarfjörð, um miðja síðustu öld, Karítas ömmu mína, Pöllu og Öldu Steinu fóstursystur hennar, að lífið snerist um það að lakka neglur og púðra sig. Gítarinn var þá aldrei langt undan og Palla hafði afar næmt söng- eyra. Oft léku þau saman hún og Einar bróðir hennar sem spilaði á munnhörpu og var náttúrutalent á það hljóðfæri. Einnig söng Palla mikið í kór- um, síðast í Kór aldraðra. Palla var mikil hannyrða- kona og naut sín við þau verk. Hún var djörf og lét ekki bil- bug á sér finna þó blési á móti. Fræg er sagan þegar hún fór austur á firði á áttræðisafmæli sínu og fór í kajakróður, þó með fylgdarsvein sér til halds og trausts. Geri aðrir betur. Margt gat kætt hana og hún hafði magnaðan hlátur ef svo bar undir. En hún gat líka ver- ið þung á bárunni ef svo stóð á. Þrautseigja, kjarkur, framtaks- semi og dugnaður voru eigin- leikar hennar. Því þurfti hún oft á að halda en sérstaklega þegar hún greindist með berkla á yngri árum en lífsgleði henn- ar og lífsþróttur hjálpaði henni alla tíð að lifa með afleiðingum þess. Sagnfræði var Pöllu í blóð borin og var hún sískrifandi eitthvað um menn og málefni. Ef bréfsefni vantaði var bara skrifað á næsta umslag. Einnig hafði hún mikinn áhuga á ætt- fræði og það verk sem mun halda nafni hennar á lofti um ókomna tíð er samantekt henn- ar á ættfræðiritinu Pálsætt á Ströndum (Yngri Pálsætt). Hún er aðalhöfundur þess rits ásamt Þorsteini M. Jónssyni. Ritið er í þrem bindum og þar eru skráðir með upplýsingum 14.400 einstaklingar. Þar er fólk af öllum stéttum, milli fjalls og fjöru og litríkt mann- líf. Þetta var ómæld vinna sem hún lagði á sig að afla upplýs- inga um fólk og fá af þeim myndir. Þvældist um landið á bíl og hitti ættingja til að fá upplýsingar og myndir. Þetta var fyrir tilkomu tölvunnar og var allt handskrifað eða vél- ritað á spjöld og safnað saman í spjaldskrá. Fyrir þetta er þakkað. Nú er Pálína horfinn til feðra sinna. Ég og fjölskylda mín sendum hennar nánustu sam- úðar- og saknaðarkveðjur. Þorsteinn H. Gunnarsson. Að kveðja góða konu er ekki sársaukalaust. Palla, eins og ég kallaði þig alltaf, þú varst hálfsystir pabba míns og við urðum nágrannakonur árið 1969, þá einstæðar mæður og hélst vinátta okkar þó svo þú flyttir úr hverfinu. Það kom enginn að tómum kofunum hjá þér. Þú varst víðlesin, hafðir réttlátar skoðanir og algjör kraftaverkakona, Palla mín. Þú fæddist á Ísafirði og ólst upp við fátækt eins og almúga- fólk mátti búast við á þeim tíma en það var ekki það versta. Aðeins fjórtán ára veiktist þú alvarlega af berkl- um og það átti eftir að setja svip sinn á þig allt þitt líf. Þú varst á Vífilstöðum og Krist- neshæli þar sem þér var varla hugað líf. Þú varst afskaplega trúuð kona og sem barn gekkst þú til herra Sigurgeirs Sigurðssonar biskups sem átti að ferma þig á Ísafirði. Þú mættir alltaf og kunnir allt ut- anbókar. En svo gerðist það að þú varst ekki á Ísafirði á fermingardaginn og það sárn- aði þér og þú grést oft í ein- rúmi vegna þess. Fjörutíu og átta árum síðar fórst þú á biskupsskrifstofu og sagðir herra Pétri Sigurgeirssyni er- indi þitt en hann var sonur Sigurgeirs sem átti að ferma þig. Hann sagði þér að það væri aldrei of seint að fermast. Það var fjallað um fermingu þína í DV í apríl 1987 því þú varst sextug það sama ár. Þú bauðst mér að vera viðstödd ásamt fleira skyldfólki. Þú fermdist ein í Dómkirkjunni klædd hvítum kyrtli með hvíta hanska og hvíta sálmabók og þú sagðir seinna að þér hefði fundist þú verða bara 12 ára á ný og þungu fargi var af þér létt. Trúuð kraftaverkakona, hugsaði ég. Þú geislaðir af gleði. Þú vannst í bókabúð og líkaði það mjög vel meðan þú hafðir heilsu til. Oft varst þú slæm fyrir hjartanu og því voru spítalaferðir tíðar. Ég man að þú tókst að þér mikla vinnu í samvinnu við ættfræði- stofu Þorsteins Jónssonar, þegar þú skráðir Pálsættina okkar sem við erum svo stolt af. Hún kom út árið 1991 í þremur bindum. Það var þér að þakka Palla mín. Hugur og hönd unnu vel saman. Þraut- seiga þín að verki. Á áttatíu ára afmælisdaginn þinn skellt- ir þú þér með flugvél austur á Seyðisfjörð í kajakferð. Sigl- ingin var yndisleg og mjög skemmtileg, sagðir þú. Þú naust þess að ferðast og fræð- ast um nýja staði. Palla mín, þú reyndir margt á langri ævi en varst alltaf svo dugleg og hugrökk. