Morgunblaðið - 09.04.2011, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 09.04.2011, Blaðsíða 38
38 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. APRÍL 2011 Á sviðinu var hún elskuleg, hlý og einlæg. Með undrandi spurult augnaráðið átti hún auðvelt með að virðast grunn- hyggin og einfeldningsleg en samt bráðfyndin. Svo skemmti- lega kómísk, algerlega áreynslulaust. Manni hlýnaði um hjartaræturnar þegar hún birtist. Hún Gréta. Og í alvar- legri hlutverkum var iðulega stutt í kómíkina næstum eins og alveg óvart. Oftar en ekki vakti hún hlátur af því hún var svo skemmtilega mædd og undrandi á lífinu. Ólíkir eig- inleikar persónunnar toguðust ekki bara á innra með henni heldur gat hún birt þá alla sam- tímis á sviðinu, jafnvel án orða, þannig að það gat gjörsamlega ruglað áhorfandann í ríminu. Persónurnar urðu svo óræðar fyrir vikið. En hún var ekki alltaf gæskan uppmáluð í leik. Hún gat verið kjaftfor og ógn- vænleg og spýtt út úr sér við- bjóðnum og andstyggilegheit- um, sem urðu hálfgrótesk í munni hennar, röddin sérkenni- lega hálfbrotin, einlæglega hissa á eigin grimmd og orð- bragði og viðmóti lífsins svona almennt séð. Skrýtnar og skemmtilegar konur en alltaf áhugaverðar. Afskapleg heillandi og sérstök leikkona, sem átti einstaklega auðvelt með að vekja samúð manns. Hún lék yfir 80 hlutverk á sviði um dagana, mörg hver mjög eftirminnileg: Lína í Djöflaeyj- unni, geggjaða konan í París í samnefndu verki, Fína Jónsen í Kristnihaldinu, Kleópatra í At- ómstöðinni, Halie í Barni í garðinum, Gína Ekdal í Villi- öndinni, örfáar perlur af ótal mörgum. Prívat var alltaf gaman að hitta hana. Svo opinská og hlát- urmild. Svo er auðvitað ekki hægt að ræða um Grétu án þess að nefna Steindór. Sam- rýndari hjón voru vandfundin. Og maður fann hvað þeim leið vel saman. Og þótti gaman að vinna saman í leikhúsinu. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að vinna meðal annars með þeim krefjandi burðarhlutverk í hinu sérstaka leikriti Shepards Barn í garðinum auk hlutverka í Gísl sem ekki voru eins fyrirferð- armikil en urðu í þeirra með- förum ógleymanlegir karakter- ar. Það fór henni Grétu einstak- lega vel að eldast, hún varð svo fallegt gamalmenni, eiginlega aldrei gömul, alltaf ungleg og jákvæð. Svo mikil heiðríkja yfir henni. Heilsan var að hrekkja hana síðustu árin en aldrei var hún að velta sér upp úr því þegar við hittumst, heldur hló og gerði að gamni sínu. Aðrir munu rekja ferilinn. Mig langar bara að senda Steindóri, Heiðu og fjölskyld- unni innilegar samúðarkveðjur okkar hjóna. Við söknum henn- ar en eftir lifir smitandi hlát- urinn og hjartahlýjan, sem heillaði alla. Sannur ljósgjafi í leikhúsinu og lífinu. Blessuð sé minning hennar. Stefán Baldursson. Það er til það fólk í heim- inum sem hægt er að nefna Margrét Ólafsdóttir ✝ Margrét Ólafs-dóttir fæddist í Vestmannaeyjum 12. júní 1931. Hún lést á Landspít- alanum við Hring- braut 24. mars 2011. Útför Margrétar for fram frá Foss- vogskirkju 8. apríl 2011. gleðigjafa. Þá nafn- bót vil ég gefa vin- konu minni og samstarfskonu Margréti Ólafs- dóttur. Þegar hún Gréta mætti á æf- ingu, kom alltaf gleðigustur með henni, stundum vorum við meðleik- endur hennar svo þreytt og morg- unstúrin að við vorum ekki allt- af móttökuvæn fyrir kveðjunni. Þá stoppaði mín og sagði biðj- andi yfir hópinn: „Er enginn hér sem er til í að bjóða mér góðan daginn?