Morgunblaðið - 14.05.2011, Blaðsíða 49
DAGBÓK 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. MAÍ 2011
Grettir
Smáfólk
Hrólfur hræðilegi
Gæsamamma og Grímur
Úthverfið
Kóngulóarmaðurinn
Ferdinand
KÖTTURINN
MINN ER BETRI EN ÉG
Í TÖLVULEIKJUM
HVAÐ SEGIR ÞAÐ UM MIG
SEM PERSÓNU?
EKKERT
SEM VIÐ
VISSUM EKKI
FYRIR
ÞETTA
KJÁNAGLOTT
FER ÞÉR EKKI!
ÞETTA ER
ÓGEÐSLEGT HA
HVAÐ?
ÞÚ DREGUR TEPPIÐ ÞITT
EFTIR JÖRÐINNI OG ÞAÐ
FYLLIST ALLT AF SÝKLUM!
SÝKLUM? HVAÐ
MEÐ ÞAÐ
ÞÓ ÞAÐ
FESTIST
SÝKLAR Í
TEPPINU?
ÞEIR
ERU
ALLIR Á
HINUM
ENDANUM!
ERTU AÐ REYNA AÐ
GEFA EITTHVAÐ Í SKYN?
ÉG BÝST VIÐ AÐ
ÞÚ VILJIR AÐ ÉG RAKI
SAMAN LAUFIN
DAGBLAÐIÐ ER EKKI
KOMIÐ ENNÞÁ.
ÉG SEM ÆTLAÐI
AÐ GERA KROSS-
GÁTURNAR YFIR
KAFFINU MÍNU
AF HVERJU
GEIRIRÐU
EKKI BARA
KROSS-
GÁTURNAR
ÞÍNAR Á
NETINU?
ÞAÐ
GENGUR EKKI,
ÉG GERI ALLT
OF MIKIÐ AF
MISTÖKUM
HVAÐ
KEMUR
ÞAÐ
MÁLINU
VIÐ?
ÞAÐ ER
SVO MIKIÐ
VESEN AÐ NÁ
TIPPEXINU AF
SKJÁNUM
FLOTTUR
HATTUR
TAKK, ÉG KEYPTI
HANN Í GÆR
ÞETTA
ER EIN AF
ÁSTÆÐUNUM
FYRIR ÞVÍ AÐ
ÉG KANN
SVONA VEL
VIÐ ÞIG
HVAÐ ÁTTU VIÐ?
ÞAÐ AÐ ÉG KANN
AÐ KLÆÐA
MIG VEL?
NEI, ÞAÐ HVAÐ
ÞÚ ERT HUGAÐUR
ÉG GET
EKKI SAGT
ÞÉR AF HVERJU
EN ÉG ÞARF AÐ
FÁ ÞIG TIL AÐ
HJÁLPA MÉR
BURT MEÐ
ÞIG, ÉG Á NÓG
MEÐ SJÁLFAN MIG
ÉG HEFÐI ÁTT AÐ HUGSA
ÞETTA TIL ENDA. ÉG GET
AUÐVITAÐ EKKI SAGT HONUM AÐ
ÉG ÆTLI AÐ SELJA MYNDIRNAR
TIL JAMESON
GRUNAR
HANN AÐ
ÉG ÆTLI AÐ
FREMJA
GLÆP Á
MORGUN?
...TIL
ÞESS AÐ FÁ
DÓTTUR MÍNA TIL
BAKA
Frá Baldri
Kristjánssyni
Maður sem ég hef ítrek-
að þurft að vísa burt af
heimasíðu minni vegna
groddalegs orðalags og
fjandsamlegs afflytur
bloggfærslu mína í les-
endabréfi með þeim
ásetningi greinilega að
eitra. Hvort sem það
stafar af litlum lesskiln-
ingi eða meinfýsni af-
flytur hann bloggfærslu
mína þannig að ég virð-
ist meinlegri en ég þó er
í garð tveggja ágætra
þingkvenna. Til þess að öllu réttlæti
sé fullnægt finnst mér að Mbl. verði
að birta ummæli mín í samhengi. Þau
eru svona: ,,Þráinn Bertelsson er far-
inn að nota nakin orð og skefur ekki
utan af hlutunum. Tilgangur hans er
augljós. Að færa umræðuna til. Jafna
út kommúnistatalið. Svo getur fólk
deilt um hvort verra er að vera aft-
urhaldskommatittur eða komm-
únistadindill svo tekin séu orð úr
munni foringjans eða fasistabelja svo
tekið sé orð úr munni Þráins. Þráinn
hefur reyndar vinninginn. Fas-
istabelja er ljótt orð og á ekki að nota
um neinn. Afturhaldsfasistatítur
hefði verið betra. Annars er það skoð-
un undirritaðs að menn eigi að nota
falleg orð hver um annan og þá er
sama hvaða málstað þeir verja í
stjórnmálum.“ Í sama lesendabréfi er
ég ásakaður fyrir að draga taum
ríkisstjórnar í prédikun sem ég birti á
heimasíðu minni. Ég
skal fúslega viðurkenna
að þar sem ég tala um
skort á samheldni og
samstöðu í íslensku
þjóðfélagi megi lesa út
þá skoðun að menn eigi
að standa betur með
þeim sem eru við stýrið
þó ekki sé það sagt ber-
um orðum. Sérstaklega
í ljósi þess að ég gagn-
rýni það að sífellt er tal-
að niður til Jóhönnu
Sigurðardóttur for-
sætisráðherra. Um
þetta má það eitt segja
að lítið er við því að
segja að lúterskur prestur í Þjóð-
kirkjunni sé einstaka sinnum hlýleg-
ur í garð yfirvalda. Það sem er óvana-
legt er að menn þori eða leyfi sér að
tala hlýlega um yfirvöld þegar vinstri
stjórn er við völd. Slíkur er ótti
manna en við hvað? Svari hver fyrir
sig. Annars getur hver dæmt fyrir sig
um málflutning minn með því að fara
á heimasíðu mína á eyjan.is. Ég
starfa fyrir opnum tjöldum.