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Laufey Erla. Mín kæra föðursystir Pálína Magnúsdóttir eða Palla frænka eins og ég kallaði hana alltaf er í dag borin til hinstu hvílu. Eft- ir sig skilur hún spor fallegrar, ótrúlega hlýrrar og atorkumik- illar konu. Ég var svo heppin að eiga hana að, en hún var eina teng- ingin mín við föðurfólkið mitt eftir að foreldrar mínir skildu þegar ég var fjögurra ára. Hún hringdi alltaf reglulega til að heyra hvernig mér og fjölskyldu minni vegnaði. Um hugann fljúga hlýjar minning- ar. Ein af mínum góðu minn- ingum er þegar Palla frænka kom og heimsótti okkur til Sví- þjóðar. Hún hafði verið á söng- ferðalagi með kórnum sínum um Evrópu og kom að henni lokinni með lestinni frá Noregi til að eyða með okkur nokkrum dögum. Við sátum langt fram eftir á kvöldin og ég naut þess að heyra frásagnir hennar af föðurfólkinu mínu. Við fórum síðan í lok heimsóknarinnar yf- ir til Danmerkur til Öldu frænku. Hvorug okkar hafði keyrt þessa leið áður og höfð- um við mikið gaman af, ég keyrði og hún var á kortinu og svo sungum við hástöfum. Það var ekki að spyrja að því að ferðin gekk eins og í sögu enda frábær kortalesari mér við hlið. Stundirnar áttu eftir að verða miklu fleiri eftir að við fluttum til Íslands 2003. Við hittumst reglulega og áttum góðar stundir saman yfir kaffi- bolla eða smá bæjarferð af og til. Sem dæmi um kjarnakonuna hana Pöllu frænku er þegar hún varð áttræð þá fór hún austur á Seyðisfjörð. Þar eyddi hún nokkrum dögum, spjallaði við fólk og keyrði um sveitina og skoðaði sig um. Meðal þess sem hún tók sér fyrir hendur var að skella sér á kanó og fannst henni það ótrúlega gam- an. Hreint ótrúleg kona sem mér þótti svo óendanlega vænt um. Elsku Palla mín, það er þér að þakka að við sem eftir lifum og niðjar okkar geta rakið ætt- ir sínar, því eftir þig skilur þú þrjár fallegar ættfræðibækur um Pálsætt á Ströndum sem voru gefnar út 1991. Takk fyrir allar góðu stund- irnar, kæra frænka, þín verður sárt saknað. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Frændfólki mínu Herði og Katý sendi ég mínar innileg- ustu samúðarkveðjur og einnig yndislegum dætrum Katýar. Guð veri með ykkur. Petrína S. Einarsdóttir (Peta frænka). Í dag kveðjum við góða vinkonu. Það er margt sem fer í gegnum hugann þegar við lítum yfir far- inn veg, leiðir okkar lágu saman í Austurbæjarskólanum. Dísa var seintekin og ekki allra svo við vorum afar lánsamar að til- heyra þeim hópi að vera vinkon- ur hennar því hún reyndist sönn og góð vinkona, hún var framúrskarandi samviskusöm, hjartahlý, réttsýn og einlæg. Eitt af því sem okkur er minnisstætt voru tímarnir í skólanum sem börn, Dísa átti oft til að fá hláturkast og gat engan veginn hætt að hlæja og einu sinni sem oftar tísti í Dísu sem endaði með því að allur bekkurinn var í hláturskasti, þegar kennarinn var orðinn rauður af reiði þá vorum við ekki í góðum málum en þetta lýsir Dísu vel. Við áttum margt sameigin- legt, við völdum allar listabraut- ina, á tímabili vorum saman með vinnustofu og var það ynd- islegur tími. Dísa var fjölhæf listakona, málaði málverk, þæfði ull og mótaði úr leir. Undir það síðasta var hún orðin blind og mikið