Morgunblaðið - 09.04.2011, Page 51

Morgunblaðið - 09.04.2011, Page 51
MENNING 51 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. APRÍL 2011 Ámálverkasýningu ÞorraHringssonar og Sig-tryggs Bjarna í Hafn-arborg er fjöldi lands- lagsmálverka sem eiga það sammerkt að vera unnin eftir ljós- myndum en með ólíkum hætti þó. Kvöld- eða sumarnæturstemmur Þorra eru unnar beint eftir ljós- myndum og stundum röðum ljós- mynda sem teknar eru á sama stað og sama tíma. Tilfinningin fyrir skyndimynd tengir málverkin óneitanlega við svokölluð „plein air“ málverk sem vísa til málara sem máluðu iðulega úti og innlimuðu náttúrulega birtu í landslagið. Málverk Þorra bera hins vegar með sér yfirlegu þar sem yfirborð málverksins nær með mörgum lögum silkimjúkri og flatri áferð sem minnir á ljósmynd- ina. Myndirnar eru málaðar með ljósmyndaraunsæi í anda Hrings föður listamannsins, í vinnustofu hans og af viðfangsefnum kring um æskuheimili Þorra. Gegnumgangandi þema mynd- anna, þokustemmur, dalalæður og mistur minna óneitanlega á mál- verk Georgs Guðna eða hins breska J.M. Williams Turner um leið og hægt er að fullyrða að lengra nær samlíkingin varla. Mál- verk Þorra eru af meiði ljósmynda- raunsæis sem virðist vitna um smekkleysi sjálfrar náttúrunnar þegar hún líkir eftir póst- kortamyndum og um leið einhvers- konar tilraun til endurheimtar. Móðan í myndum Þorra og spegluð lognmollin vötn kallast óneitanlega á við blikandi áferð yf- irborðs vatna í myndum Sigtryggs Bjarna. Þar gárast vatnið vegna regndropa eða vindstiga úr mis- munandi áttum og af mismunandi styrkleika. Sigtryggur Bjarni vinn- ur sínar ljósmyndir, sem eru oft nærmyndir af náttúru Íslands, í tölvu áður en hann málar eftir þeim. Útkoman er áhrifarík og um leið kunnugleg. Hin fræga trérista af flóðbylgjunni (The Great wave) eftir átjándualdarlistamanninn Katsushika Hokusai kemur t.d. upp í hugann ásamt tölvugraf- ískum málverkum Sigríðar Melrós- ar Ólafsdóttur og annarra lista- manna sem vinna með ljósmyndatölvugrafík. Ljósmyndir Sigtryggs af vindi sem hann nær að fanga á vatns- flötum, í gróðri eða eldi eru spegl- aðar um miðhverfan ás og þannig gerðar samhverfar og einstaklega grípandi. Enda tekst Sigtryggi sérstaklega vel upp í myndum sem leysast upp í mynstur sem glampa og speglast. Sigtryggur er með nokkrar grúppur af ólíkum verkum á sýningunni og ekki laust við að himnamyndunum í hringforminu sé ofaukið í heildarmyndinni.. Sýningin er viðamikil og skemmtileg heim að sækja en hvorugur listamaðurinn nær hér að toppa sín bestu verk. Hið „var- anlega augnablik“ líður of fljótt úr minni að þessu sinni og ekki er heldur víst að verk listamannanna fari eins vel saman og ætla mætti í fyrstu. Blikandi vatn og dalalæða Hafnarborg Varanleg augnablik bbbmn Sigtryggur Bjarni Baldvinsson og Þorri Hringsson. Málverk og ljósmyndir. Sýningin stendur til 1. maí. Opið alla daga nema þriðjudaga frá kl. 12-17. Á fimmtudögum til kl 21. Aðgangur ókeypis. ÞÓRA ÞÓRISDÓTTIR MYNDLIST Morgunblaðið/Sigurgeir S Verk eftir Þorra og Sigtrygg Bjarna „Tilfinningin fyrir skyndimynd tengir málverkin óneitanlega við svokölluð „plein air“ málverk sem vísa til málara sem máluðu iðulega úti og innlimuðu náttúrulega birtu í landslagið.“ Listmunauppboð verð- ur haldið í Galleríi Fold við Rauðarárstíg á mánudaginn kemur og hefst það klukkan 18. Á meðal verkanna sem boðin verða upp má nefna tvö málverk eftir Gunnlaug Blön- dal en annað þeirra prýddi forsíðu Politi- ken í Danmörku árið 1930 í hátíðarútgáfu í tilefni af Alþingishá- tíðinni. Verkið málaði Gunnlaugur í París 1929. Einnig verða boðin upp verk eftir Mugg, Svavar Guðna- son, Ásgrím Jónsson, Jón Engilberts og Þórarin B. Þorláks- son. Þá verða fimm olíumálverk eftir Jó- hannes S. Kjarval auk fjögurra pappírsverka á uppboðinu, og verk samtímalistamanna á borð við Kristján Davíðsson, Karólínu Lárusdóttur, Georg Guðna, Tolla, Tryggva Ólafsson og Bilson. Verkin verða sýnd í Galleríi Fold um helgina. Uppboð í Galleríi Fold á mánudag Þjóðleg Málverk Gunn- laugs Blöndal sem prýddi forsíðu Politiken. Fæst e innig í bókabúðum víða um land Frábærfermingargjöf! Allt sem þú þarft að vita um útivist, fjallgöngur og útilegur! w w w . b o k a k a f f i d . i s Sæmundur útgáfa Skógarhlí› 18 • 105 Reykjavík • Sími 595 1000 • Fax 595 1001 Akureyri sími: 461 1099 • www.heimsferdir.is Spænsk vika hjá Heimsferðum Við verðum í Kringlunni í dag á Spænskum ferðadegi. Mörg tilboð í gangi hjá okkur í vikunni Allir sem skrá sig í netklúbb Heimsferða eiga möguleika á ferð fyrir tvo til Costa del Sol. Dregið verður mánudaginn 18. apríl Við erum á facebook www.facebook.com/heimsferdir B irt m eð fy rir va ra um p re nt vi llu r. H ei m sf er ð ir ás ki lja sé r ré tt til le ið ré tt in g a á sl ík u. A th .a ð ve rð g et ur b re ys t án fy rir va ra . E N N E M M / S IA • N M 46 22 0

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.