Morgunblaðið - 14.05.2011, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.05.2011, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. MAÍ 2011 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Marta María Jónasdóttir fréttastjóri dægurmála martamaria@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Veðurblíðan hefur leikið við höfuðborgarbúa undanfarna daga og ungir jafnt sem aldnir verið duglegir við að spóka sig í langþráðu sólskininu. Einhverri vætu er þó spáð víða á landinu í dag en gert ráð fyrir að hiti verði á bilinu 6-11 stig. Á morgun spáir suðvestlægri átt, 3-8 m/s með skúrum en björtu á köflum á Suðausturlandi og Austfjörðum. Hiti verður á bilinu 3-10 stig og hlýjast verður á suðaustanverðu landinu. Morgunblaðið/Eggert Sumarið loksins komið BAKSVIÐ Andri Karl andri@mbl.is Tuttugu og fimm ára karlmaður, Ax- el Jóhannsson, játaði við yfir- heyrslur hjá lögreglu að hafa orðið unnustu sinni og barnsmóður á 21. aldursári að bana síðdegis á fimmtu- dag. Axel var í gær úrskurðaður í gæsluvarðhald til 27. maí nk. á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Parið bjó í Hafnarfirði ásamt syni sínum á þriðja aldursári. Fjögur ár eru síðan þau trúlofuðu sig. Sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins hafði konan um einhvern tíma íhug- að að slíta trúlofuninni og meðal ann- ars viðrað áætlanir sínar við foreldra sína. Hafði hún fyrir skömmu gert ráðstafanir um að foreldrar hennar kæmu suður, sæktu hana og soninn en frestaði því eftir samræður við manninn. Á fimmtudag endurvakti hún áætlanir sínar og stóð til að for- eldrar hennar kæmu á höfuðborgar- svæðið í gær. Réðst á hana eftir rifrildi Maðurinn tók áætlunum konunn- ar illa og síðdegis á fimmtudag ók hann með hana upp í Heiðmörk þar sem þau ræddu málin. Umræðan leiddi til rifrildis og upp úr því réðst hann á konuna og veitti áverka sem leiddu til dauða hennar. Um var að ræða áverka á hálsi. Eftir atlöguna færði hann hana í farangursgeymslu bifreiðar sinnar. Samkvæmt því sem fram kemur í tilkynningu frá lög- reglu sem send var út síðdegis í gær liggur ekki fyrir hvort konan lést í bílnum eða áður en hún var færð þangað. Meðan á öllu þessu stóð var sonur þeirra í bílnum. Á leiðinni frá Heiðmörk hringdi maðurinn nokkur símtöl, m.a. í fjöl- skyldu sína, og greindi frá því sem gerst hafði. Hann ók í kjölfarið til foreldra sinna þar sem hann skildi barnið eftir og hélt að Landspítalan- um í Fossvogi. Þar gaf hann sig fram og vísaði á lík konunnar. Rannsókn lögreglu hefur gengið greiðlega. Þó á maðurinn enn eftir að undirgangast geðrannsókn, auk þess sem niðurstöðu úr krufningu er beð- ið. Barnið var fært í umsjá barna- verndaryfirvalda. Mikil sorg og reiði Konan unga er frá Sauðárkróki, þar sem foreldrar hennar búa. Að sögn Sigríðar Gunnarsdóttur, sókn- arprests á Sauðárkróki, er bæjarbú- um afar brugðið, mikil sorg ríki vegna þessa mikla harmleiks og í raun sé bærinn hálflamaður. Hún segir einnig mikla reiði ríkja í garð fjölmiðla og þeirra vinnubragða sem viðhöfð voru á fimmtudags- kvöld. Tiltekur hún umfjöllun vef- miðilsins Eyjunnar en þar voru birt- ar upplýsingar um bifreið Axels úr ökutækjaskrá, þar á meðal nafn hans. Eftir mikla gagnrýni í athuga- semdakerfi vefmiðilsins var lokað fyrir athugasemdir og nafnið tekið út. Sigríður telur líklegt að farið verði með mál þetta fyrir siðanefnd