“ Jú, auðvitað, öll elskuðum við Grétu og gáfum henni samstundis koss og kram þegar hún hafði vakið okkur til vitundar. Ég var svo lánsöm að lenda í leikför með henni. Og hvílíkur ferðafélagi! Hún var eins og barn sem fer í fyrsta skipti út í heim. Athugasemdir hennar á leið okkar um landið eru eitt- hvað sem aldrei gleymist. Eitt sinn vorum við á kvöldgöngu eftir sýningu, veðrið var svo yndislegt, það var ekki hægt að fara út á hótel að sofa, og þar í bjartri sumarnóttinni sáum við tvö timburhús sitt hvorum megin við læk, og í görðunum fyrir framan bæði húsin var þvottur á snúru. Gréta stakk upp á því að við myndum læð- ast inn í garðana og skipta um þvott – ertu brjáluð? Sögðum við. Hvað ef það fréttist um þorpið að leikarar hjá Leik- félagi Reykjavíkur hafi verið að hrella þorpsbúa um nótt með viðsnúningi á þvottinum þeirra? – Iss, það meiðir engan, sagði Gréta, við gerðum þetta oft í Vestmannaeyjum. Ég ætla ekk- ert að vera að segja frá því í minningargrein um þig Gréta, hvort þér tókst að draga okkur hin með þér út í vitleysuna. En gaman var að vera með þér. Svo fengum við að upplifa að flytja saman í nýju leikhús- bygginguna. Hvílíkur gleðidag- ur! Við fengum að velja okkur búningsklefa, og í þessum stór- kostlegu klefum var hægt að horfa út um gluggann, slíkur lúxus var ekki til boða í kjall- aranum í Iðnó, og það var legu- bekkur í þessum dýrlegu her- bergjum. Allir settu nú á sig gúmmíhanska og tóku til við að þrífa, við vorum flutt í höll, en engir peningar fyrir þrifþjón- ustu í höllinni. Ég minnist Grétu með gúmmíhanska koma inn í klefa til mín. Hún kom til að gefa mér dýrindis teppi á legubekkinn hjá mér. Við vor- um eins og litlar stelpur í búa- leik. En sorgin gleymir engum. Þegar LR skyldi halda upp á 100 ára afmæli félagsins var stórum hluta af leikurum sagt upp störfum. Við Gréta slupp- um að vísu, en sárt var það. Við sátum stjarfar á fallega teppinu í klefanum mínum, við gátum ekki einu sinni grátið. Hvernig gat þetta gerst? – En Grétu á ég eftir að hitta á himnum, þar verður farið vel með listamenn. Ég veit að hún tekur á móti mér þegar þar að kemur og hún verður búin að punta upp á búningsklefa fyrir mig, og á legubekknum verður gullofið teppi, og þar munu engar sorg- ir búa og þessvegna er gleðin ekki nauðsynleg. Guðrún Gerður Ásmundsdóttir. Kveðja frá Leikfélagi Reykjavíkur Margrét Ólafsdóttir, leik- kona, var ein fremsta leikkona Leikfélags Reykjavíkur um árabil. Hún stundaði nám í Leiklistarskóla Lárusar Páls- sonar og Leiklistarskóla Þjóð- leikhússins þaðan sem hún út- skrifaðist árið 1951. Hún hóf störf hjá Leikfélagi Reykjavík- ur árið 1953. Þar átti hún eftir að leika fjölda hlutverka eða allt til ársins 1999 er