þjáð en sköp- unarþráin var svo mikil að þótt hún hafi ekki getað málað þá hélt hún áfram að móta í leir. Við áttum yndislegar stundir heima hjá þeim hjónum, við Þórdís Hjörvarsdóttir ✝ Þórdís Hjörv-arsdóttir fædd- ist í Reykjavík 15. desember 1957. Hún lést 31. mars 2011. Útför Þórdísar fór fram frá Foss- vogskirkju 8. apríl 2011. kölluðum þessar stundir dekurkvöld hjá Gumma og Dísu. Gummi eldaði handa okkur góðan mat enda gæða- kokkur, síðan lág- um við í sófanum allar þrjár og ræddum það sem okkur var hugleikið hverju sinni. En Dísa var ekki ein í þessari baráttu, Gummi var frábær eiginmaður, hann stóð eins og klettur við hlið hennar ásamt yndislegri fjöl- skyldu, við eigum eftir að sakna þessara stunda með þeim. Við þökkum Dísu fyrir allar þær góðu stundir og samfylgd- ina í gegnum árin sem voru allt of fá. Til er spakmæli sem segir að þeir sem guðirnir elska deyi ungir. Það er fátækleg huggun fyrir ættingja og vini sem syrgja. Sársaukinn og söknuð- urinn er meiri en svo að því verði breytt með fáeinum orð- um. Góðar minningar, sam- heldni og trú á endurfundi er það sem best huggar, eykur bjartsýni og vekur von um betri daga og líðan. Elsku fjölskylda, megi Guð styrkja ykkur og varðveita í ykkar miklu sorg. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson) Æskuvinkonur, Olga Dagmar Erlend- sóttir og Ólöf Jóna Guðmundsdóttir. Í dag fylgjum við elskulegri vinkonu, Þórdísi Hjörvarsdótt- ur, til grafar. Flest höfum við þekkt hana frá því að hún kynntist Gumma sínum, 16 ára gömul, en þeirra samband varð að hjónabandi og á milli okkar allra voru órjúfanleg vináttu- bönd. Það var aldrei lognmolla í kringum Dísu. Hún var ákveðin, hress, skapandi og góð mann- eskja. Hún var fylgin sér og staðráðin í að gera vel í hverju því sem hún tók sér fyrir hend- ur. Og það gerði hún. Börn Guðmundar og Dísu eru Sigríður Ólöf, eða Sirrý og Óskar. Þetta fallega unga fólk hefur svo sannarlega veitt gleði inn í líf foreldra sinna. Dísa var ákaflega félagslynd, lífsglöð og góður gestgjafi. Við skemmtum okkur mikið saman, fórum í útilegur með krakka- skarann margar verslunar- mannahelgar, í sumarbústaða- ferðir, í leikhús, í matarboð og fermingarveislur og ekki má gleyma að nefna árlega þrett- ándagleði hjá Dísu og Gumma. Það er sárt að kveðja konu sem ætti að vera í blóma lífsins. Dísa var sammála Tómasi Guðmundssyni um að tilvera okkar væri undarlegt ferðalag og að við værum gestir hér á Hótel jörð. Staðreyndin er sú að hún kunni að njóta lífsins, rétt eins og góðrar ferðar. Hún hafði að leiðarljósi það sem allt of oft vill gleymast. Lífið snýst ekki um endastöðina, heldur á að njóta þess frá upphafi til enda. Það er oft talað um að lifa í „núinu“ og að okkar mati var Dísa sérfræðingur í því. Vissu- lega leið henni oft illa, var sár og kvalin, en hún lagði samt aldrei árar í bát. Nokkuð sem við hin getum lært af. Dísa var alla tíð ákaflega list- ræn; mikilhæfur listmálari, ákaflega flink prjónakona, handverkskona og fagurkeri. Og hún málaði þar til sjónin gaf sig. Guðmundur stóð hjá henni og aðstoðaði hana eftir föngum, til að hún gæti haldið áfram. Hans framlag hefur verið óeig- ingjarnt í þessum veikindum og þekking hans á sjúkdómnum er mikil. Þau gáfust aldrei upp. Þegar Dísa missti sjónina sl. haust fór hún að leira og þæfa ull af miklu kappi og naut síðan aðstoðar dóttur sinnar og móð- ur við fráganginn. Eftir hana liggja óteljandi listaverk sem bera henni fagurt vitni. Við „stelpurnar“ stofnuðum saumaklúbbinn Sexurnar í apríl 1995 og klúbbarnir hafa alltaf skipað stóran sess í okkar lífi. Síðasti klúbbur var haldinn 15. mars heima hjá Dísu og Gumma. Þá var mikið af vin- konu okkar dregið, en við nut- um þess að borða saman og hún lagði áherslu á að allir sýndu velvild og gæsku. Sexurnar komu óvænt í heimsókn til Dísu á fimmtugs- afmælinu hennar fyrir rúmum 3 árum. Úr varð einstaklega skemmtileg stund, en nokkrar limrur voru settar á blað í til- efni dagsins. Síðasta línan er svona: „Um framtíð mun ljós þitt lýsa.