Blaðamannafélags Íslands. Harmleikur í Heiðmörk  Karlmaður réðst á unnustu sína og barnsmóður í Heiðmörk með þeim afleiðingum að hún lét lífið  Konan sem var tvítug hafði áður tilkynnt manninum að hún vildi slíta sambandi þeirra og flytja burt Morgunblaðið/Júlíus Rannsókn Maðurinn ók að Landspítalanum og gaf sig fram á fimmtudag. Unga konan sem beið bana hét Þóra Elín Þorvaldsdóttir, til heimilis í Hafnarfirði en fædd og uppalin á Sauðárkróki. Þóra Elín var á 21. aldursári, fædd 19. júlí 1990. Hún lætur eftir sig tveggja ára son. Unga konan UPPALIN Á SAUÐÁRKRÓKI holabok.is/holar@holabok.is Saga og þróun mannlífs í Austur-Skaftafellssýslu er hér í brennidepli. Viðmælendurnir eru hjónin Álfheiður Magnúsdóttir og Gísli Arason, Ingibjörg Zophoníasdóttir, Þorvaldur Þorgeirsson og feðgarnir Sigurður Bjarnason og Einar Rúnar Sigurðsson. Sannkallað ferðalag í tíma og rúmi. FRÁSAGNIR AUSTUR-SKAFTFELLINGA Röskun varð á áætlunarflugi þegar loka þurfti Keflavíkurflugvelli frá klukkan átta í gærkvöldi þar til klukkan sjö í morgun. Grípa þurfti til lokunarinnar þegar lá ljóst fyrir að ekki tækist að manna vaktina vegna yfirvinnubanns flugumferðarstjóra. Samkvæmt upplýsingum frá Isavia bendir ekkert til þess að frekari rask- anir verði á næstunni. Flugi Icelandair frá Kaupmanna- höfn var flýtt í gær og lenti vél á leið frá London á Reykjavíkurflugvelli í stað Keflavíkurvallar um kl. 23 í gær- kvöldi. Var gert ráð fyrir því að um eins til tveggja tíma seinkun yrði á öllu flugi flugfélagsins nú í morgun. Samtök ferðaþjónustunnar sendu frá sér tilkynningu í gær þar sem þau lýstu yfir miklum áhyggjum vegna yf- irvinnubannsins og bentu á að ferða- menn forðuðust almennt svæði þar sem búist væri við verkföllum eða vinnustöðvunum. „Ferðaþjónustan er mjög viðkvæm fyrir slíkum truflun- um og eru þær slæmar fyrir ímynd og orðspor Íslands sem ferðamanna- lands,“ sagði í tilkynningunni, þar sem samningsaðilar voru hvattir til að gera sitt ýtrasta til að ná samningum. Ottó Garðar Eiríksson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra, sagði félagsmenn fullmeðvitaða um hvað lægi undir en þeir sætu ekki ein- ir að borðinu. Hann útilokaði ekki að gripið yrði til fulls yfirvinnubanns en nú gildir það um helgar og milli klukkan átta á kvöldin og sjö á morgnana á virkum dögum. Hann sagði mál þokast hægt en fundað yrði á mánudaginn eftir rúmlega viku hlé. holmfridur@mbl.is Röskun á flugi vegna að- gerða flugumferðarstjóra  Slæm áhrif á ferðaþjónustuna  Viðræður ganga hægt Morgunblaðið/ÞÖK Umferð um veg- inn að Fimm- vörðuhálsi hefur verið lokuð frá því fyrir páska. Ábúendur á Skógum munu hafa verið orðnir langþreyttir á miklum ágangi vegna umferðar sem varð geysi- mikil í tengslum við gosið. Vegurinn, sem sumir vilja kalla troðning að sögn heimildarmanns, liggur um hlaðið á bænum, rétt við fjósið. Á sama tíma er vegur inn að Bald- vinsskála lokaður. Sveitarstjórn Rangárþings eystra mun hafa hætt við að láta leggja nýjan veg upp á Fimmvörðuháls frá Skógum eftir að sumarhúsaeigendur mótmæltu framkvæmdunum, einkum vegna ónæðis sem yrði af veginum. Úthlutað var sex milljónum króna úr styrkvegasjóði í nýtt vegstæði og nú er unnið að því að finna nýtt í stað þess sem sumarbústaðaeigendurnir andmæltu. Lokuðu veg- inum upp á hálsinn Umferð jókst mikið í kjölfar gossins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.