hún lék síðasta hlutverk sitt í Borgar- leikhúsinu. Margrét var Leik- félagsmanneskja fram í fingur- góma. Hún tilheyrir þeim hópi leikara og starfsfólks Leik- félagsins sem unnið hefur ómetanlegt og fórnfúst starf að uppbyggingu og framþróun LR og var í framvarðasveit þess um áratuga skeið. Margrét tók virkan þátt í baráttunni fyrir byggingu Borgarleikhússins. Eitt fyrsta hlutverk Margrétar hjá Leikfélaginu var Patty ÓNeill í leikritinu Undir heilla- stjörnu eftir Huge Herbert. Þar lék hún í fyrsta sinn á móti Steindóri Hjörleifssyni, eftirlif- andi eiginmanni sínum. Ferli hennar lauk einnig í hlutverki á móti Steindóri á Stóra sviði Borgarleikhússins sem Frú Líparí í Horft frá brúnni eftir Arthur Miller. Af öðrum hlut- verkum má nefna Gleðikonuna í leikriti Dario Fo, Nakinn mað- ur og annar í kjólfötum, Amelíu í Húsi Bernörðu Alba eftir Garcia Lorca, Frú Fínu Jónsen í Kristnihaldi undir Jökli Hall- dórs Laxness, Gvend í Skugga- Sveini Matthíasar Jochumsson- ar, Kleópötru í Atómstöðinni eftir Halldór Laxness, Gínu Ekdal í Villiönd Ibsens, Karítas í Kjarnorku og kvenhylli eftir Agnar Þórðarson, Rósettu í Hassinu hennar mömmu eftir Dario Fo, Línu í Djöflaeyjunni eftir Einar Kárason, að ógleymdu hlutverki Lovísu í Dómínó eftir Jökul Jakobsson á eitt hundrað ára afmæli Leik- félags Reykjavíkur árið 1997. Þar sýndi hún enn einu sinni á ógleymanlegan hátt undurfal- legar hliðar hæfileikaríkrar leikkonu. Við, sem enn erum ung, en áttum þess kost að kynnast Margréti, minnumst hennar sem tignarlegrar konu, einstaklega fallegrar og bros- mildrar, sem nýtti hvert tæki- færi til að forvitnast um hagi okkar og hvatti okkur óspart áfram með mikilli hlýju. Leik- félag Reykjavíkur þakkar ánægjulega samfylgd og vottar Steindóri, Ragnheiði dóttur þeirra og fjölskyldu innilega samúð. Minningin lifir um Mar- gréti, einstaka leikkonu, hlýja og góða manneskju. Magnús Geir Þórðar- son, leikhússtjóri. Ég veit ekki hvort þú hefur, huga þinn við það fest. Að fegursta gjöf sem þú gefur er gjöfin sem varla sést. Ástúð í andartaki, augað sem glaðlega hlær, hlýja í handartaki, hjarta sem örar slær. Allt sem þú hugsar í hljóði, heiminum breytir til. Gef þú úr sálarsjóði, sakleysi, fegurð og yl. (Úlfur Ragnarsson.) Orð ná ekki að tjá nema tak- markað þá væntumþykju og vinarhug sem við berum til Margrétar Ólafsdóttur sem nú er kvödd í dag, en við viljum samt reyna. Á miklum erfið- leikatíma í lífi fjölskyldu okkar birtist hún eins og frelsandi engill sem færði með sér kær- leika og huggun þegar litla huggun virtist að fá. Í jan- úarmánuði árið 1958 greindist litla systir okkar Elín, sem var aðeins fimm ára, með bráða- hvítblæði. Á þeim tíma stóðu læknavísindin ráðþrota gagn- vart þessum sjúkdómi og lítil von um lækningu. Það var að vonum mikið áfall og erfitt fyrir alla fjölskylduna, sérstaklega móður okkar, sem þurfti að horfa upp á litlu dóttur sína sárþjáða. Móðir okkar hafði þá þegar gengið í gegnum ýmsar raunir og sorgin svo oft knúið dyra hjá henni svo áfallið var mikið. Elín var í fyrstu lögð inn á