“ Þau orð eiga svo sannarlega vel við núna. Saga Dísu er einstök og hún bjó vel að því að hafa gott fólk í kringum sig; Guðmund, Sirrý og Óskar, tengdabörn, barna- börn, systkini og móður. Þeirra missir er mikill og við vottum þeim okkar dýpstu samúð. Við þökkum þér samfylgdina, elsku Dísa. Guðfinna, Birgir, Sigurbjörg, Guðni, María, Tómas, Rann- veig, Sólveig og Óskar. Það er svo erfitt að trúa því að hún Dísa vinkona okkar sé horfin á braut æðri máttar- valda. Dísa mín, þú varst besta, fal- legasta og umhyggjusamasta manneskja sem við þekktum. Þú varst alltaf tilbúin að styðja og gefa góð ráð. Aldrei kvart- aðir þú heldur barðist fram á síðasta dag. Birnu langar sérstaklega að þakka þér fyrir tímabilið þegar við bjuggum öll í sama stiga- gangi í Vesturberginu, þar sem þið hjónin reyndust okkur Hörpu einstaklega vel. Þótt við höfum ekki mikið umgengist síðastliðin ár, þá var alltaf sterk tenging á milli okk- ar og við erum þakklátar fyrir þann tíma sem við áttum sam- an. Við hugsum til þín, elsku Dísa, með sorg í hjörtum okkar og hugsum til fjölskyldu þinnar sem á um sárt að binda. Elsku Gummi, Sirrý, Óskar og ynd- islegu barnabörnin tvö, guð gefi ykkur styrk til að takast á við þennan mikla missi. Birna og Ragnheiður Andrea. Þegar ég hugsa um hvers- dagshetjur, þá verður mér oft hugsað til fjölskyldu Sirrýjar vinkonu minnar. Sérstaklega verður mér hugsað til Dísu, mömmu hennar, sem var sönn hversdagshetja. Á síðustu árum hefur hún barist á hetjulegan hátt við erfiðan sjúkdóm og sýnt ótrúlegan styrk, sem mað- ur skildi varla. Orðið uppgjöf var svo sannarlega aftast í hennar orðabók. Ótal oft kom hún öllum á óvart með því að stíga upp eftir erfiða kafla bar- áttunnar við meinið og tókst að njóta lífsins eins vel og mögu- legt var hverju sinni. Ég er full- viss um að baráttustyrkur hennar spratt af ást Dísu á fjöl- skyldu sinni og því að hún vildi öðru fremur sjá afkomendur sína og Gumma vaxa og dafna. Hún Dísa hlúði vel að sínu fólki og sást það til að mynda vel á sambandi þeirra Sirrýjar, sem var einstaklega náið og fallegt. Þetta var óvelkomið og ósanngjarnt verkefni sem lagt var upp í hendurnar á Dísu og Gumma, sem og allri fjölskyld- unni. Í gegnum þessar miklu raunir hefur Gummi sýnt ótrú- lega staðfestu og tryggð og staðið sem óbrigðull klettur við hlið Dísu. Að hafa slíkan félaga í gegnum lífið er ómetanlegt. Dísa var mikill listamaður í sér og stundaði hún meðal ann- ars metnaðarfulla listmálun þrátt fyrir mikil veikindi, en málverkin eftir hana bera góðan vott um hæfileika hennar. Nú þegar Dísa hefur kvatt sitja eft- ir ástvinir hennar og syrgja, en með söknuð og harm í hjarta er gott að hugga sig við góðu minningarnar og fallegu lista- verkin sem hún skildi eftir sig. Fyrir þann fjársjóð ber að þakka. Ég vil votta elsku bestu Sirrý minni, Gumma, Óskari og fjölskyldunni allri mína innileg- ustu samúð. Inga Dröfn. Við erum þakklát fyrir þær stundir sem við áttum með þér og munum varðveita minningu þína í huga okkar. Eftirminni- leg eru jólaboðin í Vesturberg- inu og allar góðu stundirnar sem við áttum þegar við vorum að þæfa, spjalla og hlusta á tón- list, þú ert hetjan okkar. Elsku Gummi, Sirrý, Árni, Óskar, Auður og börn, amma og Kalli, og aðrir ástvinir Dísu. Vottum ykkur öllum samúð og biðjum Guð að styrkja ykkur og blessa. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Ástarkveðja, Þröstur, Sigrún og fjölskylda.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.