Baldur Kristjánsson
Hefurðu fundið gleraugu?
Kringlótt gullspangagleraugu í
svörtu hörðu hulstri töpuðust á Nes-
vegi 8. maí sl. til móts við hús nr. 59
og 68. Uppl. í s. 693-3847.
Ást er…
… að ganga alla leið,
saman.
Velvakandi
Svarað í síma 5691100 frá 10–12
velvakandi@mbl.is
Ég hitti karlinn á Laugaveginumniðri á Austurvelli og það var
töluverð ferð á honum. Hann talaði
um Jón forseta og Þingvelli. Og svo
venti hann kvæði sínu í kross, sagði
að sumir töluðu ekki við konur eins
og venjulegt fólk. „Einn slíkur er
þarna inni,“ sagði hann og hnykkti
til höfðinu:
Lengi hefur hógværð elt ánn.
Heiðurslaunin fékk, sem geltu ánn.
Gamla sovét-villan vélti ánn.
Til vinstri-grænna loksins hélt ánn.
Júlíana Jónsdóttir skáldkona var í
Stykkishólmi og vann þar við hjúkr-
un og margvísleg störf þegar hún
gaf út Stúlku á eigin kostnað árið
1876. Það var fyrsta ljóðabók eftir
konu, sem út kom á Íslandi. Júlíana
fluttist vestur um haf og dvaldist
lengst af í Interbay nálægt Seattle-
borg í Washingtonfylki. Þar byggðu
nokkrar íslenskar fjölskyldur lítinn
bjálkakofa fyrir Júlíönu, sem hún
nefndi Skálavík. Einhverju sinni sat
hún við kofann sinn, sem hún kallaði
„sjantann sinn“ og sagði:
Nú er ég ung í annað sinn,
ekki er á gleði rýrðin,
og sit við litla „sjantann“ minn
og segi dýrðin, dýrðin.
Og henni fer sem mörgum hag-
mæltum Íslendingum, hún grípur til
hringhendunnar, þegar áhyggj-
urnar eru að buga hana og kveður
stemmu með langdregnu innrími:
Mín þótt pyngja mjög sé þunn,
mun ég syngja að vonum,
láta’ óþvinguð ljóð af munn
líða í hringhendonum.
Júlíana var sjálfmenntuð og vel les-
in í skáldskap. Hér slær hún á sömu
strengi og Einar Benediktsson. Nema
hún hafi verið að svara „skáldinu
sínu“ Þorsteini Erlingssyni:
Finnum tæki, temjum foss
til að búa í haginn,
lyfti þeir og láni oss
ljós og hita í bæinn.
Halldór Blöndal halldorblondal@mbl.is
Vísnahorn
Til vinstri grænna loksins hélt ’ann
Fræg eru orð Johns F. KennedysBandaríkjaforseta við embætt-
istöku hans í janúar 1961: „Þess
vegna, landar mínir, spyrjið ekki,
hvað land yðar geti gert fyrir yður, –
spyrjið, hvað þér getið gert fyrir land
yðar.“
Menn voru fljótir að benda á, að
bandaríski dómarinn Oliver Wendell
Holmes hafði notað svipað orðalag á
fundi í Keene í New Hampshire 30.
maí 1884: „Vér stöldrum við til að rifja
upp, hvað land vort hefur gert fyrir
oss, og spyrja, hvað vér getum gert
fyrir land vort í endurgjaldsskyni.“
Warren G. Harding, sem var 29.
forseti Bandaríkjanna, sagði í sama
anda á þingi Lýðveldisflokksins
(Repúblikana) í Chicago 1916: „Við
verðum að hafa á að skipa borgurum,
sem hafa minni áhuga á því, hvað rík-
ið geti gert fyrir þá, en á því, hvað
þeir geti gert fyrir þjóðina.“
Ágætur kunningi minn, David
Friedman (sonur Miltons), sem kom
hingað til lands 1980, umorðaði hins
vegar þessa hugsun háðslega: „Þú
skalt ekki spyrja, hvað land þitt getur
gert fyrir þig, heldur hvað það hefur
gert þér.“ David er eins og margir
aðrir frjálshyggjumenn þeirrar skoð-
unar, að oft geri ríkið illt verra. Það
sé frekar meinsemdin en lækningin.
Svipaða hugsun orðaði raunar Ro-
nald Reagan Bandaríkjaforseti svo í
ræðu 11. desember 1972: „Ríkið leys-
ir ekki vandann. Það heldur honum
uppi fjárhagslega.“
Hins vegar rakst ég á í grúski
mínu, að Steingerður Guðmunds-
dóttir, leikkona og skáld, sem uppi
var 1912-1999, notaði svipað orðalag
og Kennedy, nær tveimur árum áður
en hann flutti ræðu sína. Steingerður,
sem var dóttir Guðmundar skóla-
skálds Guðmundssonar, skrifaði í
greininni „Hugleiðingar um lista-
mannalaun“ í Morgunblaðinu 17. apr-
íl 1959: „Afstaða hvers listamanns
ætti að vera þessi: hvað get ég gert
fyrir landið? ekki: hvað getur landið
gert fyrir mig?“
Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar.
Hannes H. Gissurarson
hannesg@hil.is
Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð
Hvað getur þú gert fyrir landið?