fjögurra manna stofu á Borg- arspítalanum þar sem aðeins voru fullorðnar konur. Henni til mikillar gæfu lá Margrét við hliðina á henni sem tók hana að sér með miklum kærleika og hlýju þó að hún þekkti hana ekki neitt. Hún huggaði hana og hughreysti og varð henni styrkur þessa síðustu mánuði lífs hennar sem urðu aðeins sex eftir greiningu. Þetta var ein- stakt kærleiksverk sem græddi hjartasár og létti undir með fjölskyldunni í hennar miklu sorg. Margrét og Steinþór eig- inmaður hennar létu ekki þar við sitja heldur urðu þau upp frá því sálusorgarar allrar fjöl- skyldunnar og tengdust okkur sterkum böndum. Þau komu oft í heimsókn og áttu með okkur góðar stundir þar sem ástúðleg hugsunarsemi þeirra og hlýja ríkti yfir vötnum. Þeim fylgdi hressandi andblær glaðværðar sem móðir okkar kunni vel að meta enda hlakkaði hún ætíð til heimsókna þeirra. Þau sýndu móður okkar einstaka ræktar- semi allt þar til hún lést árið 1991 og okkur börnunum henn- ar alla tíð. Það er því með mik- illi virðingu og þökk sem við kveðjum Margréti og vottum Steinþóri, Ragnheiði og fjöl- skyldu samúð okkar. Við biðj- um Guð að blessa þau og styrkja alla tíð. Emilía, Hilmar og Rúnar Guðjónsbörn. Við andlát Margrétar ber mér fyrir sjónir svipmyndir lið- inna daga. Fyrst flögrar hún um sviðið í gervi Kleópötru, léttklædd og eggjandi undir flaksandi rauðri kápu og á hvít- um bomsum, svo innilega sorrí yfir því að kaninn væri farinn og ekkert eftir nema helvítis Íslendingar sem tóku í nefið og neituðu að borga. Það stóð af henni ferskur og svalandi gust- ur, orðræðan lifuð en ekki leik- in. Þótt skáldið hefði dæmt það lágmark í leikritagerð að flytja faðir vorið á leiksviði fór hún með það af svo sjaldgæfri blöndu barnslegrar einlægni og örvæntingar þess, sem misst hefur áður en hlaut, að jafnvel harðnegldustu sálir viknuðu í salnum. Túlkun hennar á hinni bersyndugu, sem átti sér ekki skjól nema hjá þeim manni ein- um, er hún taldi í tölu heilagra, var í einu orði sagt sigur. Kle- ópatra var í senn grátbrosleg og nístandi og í svo fullkomnu samræmi við skáldverkið, efni þess og erindi, að aðdáun vakti. Til marks um viðburðinn beið hennar eftir frumsýningu vönd- ur rauðra rósa frá páfanum sjálfum, Þorsteini Ö. Stephen- sen. Þar með þurfti ekki frekar vitnanna við, enda almælt að meiri sigurvinning bæru menn ekki úr býtum í íslensku leik- húsi. Og minnisstæð er hún í hlutverki Gínu Ekdal í Villiönd- inni, þar sem hún skóp þrótt- mikla hversdagshetju, er um- bar allt og hlúði að eigin hreiðri af umhyggju og ást, vitandi að kaupverð lífdaganna var lygi. Hafi túlkunin á Kleópötru verið flugeldasýning, fólust í Gínu glæður sem neistaði frá þegar minnst varði. Loks munum við hana ljóslifandi sem hina sköll- óttu í leiknum um líf ánamaðk- anna, þar sem hún með lát- æðinu einu saman brá upp átakanlegri mynd af holdtekn- um maðki, í svo fáránlegri and- stöðu við borgaralega fagur- fræði húsráðenda, sem settu bæjarbraginn í Kaupmanna- höfn á miðri 19. öld, að sjálfu ævintýraskáldinu ofbauð. Margrét Ólafsdóttir var kona skarpgreind, nákvæm og sam- viskusöm í list sinni, leitandi og forvitin, góðgjörn og öllum öðr- um trygglyndari, örgeðja á stundum, og stórlynd í eðli sínu án þess að flíka því í ótíma. Hún lét sér annt um hag Leik- félags Reykjavíkur, sögu þess, framgang og orðspor, og meðan kraftarnir entust varð henni aldrei vant samvinnuhugar. Endur fyrir löngu heyrði ég sögu sem hafa má til vitnis um hversu samvinnuþýð Margrét var að eðlisfari. Hún hafði leit- að sér lækninga í Danmörku við erfiðum sjúkdómi tengdum skjaldkirtlinum og gengist und- ir aðgerð. Þegar læknirinn kom á stofugang skömmu síðar og bað hana að sýna læknanemum „om hun kunne synke“, leit Gréta á hann spurul og á báð- um áttum, uns hún lét slag standa og tók lagið, íslenskan húsgang að mig minnir. Að konsertinum loknum sagði doktorinn það ánægjulegt að geta sannreynt að sjúklingur- inn væri söngvinn, hitt væri ekki síður mikilvægt að hún gæti kyngt. Nú er að vita hvorn kostinn hún velur við hið gullna hlið, synke eller synge. Við Valgerður kveðjum með söknuði trygga vinkonu og vott- um Steindóri, Ragnheiði og Jóni ásamt börnum þeirra okk- ar innilegustu samúð. Þorsteinn Gunnarsson. Fegurð, hjartahlýja og vin- semd eru orð sem koma aftur og aftur upp í huga mér þegar ég sest niður til að skrifa kveðjuorð til elskulegrar vin- konu okkar, Margrétar Ólafs- dóttur eða Grétu eins og við kölluðum hana alltaf. Hún var mjög falleg kona, átti fagurt og hamingjusamt hjónaband og fagurt heimili. Það er eiginlega ekki hægt að skrifa um Grétu án þess að Steindórs sé getið, því sam- hentari hjón er vart hægt að hugsa sér. Þau hafa haldist í hendur í gegnum lífið í um 60 ár. Hjartahlýju og vinsemd þeirra höfum við verið heppin að fá að kynnast og njóta. Í heilan vetur naut ég þess að búa hjá þeim hjónum meðan ég stundaði nám í Verslunar- skóla Íslands og fyrir þann tíma er ég ævinlega þakklát. Hún fékk að fylgjast með þróun sambands okkar Bárðar frá byrjun og fannst henni hún allt- af eiga eitthvað í Báa mínum, og vera einhvers konar guð- móðir okkar sambands. Mér er sérstaklega minnistætt frá þeim tíma hversu gott samband var milli íbúanna í stigagang- inum í Álfheimunum og hversu gestkvæmt var hjá þeim hjón- um og alltaf eitthvað gómsætt á boðstólum. Gréta var vinamörg enda var hún óspör á að rétta öðrum hjálparhönd og ræktaði vináttu- og fjölskylduböndin eins og heilsan leyfði. Þau hjón hafa alltaf sýnt áhuga á því sem við öll í Hjörleifsfjölskyldunni og hennar fjölskyldu höfum verið að gera og erum við orðin nokkuð stór hópur. Synir okkar hjóna, sem búa erlendis, fundu fyrir heimþrá við fráfall Grétu og biðja fyrir kveðju og þakk- læti fyrir að fá að kynnast henni og það gerum við öll. Það var unun að fylgjast með henni í návist barna, á þeim stundum naut hún sín og gaf mikið af sér enda hændust börn mjög að henni. Heilsuleysi hennar aftraði henni þó frá því að geta notið þess sem skyldi og var erfitt að horfa upp á hana hverfa frá okkur smátt og smátt síðustu ár vegna heilsu- brests. Á þessari stundu getur hvert og eitt okkar litið yfir ómældan fjársjóð af ljúfum og einlægum minningum um góða konu, sem átti fullt af ást, umhyggju og heiðarleika. Í veikindum henn- ar undanfarin ár var hún um- vafin umhyggju eiginmanns, dóttur, barnabarna, tengdason- ar, að ekki sé minnst á Gullu, svilkonu hennar, en á milli þeirra þróaðist einstök vinátta. Ég vil fyrir hönd fjölskyldu minnar, foreldra, systkina og fjölskyldu þeirra þakka fyrir samfylgdina og votta Steindóri, Heiðu, Jóni, Steindóri Grétari og Margréti Dórotheu innilega samúð. Ég veit þú heim ert horfin nú og hafin þrautir yfir, svo mæt og góð, svo trygg og trú, svo tállaus, falslaus reyndist þú, ég veit þú látin lifir! (Steinn Sigurðsson.) Sigríður Jensdóttir. Allt líf endar á kveðjustund og nú kveðjum við Margréti Ólafsdóttur, þá broshlýju sæmdarkonu og leikara af Guðs náð. Hún hafði átt við erfið og lamandi veikindi að stríða um alllangt skeið og sjaldan farið út af heimilinu síðustu mán- uðina. Steindór Hjörleifsson, leikari, maður hennar og Ragn- heiður, leikari, dóttir þeirra og fjölskylda hafa staðið henni við hlið og veitt henni þá ástríka umönnun og fjölskylduhlýju, sem best getur orðið. Þau Steindór og Gréta voru með eindæmum samhent og til- litssöm hvort í annars garð svo að vart getur fegurra og ástrík- ara hjónaband en þeirra. Þau voru raunar ekki bundin hvort öðru, heldur miklu fremur sam- ofin kærleiksríku vinarþeli. All- ir sem þeim kynntust að ráði urðu betri menn af þeim kynn- um, slík var áran sem þeim fylgdi. Það er ekki hægt að ræða um annað þeirra án þess að nefna hitt, svo voru þau náin hvort öðru og nú er Margrét látin og Steindór orðinn ekkill. Slík eru örlög mannanna. Margrét var umfram allt þjóðkunn sem mikil og afar vin- sæl leikkona, sem öðlaðist frægð og aðdáun fyrir listræn- an leik sinn í ótal hlutverkum i leikhúsum borgarinnar, einkum í Iðnó og Borgarleikhúsinu og einnig lék hún í fjölda kvik- mynda og leikrita í sjónvarpi og útvarpi. Margrét var ekki aðeins framúrskarandi góður leikari, hún var einstaklega góð og hlý manneskja sem ekkert aumt mátti sjá, þá tók hún og þau hjón bæði til sinna ráða og lögðu sig fram um að koma til aðstoðar. Reyna að græða sár, hjálpa, lina sorg eða söknuð og létta lund vansælla. T.d. voru þau örlátir sjálfboðaliðar við leiksýningar þroskaheftra og tíðir gestir með upplestra og leik á Sólheimum í Grímsnesi. Þegar ég hugsa nú á kveðju- stund um allar þær ljúfu ánægjustundir, sem ég og fjöl- skylda mín áttum með Grétu og Steindóri og fjölskyldu þeirra í nærfellt fjóra áratugi koma fyrst upp í huga minn gam- ansemi þeirra, einlæg bros og hlátur við græskulausar frá- sagnir um eitt og annað skemmtilegt sem þau hafði hent á lífsbrautinni. Hlátur og einlæg gleði ríkti í nærveru þeirra. Það var mér og fjölskyldu minni óvænt lán og blessun er ég fékk að starfa í Leikhúsráði HINSTA KVEÐJA Það var fyrir löngu í Laufási í Garðabæ. „Hvar varst þú, Jói minn?“ „Við vorum hjá góðu konunni í rauða húsinu.“ Blessuð veri minning Margrétar Ólafsdóttur. Gísli Óskarsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.